This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Eins og komið hefur fram hafa bæði Ferðafélagið og Útivist ákveðið að læsa skálum í vetur vegna slæmrar umgengni og lélegra skila á skálagjöldum. Á mánudagsfundinum í gær minntist Kjartan formaður á þetta mál og brýndi menn í þessum efnum og nefndi að það þyrfti að halda uppi áróðri í þessum efnum. Það er líklega (vonandi!) fámennur hópur sem stendur fyrir skemmdarverkum á skálum og slæmri umgengni, en þessi hópur vanþroska einstaklinga er að skemma fyrir hinum sem ganga um eins og menn. Líklega eitthvað stærri hópur sem trassar að borga skálagjöldin, en því þarf ekki síður að breyta.
Er ekki kominn tími til að slóðarnir fari að finna fyrir því að menn komist ekki upp með hvað sem er á fjöllum? Við sem erum að ferðast á veturnar getum gefið þeim félögum sem eiga skálana heilmikið af upplýsingum um hverjir eru á ferðinni, hverjir gista skálana og hvernig umgengnin sé. Við verðum að athuga að þeir sem nota gas, olíu og aðra aðstöðu í skálunum án þess að borga skálagjöld eru ekki bara að stela frá félögunum. Þetta eru peningar sem koma úr vasa félagsmanna og þeirra sem borga skálagjöldin. Það er mjög erfitt fyrir félögin að fylgjast með umferð um skálana yfir vetrartímann, en við sem erum á ferðinni getum hjálpað til við það.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.