This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Blöndal Gíslason 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.03.2002 at 00:40 #191408
Sælir félagar.
Eins og áður hefur komið fram á spjallinu, þá innheimtast skálagjöld í skálunum okkar mjög illa. Meira að segja finna menn sig í því að laumast burt úr Setrinu (flottasta fjallaskála landsins) án þess að skrifa í gestabók, að því er virðist bara til að sleppa við þennan 500 kall sem gistingin kostar pr. félagsmann. Mjög fáir greiða skálagjöld í Árbúðum, þótt tugir kílóa af gasi hverfi þar á hverjum vetri… Vegna þessa er smá spurning sem brennur á okkur í stjórninni. Hvað eigum við að gera til að fá þessi mál í lag???
Eigum við að innkalla alla lykla sem við höfum úthlutað af skálunum og skipta alfarið um skrár? Eigum við að læsa skálunum alveg – líka fremra húsinu í Setrinu? Eigum við að hækka skálagjöldin og koma upp skálavörslu um helgar yfir allar helstu ferðahelgar ársins (hugsanlega að hagsmunatengja skálavörðinn/verðina)?
Því skyldum við halda okkur við núverandi ástand og selja gistinguna á 500 kall meðan aðrir eru að rukka 1000-1500, ef menn finna sig í því að snuða klúbbinn um gjaldið? Allt sem menn nota í Setrinu, Árbúðum og öðrum skálum kostar peninga. Það kostar pening að keyra ljósavél, kynda með olíu og gasi, viðhalda salernisaðstöðu o.s.frv. o.s.frv.
Gaman væri að heyra hvað mönnum dettur í hug. það er ekki úr vegi að upplýsa það í lokin að klúbburinn borgaði 700.000 í rekstur Setursins á síðasta ári, þrátt fyrir að öll vinna sé gefin í óeigingjörnu starfi skálanefndar. Við greiðum ca. 70.000 í pr. vetur í Árbúðum. Auk þessa styrkir félagið deildirnar sem sjálfar borga stóra peninga í rekstur sinna skála. Hvað er til bragðs að taka?
Athugasemdir óskast.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2002 at 10:05 #459910
Persónulega finnst mér ókurteisi að kvitta ekki í gestabækur séu þær til staðar og á það að mínu mati ekkert skilt með hvort viðkomandi greiði skálagjöldin (BÞV), það er kurteisi og gömul hefð að kvitta og þakka fyrir sig.
Skálagjöldin hinsvegar vita allir að fer óskiptur í uppbyggingu og viðhald viðkomandi skála, má þar nefna, öryggisþátt, fjarskipti, ýmis tæki og tól, aðkoma ofl, allt þetta til að hlúa að þér og þínum sem í viðkomandi skála gista, ekki bara í dag heldur líka seinna.
Tel það alveg umhugsunarefni að fækka lyklum í umferð og setja á skilagjald fyrir lykla sem fengnir eru til notkunar í skálum í eigu eða undir stjórn 4×4, viðkomandi geri grein fyrir væntanlegum fjölda etc. Skálavörður er að sjálfsögðu fagnaðarefni um helgar þegar fyrirfram er vitað um mannaferðir samanber, allar ferðir 4×4 skipulagðar eða óskipulagðar (einn sem tekur að sér ábyrgð í hópnum) og t.d. um páska. En það þarf að fynna þann sem tilbúinn er að leggja þetta á sig og ekkert athugavert við það þótt viðkomandi sé "umbunað" þó ekki væri annað en vökvi á bílinn og kanski líka að mæta óvæntum atburðum sem alltaf geta orðið með umburðarlindi.
Að læsa t.d. Setrinu alveg er kanski nauðsin, en ekki æskilegt ef það er þetta ef, ef ferðamenn eru í nauð staddir, held mig langi ekki að hugsa það til enda, við erum jú 4×4 sem er stór og öflugur félagskapur til margra góðra verka nýtur, við ættum ekki að þurfa að læsa ef við pössum okkur sjálf.
"Upp með veskin"
salutations
Jon
23.03.2002 at 10:17 #459912ég ekki tilvalið að hafa "Gíro"-seðla í boði fyrir þá sem einhverra hlutavegna eru ekki með pening en vilja borga þó í bæinn sé komið. Við gætum kanski fengið viðskiptabanka okkar til að styrkja okkur með stimpluðum gíroseðlum 4X4 þannið að ekki fari á milli mála hvaðan þeir koma og séu ekki misnotaðir, þeir kosta víst sitt þessir.
just an idea
Jon
23.03.2002 at 11:10 #459914Sæll Jón.
Þú hefur ekki þetta innræti sem nískupúkarnir hafa. Þeir gæta sín á því að skrifa ekki í gestabækurnar, til þess að ekki sé hægt að benda á þá síðar og rukka þá. Þannig er beint samehengi milli skrifa í gestabækur og þess hvernig skálagjöldin innheimtast.
Auðvitað væri það algert neyðarbrauð að læsa skálunum alveg, enda hafa menn þá opna til þess að þeyr geti verið öruggt skjól þeim sem lenda t.d. óvænt í háska. Það byggir um leið á því trausti að menn greiði af sjálfsdóðum skálagjöldin ef þeir nýta aðstöðuna.
Þetta með gíroseðlana er hugmynd sem hefur komið upp, enda hafa sum ferðafélög innan FÍ notað þessa aðferð með ágætum árangri.
Fleiri tillögur og ábendingar!
Ferðakveðja,
BÞV
24.03.2002 at 19:39 #459916
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er umræða sem ég gat ekki ímyndað mér að ætti eftir að koma upp í þessum félagsskap.
Ég er alveg nýr í klúbbnum, þannig að þetta er eitthvað sem kemur mjög á óvart. Þeir bílar sem hafa verið að fara upp á fjöll frá bænum, eru ekki beint neinar druslur. Hver eru útgjöld okkar almennt, okkar sem erum á jeppum. Hef sjálfur aldrei komið í setrið, en það að borga 500,- fyrir gistingu er dropi í hafið af annars þeim gjöldum sem þetta sport kostar okkur. Ég á erfitt með að trúa að það sé til svo aumkunarvert fólk að stinga af eftir að hafa notað aðstöðu félagsmanna. Ég veit ekki hvernig hægt er að leisa svona mál, en eitt er víst að þessir ferðalangar eru fullorðið fólk með einhverja sæmd og dómgreind. Mér þætti ekki mikið að borga 500,- eða 1500,- fyrir gistingu, sem er alveg ótrúlega ódýrt. Ég legg til að þeir sem ætli sér að nota Setrið sýni sóma sinn í því að borga, þess vegna fyrirfram og þá þyrfti fólk einfaldlega að panta sér þessa gistingu.
Nr1 2 og 3 verum heiðarleg í því sem við gerum.
Ferðakveðja Gretar
24.03.2002 at 22:14 #459918Hæ hó.
Það hringdi í mig maður og benti mér á að það er víst lítið mál að koma fyrir eftirlitsmyndavél sem tengd er við hreyfiskynjara. Ótrúleg er tæknin og þetta ku ekki vera sérlega dýrt (nokkur skálagjöld þó).
Ég verð þó að játa að við fyrstu tilhugsun hugnast mér illa tilhugsunin um það að einhver sé að fylgjast með mér í skála í reginóbyggðum… Rómansinn er allur fyrir bí, rétt eins og þú værir á Lækjartorgi. En… þetta er semsagt hægt.
Dettur mönnum ekkert í hug sem breytt gæti hugarfarinu í eitt skipti fyrir öll? Það myndi ég helst af öllu vilja sjá gerast.
Ferðakveðja,
BÞV
25.03.2002 at 01:33 #459920Ég veit ekki hvað skal segja, en afskaplega er slæmt til þess að vita að engum er teystandi. Vantar ekki bara að gera mönnum fulla grein fyrir hvað þeir eru að græða lítið upplísa þá betur !! Annars er þetta held ég einhver ómeðvituð árátta hjá mönnum sem hægt er að laga. Nei við megum ekki tapa traustinu á náungann sama á hverju dynur!!! Þetta er ekki þess virði.
Kær kveðja Hjörtur og JAKINN.
25.03.2002 at 10:57 #459922Sælir Hjörtur og JAKINN…
Það verður að játast að mig grunar að þeir sem t.d. gista í Setrinu yfir nótt, keyra ljósavél, kynda með olíu, brenna gasi og nýta alla þá fínu aðstöðu sem þar er að finna, hljóti að gera sér fulla grein fyrir því að þetta kostar fullt af peningum. Einhverra hluta vegna finna menn sig samt í því að laumast á brott án þess að greiða skálagjöldin.
Þetta er í raun alveg furðulegt, bæði vegna þess að gjöldin eru hlægilega lág (kannski of lág til að menn nenni að standa í að greiða þau) og svo er þetta hlægileg upphæð m.t.t. þeirra peninga sem menn verja í að gera bílinn sinn kláran, sjálfa sig, eldsneyi, mat og drykk.
Jú, auðvitað er það að upplýsa fyrsta skrefið og m.a. þess vegna fannst mér rétt að ræða þetta á spjallinu.
Mig grunar að eftir á að hyggja hafi það verið mistök að bjóða uppá fría gistingu í Setrinu um árið, það virðist a.m.k. ekki ætla að ganga vel að koma þeim á aftur.
Ferðakveðja,
BÞV
Es. Er JAKINN að þiðna í blíðunni…
25.03.2002 at 20:10 #459924Ég tek undir þetta hjá þér Björn, finnst mér að ætti að hækka skálagjöldin í 1000 kall fyrir félagsmenn og 1200- 1500 fyrir utanfélagsmenn , og það sem fyrst.
En það er ekki nóg að hækka gjöldin ef enginn borgar hvort eð er.
Hvað er þá til ráða,við í skálanefndinni höfum að eins breitt um aðferð við innheimtu á skálagjöldunum og bókanir á skálanum. Höfum við allfarið komið þessu í hendurnar á Nikka. Er þá ekki hætta á tví bókunum og fleirum mistökum sem gætu átt sér stað ef þessi vinna væri á fleiri höndum. Því miður Jón þá held ég að þetta ráð með Gíró seðla virki ekki. Við erum með bauk í Setrinu þar sem skálagestir geta sett í greiðslur.
Ætlunin er að koma þar fyrir umslögum sem væru merkt skálagjöld, og þurfa þeir sem borga skálagjöldin með þeim hætti að merkja umslögin með nafni, svo ekki sé hætta á að einhver verði ekki ranglega sakaður að vera JÓAKIM.
En að aðal málinu LYKLARNIR einhverjir 200-300 lyklar eru í umferð og við í skálanefndinni höfum ekki hugmynd um hverjir eru með lykla,og höfum ekki fengið það uppgefið þrátt fyrir mikla eftir grennslan .og marg , marg ,marg ítrekað það erindi
Ekki var beint ætlunin að röfla um það á netinu en þar sem við erum búnir að bíða í tæplega ár var ekki lengur hjá því komist.Ég held líka að Nikulás sé að vinna nánast vonlausa vinn við þessar aðstæður þar sem lyklarnir eru út um allan bæ.
Hef ég lent í því að einhver hópur ætlaði inn í Setur og var hringt í mig , til þess að grennslast fyrir um færð,lykla og hvort skálin væri laus. Þegar ég var búin að leysa úr þeirra málum þá þurftu þau ekki lykla frá klúbbnum heldur sögðust þau geta fengið lykla úti í bæ. Er klúbburinn þar með búinn að tapa 5000 kr skila gjaldi sem er á lyklunum og hætta á að tapa skálagjöldunum einnig.Því erfitt getur reynst að fylgjast með hvort þessir hópar fari í skálann eða ekki Ég hef aldrei fattað þetta með þessa dreifingu á lyklum og hvaða tilgangi það á að þjóna, er ekki hægt að hafa þetta einsog hjá FÍ .Ef við ætlum á fjöll þá gætum við komið við hjá Nikka og fengið lykil af Setrinu ef við skildum droppa við í skálunum.
Þessi rök sem ég heyri oft um það að skipta um skrár á skálunum séu svo mikið mál eru bull og þvæl það þarf bara að skyfta út skrá í Árbúðum og Setrinu.
Hvernig væri að setja upp eftirlits myndavél eða einhverslags þannig útbúnað í Setrið tengt útihurðinni. Það væri gaman að heyra frá einhverjum tækni köllum um það mál.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta tuð lengra að sinni enda sé ég að mér er farið að hitna mikið í hamsi enda Ofsi.
PS.köllum þetta bara trúnaðarbréf svo enginn verði reiður og ég biðst strax afsökunar.
Jón Snæland
25.03.2002 at 20:33 #459926
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er leiðinlegt að þetta þurfi að vera vandamál en kannski viðbúið, menn einfaldlega misjafnlega innrættir. Nú hef ég ekki nýtt mér Setrið en oft gist í skálum ferðafélagsins og Jörfí. Þar þarf maður yfirleitt að fá lykla sem maður skilar svo ásamt skálagjöldum, þó einhverjir skálar FÍ séu opnir að vísu. Ég reyndar hef það á tilfinningunni að þessi félög hafi við sama vanda að stríða, allavega finnst mér starfsfólk á skrifstofu FÍ stundum vera hálfhissa þegar ég kem til að gera upp skálagjöld.
Ég held að það væri ráð áður en farið er að setja upp eftirlitsmyndavélar að fækka lyklum í umferð þannig að menn verði að fá lykil fyrir ferð og hafa nógu einfalt form til að gera þetta upp og helst fleiri en eina leið. Einfaldast er að borga gegnum netið og ég sé ekki betur en félagsmenn 4×4 séu bísna ötulir við að nýta sér það.
Kv – Skúli
26.03.2002 at 10:49 #459928
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt sem hefur að mestu vantað í þessa umræðu er að það er ekki alltaf auðvelt að standa skil á skálagjöldum
Ég varð veðurtepptur á Kjalvegi í fyrravetur og gisti því eina nótt í fremra húsinu í Árbúðum. Ég gerði nokkrar tilraunir til að greiða skálagjöld þegar ég kom í bæinn, en gafst að lokum upp….aldrei var svarað á skrifstofu klúbbsins og engar upplýsingar á F4x4.is.
Sjálfsagt hefði ég getað komið þessu til skila á opnu húsi etc., en er þetta ekki eitt af því sem má auðveldlega bæta t.d. með að láta reikningsnúmer hanga uppi í skála og á F4x4.is
Það er ekki gott ef verður að læsa húsum að fullu, vonandi tekst að leysa þetta á annan hát.
stg
26.03.2002 at 11:47 #459930Að vera með gíróseðla sem nætur-gestir eða aðrir þeir sem nýta sér þægindin geti tekið með sér í bæinn og greitt held ég enn að sé góð lausn, það eru ekki allir með peninga á fjöllum en vilja samt borga án mikilla fyrirhafna samanber hér að ofan hjá "stk"
kveðja
Jon
26.03.2002 at 13:04 #459932Sælir félagar.
Ein leið til að koma skálagjöldum til skila er að hringja í einhvern úr skálanefndinni og fá uppgefið númer á reikningi sem hægt er að leggja inná.
Símanúmer allra skálanefndarmanna og netföng sumra eru inni á heimasíðu klúbbsins undir netföng og skálanefnd.
Einnig getur Nikki tekið á móti greiðslu en eins og allir vita er hann á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6Kveðja
Kjartan Gunnsteinsson
Skálanefnd
26.03.2002 at 14:40 #459934Það væri hægt að auðvelda mönnum að skila skálagjöldum með hafa blokk með miðum með kennitölu og reikningsnúmeri. Eins ættu þessar upplýsingar að vera á aberandi stað á vefsíðunni.
Ég hef komið í skála þar sem búið var að brjóta upp bauk sem ætlaður var til að safan skálagöldum, ég myndi aldrei segja verðmæti í slíkan bauk. Ég held að það sé óþarfi að vera að eyða peningum í að kaupa gíróseðla.
26.03.2002 at 19:55 #459936Ég held að það sé ein af lausnunum að vera með gírósela sem framm koma allar þær uppl. sem þarf. Þá getur maður tekið með sér svoleiðis og td borgað hann á netinu. Ef það er 2 – 300 lyklar í umferð ( jahérna ) þá vorkenni ég ykkur bara. Það er ekkert kontról á þessu. Getur varla verið mikið mál að skifta um skrár. Ég var ekki enma ca 5 mín að skifta í húsinu hjá mér. En ég held að það sé heldur ekki gott að læsa skálunum, það verður þá bara brotist inní þá og kostnaður við það þekkjum við vel.
26.03.2002 at 20:36 #459938
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Er ekki hægt að setja reikningsupplýsingarnar hér á vef f4x4?
Það ætti þá að vera hægur vandi fyrir þá er hafa internetaðgang að nálgast nauðsynlegar upplýsingar.Kveðja, ajs.
26.03.2002 at 22:05 #459940Til hvers að vera að gera þetta "flóknara" ? ef viðkomandi gestir í skálum 4×4 eru ekki með pening á fjöllum til að standa skil á greiðslu í þartilgerðann "bauk", er þá hægt að ættlast til að hann sé með "bankalínu" ? Nei , enn og aftur,,,Gíróseðla og ef við ráðum ekki við gíróseðlakostnaðinn þá hækka bara sem því nemur ef greitt er með þeirri aðferð.
salutations
Jon
26.03.2002 at 23:37 #459942Jæja félagar.
Ég játa að mér finnst þessi umræða um að erfitt sé að koma af sér greiðslum fyrir "þá sem vilja greiða" fremur hallærisleg. Vissulega væru gíróseðlar og betrekktir veggir í skálum með upplýsingum um reikningsnúmer klúbbsins kannski til þess fallnir að menn greiddu frekar gistigjöldin. Ég vek þó athygli á því sem Kjartan segir hér að framan. Á heimasíðunni eru uplýsingar um símanúmer og netföng stjórnarmanna og skálanefndarmanna. Ég vil því meina að þetta eigi ekki að vera flókið ef menn VILJA raunverulega borga. Auk þess er Nikulás á skrifstofunni frá 9-17 alla virka daga og tekur glaður við fé… þó ekki sauðfé… nema til slátrunar…
Ég vil jafnframt hvetja "stg" til að nota nú tækifærið til að koma af sér skálagjöldunum úr Árbúðum til Nikka. Ef greiðsluviljinn er til staðar, þá er auðvelt að leysa málið.
Að lokum má nefna það v. skrifa jons hér að framan, ef menn ætla sér að borga í upphafi ferðar, þá hafa þeir með sér pening eða ávísun (sem ég tel reyndar heppilegast ef menn skilja greiðsluna eftir) þegar lagt er af stað. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þetta smáatriði er það eina sem menn vilja spara við sig með hliðsjón af öllum hinum kostnaðinum sbr. grein gressa hér að framan???
Hugarfarsbreyting er það sem þarf. Spurningin er bara hvað þarf til að knýja hana fram!
Ferðakveðja,
BÞV
27.03.2002 at 01:24 #459944
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er greinilega umræða sem allir eru sammála. Hvernig væri þá að hækka félagsgjöldin sem eru greidd árlega.
Það hlýtur að vera hægt að áætla hversu mikið það kostar að reka svona skála. Að vísu eru kannski einhverjir félagsmenn sem ekki nýta sér þessa aðstöðu, en þetta að greiða fyrir eitthvað hlýtur að vera hvatning til notkunar.
Skálakveðja Gretar
27.03.2002 at 08:49 #459946Hugsið ykkur, ef allir væru heiðarlegir þá væri ekki þetta vesen og allir brosandi og sælir…
Páskakveðja
Jon
01.04.2002 at 09:30 #459948Ágæt ábending.
Ég held að félagsgjöldin hafi verið óbreytt í 4 eða 5 ár, kr. 3.500.
Nú styttist í aðlafund og mér þykir ekki ólíklegt að menn leggi til hækkun félagsgjalda. Hvað finnst mönnum hæfilegt í því efni???
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.