FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skálamál, loka og læsa

by Ólafur Eiríksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Skálamál, loka og læsa

This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elvar Níelsson Elvar Níelsson 20 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.01.2004 at 02:36 #193508
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant

    Það er eitt sem ég er að furða mig á þessa dagana, og langar til að vekja máls á hér. Þetta litla atriði kristallast ágætlega í könnuninni sem er í gangi hér á síðunni. Þar finnst mér persónulega vanta valmöguleikann að setrið verði einfaldlega haft opið.

    Kannski er þetta út af því að ég ferðaðist talsvert með mínum ágætu félögum á árunum fyrir og kringum 1990 þegar það var svo dásamlega frjálst að fara til fjalla, allir skálar opnir og sjaldnast nein vandamál kringum gistingar.

    Trúlega er ég líka einn af þeim seku sem hafa drýgt þann glæp að gista í fjallaskálum án þess að gera heiðarlega skil á skálagjöldum í einhver skipti. Já jafnvel mörg ef út í það er farið. Talsvert hef ég samt greitt af þeim þrátt fyrir allt.

    Mér finnst alveg gríðarlega sorglegt ef 4×4 klúbburinn ætlar að taka upp harða læsinga stefnu á öllum sínum húsum, í kjölfarið á öðrum félagasamtökum. Vissulega eru til „gild og góð“ rök fyrir því að það einfaldlega verði að læsta öllum skálum á hálendinu. Þau sem ég hef séð eru helst: Slæm umgengni, þjófnaðir, skálagjöld ekki greidd, og e.t.v skemmdir á búnaði.

    Það er aftur spurning hverju er fórnað með því að hefta aðgengi að skálunum!? Ég þori að veðja að allir sem einhverntímann hafa stundað fjallaferðir að einhverju ráði kannast við að hafa þurft að gjörbylta ferðaplani sökum veðurs og/eða færðar. Hverjir hér muna eftir því frelsi sem fólst í því að geta einfaldlega tekið 90° þverun á kúrsinn þegar aðstæður voru slæmar og stungið sér í næsta opna hús til gistingar ef svo bar undir. Vissulega bjóða þær lausnir sem menn eru að velta fyrir sér núna upp á mögulega aðlögun að þessu vandamáli, þ.e ef þær þá á annað borð virka. Tækni gizmo sem á að funkera í fjallaskála þarf að vera ansi skotheldur búnaður til að virka í raun.

    Mér kemur til hugar einn skáli á hálendinu sem ég hef oft gist í og raunar síðast í sumar. Þar er miði á innri hurð sem býður alla velkomna í skálann og þess er óskað að gengið sé vel um, ekki er getið á um skálagjöld en þar má finna kassa fyrir frjáls framlög ef ég man rétt. Þar er gas og jafnvel eldiviður á tyllidögum ef ferðalangar hafa þá ekki nýtt hann allann með veru sinni. Þetta hús er í eigu fárra einstaklinga og stendur við Þúfuvatn. Þetta hús hefur staðið opið allann tímann síðan það var reist. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær það var byggt, en ég hef gist þar ótal sinnum síðan 1990 og aldrei greitt krónu fyrir eitt né neitt. Við höfum haft það fyrir reglu að nota ekki gasið í húsinu, og reynt að koma með umframbyrgðir af eldivið í hina stóru kabyssu sem þarna er að finna. Ég hitti fyrir stuttu eiganda að þessu húsi og þakkaði honum fyrir allar gistinæturnar sem ég hef átt í hans ágæta húsi. Svarið var eitthvað á þessa leið : minnstu ekki á það vinur vertu velkominn meðan húsrúm leyfir.

    Í þessu húsi er borðbúnaður, pottar og pönnur, gaseldavél og ýmis búnaður. Ég hef komið að þessum skála illa lokuðum og þurft að byrja á því að moka út snjó. Ég hef einnig „lent“ í því að taka til eftir aðra ferðahópa sem hafa yfirgefið skálann á undan mér. Aðrir hafa fengið að taka til eftir mig þegar ég hef farið á undan þeim, bara eins og gengur í mannlegu félagi…….Ég sé ekki betur en þúfuvatnaskáli eldist bara vel hann er byggður á praktískann hátt, einfaldur, ekki of fínn og hefur verið umgjörð ótal ánægjustunda fyrir mig og vonandi mína samferðamenn.

    Það er mín skoðun að það sé svolítið undarlegt ef félagsskapur sem telur þúsundir getur ekki rekið fjallaskála á svipuðum slóðum með svipuðum hætti og 3-4 einstaklingar gera. Mér vitanlega hafa nöfn eigenda Þúfuvatnaskála ekki prýtt forsíðu lögbirtings eða annara sorprita, þannig að fjárhag þeirra virðist ekki hafa verið stefnt í voða með athæfinu.

    Umræðan um þessi mál hefur endurspeglast af smáborgaralegri umræðu um að einhverjir vitleysingar komist hjá því að greiða skálagjöld, þeir gætu stolið pottum, pönnum, koppum og öðru dótaríi sem kann að finnast í skálunum. Að ekki sé minnst á hina dýrmætu hráloíu sem þeir kunna að sóa við að kynda upp sinn kalda glæpamannakropp, og stöku kvendi sem gerist meðsekt í glæpnum með því að lúra hjá þeim án þess að greiða skálatollinn. Já, og ekki nóg með það heldur kunna þessi kvikindi ekki að taka til og þrífa. Jesús pétur sé oss næstur félagar.

    Án þess að fella sleggudóma (varúð það er einmitt það sem ég er að gera) þá skil ég vel að þeir sem standa í skálanefndum séu ergilegir. Það þarf að berja saman budget, laga þetta og hitt og reka skálann. Þeir þurfa að sinna viðhaldi og endurbótum líka… það er verulega auðvelt fyrir menn sem hafa af áhuga og krafti sinnt starfi fyrir klúbbinn að setja hnefann í borðið og kvarta sáran yfir skilum á skálagjöldum slæmri umgengni og svo fram…. Þegar maður heyrir kvartanir frá slíku fólki fyllist maður réttlátri reiði í garð slóðanna sem eru að malbikla yfir „óeigingjarnt sjálboðaliðastarf þeirra sem sinna skálunum“. Spurningin er kannski, hversu óeigingjarnt er starfið ef menn lenda í þessum skotgröfum.

    Mig langar að velta upp eftirfarandi pælingu. Hversu hræðilegt er það þó að einhver fífl gisti fjallaskála án þess að greiða skálagjöld. Getur verið að menn séu á rangri leið ef fjallaskálar þurfa að vera undir sérstöku eftirliti vegna þess hversu fínir þeir eru og hversu dýran búnað er að finna innan veggja þeirra. Hvaða máli skiptir fyrir 4×4 batteríið þó að það hverfi x-hundruð lítar af olíu? Hvaða máli skiptir þó að það þurfi að endurnýja borðbúnað, potta og pönnur, koppa og kirnur? Hversu stór er þessi fórnarkostnaður? Hvað er mikið mál að taka til í einum fjallaskála eftir eitthvað „lið“ sem hefur gengið illa um.. Til hvers er barist í raun? Hvar er félagsandinn í þessum klúbbi eiginlega, eru sérhagsmunir búnir að valta yfir allt sem heitir umburðarlyndi?

    Maður veltir því fyrir sér hversu rismikill félagsskapur 4×4 klúbburinn kærir sig um að vera. Ætlum við að verða félagsskapur sem sinnir engu nema þröngum sérhagsmunum, eða höfum við áhuga á því að hlúa að lifandi ferðamennsku á fjöllum fyrir okkur sjálfa og aðra sem gaman hafa að slíku.

    Í mínum huga er hér á ferðinni prinsippmál, ég nenni ekki að leita uppi lykla að 3 fjallaskálum fyrir eina gistinótt, þ.e einum fyrir áfangastaðinn og tveimur til vara. Pantanir á gistirými eru misnotaðar líka. Það er ekki eins og öll mál séu leyst með aðgangstýringum eins og umræður hér bera vitni.

    Kv
    Óli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 47 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 20.01.2004 at 08:50 #484996
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Við Suðurnesjamenn fórum í Setur á föstudaginn á 7 bílum, og ég talaði við Magna í skálanefnd áður en við fórum af stað til að forvitnast um fjöldann í Setrinu. Enginn hafði talað við hann, en hann bað mig að tæma peningakassann. Það er skemst frá því að segja að í kassanum voru milli 6 og 7 þúsund krónur frá því í ágúst. Síðast var skrifað í gestabókina í október, en það er búinn að vera heilmikill gestagangur þarna. Eitthvað af skálagjöldum hafa þó komið inn á reikning + 20000kr frá okkur.
    Einhver sem var inn í Kerlingafjöllum um síðustu helgi bað mig að taka bakpoka með mér sem hafði gleymst í andyrinu helgina á undan og er ég með hann. Síminn hjá mér er 8961750.
    Óli ert þú ekki í Suðurlandsdeild, er ekki búið að læsa ykkar skála, og er þó töluvert minni umferð þar heldur en í Setrinu. Ég er farinn að hallast að því að það verði að taka lyklana úr umferð og það verði að ná í þá hjá skálanefnd og stjórnum landsbyggðadeilda.
    Kveðja Heiðar Suðurnesjadeild

    PS Það var mikill snjór við Setrið og annsi erfiður.





    20.01.2004 at 09:39 #484998
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    Ég vil nú þakka Ólafi Eiríkssyni fyrir jákvæð skrif og hugsun, ósköp væri nú gott ef við-og-margir-aðrir ættum slíkt umburðarlyndi sem og að gera góð skil og skilning á gildi fjallaskálans, þetta að nota ekki meira en þarf, koma með með sér bæði oliur sem og eldivið ofl, hreint frábært, ef þetta er ekki til eftirbreitni………

    kv
    Jon





    20.01.2004 at 10:28 #485000
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Semsagt ef ég kem með olíu og gas með mér og sópa gólfið á eftir mér, þá þarf ég ekki að borga fyrir gistinguna. Ef menn verða að vera svo frjálsir að þeir geta ekki bókað neina gistingu, þá er bara að fá sér tjald. Það hlítur að vera hræðilegt fyrir frjálsa menn að gista í skála hjá JÖRFA, þar sem alltaf verður að bóka fyrst gistingu.

    Hlynur





    20.01.2004 at 10:32 #485002
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er vissulega athyglisvert sjónarmið hjá Óla. Það er auðvitað eftirsjá af því að geta ekki tekið kúrsinn hvert sem er og gist hvar sem er óháð því hvernig upphaflegt plan var. Ein á eða hindrun reynist ófær og þú þarft að gjörbreyta ferðaplönum. Það er auðvitað rétt sem Óli bendir á að það stendur F4x4 nær en mörgum öðrum að halda í þessa möguleika, en við getum samt ekki lokað augunum fyrir raunveruleikanum. Í raun þarf ekkert að fara langt aftur í tímann með þetta, stærsta breytingin var núna í fyrra þegar FÍ og Útivist ákváðu að læsa skálum á fjölförnum leiðum. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af því menn töldu sig virkilega tilneydda. Slæm umgengni, rotnandi matarleifar skildar eftir og jafnvel eitt og annað brotið og eyðilagt af hreinni skemmdarfýsn. Til hvers ættu þessi félög að hafa skálana opna og láta þetta yfir sig ganga, þegar þeir sem gista þá á veturnar sjá ekki einu sinni sóma sinn í að greiða tilskilin gistigjöld! Vissulega væri veröldin betri ef hægt væri að treysta fólki, bæði til að ganga um eigur ferðafélagana af einhverri sómatilfinningu og til að borga sjálft það gas og olíu sem það notar með því að skila inn skálagjöldum. Veruleikinn virðist bara vera talsvert langt frá þessu og af því þarf að taka mið. Rétt eins og á sínum tíma (fyrir tíma GSM) var gefist upp á að hafa símaklefa í Lækjargötu, vegna stöðugra skemmdarverka. Það bitnaði vissulega á öllum sem þurftu að hringja en við því var ekkert gera.

    Kannski hefur skálinn við Þúfuver sloppið fram að þessu af því hann er aðeins utan við veg og staðsetning þannig að ásókn í hann er e.t.v. minni. Umferð í Setrið er hins vegar mikil og gríðarlegt magn sem fer þar af olíu á hverjum vetri. Ég hef að vísu ekki heyrt um skemmdarverk eða annan ribbaldahátt þar, eins og Ferðafélagið hefur þurft að glíma við í vissum skálum. Það vandamál kæmi hins vegar sjálfsagt upp ef skálinn yrði bara látinn vera galopinn. Spurningin stendur eftir, hvers vegna ætti F4x4 að hafa skálann opinn með þeirri áættu sem það felur í sér, þegar menn sjá ekki sóma sinn í að borga fyrir sig heldur velta þeim kostnaði yfir á almenna félagsmenn.

    Kv – Skúli





    20.01.2004 at 11:03 #485004
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    Ég sé ekki hvert vandamálið er. Það eru augljóslega allir sammála því að svona getur þetta ekki gengið, og að það getur þurft að breyta ferðaáætlun þegar af stað er komið, og þá er ekki hægt að komast í læstan skála. Að þessu gefnu get ég ekki séð annað en að að lausnin felist í þessum talnalás, þar sem þarf að hringja til að fá númerið.
    Þá þarf ekki að taka með sér lykla, sem nýtast svo ekki vegna þess að breyta þurfti ferðaplani. Heldur er hægt eins og Óli talar um að fara hvert sem manni hentar og taka svo bara upp tólið þegar komið er að gistingu, gefa upp nafn og kennitölu og fá aðgang.

    Með þessum lás verða allir frjálsir að fara hvert sem þá langar án þess að hafa áhyggjur af að þurfa að sofa í bílunum vegna breyttrar áætlunar. Og við ættum ekki að þurfa að hafa eins miklar áhyggjur af skálunum og greinilega er raunin í dag.

    Verum frjálsir á fjöllum, jafnt óbreyttir félagsmenn og aðrir.

    Kveðja að norðan.
    Trausti K-701





    20.01.2004 at 12:52 #485006
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Jú Sultarfit hefur verið endurbætt, og í kjölfarið er búið að læsa skálanum, sem mér persónulega þykir miður.

    Ég veit ekki alveg hvað er hvað í þessari umræðu fyrst að kassinn í setrinu skilar 6-7 þúsund krónum frá því í águst s.l. Þetta segir mér einfaldlega að 4×4 félagar hafi almennt engann áhuga á því að greiða skálagjöld, svo einfalt er það. Hér er alltaf verið að vísa á fólk út í bæ, að það séu einhverjir einhversstaðar sem standi utan allra félaga og noti svo eigur þeirra án þess að greiða fyrir.

    Hverjir eru það annars sem eru að ferðast á fjöllum frá því í águst og fram til dagsins í dag? Eru það ekki hinir almennu félagsmenn 4×4, Útivistar, LÍV, Ferðafélags Íslands, Jöklarannsóknafélagsins… ?? Eða eru það einhverjir vondir strákar sem standa utan allra félaga? Í alvöru held ég að við ættum að líta okkur nær í þessum efnum, og viðurkenna eigin breyskleika.

    Auðvitað er þetta "óásættanlegt" ástand.. en hver hefur áhuga á því að gerast sjálfskipaður húsvörður í Setrinu með því að slá inn lykilkóðann sinn þar á föstudagskvöldi ? Hvað á hann að gera þegar skálinn fyllist af fólki eins og gjarnan gerist á þessum fjölfarna stað. Er viðkomandi þá orðinn skálavörður í Setrinu? Á hann að "bera ábyrgð" á því að allir greiði skálagjöld? Hvað svo þegar hann fer, á þá að rýma húsið? Sorry, en mér finnst þessi talnalausn lítt hugsuð í þá veru að afla skálagjalda umfram það sem er í dag. Hún er fremur tæknilegur draumur sem kemur til með að kosta peninga, en ástandið helst óbreytt hvað snertir skil á skálagjöldum.

    Önnur pæling, Er ekki rekstarkostnaður Setursins í raun fasti óháð því hversu margir kjósa að gista þar? Ég á við, er skálinn ekki í notkun af einhverjum flestar helgar ársins og því kyntur, ljósavél látin ganga hvort um er að ræða einn eða 80 manns? Ef við förum þá leið að láta alla greiða fyrir notkun eins og þeim ber s.k.v hörðustu einstaklingshyggju, verður þá ekki að taka fast gjald fyrir Setrið per helgi, óháð mannfjölda?

    Þeir borga sem þora

    Kv
    Óli





    20.01.2004 at 14:15 #485008
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Talnalásinn leysir auðvitað ekki allan vanda, en samt töluverðan. Eins og Hlynur benti á hefur JÖRFI verið með sína skála læsta og annað hvort ertu með lykil eða étur það sem úti frýs. Þar gerist það auðvitað að einhver með lykil og pantaða gistingu opnar og síðan mæta einhverjir upp á von og óvon og hugsanlega borga ekki skálagjöld. Hins vegar held ég að þetta hljóti að vera mun minna vandamál þar en annars staðar. Talnalásinn er í sjálfu sér sambærilegur við það að hafa skálann læstan, en eini munurinn er að þú getur fengið "lykilinn" í gegnum símann, sem breytir verulega miklu.

    Talandi um talnalás þá hafði samband við mig maður sem vinnur hjá tölvufyrirtæki hér í bæ og tjáði mér að svona kerfi sé að mestu leiti til í dag sem viðverukerfi, þyrfti ekki nema lítilsháttar aðlögun að þessu. Þá gæti talvél gefið upp kóðann eftir að kerfið hefur tékkað á símanúmerinu sem hringt er úr og jafnvel greiðslukortanúmeri sem slegið er inn.

    Ég held að þetta sé eitthvað sem 4×4 ætti að athuga í samstarfi við hin félögin. Þetta myndi allavega draga úr vandamálum sem hljótast af því að hafa skálana galopna, en lokar ekki fyrir "frjálsa ferðamennsku". Það er líka spurning hvernig skipulagsyfirvöld og sveitarfélög túlka það ef allir skálar eru lokaðir og ekki hægt að komast þar inn nema með því að fá fyrirfram lykil hjá eiganda. Er þá hægt að segja að skálarnir séu opnir almenningi eða verða þeir skráðir sem prívat sumarbústaðir með öllum þeim gjöldum sem því fylgir? Ef þú getur keypt aðgang gegnum síma held ég hins vegar að það ætti að vera hægt að standa á því að þeir séu til afnota fyrir almenning.

    Kv. – Skúli





    20.01.2004 at 14:53 #485010
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það má segja að það felist viss heiðarleiki í því hjá óla að gangast við því að vilja ekki taka þátt í þeim kostnaði sem felst í tilveru skálanna. Það er svo annað mál, hvernig sálarlífið er hjá því fólki sem ætlast til að allir geri allt fyrir þá án þess að þeir taki nokkuð á sig, njóti ávaxtanna af tilkostnaði og erfiði annarra og finnst það bara sjálfsagt. Frelsið er ágætt, en það hlýtur að takmarkast við það að ganga ekki á rétt og/eða eigur annarra. En þessi punktur, sem SkuliH kemur með gagnvart því hvaða augum blessaðar sveitarstjórnirnar líta það ef skálarnir eru læstir, er meira en þarfur. En Skúli, mér finnst einhvernveginn að margir skálar séu innan þjóðlendnanna og þar með utan við áhrifasvæði sveitarfélaganna? Kannski er ég að misskilja eitthvað þarna, en þetta er mikilvæg ábending hjá þér, Skúli.





    20.01.2004 at 17:39 #485012
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    það má kannski skilja mig þannig að ég vilji ekki taka þátt í kostnaði við rekstur þeirra skála sem ég gisti, sú er þó ekki raunin. En mín persóna kemur þessari umræðu fremur lítið við, látum þras um hana eiga sig. Ef menn hafa almennt skilið mig þannig að ég vilji vísa kostnaði rekstri skálannna út í hafsauga hef ég ekki skrifað nógu og skýrt, eða menn lesið of hratt.

    Dæmið um þúfuvatnaskálann var tekið til að vekja menn til umhugsunnar um umfang vandans í raun og veru. Þúfuvatnaskáli er ekki útópísk draumsýn mín vegna þess að þar er ekki krafist skálagjalda, heldur vegna þess að hann er ÖLLUM opinn, og þar er fólk boðið velkomið af sannri gestrisni. Andinn í því húsi markast ekki af eiginhagsmunapoti og sérhyggju.

    Það sem ég er reyna að velta upp með þessum skrifum er hvort að það séu ekki til aðrar leiðir en að læsa fjallaskálunum. Að menn velti því fyrir sér hvort að það sé endilega rétta leiðin, og þá til hvers.

    Í bakgrunni liggur líka sú staðreynd að það er orðið ómögulegt að byggja nýja skála á hálendinu. Það finnst mér setja einhverjar skyldur á herðar þeim sem þegar eiga og reka skála þar. Hálendið er fullt af einhverjum húsum í einkaeigu þar sem einungis útvaldir geta gist. Núna er verið að læsa húsunum sem eru í eigu félagasamtaka en hafa þó verið opin fram til þessa. Hver er stefnan?

    S.l ár hafa menn verið að taka í fóstur hús frá afréttarfélögunum sem hafa staðið opin í áratugi. Eftir endurbætur og útlagðan kostnað setja menn punktinn með því að læsa húsinu. Hvaða skilaboð eru það? Er skálinn þá allt í einu orðinn að einkaskála þeirra sem fengu leyfi til að laga hann til ?

    Það væri sannarlega ánægjulegt ef því væri við komið að allir sem gistu fjallaskála greiddu fyrir það uppsett verð. Ég bara sé ekki hvernig menn ætla að auka nettó innkomu fjallaskála með því að takmarka aðgengi að þeim. Ef fjallaskálar eru orðnir svo hlaðnir af búnaði og dóti að ekki er vogandi að hafa þá opna yfir veturinn þá má spyrja hvort að ekki sé of mikið í þá lagt.

    Ég segi enn og aftur að talnalás í Setrinu skilar ekki auknum skálagjöldum. Halda menn virkilega að það séu ekki 4×4 félagar sem gista Setrið í miklum meirihluta yfir veturinn? Það þarf jú bara einn lykil (tölu) til að opna hús, eftirleikurinn hlýtur alltaf að ráðast af samvisku þeirra sem húsið gista, hvernig nú sem þeir komust inn.

    Hví ekki að hækka bara félagsgjaldið þannig að unnt sé að reka Setrið án pex og leiðinda endalaus. Ég þori að veðja að þeir sem hafa verið þjófkenndir hér á spjallinu væru alveg til í að greiða einhverja þúsundkalla til að sleppa við svoleiðis bull.

    Kv
    Óli





    20.01.2004 at 18:22 #485014
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Óli ég bara átta mig ekki á því hvar þessir menn voru þjófkendir á netinu, ef ég á hlut að máli þá bið ég að sjálfsögðu afsökunar á því. En þráðurinn var hafinn til þess að koma af stað umræðum sem hefur heldur betur tekist.
    með um 70 greinum með þessum þræði.Var ég að varpa fram ýmsum spurningu til þess að vekja áhuga á málinu. Ég get verið hjartanlega samála þér Óli, með það að skálum sé læst vítt og breitt um hálendið sé hið versta mál. En á hin veginn er það stefna stjórnar 4×4 að innheimta skálagjöld í Setrinu og þá er það að sjálfsögðu skylda skálanefndar að framfylgja því.Ég varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort ekki ætti að vera frítt í Setrið fyrir félagsmenn. Þetta er alltaf spurning um það hversu mikla peninga klúbburinn eigi að eiga.
    Jón Snæland.





    20.01.2004 at 18:25 #485016
    Profile photo of Reynir Bergmann Dagvinsson
    Reynir Bergmann Dagvinsson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 96

    6-7000 er ekki mikið síðan í águst í gistigjöld í kassanum í setrinu að vísu hafa nokkrir lagt inn á reikning, ég vil þakka þeim sem hafa gert skil á skálagjöldum,mættu fleiri borga skálagjöld. Menn hafa verið að tala um talnalás, bara hringja og fá aðgang ef menn geta hringt til að fá talnalykil er miklubetra að hringja og segja við erum þetta margir og ætlum að gista 1 eða 2 nætur og við sendum ykkur gíróseðil eða bara millifæra í gegnum síman,reiknisnúmerið er á síðunni undir tilkynning frá skálanefnd. Þetta er hagsmunir okkur allra,bætum okkur og greiðum skálagjöld.
    Kveðja Reynir skálanefnd.





    20.01.2004 at 18:49 #485018
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Sælir

    Ég vona að menn fyrirgefi mér að vera að blanda mér í þessa umræðu, óreyndur jeppamaðurinn, en ég skil ekki af hverju menn eru svona hræddir við dálitlar breytingar á aðgengi að skálanum.

    Getum við skilið málflutning þinn Óli sem svo að þú viljir að Setrið verði opnað enn frekar en nú er, þ.e. að allur skálinn sé opinn fyrir öllu ferðafólki og að allir félagsmenn borgi fyrir reksturinn. Þetta er vissulega góður punktur en hvað kostar þetta per félagsmann?? Það er ekki víst að félagar í klúbbnum sem fara aldrei í Setrið væru tilbúnir að greiða hærra félagsgjald ! Margir greiða einungis í félagið vegna þess að það stendur vörð um hag jeppamanna. Hærri félagsgjöld gætu þýtt færri félaga!

    Ég held að það geri sér allir grein fyrir að notendur Setursins á veturna eru félagar í 4×4 eða öðrum viðurkenndum ferðaklúbbum og býst ég við að umgengni þessara félagsmanna sé yfirleitt til fyrirmyndar í Setrinu enda er skálinn vel úr alfaraleið. Vandamálið sem skálanefndin setti fram á janúar fundi á hótel Loftleiðum var einmitt það að MJÖG FÁIR FÉLAGSMENN 4X4 greiða skálagjöld. Þetta er í augum skálanefndar og væntanlega annarra stjórnenda klúbbsins vandamál sem ekki er bara hægt að bægja í burtu. Það er væntanlega rándýrt að reka þennan skála enda vel búinn. Hvort að hann sé of flottur er náttúrulega efni í aðra umræðu.

    Ég held einnig Óli að þú sért eitthvað að mikla þennan blessaða talnalás fyrir þér. Hugmyndin um talnalásin er ekki til þess að takmarka aðgang að skálanum heldur til að auðvelda aðgang að honum ef eitthvað er. Eitt símtal og þú ert kominn inn. Að auki gefur talnalásinn (fram yfir lykilinn) skálanefnd einhvern séns á því að vita af mannaferðum þessa og þessa helgina. Það er ekkert verið að setja meiri ábyrgð á þann sem opnar með talnalás en með lykli!

    Kostnaðurinn við að koma upp einum svona lás er náttúrulega smávægilegur, sérstaklega ef af því hlotnast betri heimtur á skálagjöldum.

    Annars skil ég nú ekki alveg af hverju þessi umræða er komin af stað aftur. Það stendur skýrum stöfum hérna á síðunni að skálanefnd ætli sér ekki að takmarka aðgang að skálum frekar en orðið er.

    ferðakveðja
    Agnar





    20.01.2004 at 19:03 #485020
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sú hugmynd Óla að afleggja skálagjöld í Setrinu og velta því yfir á félagsmenn vissulega ein leið sem hægt er fara. Mér sýnist Óli vera að boða einskonar skála-sósíalisma, gegn frjálshyggjuhugmyndum um að þeir borgi sem noti. Hugmyndin hlýtur að vera sú hjá 4×4 og öðrum sem reka skála að skálagjöld standi undir almennum rekstrarkostnaði og því þyrfti þá væntanlega að hækka félagsgjöld sem nemur rekstrarkostnaðinum. Nú hef ég ekki reikninga félagsins, en það væri fróðlegt að fá tölu frá einhverjum sem hefur upplýsingar um árlegan rekstrarkostnað, hvað félagsgjöld þyrftu að hækka mikið til að dekka þetta. Eða á að gera þetta með að draga úr fjármagni í önnur verkefni? Svo er spurning eins og Agnar bendir á hvort þessi breyting hefði áhrif á fjölda félagsmanna, þ.e. hvort þeir sem almennt nýta ekki skálann séu tilbúnir til að taka á sig þennan skálaskatt.

    Ég er svolítið sammála því Óli að það er spurning hvort sumir fjallaskálar séu ekki orðnir ofhlaðnir dóti og í sjálfu sér farnir að taka svip af því að vera eitthvað annað en fjallaskálar. Mér liggur við að segja að mér finnist ég alltaf vera kominn í bæinn aftur þegar ég rek augun í örbylgjuofninn upp í Setri, en það er sjálfsagt bara mín sérviska. Hef að vísu gerst sekur um að reyna að nota hann til að poppa, með litlum árangri. Ég er samt ekki viss um að búnaður hafi áhrif á skemmdarverk og ribbaldahátt, þarf ekki að vera að einföldu skálarnir sleppi við það.

    Reynir, varðandi það að menn hringi ekki til að tilkynna að þeir ætli að gista skálann, þá yrði breytingin sú að með talnalásnum eru menn einfaldlega neyddir til þess. Það hlýtur að vera ykkur skálanefndarmönnum að skapi, þá fyrst fáið þið yfirsýn yfir notkun á skálanum.

    Annars skil ég tilkynninguna á forsíðunni á sama veg og Agnar, þannig að kannski er stjórn og skálanefnd bara sátt við stöðu mála og þetta ekki eins mikið vandamál og mætti ætla.

    Kv – Skúli





    20.01.2004 at 19:42 #485022
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Nákvæmlega Skúli. Mér finnst þetta eitthvað svo öfugsnúið allt saman.

    Menn stofna ferðaklúbb, byggja fínann skála fyrir sig, ákveða svo skálagjöld en tíma ekki að greiða þau sjálfir. Niðurstaðan er sú að menn spá í að læsa sig úti til að þvinga sjálfa sig til að greiða í skálann.

    Kv
    Óli





    20.01.2004 at 19:48 #485024
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég fór nú spá í það hvort aðrar deildir en Reykjavíkurdeild 4×4 beri einhvern kostnað af Setrinu ??? Það væri gaman að fá að vita þetta.

    Hlynur





    20.01.2004 at 20:05 #485026
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Þetta er úr lögum klúbbsins, hvaða króna fer hvert veit ég ekki.

    17. grein.

    Landsbyggðadeild hefur sjálfstætt og aðskilið bókhald og fjárhald frá félaginu og getur því ekki skulbundið félagið fjárhagslega og gagnkvæmt. Hluti af árgjaldi landsbyggðadeilda fellur til félagsins og skal hann ekki vera hærri en sem nemur fjórðungi félagsgjalda fálagsins.





    20.01.2004 at 20:06 #485028
    Profile photo of Eiríkur Þór Eiríksson
    Eiríkur Þór Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 354

    Verð nú að játa að ég veit ekki alveg hvað Hlynur er að fara með þessari spurningu.

    Réttindi og skyldur landsbyggðardeilda koma skýrt fram í lögum félagsins og koma því lítt við hvort læsa eigi Setrinu eða ekki.

    kv.
    Eiríkur





    20.01.2004 at 20:36 #485030
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég var nú aðallega að velt því fyrir mér hvaðan aurinn sem Setrið þarf kemur. Ég las í gegnum lögin eftir póst Óla og er nú mikið vitrari um þau mál og önnur mál 4×4.

    Hlynur

    Ps. er til heiðursfélagi í 4×4 ???





    21.01.2004 at 01:36 #485032
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Skemmtilegur og þarfur þráður. Ég gisti með Óla í Þúfuvötnum í sumar og áttum við þar notalega kvöldstund við spjall yfir einum bauk á meðan hin rómaða "bobbingakamína" yljaði okkur hið ytra en innihald bauksins hið innra…

    Sjálfur hef ég lýst þeirri skoðun minni að sennilega sé ekkert annað að gera en að læsa öllu klabbinu, enda er sennilega ómögulegt að útrýma "slúbbertahegðun" með öðrum hætti. Ég er hins vegar 100% sammála "útopiu" hugmyndum Óla, en ég held bara að þær séu ekki raunhæfar frekar en kommúnisminn… :) Auðvitað væri best ef menn tileinkuðu sér einhverja "normalhugsun" í þessum efnum og breyttu samkvæmt henni.

    Hvað um það; hafið þið samt velt því fyrir ykkur hvernig slúbbertarnir snuða áfram félagið (og félagana) þótt settur verði upp þessi blessaði talnalás… ??? Gætu þeir t.d. sagst vera á einum bíl, tveir menn, þrátt fyrir að vera í 10 bíla hóp með 30 manns… ???

    Ferðakveðja,

    BÞV





    21.01.2004 at 09:19 #485034
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sæll BÞV

    Með talnaláshugmyndinni er ekki verið að koma í veg fyrir að menn sem ljúgi að skálaverði til að fá ódýrari gistingu fái aðgang að skálanum. Sama ungmennfélagshugsunin gildir áfram (eins og með lyklana) og mönnum er treyst. Ætli það megi ekki kalla þetta tilraun til þess að auka innheimtur frá slúbbertunum 😉

    Innheimta skálagjalda af þeim sem hreinlega reyna að komast hjá því að borga með öllum ráðum krefst mun öflugri aðgerða.

    Viljum við annars ekki trúa því að þeir sem greiði ekki skálagjöld hafi bara trassað það. Það virðist mér alla vega á umræðunni á þessum tveimur spjallþráðum.

    ferðakveðja
    Agnar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 47 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.