This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Blöndal Gíslason 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.03.2002 at 00:40 #191408
Sælir félagar.
Eins og áður hefur komið fram á spjallinu, þá innheimtast skálagjöld í skálunum okkar mjög illa. Meira að segja finna menn sig í því að laumast burt úr Setrinu (flottasta fjallaskála landsins) án þess að skrifa í gestabók, að því er virðist bara til að sleppa við þennan 500 kall sem gistingin kostar pr. félagsmann. Mjög fáir greiða skálagjöld í Árbúðum, þótt tugir kílóa af gasi hverfi þar á hverjum vetri… Vegna þessa er smá spurning sem brennur á okkur í stjórninni. Hvað eigum við að gera til að fá þessi mál í lag???
Eigum við að innkalla alla lykla sem við höfum úthlutað af skálunum og skipta alfarið um skrár? Eigum við að læsa skálunum alveg – líka fremra húsinu í Setrinu? Eigum við að hækka skálagjöldin og koma upp skálavörslu um helgar yfir allar helstu ferðahelgar ársins (hugsanlega að hagsmunatengja skálavörðinn/verðina)?
Því skyldum við halda okkur við núverandi ástand og selja gistinguna á 500 kall meðan aðrir eru að rukka 1000-1500, ef menn finna sig í því að snuða klúbbinn um gjaldið? Allt sem menn nota í Setrinu, Árbúðum og öðrum skálum kostar peninga. Það kostar pening að keyra ljósavél, kynda með olíu og gasi, viðhalda salernisaðstöðu o.s.frv. o.s.frv.
Gaman væri að heyra hvað mönnum dettur í hug. það er ekki úr vegi að upplýsa það í lokin að klúbburinn borgaði 700.000 í rekstur Setursins á síðasta ári, þrátt fyrir að öll vinna sé gefin í óeigingjörnu starfi skálanefndar. Við greiðum ca. 70.000 í pr. vetur í Árbúðum. Auk þessa styrkir félagið deildirnar sem sjálfar borga stóra peninga í rekstur sinna skála. Hvað er til bragðs að taka?
Athugasemdir óskast.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2002 at 13:14 #459950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
setja upp posa hef ekki séð peninga í mörg ár að hækka félagsgjöld er sama og fækka félögum því félagsgjöld eru nú þegar of há sem sést best á innheimtunni
01.04.2002 at 14:14 #459952
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll gunstoy
Ég get ekki séð hvað er svona athugavert við að hækka félagsgjöldin um einhverjar krónur. Annarsvegar er það mín reynsla að ef ég er að setja einhverja smá hækkun fyrir mig, og nota það sem afsökun til að borga ekki, hver er þá hagnaður félagsins? Er þetta kannski félagsskapur sníkjudýra sem allt vilja fá en ekkert gefa. Það sem þú ert að segja er alveg hárrétt, og get ég ekki betur séð en að þessi félagsskapur sé best settur an þeirra sem ekki vilja, eða ekki geta greitt.
Borgum bræður (Gretar)
01.04.2002 at 16:20 #459954
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Auðvitað gerir hver og einn sér fulla grein fyrir því að með því að greiða ekki skálagjöld er sá hinn sami að stimpla sig ómerking; einnig gagnvart sjálfum sér, ef hann telur sig komast upp með það að greiða ekki því enginn sjái. Þar skilur milli manns og ??????? Er það þess virði? Hér verður að koma til hugarfarsbreyting, sem ekki næst fram nema með síbylju, því miður. Það þarf stöðugt að vekja máls á því að SVONA LAGAÐ GERI MAÐUR EKKI, þótt ekki nema sjálfsvirðingar sinnar vegna. Þó verður áróðurinn að vera á jákvæðum nótum svo unnið sé með en ekki á móti sálartetrinu. Hins vegar sýnist mér að aldrei verði sú leið fundin sem tryggi til fullnustu að menn standi skil á sínu, ef óartin ræður ferð.
Að auki vil ég segja þetta, og tek þá undir sumt af því sem aðrir hafa sagt:
1. Ekki hugnast mér að læsa skálum. Við verðum að geta ekið út í óvissuna og hagað seglum eftir vindi hverju sinni og láta veður og skap ráða næturstað.
2. Ég er þó hlynntur því að sá hluti hvers skála sem hefur verið læstur fram að þessu sé svo áfram. Þar skal skipt um skrár og endurnýja með númeruðum skrám; nýir lyklar verða því ekki gerðir nema með leyfi.
3. Aðgangur að olíu og gasi í Setrinu sé háður lyklavöldum (þ.e. gámurinn einnig læstur). Þeir sem nota framskálann greiði þá e.t.v. lægra gistigjald.
4. Ekki er sjálfgefið að hafa gas tiltækt í ólæstum hlutum annarra skála.
5. Á höfuðborgarsvæði hafi Nikki, eða staðgengill hans lyklavöldin. Samskonar kerfi sé í landshlutadeildum. Þangað og ekki annað séu lyklar sóttir. Skálagjöld séu þá gerð upp, eða þegar lyklum er skilað. Þeir sem hafa lykla að skála hverju sinni eru jafnframt ábyrgir fyrir þeim hluta skálans sem lykil þarf að. Þetta þýðir að þeim ber að læsa á eftir sér þeim hluta skálans, mannlausum.
6. Þeir sem einungis nota ólæsta hluta skála á vegum F4x4 taka Gíró-seðil sem þar verði tiltækur og greiði í næsta banka eða um tölvu í heimabanka. Þennan hátt skal fremur kjósa en að setja fémætt í ?Baukinn? sem kann að freista óstaðfastra sálna (hvernig er það annars, hefur baukurinn verið í friði til þessa?).
7. ?Njósnavél?. Æ nei, helst ekki. Væri þá ekki jafnframt ástæða til að setja eina upp í Setunni og telja klósettrúllur í mannskapinn?! ? En í alvöru talað, ef myndavél, þá einungis í forstofu við dyrnar inn í framskála (og samt er ég efins um gagnsemina).
8. 1000 kr gistigjald; hvað er það miðað við pylsu, kók og mærubland í poka á Select áður en lagt er íann? (spyrjið Húsavíkurdeildina hvað mæra þýðir!) – Og í því ljósi, sjá menn virkilega ekki RUGLIÐ, þeir sem ekki hirða um að greiða gistigjald???
9. Og svo er vitanlega hægt að hafa þann háttinn á að fella skálagjöld niður og hækka félagsgjöldin svo þau dugi til alls rekstrarkostnaðar félagsins, og samt sé borð fyrir báru.
10. Að lokum: farsælast er þó að gjöldum sé í hóf stillt og hver borgi það sem honum ber.Samheldnina í fyrirrúmi innan F4x4
Kveðja
SH
02.04.2002 at 11:18 #459956
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst mjög oft vanta upplýsingar í skálum hvert á að greiða skálagjöld. Tek sérstaklega eftir þessu því ég hef verið skálavörður sjálf.
Það væri gott ef að miðar með reikningsnúmeri, kt og upphæð á mann og nótt væri á staðnum, það er sérstaklega gott fyrir þá sem nota heimabankana í tölvunum.
Einnig hafa áberandi miða á vegg og biðja fólk að skrifa nafn og heimilisfang á miða til að hægt sé að senda því reikning ef að það henti því betur. Gíróseðlar eru líka ein hugmynd.
Tel það brýnt að hafa þetta sem AUÐVELDAST fyrir gestina. Ekki að það þurfi að vera að leita að símanúmerum þegar í bæinn er komið til að fá upplýsingar um reikningsnúmer. Þá gleymist þetta líka frekar.
Mér fyndist allt í lagi að taka það fram í skálum að ef að gjöldin innheimtast illa þá sé hugmyndin að læsa skálunum. Þá ranka kannski einhverjir við sér.
02.04.2002 at 13:30 #459958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar…
Er ekki bara orðið spurning um að fara alveg ótroðnar slóðir með innheimtuna…Ég sting uppá að skipt verði um skrár í Setrinu og lyklar verði síðan leigðir á ársgrundvelli.
Þetta mundi leiða af sér að þeir sem telja sig þurfa á lyklum að halda þurfa væntanlega á Setrinu að halda líka og eru því akkúrat þeir sem eiga að greiða fyrir aðstöðuna.
Með skálakveðju
Kalli
22.03.2003 at 13:02 #459960Er ekki möguleiki á að láta borga gjöldin fyrirfram,
sem sagt, einn maður í hverri deild með lykla sem hann/hún
afhendir þegar búið er að borga skálagjöldin.
Það er ekki erfitt að skipta um skrár, ef ég get það,
geta það allir. ( bara smá hugmynd ).
Kveðja Ásta.
22.03.2003 at 13:45 #459962Búinn að lesa allt það sem er hér á undan og satt að segja þekkir maður þessar vangaveltur allar eiginlega alltof vel. Þekki til þessarar umræðu bæði af vettvangi 4×4 og Ferðafélags Skagfirðinga, sem ég er búinn að vera félagi í síðan það var stofnað. Hér nyrðra hefur gíróseðlaaðferðin verið notuð bæði af FS og Skagafjarðardeild 4×4. Sömuleiðis eru hengd upp spjöld á áberandi stöðum þar sem gistigjöld eru tilgreind og hvert má skila þeim. Enginn þessara 5 skála, sem eru á vegum Skagfirðinga er læstur, utan að Þúfnavallaskáli FS er læstur yfir sumarið. Í engum þeirra hefur til þessa verið gæsla. Innheimta gistigjalda hefur verið afar fátækleg. Í Ingólfsskála, svo dæmi sé tekið, greiða varla aðrir gistigjöld en starfsmenn Orkustofnunar, og veit maður þó að hann er talsvert notaður og þar fer MIKIÐ af gasi, sem hefur eins og allir þekkja hækkað ofboðslega síðustu ár. Fólk hefur velt þessu máli fyrir sér fram og aftur, því það að hafa gæslufólk kostar líka peninga og óvíst hvernig nettóútkoman úr dæminu yrði í skálum, sem eru kannski ekki á allra mestu ferðasvæðum. En það hlýtur að verða brýnt úrlausnarefni fyrir félagsmenn þessara félaga fyrr eða síðar, hvort og hve lengi er hægt að láta árgjöld félagsfólks standa undir rekstri slíkra skýla, ef allt aðrir einstaklingar eru svo að nýta sér þá sem viðdvalar- og næturstaði á ferðum sínum. Svoleiðis hugsjónamennska getur verið réttlætanleg gagnvart allslausu flóttafólki, en varla þeim sem geta kostað því til að aka á þeim dýru farartækjum sem þarf til vetrarferða, hvort sem við erum að tala um sleðafólk eða 4×4. Við höfum líka séð evrópsk ferðakort af Íslandi, þar sem beinlínis eru merktir ferðaskálar og neyðarskýli með þeirri umsögn, að þarna megi gista án þess að greiða fyrir. Ég veit til þess að skálarnir á Eyvindarstaðaheiði (við Galtará og Ströngukvísl) sem eru í eigu upprekstrarfélaga en voru kostaðir af Landsvirkjun á sínum tíma, eru lokaðir og gæsla í þeim yfir sumartímann, enda eru þeir beinlínis leigðir út í því skyni. Ennþá lengra eru þeir komnir með skálann við Áfangafell við Kjalveg, vestan Blöndulóns, en þar er svipaður rekstur og í Hrauneyjum. Kannski verður þetta niðurstaðan með flesta þá skála, sem ferðafólki þykir einhver akkur í að gista í. Þá getum við sennilega þakkað "Jóakimunum" fyrir það að gistikostnaður á slíkum ferðum verður kominn í Hilton klassa.
22.03.2003 at 15:18 #459964Það er hægt að setja rafrænt lyklakerfi. Er held ég ekki mjög dýrt. Þetta er bara pínulítill kubbur sem borinn er upp að skynjara og opnar. Þett kallar á eina litla sólarsellu til að halda kerfinu á lífi. Þetta heldur skrá yfir með kvaða lykli er opnað og hvenær. Það er hægt að opna og loka fyrir lykla, þannig að td eftir að eindagi félagsgjalda er liðinn þá þarf bara að setja inn hvaða lyklar hafa aðgang þannig að þeir sem eru með lykla en eru hættir í félaginu hafa ekki lengur aðgang að skálum.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti, að höfuð ástæðan fyrir því að ég gekk í félagið var að öðlast aðgang að þessum frábæru skálum sem það á. Þetta eru þvílík forréttindi.
Mér þætti mjög miður ef læsa ætti húsum, eða setja á það kerfi að fá þyrfti lykil í hvert skipti sem maður ætlar að nota skála. Ég hef verið á Grímsfjalli og við ákváðum að fara Norðuryfir, og þá gistum við í Réttartorfu. Þarna vorum við að enda 7 daga ferð, og aldrei hafði verið spáð í að þessi staða kæmi upp. Annan túr á Grímsfjall ákváðum við að enda með því að aka suður Langjökul. Þá gistum við í Setrinu. Það var líka óvænt ákvörðun. Í vondu veðri eitt sinn urðum við að gista í Árbúðum á leið í bæinn…og svona gæti ég lengi talið. Hefði eiðilagt alla stemmingu að þurfa að bruna í bæinn eftir lykli.
Ég væri frekar til í að borga ársleigu fyrir lykilinn eða eitthvað þannig. Samt fyndist mér bara eðlilegast að hækka félagsgjöldin og hafa fría gistingu fyrir félagsmenn.
Með þessum rafræna lykli mætti líka senda rukkun eftirá til skráðs lykilhafa, og það væri þá á hans ábyrgð, því í raun væri ekki mikið mál að tengja saman við lykilinn td upplýsingum um hvað ljósavélin gekk lengi, og rukka þá bara í samræmi við það.
Strákar… metum hvað þetta er frábært…ekki deyja nískir.
Fjallakveðja
Pétur Gíslason
22.03.2003 at 15:59 #459966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
Mér finnst þetta vera frekar einfalt mál. Það á að skipta um skrár í báðum skálunum (Árbúðum og Setrinu) og síðan eiga þeir sem fá lykla að leggja fram t.d. 5.000 kr. skilagjald sem þeir fá síðan endurgreitt mínus ógreidd gjöld þegar lyklum er skilað aftur. Menn eiga að skila lyklum að lokinni ferð. Þetta útheimtir ennþá að það verður að treysta mönnum til að ljúga ekki til um fjölda gistinátta/gistiþega.
Það eru gömul sannindi og ný að þeir sem svíkja og svindla skapa reglurnar . Því miður. Við hin sem stöndum í skilum verðum að bíta í það súra. Auk þessa finnst mér alveg sjálfsagt að hækka gjaldið ´a.m.k. 1.000 kr. það er nánast "fáránlega" lítið að hafa það 500 kr.Við vorum á 8 bílum um síðustu helgi í Skiptabakkaskála, mjög fínn skáli, og höfðum þann hátt á að einn okkar sá um að safna skálagjöldum í lok ferðar og sá síðan um að skila þeim í réttar hendur. Mjög einfalt.
FerðakveðjaHjörtur
E-1321
22.03.2003 at 22:38 #459968Hjörtur, ég get ekki verið sammála þér. Í fyrsta lagi er nýbúið að skipta um skrá í Setrinu, það er ekki sniðugt að vera alltaf að því. Auðvitað á að halda góða skrá yfir lykla sem eru úti og reyna að endurheimta þá ef menn hætta að borga félagsgjöld, engin ástæða til að utanfélagsmenn séu með lykla. Svo finnst mér ekki að þessir nískupúkar sem ekki tíma að borga skálagjöldin eigi að leggja línuna fyrir restina af hópnum. Það er þó allavega einhver hluti jappamanna sem tímir að borga þetta. Það þarf bara að auka áróðurinn fyrir þessu. Reyna koma því inn í þykkar skeljarnar að menn séu ekkert að hagnast á þessu. Ég held bara að menn hafi það ekki nægilega vel á tilfinningunni að þeir eigi þessa skála og eigi að passa hag þeirra. Persónulega finnst mér að rekstur skálanna eigi að vera inni í félagsgjöldum. Og þá að passa að einungis félagar séu með lykla. Sama finnst mér um heimasíðuna. Hún er kostuð af klúbbnum, og þá finnst mér ekki að myndasíðan ætti að vera yfirfull af utanklúbbsdekkjum og dóti, og auglýsingasíðan ekki full af kanta auglýsingum frá mönnum út í bæ. Það er eiginlega ekki mikið point í því að vera í klúbbnum ef maður getur notað allt sem hann á án þess. Persónulega er ég hvort sem er með jafn góða og stundum betri afslætti á flestum þessum stöðum sem klúbburinn fær afslætti. Ég er í klúbbnum fyrir félagskapinn, til að mynda breiðfylkingu jeppamanna til varnar sérhagsmunum, vegna heimasíðunnar en fyrst samt og fremst til að vera meðeigandi í þessum skálum.
Strákar, það hlítur að vera hægt að ná utan um þessi mál svo flestir séu sáttir. Það er allskonar nútíma tækni í boði.
Er ekki málið að setja góða nefnd í þetta mál. Ég skal bjóða mig fram í þá nefnd glaður.
Er annars bara að reyna að ímynda mér hvernig ástandið er núna á Hveravöllum…maður hefur ekkert heyrt lengi…allir graseklarnir löngu farnir á djammið náttúrulega…búnir með kínamatinn og pizzurnar.
Gleðikveðja
Pétur Gíslason
22.03.2003 at 22:49 #459970Sælir.
Ég ætla ekki að þykjast hafa töfralausn á innheimtumálunum. En mér dettur nú í huga að stundum gleymi menn hreinlega að borga gjöldin þegar í bæinn er komið, án þess að ætla sér að svíkjast um. En hitt er ábyggilega algengara að menn hreinlega svíkist um viljandi.
En í sambandi við að hafa rafræna aðgangsstýringu, þá þekki ég nokkuð til þar. Svoleiðis búnaður er ekki heppilegur til notkunar í skálum. Fyrir það fyrsta er ekki líklegt að hita og rakasveiflur færu vel í hann, og svo er þetta tölvustýrt. það er svosem ekki útilokað að þetta gæti gengið, en því væri ekki að treysta.
Mér lýst betur á þá hugmynd að setja myndavél sem horfir á innganginn og tekur mynd af þeim sem ganga um. Það eru tæki sem auðveldlega mætti setja upp við þessar aðstæður og krefjast ekki annars en 12v. geymis og sellu.
Aðal gallinn við svona dót er að myndavélin er mjög dýr.Kv.
Emil
23.03.2003 at 01:01 #459972Myndavél..nei takk ómögulega… Í fyrsta lagi myndast ég mjög illa, og í öðru lagi.. hver ætti að sitja yfir spólunni og reyna að þekkja þá sem ganga um… meinarðu þá að það væri smellt mynd í hvert skipti sem ég fer út að pissa?? Eins gott að menn fari varlega í bjórin… til að fá ekki fimm sex skálagjöld á gíróseðilinn eftir helgina. Nei án gríns… þetta yrði allt of mikil vinna. Þetta með rafrænu lyklana… þetta er dót sem er notað á útihurðir um allan heim… afhverju ætti það ekki að virka…. þetta er tölvustýrt að því leiti að þú plöggar fartölvu í samband við boxið af og til til að forrita hvaða lyklar hafa aðgang og til að lesa af hverjir hafa gengið um. Veit svo sem ekki um það hvort það virkar. Við erum með svona kerfi á óupphituðu húsnæði út í Nauhólsvík…virkar fínt þar…
Annars bara góða nótt
Pétur
23.03.2003 at 01:26 #459974Ég er sammála PBG, hver ætti svosem að sitja yfir spólunni og bera kennsl á menn, telja þá og bera saman við seðlana í kassanum?
Fyrir utan það að þótt kameran sé með klukku þá eru seðlarnir það ekki og því ekki hægt að sjá hvort það er þessi hópur eða næsti hópur sem borgaði ekki, eða hvort einhverjir einstaklingar ekki borguðu.
Eftirlitsmyndavélar eru mjög ofmetin tæki.
Hinsvegar er spurning um þessa rafeindalykla, hvort að búnaðurinn gæti virkað þegar rafmagnið er ekki til staðar. Segjum til dæmis að það enginn komi og setji rafstöðina í gang í 2 vikur, svo kemur einhver og ætlar að skrá sig inn en aðgangskerfið er dautt?
23.03.2003 at 01:28 #459976Sælir
Innheimta skálagjalda í fjallaskálum hefur lengi verið vandamál. Þannig er einnig hjá okkur í skála 4×4 Eyjafjarðardeildar Réttartorfu.
Þegar gestabók hefur verið lesin og síðan opnaður baukur fyrir skálgjöld verða menn súrir.
Hverjir borguðu og hverjir borguðu ekki? Til að sjá út úr því útbjuggum við umslög.Þeir sem gista og borga, setja greiðsluna í umslag og skrifa nafnið sitt á umslagið.
Þeir sem ekki eru með peninga meðferðis, sem er mjög algengt í dag, skrifa nafn og heimilisfang á umslagið, setja það tómt í baukinn og fá síðan sendan gíróseðil. Einfalt og ætti að virka vel.Þetta held ég að sé eina leiðin til að fá innheimt skálagjöld frá þeim sem ætla sér yfirleitt að borga.
Þegar svona kerfi er haft til grundvallar, geta menn sent gíróseðill á þá sem skrifa í gestabók en ekki skila inn umslagi. Því skulum við hvetja alla til að skrifa í gestabókina.
Kveðja
P.S. Þess skal geti að skáli 4×4 við Réttartorfu er opinn allt árið.
23.03.2003 at 13:34 #459978Enn um raflyklana..teknique það þyrfti sennilega að vera sér rafkerfi fyrir kerfið þeas geymir og sólarsella til að koma ekki að læstum kofanum einhverntíman…
Annars vantar kannski bara öfluga áróðursherferð til að koma þessum málum í lag. Ég skal alveg viðurkenna að ég hef oft á árum áður verið kærulaus í sambandi við skálagjöld, enda oft á tíðum í hinum ýmsu gangnamannkofum sem maður hefur verið að gista í engar upplýsingar um skálagjöld. Sumstaðar er bara ekki gert ráð fyrir slíku. Það er svoldið annað mál í dag þegar þessir skálar eru orðnir útbúnir með allskonar þægindum, rafmagni , kyndingu vatni og fleiru. Þá er að sjálfsögðu kominn rekstrarkostnaður sem er allt annar en í hráum gangnamannakofa fortíðarinnar. Svo er þetta líka þetta gamla (svíkja undan skatti) hugarfar okkar Íslendinga og menn halda að þeir séu að hagnast á þessu. Ætli gróðinn af því að stela skálgjaldinu, heilum 500 eða 1000 kalli verði ekki sá að einn góðan veðurdag þegar men mæta á svæðið til að gist frítt, verði bara búið að læsa öllu draslinu, mæti mönnum bara skilti með upplýsingum um hvar þeir hefðu getað bókað gistingu og fengið lykil. Góður gróði það…. Þarf ekki bara að hamra þetta inn í skeljarnar… Birta td rekstrarreikning fyrir skálana… útskýra hvað er í gangi og gera það bara oft..Hver veit
Kveðja
Pétur Gíslason
23.03.2003 at 14:32 #459980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Pétur
Ég vissi/veit ekki hvort eða hvenær skipt var síðast um skrár í skálunum. Það er enda ekki aðalmálið heldur skráningin á þeim lyklum sem lánaðir eru og síðan hitt hvort menn vita nokkuð hvort verið er að smíða lykla útí bæ eftir OKKAR lyklum.
Það kemur fram hér í spjallinu að það séu milli 200 og 300 lyklar í útláni ! Til hvers er að vera með allan þennan fjölda lykla ? Ekki það að ég hafi einhverja tölu til viðmiðunar en þetta er "to much".
Það kemur líka fram hjá BÞV að félagsgjöld hafa ekki verið hækkuð í allmörg ár og því tímabært að hækka þau og í þeirri hækkunarumræðu, sem verður örugglega einhver, væri rétt að ræða það að setja skálagjöldin inn í árgjaldið.Varðandi þau orð þín að þú sért ekki sáttur við að láta nískupúkana leggja línuna fyrir okkur hina skil ég vel. Það er þó engu að síður þannig, því miður, að þeir sem ekki geta haldið (lögin) reglurnar skapa þær því ef engir slíkir væru til þyrfti engin lög/reglur (lögfræðinga BÞV) og allflestir væru glaðir.
Þessi umræða, eins og sést á dagsetningum innsendra pósta, er orðin allgömul en nauðsynleg.
Vonandi kemst málið á einhvern ásættanlegan endapunkt í þessari lotu.Kv
Hjörtur
E-1321
23.03.2003 at 19:19 #459982Vegna vangaveltna ykkar viljum við í skálanefndini koma eftirfarandi á framfæri.
1- Skipt var um lykla í vinnuferð í ágúst 2002
2- Allir þeir sem voru með lykla áður sem sagt þessir 2-300 sem við gátum ekki fengið upplýsingar um frá fyrri skálanefnd geta ekki notað þá lengur.
3- Allir lyklar sem frá okkur fara í dag eru niður skráðir.
4- Jón Snæland einn getur látið smíða lykkla.
5- Okkur hefur boðist myndavél okkur að kostnaðarlausu en ekki hefur verið tekkin nein ákörðun um það.
6-Skálagjöldin eru 800 kr fyrir félagsmenn og 1300 fyrir utanfélagsmenn.
7-Það stendur til að skipta út skrá Árbúða einnig.
8-Pétur Gíslasson það vantar í skálanegnd, kondu og bjóddu dig fram og talaðu þá við Magna í skálanefnd.
9-Innheimta skálagjalda hefur gengið betur og er nú búið að innheimtast 700,000 síðan í fyrra vor.Vonar skálanefndin að þetta útskíri eitt og annað
Skálanefnd.
23.03.2003 at 21:28 #459984
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Það er furðulegt að það þurfi yfirleitt að ræða þettað
Það er allveg sama hvað gert er Gíróseðlar umslög reiknisnúmer rafrænir lyklar myndavél. Þeir sem ætla ekki að borga finna alltaf leið til að sleppa við það. En hinir
koma greiðslunni til skila.
Eina leiðin sem ég sé er að hafa takmarkaðan fjölda af lyklum í gangi og menn fá ekki lykla nema uppfylla ákveðin skilirði.
Svo er ein spurning til Skálanefndar. Ef ég opna Setrið fyrir mínum hóp ber ég þá Abyrgð á þeim sem koma
lykil lausir á eftir. Á ég að sjá um að þeir borgi
Ferðakveðja GPP
24.03.2003 at 00:05 #459986Já gauitoy..það væri fróðlegt að vita hvers konar skilyrði menn þyrftu að uppfylla til að fá lykil. Hvað sérðu fyrir þér. Og ef þú segir að það sé alveg sama hvað gert er menn finni alltaf leið framhjá því, finna menn þá ekki bara leið framhjá þessu líka? Mér finnst þetta samt hljóma eins og með tjakkinn… ef menn eru sanfærðir um að eitthvað sé ekki hægt, þá er það ekki hægt…og öfugt.
Ofsi… það er ekki hægt annað en að taka svona opinberri áskorun. Ef þú heldur að ég geti gert eitthvað gagn í skálanefndinni þá er ég alveg til í það. Þú kannski meilar á mig hvar ég get nálgast ykkur, eða kannski bara hringir í mig. Það er… petur@hvammsvik.is eða 893 1791
Kveðja
Pétur Gíslason
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.