This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Gíslason 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2006 at 23:37 #198759
Hvað finnst ykkur um dýrahald í skálum klúbbsins ?
hvernig eru reglurnar ? eins í fósturskálum ?
í reglunum í Setrinu er gæludýr bönnuð í skálanum nema með samþykki allra sem þar eru.
Finnst ykkur þetta í lagi ?
og að dýrin sofi uppí kojunum ?
veit um dæmi þar sem manneskja með hundaofnæmi kom í skála og varð fárveik og í ljós kom að hundur hefði verið í skálanum 2 vikum áður.
Hafa þeir sem eru í skálanum eitthvað með þetta að segja ? á dýrahald ekki einfaldlega að vera bannað ?
Allavega ættu allir að drífa sig í læknisfræði eða þá á skyndihjálparnámskeið svo þeir geti framkvæmt barkaskuð á fjöllum vegna hundaofnæmis.
Nei í alvöru talað hvað finnst ykkur um þetta ?
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.10.2006 at 17:40 #563928
er þá ekki málið leyst. Síðan má nota tvistinn hans Lúters í almennar skúringar.
19.10.2006 at 17:55 #563930þetta er ótækt, dreifa svona dýrahárum um allt, ég hefði haldið að það væri standard viðbúnaður að hafa með kraftmikla ryksögu minnst 1500W, til að hreinsa til eftir sig allar dýraleifar. Mundu að gera það að standard aukabúnaði í Tacomunni fyrir næstu ferð. Þetta bara má ekki.
19.10.2006 at 19:02 #5639321 : 0 fyrir hundaeigendur. 😉
Tillitsemi er lykilorðið. Ekki bann og aftur bann. Íslendingar eiga örugglega Evrópumet í bönnum.
Kveðja
Þengill og hundurinn Gosi
19.10.2006 at 19:46 #563934Að sjálfsögðu á ekki að leyfa hunda í innri skálanum. Það á ekki einusinni að þurfa að ræða það. Þegar menn eru að tala um að hundum sé hleypt inn á veitingastaði í Evrópu er verið að tala um 2. flokks Evrópulönd. Þú sérð ekki gæludýr inni á veitingastöðum á norðurlöndunum. Hunda verður aldrei hægt að bera saman við fólk eins og sumir reyna að gera.
19.10.2006 at 20:27 #563936Ja ef hundar verða leyfðir í skálum þá má ég líklega taka helvítis köttinn með, ekki satt? Og ég hlýt þá líka að mega reykja líka, ekki satt og og……
Kannski fáránleg spurning til hundaeiganda, af hverju að taka hvutta með? Er fólk virkilega svo verulega sýkt að það getur ekki séð af dýrinu í 1-2 daga?
19.10.2006 at 21:18 #563938Ég á tík en tek hana reyndar ekki með á fjöll einfaldlega vegna þess að hún veit fátt leiðinlegra en að liggja inní bíl allann daginn meðan ég hjakkast áfram í snjónum í von um að komast á áfangastað, en ég hef akkúrat ekkert á móti því að hundaeigendur taki dýrin með sér á fjöll og hef heldur ekkert á móti því að dýrin fái að sofa í forstofu á skálum, reyndar í þessum örfáu túrum þar sem ég hef tekið mína með og gist í skálum frá ferðafélagi íslands hafa skálaverðir þar aldrei sett neitt á móti því að hún fái að gista inni þannig að þetta virðist nú engin algild regla að dýr séu bönnuð í skálum. Hinsvegar það sem fer hrikalega í taugarnar á mér og hreinlega gerir mig frekar reiðann oft á tíðum eru reykingamenn á fjöllum … já og reyndar reykingamenn hvar sem þeir fara, að geta ekki stigið út úr skálum til að reykja það er nú meiri karlmennskan, að þurfa að hanga inni eða í forstofu eða í dyragætt þar sem maður labbar inn og út fram og til baka … ná í dót út í bíl eða hvað það nú er og þurfa alltaf að labba í gegnum mökkinn hjá þeim , svo ég tali nú ekki um lyktina sem kemur af klæðnaði sem geymdur er í anddyri… það er nú að mínu mati mun verra heldur en dýr í skálum. Ef menn þurfa að bera þennan leiðindasið með sér að reykja, þá geta þeir bara skotið upp Webasto miðstöðinni hjá sér og reykt út í bíl … ekki satt…
19.10.2006 at 21:51 #563940já hendum reykingarhyskinu út og látum hundana sofa í kojunum. Svo geta kettirnir legið á gólfinu, það væri mátulegt á þá. Já og bönnum alla áfengisneyslu innandyra og bláar gallabuxnur. Nema þröngar hjá kvennfólkinu það er svo fjandi flott
19.10.2006 at 22:09 #563942óþarfi að vera sár þó þér þyki reykingar góðar…… þetta er reyndar klassíker með reykingafólk… verja reykingarnar fram í rauðann dauðann…
19.10.2006 at 22:55 #563944Sko ég hef ekkert á móti hundum í andyrum en uppí kojum það er allt annað mál og í raun það sem þráðurinn var lagður upp með í upphafi og ég get alveg játað á mig sekt um að reykja í andyrum eða dyragættum sem ég sem og aðrir geta tekið til umhugsunnar en ég hef samt aldrei heyrt um neinn með reykingarofnæmi sem finnur fyrir því 2 vikum seinna en að hafa hund upp í koju ja mér finnst það allt annað mál og myndi gjarnan vilja fá viðvörun á þá koju.
það er reyndar sjaldgjæft að fólk sé með bráðaofnæmi fyrir hundum því bráðaofnæmi er allt annað en ofnæmi.
Bráðaofnæmi er lífshættulegt ástand sem verður oftast vegna neyslu einhvers, matar eða lyfja. og í fysta skipti sem þetta skeður er manneskjan ekki með viðeigandi lyf meðferðis og að lenda í því í Setrinu eða álíka stöðum GUÐ HJÁLPI ÞEIM SEM ÞAR ERU NÁLÆGT en upphafs punkturinn með þessum þræði var að vekja hundamenn aðeins til umhugsunnar um AÐ EKKI LÁTA HUDANNA SOFA Í KOJUNUM og vona ég að hægt sé að ganga að því sem vísu í framtíðinni að hundar sofi ekki í kojum. það eru ekki hárin sem valda ofnæmi heldur svitinn sem hundurinn gefur frá sér.
svoooooooooooooooooo
ekkl láta þetta fara út í steypu
og hundum og börnum er ekki hægt að líkja saman börn geta verið þreytandi og pirrandi og óþolandi en ég veit ekki um neinn sem er með ofnæmi fyrir þeim.
Kveðja Lella
19.10.2006 at 22:58 #563946það er svo skrítið með þessa hundaeigendur hvað þeir
dýrka þessa hunda enda er það mjög skiljanlegt þeir eru
bestu vinir manns. Að sjálsögðu sofa þeir við hliðina hjá
manni úti í bíl, þar sem ég er hundaeigandi leyfi ég honum að sofa úti í bíl þegar það á við svo hann verði ekki fyrir ónæði af reykjandi og drukknu fólki sem segist vera að skemmta sér og gefur frá sérkennileg hljóð sem kallast söngur, í hans eyru er þetta verra en nokkuð spangól. Hvað reykingar varðar er þetta leiðinlegt að þurfa að labba gegnum reyk áður en maður kemst inn í skálana, það hlýtur vera hægt að reykja annarstaðar en í andyri skálanna.
kv,,,MHN
20.10.2006 at 11:29 #563948Sjálfur ér ég því miður reykingamaður, en mér finnst ekkert sjálfsagðra en að menn/konur fari ÚT til þess að reykja. Sjálfur vill ég ekki að það sé reygt inn í skálum og nær það yfir forstofurna líka, einnig finnst mér hvimleitt þegar að fólk stendur í dyragættinni og reykir. Í öðrum orðum þá getur reykingafólkið bara farið út til þess að reykja eð þá bara sleft því ef það er svona erfitt, í öll þau ár sem ég er búin að reykja þá hef ég alltaf farið út til þess að reykja og fynnst það bara allt í lagi.
En um hundana þá finst mér allt í lagi að leifa þeim að vera í ytriskálanum en það á ekki að leyfa þeim að vera í svenálmunum því fátt er eins leiðinlegt þegar að flísfatnaður manns breytist í loðfeld.
Virðingafyllst Addi Ö-1435
20.10.2006 at 11:59 #563950Ég vil að hundar sem reykja verði bannaðir á skálum.
Það er vond lykt af hundum inni í húsum (sorry hundaeigendur finna það kannski ekki en við hin finnum það) og það kemur vond lykt af fötum sem eru þar sem mikið er reykt (jafnvel ég finn það þó reykingamaður sé).
Hins vegar er ekkert að því að hundar séu með í ferðum, en þá verða menn að hafa aðstæður fyrir þá í bílunum.
Kv – Skúli
20.10.2006 at 13:56 #563952Einnig er vert að taka það fram að þeir sem drekka ekki,finna þann óþef sem er af bjórnum og öðrum áfengum drykkjum.
Er ekki kominn tími á að þeir sem drekka, drekki úti.
Þá er sem sagt allt bannað og öllum ætti þá að líða vel.
20.10.2006 at 14:03 #563954Svo þeir sem hrjóta, þeir ættu helst að sofa úti.
20.10.2006 at 14:55 #563956Bara að banna allt nema það sem er leift???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
