This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Af gefnu tilefni langar mig að benda ferðafólki og þeim sem bóka í skála Jöklarannsóknarfélagsins að samskipti og bókanir og önnur samskipti sem máli skipta séu staðfestar með tölvupósti eða annan skriflegan hátt.
Við félagarnir höfðum undirbúið ferð á Grímsfjall í 4 mánuði og verið í sambandi við umboðsmann Jöklarannsóknarfélagsins í því sambandi. Við bókuðum báða skálana á Grímsfjalli föstudags og laugardagsnótt 21-21 mars og til vara fyrir 25 manns í Jökulheimum á föstudagnótt.
Við sáum síðan á spjallinu og heyrðum af því að búið væri að bóka annan hóp á Grímsfjall a.m.k. á föstudagsnótt. Þegar umboðsmaður Jöklarannsóknarfélagsins var spurður þá sagði hann bókanir okkar vera á allt annan veg en við höfðum talað um við hann í 4 mánuði. Ég tek það fram að það var alltaf sami maðurinn í sambandi við hann allan þennan tíma og var ég vitni að mörgum símtölum hans við umboðsmanninn.
Skemmst er frá að segja að ekki viðraði í turinn og hvorki við né hinn hópurinn komst á staðinn þannig að ekki reyndi á það að þrengja 35 manns í skálana.
Minn tilgangur með þessum skrifum er fyrst og fremst sá að vekja athygli manna á því að við skipulagningu ferða þá verða þeir að geta treyst því að Jöklarannsóknafélagið tvíbóki ekki í skálana og að pöntun sé staðfest annað hvort á faxi eða með tölvupósti.Einar Gylfason R-2322
You must be logged in to reply to this topic.