This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.04.2004 at 13:30 #194255
Í gær þurfti ég að nota klemmuplástur. og viti menn í öllum 3 sjúkrakössum heimilisins var enginn klemmuplástur.
ég var mjög feginn að vera ekki uppá fjöllum og grípa í tómt. Fór í morgunn í Lyf og heilsu, allt yfirfarið og endurnýjað. Fín þjónusta. og allt klárt.
Eruð þið búin að fara með ykkar kassa og veifa félagsskíteininu?
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.04.2004 at 14:03 #499891
Lella mín…
Hvað í ósköpunum var bóndinn að gera svo það þurfti klemmuplástur til að lappa upp á hann??
Hefði ekki nægt að nota svart teip frá Wurth,
Annars hefur mér sýnst að spennutreyja sé eitthvað sem ætti að vera staðalbúnaður í ykkar sjúkrakassa:)
kv.Lúther
23.04.2004 at 14:05 #499895Ég lennti í því um daginn að einn í hópnum lennti í slysi.
Þá opnaði ég ,,[i:1vrjijya]sjúkrakassann[/i:1vrjijya]´´ sem er löglegur með helling dóti í. En svona fyrir bílslys var hann alls ekki nægjanlegur.
Finnst ykkur þessar sjúkrakassar/púðar sem við erum látnir ver með í bílunum vera nægjanlega stórir?
Kveðja Fastur
ps. Já ég veit ég get fengið mér nýjann kassa og já ég mun gera það.
23.04.2004 at 15:02 #499899Í mínum kassa er það helsta sem maður gæti þurft að nota. Það er sennilega endalaust hægt að bæta við. En svo þarf líka að vita hvað á að gera við innihaldið.
Og Lúther, ef maður ekki kemst á fjöll í svona grenjandi blíðu eins og var í gær. þá er lítið annað að gera en fara út í garð og leika sér t.d. við að spila upp tré
en annars þurfti ekki að klemma saman bóndann heldur barnið.
23.04.2004 at 15:07 #499904að sjálfsögðu eru spennitreyjur í okkar sjúkrakassa. Aðallega hugsaðar til að nota á ferðafélaga ef þeir eru með eitthvað múður, eða festandi sig hægri-vinstri.
Ég er að láta búa til fyrir mig spennitreyju fyrir Patrol.
23.04.2004 at 15:40 #499908Mig langar til að taka undir með honum Birki, að margt af þessu sjúkrakassadóti, sem verið er að selja manni. Reyndar hef ég í áratugi verið með sjúkrakassa, sem ég ákvað sjálfur hvað ætti að vera í og hann hefur reynst vel. Byggði það náttúrulega á nokkurra áratuga reynslu af björgunarsveitarstörfum. Prinsipin voru eiginlega tvö. Í fyrsta lagi að geta stöðvað blóðrás í stórslysi. Í öðru lagi að geta gert að "venjulegum" meiðslum þ.e. smá skurfum og því um líku. Þegar AIDS kom til sögunnar, fór ég líka að hafa grímu, sem notuð er ef blása þarf í fólk og einnota hanska, til að forðast hugsanlegt smit af blóði.
23.04.2004 at 15:44 #499913Þessi stöðluðu kassar eru ágætir svo langt sem þeir ná, sem er bara því miður ekkert voða langt, eða réttara sagt, duga ekkert voða lengi ef þú lendir í einhverju.
Þeir eru fullir af allskonar dóti, dóti sem fæst okkar vita til hvers er og rugla okkur bara. Þegar maður þarf svo að gera að einhverjum sárum þá er alltof lítið af sáraumbúðum í þeim.
Heyrði einu sinni alveg snilldar lýsingu á því sem nauðsinlega þarf að vera í sjúkrakassa. Það eru bara þrír hlutir, grisjur (svona "brunasáragrisjur", grisjur sem festast ekki í sárinu), tegjubindi og heftiplástur, og af þessu skal vera NÓG… Annað er gott að hafa, en er ekki "nauðsinlegt". Með þessum þremur hlutum er hægt er tjasla saman flestu sem á annað borð hægt að tjasla saman. Þessi lýsing kemur frá (að ég held) gauk sem keypti í skyndihjálp fyrir Rauða Krossinn.
Ég ætla svo sem ekki að mæla með því að menn hendi plástrunum, sáraböglinum, parkódíninu og fatlanum úr kassanum, en mæli þó með að menn bæti svolítið við af þessu þrennu í staðlaða kassann sinn, og þá sérstaklega af grisjum (þær eru fjótar að fara, mjög fljótar).
Þá er nóg að hafa bara eina stærð af grisjum (10×10 cm). Það er hægt að klippa þær niður ef þarf, sem og að láta fleiri en eina á stórt sár.Þá er strigateyp alveg snilld að hafa með sér. Það er nefnilega hægt að nota bæði á bílinn og í staðin fyrir teygjubindi í ýmsum aðstæðum.
Kveðja
Rúnar (með hálfan kassann sinn fullan af grisjum).
23.04.2004 at 15:52 #499916Eru skoðunarmenn alltaf með kröfu um yfirfarið slökkvitæki og sjúkrakassa árlega í breyttum bílum með tilheyrandi kostnaði, eða lenti ég á óvenju samviskusömum mönnum undanfarin ár.
23.04.2004 at 16:23 #499921Ég lenti einmitt í þessu í fyrra að það var sett út á skoðunina á slökkvitækinu – sem hafði þó farið athugasemdalaust í gegn þau 3 ár sem ég hafði átt bílinn þar áður!? Verð að viðurkennað að ég hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti að láta yfirfara tækið árlega.
Skoðunarmaðurinn vildi hins vegar bara sjá að sjúkrakassinn væri þarna, en hafði engann áhuga á að opna hann og vita hvað væri í honum, né hvort hann væri yfirfarinn !?!?
23.04.2004 at 16:29 #499925Ég held að þó að þetta kosti aðeins sé þetta eitthvað sem verður að vera í lagi ef á þarf að halda. Bara drífa sig í Lyf og heilsu í þessum mánuði og fá 10% afslátt, munar um allt. og þar sem þetta er skylda í breyttum jeppa, ættu skoðunnarmenn að ath innihald kassans, tómur kassi ætti ekki að duga til að fá skoðun.
23.04.2004 at 17:29 #499929Það er nú líka eitt sem mætti athuga með að hafa í jeppum,
og kemur sú hugsun útfrá slysinu sem varð við vatnsfells virkjun,það er að hvort að það ætti ekki að vera hálskragi eða spelkur til að halda við höfuð ef að veltur eiga sér stað.Nú eða tilvik eins og kjartan formaður lenti í,en sem betur fer urðu engin slys í því tilviki….kv,Jóhannes
23.04.2004 at 21:28 #499932Er engin regla með hvernig kassarnir eru útbúnir, þ.e.a.s hvað er í þeim annað en þeir heiti sjúkrakassar og séu yfirfarnir af einhverju apoteki til að bílar fái skoðun ?.
Kv. Gunnar
23.04.2004 at 21:39 #499935Sælir!
Þegar ég var að spekúlera í að kaupa sjúkrapúða í bílinn minn fór ég á bensínstöð og fékk að skoða einn. Mér þótti hann frekar lítilfjörlegur svo að ég spurði hvort hann væri fullnægjandi fyrir breyttan bíl, en bensíntittir vissu svosem ekkert hvað þyrfti að vera í honum svo að við höfðum samband við Frumherja og þeir sendu fax af reglugerðinni um hæl. Í ljós kom að púðarnir voru langt frá því að fullnægja skilyrðum hennar svo að ég fór með faxið í næsta apótek og þar settu stúlkurnar saman kassa handa mér sem kostaði, til þess að gera, sáralítið meira en púðinn á bensínstöðinni. Og upplýsingarnar eru semsé allar til, það er bara að fara á réttan stað!
Kveðja Þ
23.04.2004 at 21:53 #499938Sælir allir.
Mér datt í hug að svipast eftir þessum kröfum sem Frumherji setur fram um sjúkrakassa í breittum jeppum, og sló inn "sjúkrakassi" á finna.is. Ég bara má til með að setja hér smá brot af einu svarinu sem ég fékk.
[b:1isf7uq2]Hvat er ein sjúkrakassi ?[/b:1isf7uq2]
Ein sjúkrakassi er at skilja sum ein felagsskapur, har limirnir hava tikið seg saman, við ávísari upphædd, at tryggja hvørjum øðrum hjálp við sjúku ella barnburð. Hesin felagsskapur bindur seg somuleiðis av nevna seg sjúkrakassa (sygekasse) og at brúka hetta orð í samband við alt virksemi tess.
Limirnir velja eina umboðsnevnd, sum skal sita fyri 4 ár í senn. Umboðsráðið velur síðani eina starvsnevnd og ein formann.
[b:1isf7uq2]Limaskapur[/b:1isf7uq2]
Einhvør, ið er búsettur í Føroyum ella mynstraður við føroyskum skipið, skal, tá ið hann er fyltur 18 ár, ella tá ið hann verður skrásettur í øki sjúkrakassans, vera limur í sjúkrakassanum. Áðrenn ein er fyltur 18 ár, kann ein søkja um upptøku sum limur í sjúkrakassanum.
Við innliman í sjúkrakassanum, kann fráboðast, um ein vil tryggjast sum A-limur ella B-limur. A-limir, hava rætt til ókeypis læknahjálp, ískoyti til tannviðgerð og fysiurgiska viðgerð v.m. eftir nærri ásettum reglum. B-limir, kunnu frítt velja lækna/serlækna og hava rætt til ískoyti frá sjúkrakassanum til lutvísan fulnað av útreiðslum til læknahjálp v.m. eftir nærri ásettum reglum.
kv. Emil.
P.s. Veit einhver hvort hægt er að finna þessar reglur á netinu?
23.04.2004 at 22:04 #499941[url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/0/5690ea9f117f81b000256d1d004903cf?OpenDocument:2y6f8uoh]Hér[/url:2y6f8uoh] stendur:
"24.04 Sjúkrakassi.
(1) Innihald áskilins sjúkrakassa skal vera skv. fyrirmælum landlæknis. "En hjá landlækni er bara [url=http://www.landlaeknir.is/default.asp?pageid=71:2y6f8uoh]þetta[/url:2y6f8uoh].
-haffi
23.04.2004 at 23:15 #499945Lyf og heilsa er með innihaldslýsingu á hvað sjúkrakassi í breyttum jeppa skal innihalda, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Listinn er í síðasta Setri. Svo eru þær með hann í verslunum. Fór líka með púðan úr fólksbílnum og er allt önnur samsetning í honum.
þetta með hálskragann er góður punktur, en eru þeir ekki fyrirferðar miklir? Maður getur ekki haft allt með sér, á slysó eru þeir með litlar spelkur, sem skelltar eru á fyrir myndatöku, spurning hvort maður geti fengið svoleiðis eða hvort það á bara að smíða á staðnum ef á þarf að halda. Og Emil á hverju ert þú eiginlega? það skilst varla hjá þér eitt einasta orð
24.04.2004 at 00:24 #499948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef farið á nokkur námskeið í hjálp í viðlögum og á einu þeirra var kennari sem hafði skipulagt þessi sjúkrakassamál fyrir ýmis stórfyrirtæki,m.a.Ísal.
Hann kom með púnkt sem mér fannst meika sens.Að of stórir og flottir sjúkrakassar væru ekki alltaf það besta heldur vel uppsettir t.d. eins og hefur fylgt VOLVO atvinnubílum til margra ára þar sem sár eru flokkuð niður í 3 stig, lítið,meðal og stórt + blástursgríma fyrir munn við munn.
vegna þess að menn panikera oft ef úrvalið er of mikið og vita ekki hvað skal nota.
24.04.2004 at 00:44 #499951Ég er ekki klár á því hvort þessar spelkur séu saman- brjótanalegar,en það fer lítið fyrir hálskraga.
Það er spurning hvort það séu ekki einhverjir sem eru fróðari um þessi mál sem geta svarað þessari spurningu frá þér paji.
Ég held allavega að það væri ekki vitlaus hugmynd að kanna hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því hvort að félagar í klúbbnum geti keypt svona spelkur af einhverju fyrirtæki á góðum afslætti,og jafnvel að allar deildir innan klúbbsins gætu fengið kennslu við að nota svona ef einhver óhöpp verða langt frá mannabyggð td á jöklum.
kv,Jóhannes
24.04.2004 at 00:49 #499955Líst vel á það JÞJ. Þú gengu bara í það að kanna það er það ekki?
24.04.2004 at 01:18 #499959Ég get athugað með það,en betra væri ef ég vissi hvert ég ætti að leita,það væri ekki verra ef einhver innan klúbbsins gæti vísað á hverjir eru með þennan búnað.
En fer í þetta eftir helgi.kv Jóhannes
24.04.2004 at 08:16 #499963Er Emil Borg fluttur til Færeyja eða hvað ?? eða var hann undir sterkum áhrifum frá Eivör Pálsdóttur, þegar hann komst á netið.
Jón Snæland.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.