Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › skálagjöld
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2002 at 16:39 #191720
Ég var að heyra að það kosti heilar 1700 krónur að gista á Hveravöllum, breyting sem tók gildi nú um mánaðarmótin.
Getur verið að þetta eigi við um okkur félagsmenn í 4×4 líka eða er sama gjald fyrir okkur og var síðast.
Hvernig er með Kerlingafjöll er ekki hægt að gista þar á veturnar (fá lykil)það vantar allar upplýsingar um það.Það er annars að frétta af hálendinu núna 18/10 kl.1530 að það er kominn föl við Hveravelli og aðeins neðar(sunnar og Heklan grá).Er á leið á fjöll,Grímsfjall.
Góða skemmtun á malbikinu. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.10.2002 at 10:23 #463572
Hvernig er það ætla menn bara borga. Hækkum skálagjöldin í setrinu í 1700 kr það segir engin neitt við því og þá getum við hitað kofann almennilega.
En það er að frétta af hálendinu að það snjóar fyrir norðan jökla en alveg auð jörð alla leið að hágöngum. Fórum á grímsfjall um helgina og lentum þar í skafreningi en jökullinn er mjög sprungin neðst og ber að fara varlega og ekki æða áfram.Við vorum með gott trakk sem var farið 15/10 í björtu og gátun ekkert farið úr úr því vegna sprungna,fórum fyrir neðan sigketilinn(sunnanvið) ekki algeng leið. Neðst á jökli er mikið af STÓRUM grifjum eftir úrrensli sem hæglega gleypa stóra bíla.Kerlingafjöll eru að verða hvít en landmannalaugasvæðið er bara einn moldarhaugur,mikið ryk í vondum veðrum.
22.10.2002 at 11:23 #463574Sælir félagar
Mér liggur forvitni að vita hvort einhvað liggji einhver góð ástæða að bakið þessari ákvörðun eða hvort þetta sé bara í takt við aðrar hækkanir í þjóðfélaginu.
Nú þegar allt er búið að hækka vegna veikingu krónunnar hefur fátt lækkað í verði við styrkingu hennar.
Nú hef ég eigi tekið eftir því að verðhækkun hafi orðið á heituvatni á Hveravöllum og spyr hvort ég hafi misst af einhverju í því samhengi?
Setrið veit ég lítið um rekstrarlegann hlutann á en myndi ég þó halda að ef menn væru duglegri við að greiða skálagjöldin hefði ekki þurft að koma til hækkana.
Kveðja Fastur
22.10.2002 at 12:17 #463576
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir.
var á hveravöllum um daginn og þá var talað um að ferðafélagið væri hætt að sjá um skálann. Blönduósbær (eða er það ekki bær annars?)hefur eða mun taka yfir skálann. hvort það sé ástæðan fyrir hækkuninni veit ég nú samt ekki. það er nú ekki ólíklegt að þarna verði reist veitingasala sem yrði opinn yfir sumartímann, umferðin um kjöl er orðin það mikil.
kv.Elvar
22.10.2002 at 14:49 #463578Sælir
Ef ég hef skilið málin rétt þá keypti Svínavatnshreppur eigur Ferðafélagsins og yfirtók þær 1. október s.l. Þeir höfðu síðan hraðar hendur og seldu skálana til einkaaðila í Húnavatnssýslu.
Ég bendi þeim sem vilja fræðast um framtíðaskipulag á hveravöllum á http://www.skipulag.is/htdocs/Ursk/1997 … 50063.htmlkv. GGI
22.10.2002 at 17:47 #463580Sælir félagar
Ef GGI fer með satt mál að skálar hafi verið keyptir af Ferðafélaginu og seldir einka aðilum finnst mér þetta mál allt hið athyglisverðasta.
Fyrir utan að ekki hafi verið beðið eftir Svæðisskipulagi um hálendið finnst mér undarlegt að Svínavatnshreppur kaupi eignir og selji strax aftur líkt og um vinagreiða væri að ræða.
Eftir að hafa lesið í gegnum síðuna sem GGI benti á sýnist mér þeir gera lítið til að draga úr umferð og halda niðri komu fólks á fólksbílum. Með bættu aðgengi að hálendinu eykst umferð og álag á viðkvæmum svæðum. Staðir eins og Hveravellir og Landmannalaugar þola ekki mikið meiri ágang en nú er.
Gerð stíga og annara mannvirkja hjálpar en leysir ekki þessi mál. Með bætingu vega styttist tíminn sem tekur að komast á þessa staði og fleiri líta það sem góðann kost að kíkja við þó þeir muni ekki gista.
Einnig kemur mér á óvart að menn vilji sá í og búa til tún á þessum stöðum. Er það ekki hugmyndin með því að friðlýsa að láta náttúruna hafa eðlilega framvindu?
Kveðja Fastur
22.10.2002 at 18:35 #463582Já þetta er rétt hjá ykkur. Nóttin er komin í 1700kr. Hann Björn Þór á Húnstöðum sér um reksturinn á skálunum núna. Húnstaðir eru rétt áður enn þú kemur á Blönduós. Ferðafélagið þurfti að selja. Það er búið að taka niður skilti Ferðafélgas Íslands. Og myndin af gamla manninum er farinn. Gamli skálinn er þó friðlýstur og hann má ekki taka eða breyta. Ég held þó að það séu hugmyndir um að taka niður stóra húsið og setja þar hálendis hótel. ;( Pabbi þurfti að borga 13.600 fyrir sig og félaga sinn fyrir 4 nætur í skálanum. Hann var ekkert sérstaklega ánægður með þetta. Skálinn var skít kaldur. Það er greininlega búið að vera fikta eitthvað í þessu. Svo er kominn einhver varmaskiptir á vatnið sem virkar ekki neitt. Klósettin voru ekki í lagi. Það var svo lítill hiti í gamla skálanum að þeir þurftu að hita hann upp með gasi líka. Ef ég fer eitthvað þarna í vetur þá verður það bara til að fara í pottinn góða, svo sefur maður bara í bílnum.
Kv.Heijo
22.10.2002 at 21:42 #463584Sælir
Einmitt þegar verið er að ræða um Hveravelli hér á spjallinu kemur RÚV með frétt um málið (tekið af vefsíðu RÚV):
"22.10.2002 17:05
STARFSEMI FÍ Á HVERAVÖLLUM LOKIÐ
Hveravallafélagið hefur tekið við rekstri ferðaþjónustunnar á Hveravöllum og þar með lýkur þar ríflega 70 ára starfsemi Ferðafélags Íslands.
Eignir félagsins hafa verið afhentar Hveravallafélaginu en eigendur þess eru Bjarki Kristjánsson Svínavatni, Björn Þór Kristjánsson Húnsstöðum og Svínavatnshreppur. Ráðgert er að á Hveravöllum verði reist ný þjónustumiðstöð."
Skv. upplýsingum heijo er það Björn sem er forsvarsmaður félagsins.Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að nýta vatn frá Nýjahver. Það verði leitt niður að eldri skála Ferðafélags Íslands og settir þar varmaskiptar sem anni öllum húsum á staðnum. Þetta verk er nú hafið skv. heijo og virðist ekki hafa tekist vel. Einnig er búið að gera ný tjaldstæði norðan við nýja skálann, en hann á að rífa og byggja 640 fm. hús (með aðstöðu fyrir vélsleðaviðgerðir) í staðinn nokkru norðar.
Hins vegar segir orðrétt í úrskurði Skipulagsins um deiliskipulagstillöguna: "Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá 10. apríl 1997, í máli nr. 66/1996 Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur gegn Landsvirkjun og íslenska ríkinu, eru Hveravellir ekki háðir fullkomnum eignarrétti. Meðan að löggjafinn hefur ekki mælt fyrir um hvernig eignarhaldi á svæðinu skuli háttað er ekki hægt að heimila framkvæmdir á Hveravöllum."
Skv. þessu er deiliskipulagið samþykkt, en framkvæmdir ekki leyfðar fyrr en Ríkið er búið að leggja undir sig svæðið?
ÞÆR ERU SAMT HAFNAR!
Mér virðist því Svínvetningar standa í framkvæmdum sem ekki hafa verið leyfðar, nema nýrri úrskurðir hafi fallið en sá sem ég er að vitna í (frá 1997). Leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt skilið.kv. GGI
27.10.2002 at 22:29 #463586Sælir félagar.
Við í stjórninni getum glatt ykkur með því að við erum í viðræðum við nýju eigendurna á Hveravöllum um verð á gistingu fyrir félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4.
Vonandi enda þær viðræður með einhverskonar samningi á milli beggja aðila.
Við verðum hinsvegar að gera okkur grein fyrir því að nú er þetta ekki rekið af einhverju félagi heldur sem fyrirtæki og er því virðisaukaskattskilt. Þannig að ofan á gistiverðið bætist virðisaukaskattur. Vonandi getum við kynnt ykkur samkomulagið á næstu vikum.Bestu kveðjur
Jói
R-78
27.10.2002 at 23:00 #463588Þótt að þetta sé orðið einkafyrirtæki í dag er verðið orðið það hátt að fólk mun trúlega huxa sig um áður en það gistir þarna fyrir þennann prís. Sem dæmi kostar herbergi fyrir tvo í svenpoka 3300 í Hrauneyjum eða 1650 á mann og varla er nú hægt að bera saman gæði á þessum stöðum, en þar fyrir utan hafa Hrauneyjar komið með tilboð á gistingu af og til til félagsmanna í 4×4. Ég vona bara að það náist samkomulag um betra verð en það sem er í boði núna svo Hveravellir endi ekki sem "bensínstöð" þar sem menn keyra bara í gegn á leið eitthvað annað.
Hlynur R2208
30.10.2002 at 21:43 #463590Sælir félagar
Dvaldi í vikunni 2 nætur á Hveravöllum, þær síðustu sem ég kem til með að gista þar þangað til verðinu verður kippt í lag. 1700 kallinn er bara of mikið stökk miðað við það að hafa borgað 1000 kr áður (með ferðafélagsaðild). Buddunni minni er alveg sama þó rekstraraðilar þurfi að borga vsk; Hveravellir eru héðan í frá bensínstöð og sundlaug án gistingar á hálendinu.
Fúll á móti…..
30.10.2002 at 22:58 #463592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sam mála sýðasta manni hveravellir = staldrið ef skála gjöld veða svona rosalega dýr hvað atlla þeir þá að rukka í laugina mína og þína .sjálsagt (800 kr sama og bláalonið)
31.10.2002 at 08:45 #463594
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú hættan núna þegar einkaaðilar eru komnir með þetta allt undir sinn hatt og stefna á "stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu" á staðnum. Það má búast við að innan tíðar verður maður rukkaður fyrir að míga úti í nágrenni Hveravalla. Á sínum tíma þegar Svínavallahreppur réðst gegn Ferðafélaginu þarna í krafti þess að þetta væri á skipulagssvæði hreppsins (sem er nú kapituli útaf fyrir sig), voru menn einmitt að vara við þeirri þróun sem núna er líklega í uppsiglingu þarna.
Kv – Skúli
31.10.2002 at 08:56 #463596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Issssss, hálendishótel á Hveravöllum !! Sjálfsagt margir sem gleðjast yfir því en mér finnst það skelfileg tilhugsun. Þá fer mikill sjarmi af svæðinu. Verður Kjölurinn malbikaður í framhaldi af því………??? Svo að slyddujeppakarlarnir komist á hálendishótelið ? Þetta getur verið upphafið að vissri þróun á hálendinu. Mennirnir vilja sjálfsagt græða sem mest á þessu. Ætli framhaldið verði ekki að það komi hálendishótel í Landmannalaugar, Þórsmörk og fleiri staði. Þetta eru nú bara svona pælingar, vonandi verður þetta alls ekki þróunin.
31.10.2002 at 09:42 #463598Það er ég viss um að Eyvindur og Halla snúi sér í gröfinni yfir þessu okri á Völlunum og líklega hafa þau komist í bað fyrir ekki neitt.
En svona til upplýsinga.. hefur gisting á Hveravöllum alltaf verið virðisaukaskattskyld, svo þau rök duga ekki!!!
Enda ætti gjaldið þá að hækka úr 1.200kr (14% vaskur) í 1.368kr. En það ætti að vera hverjum jeppamanni ljóst að hér guðin Mamon að verki.
Þetta er sama gamla sagan um að ferðafélögin riðja leiðina, svo sést í kollana á varginum á milli þúfnana og halda þeir geti grætt á öllu saman! Gróðra glottið hverfur síðan þegar þeir átta sig á að baki býr fórnfús sjálboðavinna og rekstur sem getur ekki staðið undir sér án þess að okra á náanganum. Því þegar sjálfboðavinnunni líkur vilja allir fá borgað í topp!
Ekki svo að skilja að FÍ hafi staðið sig sérstaklega vel í viðhaldi og uppbyggingu á staðnum. Það er mjög umdeilanlegt.
kv,
Viðar
31.10.2002 at 09:58 #463600Þessi hækkun er alveg kjörið tækifæri fyrir alla sem eiga fellihýsi og tjaldvagna því nú er komin rekstrargrundvöllur fyrir að nota þau allt árið. Nú er bara að fara að troða 38" undir tjaldvagninn og fellihýsið.
Frekar frýs ég í helvíti (ef það er hægt) en að borga 1700 kr. fyrir nóttina á Hveravöllum. Vona að 4×4 klúbburinn fái nú einhvern afslátt af þessu verði.
Grílukertakveðja, Theodór.
04.11.2002 at 17:25 #463602Kæru félagar í 4×4.
Fyrir hönd Hveravallafélagsins ehf. harma ég hvað félagar hér á heimasíðummi eru óángðir með gistigjald á Hveravöllum og þetta er mál sem við munum leysa svo báðir aðilar geti verið sáttir.
Þegar við vorum að hanna verðskrá tókum við upp verðskrá Ferðafélags Íslands og bættum við hana 14% virðisaukaskatti, hann var ekki greiddur þegar gist er hjá ferðafélaginu. Okkur vara ekki kunnugt um sérstakan samning milli Ferðafélagsins og 4×4 þegar við ákváðum okkar verðskrá. Við erum tilbúnir að bjóða ykkur félagsmönnum 4×4 að gista fyrir 1.228 kr + 14% vaskur = 1.400 kr.
Í haust og vetur höfum við bætt við tveimur salernum sett þar ofn og handlaugar með heitu og köldu vatni sem hægt er að nota yfir veturinn, einnig erum við búnir að koma fyrir varmaskiptum í báðum húsum með heitu rennandi vatni í.
Með von um gott samstarf á komandi árum, bjóðum við alla 4×4 félaga velkomna til Hveravalla.
Kær kveðja
Björn Þór Kristjánsson.
05.11.2002 at 13:38 #463604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jæja, alltaf gott að fá afslátt.
en þetta er samt 40% hækkun frá því sem við höfum verið að borga fyrir gistingu hingað til.En þá var heldur ekki rennandi heitt vatn í húsunum:-).
05.11.2002 at 14:59 #463606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér stendur fullyrðing gegn fullyrðingu um það hvort FÍ þurfi að borga vsk. af gistigjöldum, væri fróðlegt að heyra frá einhverjum sem getur staðfest hvort sé rétt. Það er hins vegar svo að mjög stór hópur ferðafólks er að borga sem félagsmaður í skálum FÍ, annað hvort af því þeir eru félagsmenn eða fá slík kjör eftir öðrum leiðum (t.d. gegnum 4×4). Hækkun í 1700 krónur er því 70% hækkun fyrir marga og þó svo f4x4 fái díl um 1400 króna gistigjald er það 40% hækkun. Helv.. mikið fyrir auka klósett og varmaskiptir (var ekki ágæt kynding?). Síðast þegar ég gisti á Hveravöllum fór bara þokkalega um okkur fyrir þúsund kallinn, enda er ég ekki að sækjast sérstaklega eftir lúxusnum í fjallaferðum. Góð kynding í kofunum er þó vissulega stór kostur, en ég man reyndar ekki eftir að hafa verið kalt nema í Nýjadal.
Kv – Skúli H.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.