FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skálamál

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Skálamál

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Þorri Viktorsson Björn Þorri Viktorsson 22 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.09.2002 at 10:22 #191662
    Profile photo of
    Anonymous

    Á fundinum í gær var aðeins sagt frá þeirri hugmynd að sækjast eftir að byggja skála annars vegar við Landmannahelli og hins vegar í Hvanngili. Það komu að vísu engin komment fram á þetta á fundinum, en kannski ágætt að ræða það hér. Mér leikur aðeins forvitni á að vita hvað ræður staðarvali. Nú er 70 manna skáli í Hvanngili og fleiri skálar í nágrenninu og allavega ekki oft sem menn þurfa þar frá að hverfa. Sömuleiðis skáli við Landmannahelli þó minni sé. Fljótt á litið væri áhugaverðara að koma upp skála þar sem enginn er fyrir og þörfin meiri, en hugsanlega erfiðara að fá leyfi fyrir byggingum þar sem engar eru fyrir.
    Væri gaman að heyra meira um það hvaða pælingar hafa verið í gangi.
    Kv – Skúli H.

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 03.09.2002 at 10:36 #462920
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er sammála þér Skúli í þessu sambandi. Það væri fróðlegt að heyra rökstuðninginn fyrir skálabyggingu á þessum stöðum. Ég er ekki að segja að hann kunni ekki að vera til staðar – en ég sé hann ekki í fljótu bragði.

    Hins vegar fyndist mér spennandi og kostur að eiga samstarf við Ferðafélagið um endurbætur á gamla skálanum í Nýjadal. Eins og flestir vita er hann orðinn alldasaður sökum kulda. Það hefur staðið til um nokkurra ára bil að ráðast í endurbætur en ekkert gerist. Það var á skálavörðum að heyra í sumar að það vantaði fjármagn.

    Einnig fyndist mér skoðunar virði að kaupa húsið í Versölum.

    Kv,
    BV





    03.09.2002 at 11:56 #462922
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Mér skilst að það liggi fyrir leyfi til að stækka Setrið um helming. Margir félagsmenn hafa talað um að Setrið sé alveg nógu stórt og réttara væri að byggja minni skála sem rúmar ca. 20 manns, á einhverjum öðrum stað. Þegar fréttir komu af því að breyta ætti deiliskipulagi við Landmannahelli og í Landmannalaugum og leyfa ætti einhverjum félagasamtökum að byggja þar skála var ákveðið að senda viðkomandi yfirvöldum bréf. Í því var óskað eftir leyfi til að byggja skála á öðrum hvorum staðnum. Þetta var aðallega gert til að við kæmum til álita ef deiliskipulagi yrði breytt og ef meirihluti félagsmanna í 4×4 hefði áhuga á að byggja nýjan skála. Ástæðan fyrir því að ég nefndi Hvanngil á fundinum í gær var að ég fékk ábendingu um að hugsanlega gæti 4×4 fengið leyfi til að byggja skála þar. Það er ágætt að fá umræðu um þann möguleika.
    Við höfum afnot af Árbúðum á veturna og gætum einnig reynt að fá afnot af fleiri skálum á hálendinu á sama hátt ef áhugi er fyrir því.

    Kveðjur
    Kjartan





    03.09.2002 at 12:16 #462924
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta skýrir málið og örugglega rétt að halda öllum möguleikum opnum. Þetta er náttúrulega alltaf háð deiliskipulagi. Eins má benda á að við Krók á Syðra-Fjallabaki er gangnamannakofi í eigu Rangárvallahrepps (sem nú heitir eitthvað annað eftir sameiningu hreppa), og gert ráð fyrir að bæta gistiaðstöðu þar með nýjum skála. Skemmtilegur staður á ármótum Markarfljóts og Hvítmagaár.
    Kv – Skúli H.





    03.09.2002 at 17:32 #462926
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Það er rétt að bæta því við í umræðuna, að margir hafa velt upp þeirri hugmynd, hvort ekki sér rétt að reyna að koma upp skálum í stíl við "venjulega sumarbústaði", þ.e. skála sem geta hýst 15-25 manns hið mesta. Hugmyndin er sú að slíkir skálar gætu í einhverjum tilfellum verið leigðir út í heilu lagi eins og sumarbústaðir. Þannig gætu t.d. litlir hópar tryggt sér "prívat" gistingu á fjöllum.

    Þetta með deiliskipulagið og féttir af hugsanlegum möguleikum á að fá að koma upp skála í Landmannalaugum og Landmannahelli er auðvitað skýringin á að þar er sótt um eins og Kjartan bendir á. Þá má einnig velta upp þeirri hugmynd sem sumir hafa haft, að einmitt með því að reisa skála á þessum stöðum, væri hugsanlega hægt að framleigja þá til annarsvegar Hellismanna og hinsvegar til FÍ yfir sumartímann, enda ku vera hörgull á gistiplássi á báðum þessum stöðum yfir hásumarið.

    Þá skal þess einnig getið að fyrir u.þ.b. tveimur árum sótti F4x4 um heimild til að byggja skála við Hágöngur. Því var hafnað af sveitarfélögunum sem við er að eiga, en jafnframt boðinn fram skálinn í Versölum (á leigu eða í fóstur yfir veturinn). Það var ekki stemming fyrir því þá í félaginu (var hafnað á almennum félagsfundi með miklum meirihluta) og töldu menn það hús allt of stórt og seinkynt til að það væri heppilegt til vetrarnota.

    Með ferðakveðju,

    Björn Þorri





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.