Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Skaftafellsþjóðgarður
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.09.2004 at 14:14 #194607
AnonymousSkaftafellsþjóðgarður
Efasemdir um stækkun Skaftafells
Bæjarstjórinn á Höfn í Hornafirði segir að menn eystra setji nokkurn fyrirvara um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Fráfarandi umhverfisráðherra ætlar að leggja fram tillögur um stækkun þjóðgarðsins áður en hún lætur að störfum 15 september
Siv Friðleifsdóttir fráfarandi umhverfisráðherra ætlar að kynna tilögur um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs á fundi 12 september. Samkvæmt þeim verður stór hluti Austur Skatafellssýslu að þjóðgarði. Hálfur Vatnajökull verður þjóðgarður, einnig Lakagígar, Síðujökull og Tungnaárjökull, Albert Eymundsson bæjarstjóri á Höfn segir að heimamenn setji nokkurn fyrirvara um framkvæmdina.
Samkvæmt textavarpi Ruv.
Hvað hafa menn að segja um þessar fréttir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2004 at 16:25 #505418
Það er [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1109324:z1da7vc7]frétt[/url:z1da7vc7] á mogga vefnum í dag. Eftir fréttinni að dæma hefur ráðherra kosið að taka ekki tillit til umsagnar Samút um reglugerðardrögin sem komu fram í september síðastliðnum. Mín skoðun er að þetta ség mjög alvarlegt mál, ekki aðeins kýs ráðherran að ganga á svig við álit [b:z1da7vc7]allra[/b:z1da7vc7] samtaka útivistar fólks sem málið varðar, heldur stenst reglugerðin ekki lög þar sem [url=http://www.althingi.is/lagas/126b/1999044.html:z1da7vc7]náttúrverndarlögin[/url:z1da7vc7] heimila aðins takmarkanir á umferð sem byggja á verndun náttúrnnar.
-Einar
28.10.2004 at 16:53 #505420
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef að vísu ekki séð reglugerðina ennþá en skv. þessu korti sem þarna er með fréttinni var ekki farið að okkar tillögum um það hvar akstursbannslínan liggur við Öræfajökul. Okkar tillaga var að sú lína væri á 64°01 sem er rétt undir Hnjúknum en þarna liggur línan lengst uppi á Snæbreið og akstursbannið gildi frá 1. maí (í stað 1. apríl í upphaflegu tillögunum en er víst 15 apríl núna). Það er í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið tekið tillit til athugasemda Samút í þessu, þar sem á bak við það standa öll helstu útivistarsamtök landsins, hvort sem það sé göngufólk, jeppafólk, eða hvaða hátt menn hafa á sínum ferðalögum. Auk þess sem það sú hugmynd er á allan hátt skynsamegri, betra að bílar og vélsleðar séu í hvarfi undir Hnjúknum en að þeir blasi alltaf við upp á Snæbreið. Á þessu þurfum við að fá skýringar og þetta skiptir að mínu mati verulegu máli.
Að því er ég hef heyrt var tekið tillit til einhverra athugasemda okkar, meðal annars var fellt út úr upphaflegu drögunum að mönnum bæri að tilkynna til þjóðgarsvarðar í hvert skipti sem þeir kæmu inn fyrir þjóðgarsmörkin. Það er allavega af hinu góða að hafa náð því í gegn. En annars þurfum við að fá að sjá reglugerðina til að átta sig betur á þessu, hvernig þetta lítur út. Hún er hefur að því ég best fæ séð ekki enn verið sett á vefinn hjá ráðuneytinu eða umhverfisstofu.
Það má þó segja að eitt sé jákvætt í þessu, nú er eldri reglugerð um Skaftafellsþjóðgarð fallin úr gildi og þar með ákvæði sem í raun bannar akstur inn í Grímsvötn. Sú hætta að einhver fari að fylgja því eftir er því úr sögunni, þó sú hætta hafi sjálfsagt aldrei verið raunveruleg.
29.10.2004 at 18:37 #505422Ráðherra
Ég átta mig ekki á þessari endalausu trú á Samút, þó eðlilegt sé að sá félagskapur verði að mótmæla þessari rassskellingu sem illa lesinn ráðherra veitti samtökunum. Í ljósi þessarar flengingar og háðulegu útreiðar sem Samút fékk þá væri lag að Ferðaklúbburinn mótmælti þessum heimskulegu reglugerðum um nýja Þjóðgarðinn því ég held að það vegi þyngra að öll samtök útivistarfólks mótmæli einnig í sitt hvoru lagi. En að öðru þessu tengt þá verður Eyk brátt að éta hattinn sinn og húfusafn ásamt gamla nærhaldasafninu sínu því nokkuð ljóst er orðið að Þjóðgarðar eru einungis til þess fallnir að hefta för fólks um þá. Eða hvernig ætlar Eyk að rökstyðja það í dag að svo sé ekki. En enn að öðru ekki svo fjarskyldu máli, það eru slóðamálinn, en félagsmönnum má nú vera ljóst að á brattan er að sækja og Umhverfismálaráðuneytið er ákveðið í því að setja kíkinn fyrir blinda augað og ráðherrann er haldin lesblindu. Þá verðum við að vinna heimavinnuna okkar og er tími til þess að félagsmenn og nefndar og stjórnarmenn félagsins taki sig saman í andlitinu og leggi slóðanefndinni lið í söfnuninni. Einungis 30 dagar eru til stefnu þar til samningur Ferðaklúbbsins og Landmælinga rennur út og einsog staðan er í dag þá höfum við ekki haft mikið fram að færa. Ég vil í þessu sambandi hvetja alla stjórnarmenn deilda ferðaklúbbsins að sinna þessum málaflokki í samræmi við mikilvægi hans og gleyma því ekki að ferðaklúbburinn eru hagsmunasamtök jeppamanna og í ljósi nýjustu tíðinda þá er þetta mál númer 1-2-3-4.
Jón Snæland
30.10.2004 at 14:07 #505424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ofsi ég held að úr því ekki var tekið tillit til athugasemda Samút í þessu segi okkur að ekkert hefði verið hlustað á F4x4 einan og sér. Það sem gerir þetta furðulegt er að þegar allir hópar útivistar, hvaða ferðamáta sem þeir stunda, koma sér saman um ábyrgar og góðar tillögur um mál sem snertir félagsmenn þessara félaga mest, þá sér ráðuneytið samt ekki ástæðu til að taka tillit til þeirra. Ráðuneytið getur ekki skýlt sér bak við það að tillögur okkar hafi verið hunsaðar til að verja hagsmuni göngufólks, því fulltrúar göngufólks stóð að þessum tillögum með okkur. Ég hef einfaldlega ekki hugmyndaflug til að ímynda mér réttlætingu á því. Ég hef verið talsmaður þess að vinna stjórnvöld á okkar band með ábyrgum tillögum og góðum rökum, vinna að okkar hagsmunum án upphlaupa eða stórskotahríðar. Ég stóð í þeirri trú að það myndi takast þarna, en úr því það gekk ekki þarf að færa hernaðartæknina upp á næsta stig og láta í okkur heyra. Samút þarf að mótmæla þessu og mér heyrðist í gær að það sé góður grundvöllur fyrir því þar, enda er verið með þessu að nánast lýsa frati á þau ágætu samtök og það sem þau standa fyrir. Við þurfum líka að mótmæla þessu í okkar nafni og vélsleðamenn hljóta að gera það líka þar sem þetta snertir þá jafn mikið og okkur.
En í heildina litið er ég alveg sammála því sem þú ert að segja og við þurfum að spýta í lófana í þessu slóðamáli og nýta okkur þá kanala sem við höfum til að hafa þar áhrif. Þetta auðvitað vekur upp spurningar hvort öll okkar vinna verði líka hunsuð þarna en ef við gefum okkur það fyrirfram getum við alveg eins gleymt þessu. Þannig að nú er bara að fara á fullt í að setja inn slóðalýsingar og senda inn ferla.
Kv – Skúli
31.10.2004 at 09:35 #505426Nú mætti ætla, að það væri útivistarfólki í hag, hvaða kategóríu það svo sem tilheyrir, að þjóðgarðar og þjóðlendur séu sem viðlendastar. En þar rekur maður sig á girðingu, sem eru embættismenn, túlkun þeirra og útfærsla á reglum. Þá hefur oftast nær lítið að segja góður vilji ráðherra, enda koma þeir og fara og virðast sitja í sínum embættum svo hægt sé að skamma einhvern fyrir það sem miður fer. Maður óttast því að stækkandi þjóðgarðar verði fyrst og fremst notaðir til að takmarka ferðafrelsi alls almennings. Þjóðlenduskipulagið virðist líka fyrir þjösnaskap embættismanna ætla að koðna niður og verða gagnslítið. Einkaeignarrétturinn virðist færast með þessu enn frekar inn á hálendið og þegar sú þróun fer fram sem horfir, að jarðeignir á landinu komist í eigu örfárra auðmanna, þá eru horfurnar á ferðafrelsinu ekki góðar. Kannski var það líka alltaf meiningin?
31.10.2004 at 11:18 #505428Ég hef alltaf haldið því fram að það vitlausasta sem við gerum er að þjóðgarðs-væða landið.
Ég kem ekki auga á neitt í því sambandi sem kemur okkur til góða nema þá kannski fyrir "gönguvitleysingana" því allur annar ferðamáti er ekki vel séður hjá fólki sem gefur sig út fyrir að vera "umhverfissinnar" sem er að sjálfsögðu rangnefni og loðir við rangan hóp af fólki.
eins hefur margoft komið fram hjá formanni FÍ bæði í útvarpi og í blöðum að akstur og ganga geti aldrei farið saman sem útivist."Þessa eiturspúandi díseldreka ætti banna þar sem fólk fer um gangandi að njóta náttúrunnar"sagði hann eitt sinn í útvarpi, hvernig er hægt að vinna með svona viðhorfi?
þá spyr ég hvernig er hægt að vera sameiginlegan þrýsting frá mörgum félögum þegar þessi félög eru á öndverðum meiði um hvernig þessu skuli fyrirkomið?
Þess vegna finnst mér að við eigum ekki að vera að hengja okkur of mikið á aðra og önnur félög,við eigum að vera sjálfstæðir.
Og Skúli, ef að kurteisishjalið virkar ekki, sem mér sýnist að sé ekki að skila okkur neinu, þá eigum við að rísa upp á afturlappirnar og láta HEYRA í okkur af fullri hörku en ekki láta valta svona yfir okkur þegjandi og hljóðalaust.Kveðja,
Glanni.
31.10.2004 at 12:46 #505430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með þjóðlendumálin er örugglega rétt Ólsari, það fellst ákveðin hætta í því að ef einkaeignarrétturinn er svona sterkur á hálendissvæðum eins og virðist vera skv. þeim dómi sem nú er fallinn. Þetta á að vísu ekki við um bændur sem byggt hafa jarðirnar í gegnum árin, þeir virðast oftast nær hafa skilning á því að eignarréttur þeirra felur ekki í sér að þeir geti lokað landið af fyrir þeim sem vilja ferðast um náttúruna og eignaréttur þeirra getur jafnvel verið okkur hagstæður þar sem það getur gefið möguleika á samkomulagi við þá um t.d. skálabyggingar sem væri líklega mjög erfitt ef umráðarétturinn yfir landinu væri alfarið í höndum ríkisins. Það sem er hins vegar hættulegt í þessu eru kaup auðmanna af mölinni á þessum jörðum (oft talað um lögfræðinga úr bænum). Þessir menn virðast hafa tilhneigingu til að vilja loka af ?sitt land? fyrir allri umferð og telja sig geta meinað útivistarfólki að ferðast um það í krafti eignarréttar og þá jafnt óræktað land sem annað. Við höfum heyrt dæmi um slíkt t.d. af suð-austur horninu þar sem tilteknir landeigendur hafa verið að girða fyrir slóða sem menn hafa notað um áratugaskeið til að komast á skemmtilega staði þar. Þarna gagnast hins vegar náttúruverndarlögin okkur því í þeim er skýrt kveðið á um rétt almennings til að njóta landsins og að þetta sé algjörlega ólögleg.
Glanni ég held hins vegar að þú sért ekki að hafa rétt eftir forseta FÍ. Þessi orð sem þú ert með þarna eru ekki eftir honum höfð heldur sagði umsjónarmaður Spegilsins þetta eftir ótilgreindum einstaklingi í þætti þar sem m.a. var talað við forseta FÍ (á upptöku af þættinum). Rétt að hafa það rétt eftir. Forseti FÍ sagði hins vegar í þessum þætti að gangandi umferð og vélknúin fari ekki í öllum tilfellum saman og þar sem svo er eigi þessir hópar að koma sér saman um samskiptareglurnar. Ég get ekki annað en verið fullkomlega sammála honum með þetta og þetta var nákvæmlega það sem við vorum að gera í okkar athugasemdum við reglugerðina á sínum tíma, enda veit ég ekki betur en hann standi alfarið með okkur í þessu. Það eru örfáir staðir þar sem heppilegt er að aðskilja umferð og á ákveðnu tímabili gildir það á Öræfajökli. Með því að við mótum reglurnar með göngufólki getur komið út úr því mjög viðunandi fyrirkomulag fyrir alla aðila en þegar embættismenn gera það út frá sínu þekkingarleysi á málinu kemur út fyrirkomulag sem allir verða ósáttir við.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.