FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sjúkrakassi

by Helena Sigurbergsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Sjúkrakassi

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson Benedikt Sigurgeirsson 21 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.04.2004 at 13:30 #194255
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member

    Í gær þurfti ég að nota klemmuplástur. og viti menn í öllum 3 sjúkrakössum heimilisins var enginn klemmuplástur.
    ég var mjög feginn að vera ekki uppá fjöllum og grípa í tómt. Fór í morgunn í Lyf og heilsu, allt yfirfarið og endurnýjað. Fín þjónusta. og allt klárt.
    Eruð þið búin að fara með ykkar kassa og veifa félagsskíteininu?
    Kveðja Lella

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 24.04.2004 at 09:59 #499967
    Profile photo of Hannes Jón Lárusson
    Hannes Jón Lárusson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 173

    Varðandi spelkur,

    þá eru svokallaðar SAM spelkur alveg frábærar en því miður veit ég hvorki hvar þær fást né hvað þær kosta.
    Þær eru búnar til úr álrenningi eitthvað á bilinu 50 – 80 cm og um 10 – 15 cm breiðar. Renningurinn er umvafinn svampi og það er hægt að móta þetta í hvað sem er, hvort sem verið er að styðja við handleggsbrot, fótbrot eða beygja þær sem hálskraga. Þetta er fislétt og kemst vel fyrir í bakpoka þegar farið er í göngur.

    Ég ætla að grafast fyrir um það hvar þetta er til, læt fólkið vita.

    kv. HannesJón





    24.04.2004 at 10:06 #499971
    Profile photo of Hannes Jón Lárusson
    Hannes Jón Lárusson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 173

    Þetta er til í Lyfju Lágmúla og kostar rúmlega 2200.

    Donna ehf flytur þetta inn.

    meira um þetta er á [url=http://www.samsplint.com:3j1w4q4l]www.samsplint.com[/url:3j1w4q4l]

    kv. HannesJón





    24.04.2004 at 14:19 #499975
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ágætu félagar!
    Manni dettur nú í hug í sambandi við að það stendur til, ekki satt, að senda út nýja og endurskoðaða félagaskrá?
    Verður gátlistinn góði prentaður í hana? Mætti ekki hafa líka leiðbeinandi lista um innihald sjúkrakassa, sem myndi slá í takt við þær kröfur, sem gerðar eru við skoðun? Þegar bátar eru skoðaðir, þarf maður að framvísa vottorði frá apóteki, þar sem vottað er að innihald sjúkrakassans sé skv. fyrirfram ákveðnum lista frá Siglingastofnun. Væntanlega hefur Skráningarstofa ökutækja útbúið sambærilegan lista fyrir skoðunarstöðvarnar. – Hvað sem því líður, gæti þetta ekki verið til skoðunar fyrir félagið sem slíkt? Svo er samningur við Lyf og Heilsu ekki satt? Málið í góðum gír!





    24.04.2004 at 16:24 #499981
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hér er listi sem hægt er að byggja á og hægt er að komast ansi langt með. Sambærilegur listi er notaður í sjúkrabúnað hjá einhverjum björgunarsveitum.

    Hanskar
    Blástursmaski
    Flísatöng
    Skrifblokk
    Blýant
    Heftiplástur
    Skyndiplástur
    Savett
    Parasetamól
    Þríhyrna
    Grisjur 10*10
    Burnfree brunagrisja
    Sárabindi
    Sárabögglar 1-2stk
    Skæri
    Teygjubindi
    Öryggisnælur
    Álteppi
    Plastpokar
    Samspelka
    Ducktape (strigalímband)

    Í þessum lista er ekki skurðaplástur enda þurfa menn að passa sig vel við notkun á honum þar sem sár þurfa að vera MJÖG hrein áður en þeim er lokað með honum.





    26.04.2004 at 15:23 #499985
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    SAM spelkur fást í Lyf og heilsu og kosta 2570 og svo fáum við 10% afslátt þennan mánuð. Þessar spelkur eru margnota. Þannig að það er hægt að nota hana aftur og aftur. Kannski ekki svo mikil fjárfesting miðað við það.
    Allavega ætla ég að bæta þessu í kassan hjá mér.





    26.04.2004 at 15:49 #499989
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Var einmitt að fara að taka upp tólið til að kanna hvað þessar spelkur kostuðu.
    Er ekki bara málið að vera með þessar spelkur í bílnum þar sem þær virðast koma vel út.

    Ég fæ mér þær allavega næst þegar ég á leið í apótek og læt uppfæra sjúkrapúðann í leiðinni.

    Þessar spelkur eru ábyggilega betri kostur heldur en að vera ekki með neinar spelkur eða hálskraga,
    Er ekki einnig best ef stjórn f4x4 fengi björgunasveita aðila til að kenna okkur hinum hvernig á að brúka þær svo við sem ferðumst á okkar jeppum viti hvernig á bera sig að ef við komum að slysi eða verðum vitni af slysi inná hálendi eða á jöklum.

    kv,Jóhannes





    26.04.2004 at 16:10 #499993
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Næsta fimmtudagskvöld býður Landhelgisgæslan okkur í heimsókn, þar verður farið yfir aðkomu að slysum utan alfaraleiða og móttöku þyrlu á slysstað. Veit svosem ekki hversu nákvæmt þetta verður hjá þeim en allavega bara mæta.





    26.04.2004 at 16:23 #499997
    Profile photo of Otti Rafn Sigmarsson
    Otti Rafn Sigmarsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 131

    Sælir félagar,
    Ef það er nægur áhugi fyrir svona kynningu er lítið mál að útbúa einhverja kvöldkynningu eða eitthvað um notkun á svona búnaði. Endilega hafið það í huga og gerið það þá í samráði við Slysavarnarfélagið.
    En í sjúkrakassanum mínum er eftirfarandi:

    SAM Spelka
    Blóðþrýstingsmælir
    Fataskæri
    Skæri
    Flísatöng
    Æðaklemma
    Vasaljós
    Kælipokar
    Burn Free Pad
    Augnskol
    Alcahol Preps
    Panódíl
    Ibufen (400mg)
    Heftiplástrar
    Plástrar
    Klemmusplástrar
    Tape
    og margt margt fleira.

    Kanski ekki nauðsynlegt að hafa svona mikið en það er aldrei að vita og ekki skemmir fyrir að kunna að nota þetta. Ég hef oftar en einu sinni verið á fjöllum eða einhversstaðar fjarri byggð og þurft að nota plástur, flísatöng og kælipoka sem dæmi.

    Kveðja
    Otti





    26.04.2004 at 16:36 #500001
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Ég er búin að vera að tala við flesta þessa aðila.
    Mundi eftir námskeiði sem var haldið fyrir nokkrum árum um aðkomu að slysi utan alfaraleiða og móttöku þyrlu á slysstað. Maðurinn sem sá um þessi námskeið er hættur hjá Rauða krossinum og þeir vísuðu á Landhelgisgæsluna. Það eina sem ég fékk upp að í boði væru eru skyndihjálparnámskeiðin hjá Rauða krossinum, sem eru fín en ég hefði viljað fá sérhæfðara námskeið. því að er stór munur á hvort um er að ræða slys í byggð eða á hálendinu.
    Man ekki betur en Landsbjörg hafi vísað á Rauða krossinn.
    Ég mæti á svona námskeið, láttu bara vita stund og stað.





    26.04.2004 at 16:53 #500005
    Profile photo of Lilja Magnúsdóttir
    Lilja Magnúsdóttir
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 10

    Slysavarnafélagið Landsbjörg býður upp á námskeið í fyrstu hjálp, bæði fyrir almenning og sérhæfð námskeið sem eru fyrst og fremst miðuð við fyrstu hjálp í óbyggðum. Oddur Kristinsson skólastjóri Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar gefur allar upplýsingar um þessi námskeið og mér er mjög til efs að nokkur starfsmaður SL vísi á Rauða krossinn með námskeið þar sem SL er að halda þessi námskeið fyrir almenning jafnt sem björgunarsveitarmenn.
    Hafðu samband við Odd og hann er örugglega til í að reyna að koma á námskeiði fyrir 4×4.
    Kveðja Lilja.





    26.04.2004 at 17:17 #500009
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Ég hef einnig áhuga fyrir svona námskeiði,er ekki hægt að fara á helgarnámskeið

    JÞJ





    26.04.2004 at 20:00 #500013
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Hanskar

    Blástursmaski (mjög algengt að viðkomandi æli af völdum slyss þá er gott að hafa svona apparat)

    Blað og penna (Alltaf að skrifa niður með reglulegu (stuttu) millibili púls og öndun og fylgjast vel með)

    Savett

    Sárabindi 2-4 rúllur.

    Sárabögglar 4-8 stk.

    Teygjubindi 1-2 rúllur (muna að slaka á reglulega ef bólga myndast og fylgjast vel með)

    Samspelka 2 stk (1 litla fyrir handlegg og 1 stóra fyrir fótlegg)

    Klemmuplástrar

    Grisjur 10×10 3-6 stk

    Magnyl (Ef einhver fær verk fyrir brjóst og tala nú ekki um ef hann leiðir upp í háls og vinstri handlegg þá að gefa viðkomandi strax magnyl)

    Hálskragi

    Svo má náttúrlega bæta við hinu og þessu til viðbótar.

    Kv.
    Benni





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.