This topic contains 7 replies, has 3 voices, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 10 years ago.
-
Topic
-
Ég komst að því að sjúkrakassann vantaði í jeppann hjá mér, svo ég fór að athuga hverjar væru láhmarkskröfur fyrir þá.
Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að Landlæknir eigi að gefa út lista og ég fann hann eftir smá leit.
Upplýsingar um innihald sjúkrakassa
Í hópbifreiðir, breyttar bifreiðir og skólabifreiðir
Innihald sjúkrakassa skal vera að fyrirmælum landlæknis.
Samkvæmt þeim fyrirmælum skal innihald sjúkrakassa vera sem hér segir:
verkjatöflur
heftiplástur
grisjuplástur
sárabindi
sáraböggull
silicongrisjur (fyrir skafsár) eða sambærilegar grisjur
saltvatn til sárahreinsunar (einnota) eða sambærilegt
teygjubindi
skæriInnihald sjúkrakassa skal vera í kassa eða púða sem hægt er að loka með traustum hætti.
Sjúkrakassinn skal vera merktur skráningarnúmeri bifreiðarinnar.
Innihald sjúkrakassans og merking skráningarmerkis gildir fyrir allar hópbifreiðir óháð skráningardegi þeirra.Fyrir breyttar bifreiðir gilda kröfur þessar frá og með 1.janúar 1993. Bifreiðir
sem samþykktar voru fyrir þann tíma með sjúkrakassa sem ekki uppfylla þessar
kröfur, þurfa ekki að endurnýja hann.
You must be logged in to reply to this topic.