This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég var í Grímsvötnum um helgina og gisti í skálanum þar. Gisting þar kostar þar 1800kr. per mann nóttin. Mér finnst þetta ansi mikið!!!!!!! Þegar hjón/pör þurfa orðið að borga 7200kr fyrir eina helgi. Mér skilst að það sé orðið álíka dýrt að gista á Hveravöllum. Hvað finnst mönnum um þetta, er þetta í góðu lagi eða er þetta of dýrt? Persónulega held ég, að þegar þetta er orðið svona dýrt, leiti menn leiða til að sleppa því að borga skálagjöld. Tók t.d eftir því að hópurinn sem var í skálanum þegar við komum skrifaði ekki í gestabók, enda tók hann sénsinn á því að við kæmum ekki, þeir áttu ekki skálann pantaðan. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fjáröflunarleið hjá Jöklarannsóknarfélaginu og aðstaðan hjá þeim þarna er í alla staði til fyrirmyndar Hvað seigið þið, er ég nískupúki eða er þetta of dýrt? Að lokum vil ég svo taka fram að ég BORGAÐI SKÁLAGJÖLDIN fyrir mig og mína.
Kveðja Guðni
You must be logged in to reply to this topic.