FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skálagjöld

by Heiðar S. Engilbertsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Skálagjöld

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Halldór Hafdal Halldórsson Halldór Hafdal Halldórsson 13 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.02.2012 at 18:30 #222598
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant

    Fyrstu helgina í janúar héldum við úr Suðurnesjadeildinni í Laugafell og ætluðum að dvelja þar í 2 nætur. Um 2 leytið aðfararnótt laugardagsins var ákveðið að snúa við vegna erfiðs færis, sem betur fer verð ég að segja því þarna þegar þetta er ákveðið fræðir Gústi okkur á því að skálagjöldin séu 4500 kr á mann. Ég tók eftir því að það kom á fólk þegar það fór að reikna, t.d. hjón 18000kr helgin og hjón með ungling 27000 kr.

    Við keyrðum á föstudeginum fram hjá Hótel Örk og þar var tilboð 7990 kr herb. með 3ja rétta kvöldverði og morgunmat á manninn. Hér í Noregi kostar í skálum 100 nkr nóttin.

    Reyndar ef þú ert félagi í FÍ er nóttin á 2800, en ég hef ekk greitt árgjaldið í Ferðafélagið síðan árbókin 2010 kom út þar sem foseti FÍ skrifaði um ósnortin snjó á bls 173, því mér ofbauð bullið.

    Er þetta ekki orðið soldið biluð skálagjöld.

    Heiðar

    Fengum inni í Hólaskógi á mjög sanngjörnu verði með öllum þægindum.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 16.02.2012 at 18:41 #750147
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sæll Heiðar

    Get ekki verið meira sammála þér, þetta er komið út í allgjört rugl. Svona gistiverð 4500kr á manninn, fyrir það eitt að sofa í eigin svefnpoka!!!!!!
    Það fer að verða þannig að það er ekki hægt að ferðast, eldsneytið svo dýrt. Ekki hægt að fá gistingu nema á einhverju rugl verði. Hvað er að gerast á Íslandinu góða?

    Varla hefur myntkörfulánið hækkað svona á skálanum? he he he
    Hækka til að hækka.
    Kv Bjarki sem er ekki að skilja þessa verðlagningu á gistingu í fjallaskálum





    16.02.2012 at 19:08 #750149
    Profile photo of Halldór Bogi Sigurðsson
    Halldór Bogi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 184

    Það eru ekki mörg ár síðan að verðið var 1000 1500kr á manninn,þetta er mjög skrítið þjóðfélag sem við búum í græðgin er alveg ótrúleg,getur bara endað á einn veg menn fara bara færri ferðir eða hætta að ferðast á hálendinu,ég veit að menn eru að fara miklu sjaldnar en þeir gerðu.það er alveg nóg að eldsneytisverðið sé að eyðileggja þetta sport…..

    kv dóri





    16.02.2012 at 19:33 #750151
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Hjartanlega sammála. Lenti í þessu um daginn þegar við ætluðum 4 félagar að gista eina nótt í Laugum. Svefnpokaplássið hefði kostað fyrir okkur 18þús.
    Það er ódýrara að leigja sumarhús í Árnesi hjá stéttarfélaginu okkar. Þar er helgin á 12þús (2 nætur), flott og stórt hús sem rúmar fleiri en 4 með öllu tilheyrandi s.s. pott og fl.
    Það mætti alveg endurskoða þessi skálagjöld(svefnpokapláss).





    16.02.2012 at 22:18 #750153
    Profile photo of Halldór Hafdal Halldórsson
    Halldór Hafdal Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 122

    ef einn ykkar hefði verið félagsmaður hefðu hinir líklegast sloppið á fjölskyldugjaldi en verðið er hátt og þarf að vera það vitiði hvað fer mikið gas í að kynda stóran fjallaskála og hvað kúturinn kostar kominn á fjöll. við getum ekki miðað við skála eða hús sem eru rafkynnt og þurfa ekki sérútbúna fjallabíla til að þjónusta sig.en eins og þið sjáið er ég gamall skálavörður hjá FÍ og félagi í 4×4 borga félagsgjöld á báðum stöðum fæ sama afslátt af bensíni hjá N1 eins og hjá Skeljung vill bara ekki versla við skeljung betri pulsur á N1 En sem gamall vinnumaður þá langar mig að nefna aðkomuna að skálunum á vorin sem var ekki alltaf góð f ullt af rusli tómum flöskum og það versta var fyrir utan skálana allann hringinn eða eftir ríkjandi vindátt um veturinn klósettpappír og það sem hann var notaður við að þrífa bara sett í holu í snjónum sést ekki meir fyrr en um vorið þegar vörðurinn mætir á svæðið. Reyndar var mér sagt að þetta hafi lagast mikið og betri umgengni um skálana en þetta var nú ástæðan fyrir því að skálunum var lokað yfir vetrartímann og ferðamenn þurfa að fara á skrifstofuna hjá FÍ og fá lykil og greiða fyrir gistingu og þá er náttúrulega vitað hver var síðast á ferðinni ef hlutirnir eru ekki eins og þeir eigaað vera því auðvitað viljum við koma að snyrtilegu húsi allt kostar þetta svo mikla peninga en hitt er annað mál að gistigjöld á vetrum ættu að vera lægri því hver jeppamaður sem kemur að skála sinnir ákveðnu eftirliti og lætur vita ef hlutirnir eru ekki í lagi ég er nokkuð viss um að það fengist góður díll fyrir okkur ef þaðyrði bara athugað á þessum forsendum kveðja Dóri Ö 1433





    16.02.2012 at 22:58 #750155
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrst þessi umræða er komin upp, er rétt að koma á framfæri 2012 verðunum hjá JÖRFÍ. Fyrri talan (lægri) er fyrir félagsmenn, en hin fyrir utanfélagsmenn. Ég veit að ekki hefur komið kjaftur á Grímsfjall í vetur.

    Grímsfjall 2.000,- 2.800,-
    Jökulheimar 1.600,- 2.300,-
    Esjufjöll 1.600,- 2.300,-

    Góðar stundir





    16.02.2012 at 23:15 #750157
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    [quote="Hlynur":2qjtkco6]Fyrst þessi umræða er komin upp, er rétt að koma á framfæri 2012 verðunum hjá JÖRFÍ. Fyrri talan (lægri) er fyrir félagsmenn, en hin fyrir utanfélagsmenn. Ég veit að ekki hefur komið kjaftur á Grímsfjall í vetur.

    Grímsfjall 2.000,- 2.800,-
    Jökulheimar 1.600,- 2.300,-
    Esjufjöll 1.600,- 2.300,-

    Góðar stundir[/quote:2qjtkco6]

    Mjög sanngjörn verð Hlynur.

    Verðið uppí Setri er 1500 kr fyrir félagsmenn og 3000kr fyrir utanfélagsmenn. Mér finnst það flott verð. Er eitthvað ódýrara að kynda og þjónusta Setrið en t.d. Laugar?





    16.02.2012 at 23:29 #750159
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Skálinn í Lagum er kyntur með heitu vatni sem fæst frítt

    Skálinn í Hrafntinnuskeri er líka kyntur með vatni sem fæst frítt.

    Laugafell líka….

    Við rekum okkar fjallaskála sjálf. Hann er ca 60 m2 (24 manna). Það fer einn gaskútur á helgi í að halda honum heitum. Kúturinn kostar ca 5000 kr…..

    Það er ekkert sem réttlætir skálagjöld upp á 4.500 kr í fjallaskálaum…. enda dettur mér ekki í hug að nota þessa skála…. Ekki það að það skipti miklu mali fyrir eigendur þeirra, þeir hafa tugi milljóna í tekjur af þessum húsum á hverju sumri og því skipta skálagjöld af örfáum vetrarferðalöngum engu… Bara betra að vera laus við þá… (haft eftir stjórnarmanni í einu af þessum félögum sem á skála sem leigður er á þessum verðum)

    BM





    17.02.2012 at 08:08 #750161
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Já, ég tek undir með Benna.

    Ég held líka að þessi verðlagning stafi af ferðamönnum á sumrin. Núna er þetta farið að snúast um að hafa tekjur af skálunum en ekki sem þjónusta við félagsmenn.
    Ég hætti í öllum félögum nema FA og F4x4 fyrir par árum útaf því mér fannst þetta allt vera farið að snúast um erlenda ferðamenn.

    Bendi ykkur á að FA var í fyrra með félagsgjöld uppá 1900kr á ári ef öllu var sleppt, s.s. bók og ferðum og fyrir þann pening getur viðkomandi fengið afslátt í skálum. Þarft bara að sofa 2 nætur til að þetta borgi sig.

    Ívar





    17.02.2012 at 08:43 #750163
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Benni kemur inn á mjög góðan punkt þarna, ég held að viljinn til að lána utanfélagsmönnum sé bara mjög lítill á veturna enda lítið á því að græða. Þetta snýst jú orðið aðallega um peninga þið skiljiið ….. 😉





    17.02.2012 at 09:51 #750165
    Profile photo of Halldór Bogi Sigurðsson
    Halldór Bogi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 184

    10 menn saman eina helgi í Laugarfelli 90.000 hehe bara BULL, held líka að það kosti 500 kall að kúka þarna eða rétt um 150kr hver klipping haha.

    kv dóri





    17.02.2012 at 11:33 #750167
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Þetta fer að minna mann á Bláa lónið sem stílar verðmiðann í lónið á útlenskt verðlag og íslendingar fá að súpa seiðið. Er sama hugsunin að komin upp með þessa skála, 4500 er kannski ekki mikið fyrir útlending en það er það fyrir okkur.





    23.02.2012 at 19:11 #750169
    Profile photo of Halldór Hafdal Halldórsson
    Halldór Hafdal Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 122

    Ekki lækka skálagjöldin við síðustu fréttir Vonandi voru þetta ekki menn úr okkar góða hópi sem fara um hálendið rænandi og ruplandi þá á ég við atvikið í Laugum um helgina og Hagavatni það eru nú bara helgispjöll að ræna og skemma skálann þar maður er hálf sorgbitinn eftir þá frétt allavegana líður mér svipað og þegar óvitarnir kveiktu í Krísuvíkurkirkju. Kveðja Dóri Ö 1433





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.