This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Á fundinum í gær var aðeins sagt frá þeirri hugmynd að sækjast eftir að byggja skála annars vegar við Landmannahelli og hins vegar í Hvanngili. Það komu að vísu engin komment fram á þetta á fundinum, en kannski ágætt að ræða það hér. Mér leikur aðeins forvitni á að vita hvað ræður staðarvali. Nú er 70 manna skáli í Hvanngili og fleiri skálar í nágrenninu og allavega ekki oft sem menn þurfa þar frá að hverfa. Sömuleiðis skáli við Landmannahelli þó minni sé. Fljótt á litið væri áhugaverðara að koma upp skála þar sem enginn er fyrir og þörfin meiri, en hugsanlega erfiðara að fá leyfi fyrir byggingum þar sem engar eru fyrir.
Væri gaman að heyra meira um það hvaða pælingar hafa verið í gangi.
Kv – Skúli H.
You must be logged in to reply to this topic.