FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sjúkrakassar

by Jón G. Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Sjúkrakassar

This topic contains 7 replies, has 3 voices, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 10 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.01.2015 at 08:14 #776111
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant

    Ég komst að því að sjúkrakassann vantaði í jeppann hjá mér, svo ég fór að athuga hverjar væru láhmarkskröfur fyrir þá.

    Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að Landlæknir eigi að gefa út lista og ég fann hann eftir smá leit.

    Upplýsingar um innihald sjúkrakassa

    Í hópbifreiðir, breyttar bifreiðir og skólabifreiðir
    Innihald sjúkrakassa skal vera að fyrirmælum landlæknis.
    Samkvæmt þeim fyrirmælum skal innihald sjúkrakassa vera sem hér segir:
    verkjatöflur
    heftiplástur
    grisjuplástur
    sárabindi
    sáraböggull
    silicongrisjur (fyrir skafsár) eða sambærilegar grisjur
    saltvatn til sárahreinsunar (einnota) eða sambærilegt
    teygjubindi
    skæri

    Innihald sjúkrakassa skal vera í kassa eða púða sem hægt er að loka með traustum hætti.
    Sjúkrakassinn skal vera merktur skráningarnúmeri bifreiðarinnar.
    Innihald sjúkrakassans og merking skráningarmerkis gildir fyrir allar hópbifreiðir óháð skráningardegi þeirra.

    Fyrir breyttar bifreiðir gilda kröfur þessar frá og með 1.janúar 1993. Bifreiðir
    sem samþykktar voru fyrir þann tíma með sjúkrakassa sem ekki uppfylla þessar
    kröfur, þurfa ekki að endurnýja hann.

    Viðhengi:
    1. SGSUS313.pdf
  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 15.01.2015 at 17:17 #776115
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Ég skrapp í rúmfatalagerinn og keypti skæri og passlega stóran kassa. Svo fór ég í apótekið í Spönginni og fékk allt sem vantaði uppá. (Góð þjónusta þar). Þessi litli kassi er þá löglegur og verður alltaf í bílnum, en í ferðum verður sá stóri með líka.

    Viðhengi:
    1. DSC_2094a
    2. DSC_2096a




    16.01.2015 at 01:56 #776127
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Ég er ekki með löglegan kassa en er þó með lágmarks útbúnað í báðum bílunum. Held að eina sem mig vanti sé verkjatöflur. Sem ég er stundum með samt.

    Tel það skipta meiru máli að menn séu með eitthvað í bílnum frekar en þeir séu að uppfylla þessar kröfur. Auðvitað væri best að allir væru með svona kassa en byruninn væri að allir væru með eitthvað sama hvernig bíl þeir væru á. Baby steps í þessu máli.

    En ef einhver veit um stað sem hægt er að kaupa alvöru kassa eins og Jón G. er að tala um endilega deilið því með okkur.





    16.01.2015 at 08:25 #776130
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Það var þó nokkur umræða um sjúkrakassa fyrir löngu hér á vefnum;

    Sjúkrakassi

    En það eru nokkrir aðilar sem selja sjúkrakassa, t.d. flest apótek, en það er oft ódýrara að kaupa góðan kassa og raða í hann.

    Söluaðilar sem dæmi;

    Öryggismiðstöðin, AJ vörulistinn, Sölutraust, Dynjandi, Landsbjörg.

    Sjálfur er ég að plægja í gegnum Ebay og Amazon, enda kominn tími á að endurnýja stóra kassann. Þá er líka ætlunin að hafa álspelku og e.t.v. hálskraga líka.





    17.01.2015 at 00:27 #776133
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Jón það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar :)

    Eitt er mjög mikilvægt að hafa í bílnum það eru einnota hanskar.

    Svo mætti alveg niðurgreiða stuðtækin svo að almenningur gæti eignast þau. Tel að klúbburinn ætti að eiga einhver til að taka með í ferðir þessi tæki eru svo einföld í notkun og bráð nauðsynleg.





    17.01.2015 at 11:14 #776134
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Þetta er frábær hugmynd Trausti, ég held ég noti tækifærið og komi þessari hugmynd um stuðtæki til stjórnar.

    (Einnota hanskar eru auðvitað í stóra kassanum hjá mér).





    18.01.2015 at 02:16 #776138
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Jón nú vantar like takkan sem er á fésinu. En ég sendi strax póst á Sveinbjörn og ég fékk þessa hugmynd með stuðtækin með þessum link http://www.fastus.is/Vorur/VoruListi/?categoryid=1bf130c4-47c8-45a1-b2be-95693cb9b450

    Bara til að benda á dæmi um svona vörur.

    Ef við hefðum lent í því í dag að einhver hefði farið í hjartastopp upp á Skjaldbreið þá hefði svona tæki getað skilið á milli lífs og dauða. Ég hef nokkrum sinnum fengið þjálfun í svona tæki þar sem ég er sjómaður og veit hvernig þau virka þess vegna er ég svona harður stuðningsmaður á því að klúbburinn eignist svona.

    En endilega láttu þína rödd líka heyrast í þessu. Vona að það komi aldrei upp það tilfelli að við þurfum að nota svona tæki en öryggið að hafa svona með er ómetanlegt.

    Kostnaðurinn er við þetta er ekki það mikill að svari ekki „kostnaði“

     





    20.01.2015 at 21:06 #776206
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Í sjálfu sér er þetta ekki svo mikið sem krafa er gerð um að sé í sjúkrakassanum, en ég hef reyndar alltaf sett aðeins spurningamerki vð að vera með lyf (verkjatöflur) að staðaldri í bílnum.  Hef þær hins vegar alltaf með í ferðum.
    Annað sem ég er alltaf með í bílnum og er það sem ég hef oftast þurft að grípa til og það eru grisjur með brunageli (Burn-Free).  Mín reynsla er að þetta virki gríðarlega vel og skiptir miklu við slæmum brunasárum.

    Vildi bara benda á þetta, því eins og ég segi hefur þetta komið oftar en einu sinni í góðar þarfir hjá mér.  Og svo það sé á hreinu þá er ég ekki að selja þetta og ekki frændi minn heldur.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.