Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Sjónvarpsfjarstýrningin ónýt….
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Örvar Hansson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2007 at 23:39 #199350
Já, ég vissi ekki að ég ætti eftir að tala um gömul sjónvörp hér, enda er það örugglega með öllu óviðeigandi..
En málið er það að ég er með gamalt sjónvarp sem farstýringin er týnd af. Ég þarf að stilla inn stöðvar í það og ég fæ hvergi farstýringu. Veit einhver hvar maður fær farstýringu (búinn að leita hjá öllum sem ættu að eiga þetta), eða er einhver til í að lána mér svona græju í 1 – 2 tíma svo við getum stilt inn og horft á fréttirnar
Sjónvarpið sem um ræði er Hitatchi CP2546TAN og er 28″, svart á litinn…
Afsakið svo þennan undarlega þráð :-S
Kv. Atli E. sem sér ekki fréttir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2007 at 23:43 #575056
Ég lenti í því í fyrra að týna fjarstýringunni, hvernig sem það er nú í ósköpunum hægt, hef þó konuna sterklega grunaða. Ég leisti málið þannig aðég fékk hinar og þessar fjarstýringar lánaðar af gömlum sjónvörpum og fann einar 3 sem virkuðu, við lítinn fögnuð konunnar.
Þess má til gamans geta að fjarstýringinn fannst aldrei og er ég þó búinn að flytja. Ég er enn.á að klóra mér yfir þessum missi.
Enn prufaðu þetta. Annars var ekkert að frétta í fréttunum í kvöld.
LG
11.01.2007 at 23:48 #575058Atli minn við setjum bara inn fréttirnar fyrir þig hérna í þráðinn. Það nýjast í fréttum er annars að það gengur á með smá éljum hérna í Kirkjustéttinni en það er nánast hætt að skafa. Og Lúter er ekki enn búinn að ná í Fordinn á fjöllum enda kannski ekki mikið að sækja enda vantar í hann 10 A öryggi. Kv fréttaritarinn
12.01.2007 at 00:01 #575060svo eru sumstaðar til svona fjarstyringar sem ganga á 100 tæki. Prufaðu Elko með það eða Öreind í auðbrekku
12.01.2007 at 00:11 #575062það er hægt að fá fjarstýringu sem gengur að öllum tækjum hún er bara forituð í gegn um netið kostar að vísu um 7000 kr að mig minnir
kveðja Hilmar
12.01.2007 at 00:14 #575064Gallinn við þessar "forritanlegu" er að maður þarf oftast að hafa gömlu fjarstýringuna til að "kenna" þeirri gömlu. Gæti verið að [url=http://www.bt.is/BT/Raftaeki/vara.aspx?SKU=966184-0914&yFlkR=Tölvubúnaður&flId=Venjuleg]Logitech Harmony[/url] kunni á þetta sjónvarp, þeir eru með þetta á vefsíðu þar sem þú getur sótt stillingarnar og sett inn á fjarstýringuna í gegnum USB. (viðbót: Þetta er sennilega græjan sem Hilmar var að nefna rétt í þessu…)
Í fréttum er það annars helst að það er að bæta aðeins í vind í vesturbænum.
12.01.2007 at 00:16 #575066þá gætiru líka prófað að skoða [url=http://www.newremotes.co.uk/order.asp?rid=13258:3mgm5p8q]Hitachi Replacement Remote[/url:3mgm5p8q]. 16 pund fyrir að geta horft á fréttirnar 😉 þú færð ekki betra tilboð en þetta.
12.01.2007 at 00:18 #575068Takk fyrir það, þetta væri bara vel þegið að fréttalýsingu hér á spjallinu. Það er svo spurning með konuna, hún hefur voða gaman af bráðvaktinni, hvort hægt væri að fá henni reddað líka
En svona annars, þá er ég búinn að reyna að kaupa svona töfra-farstýringu sem átti að virka, en ég get lítið annað en hækkað á ruglinu og suðinu með henni. Samt átti hún að vera "meiriháttar frábær" eins og sölumaðurinn hjá SM sagði.
kv.
12.01.2007 at 00:21 #575070en ég misti af miðnættis fréttunum, var að horfa á einhverja Rambó mynd. En allt er þó tíðindarlaust í Grafarholtinu. Þó sýndist mér að Rúnar væri búinn að slökkva ljósin. Þannig að hann kemur ekki með neinar nýjar fréttir.
12.01.2007 at 00:28 #575072[url=http://www.erheadquarters.com/episodes.htm:1qyeyzv0]Allt sem þú vildir vita um ER en þorðir ekki að spyrja[/url:1qyeyzv0].
Hver þarf fjarstýringu 😉 bara stöðutákn og ekkert annað!
12.01.2007 at 02:04 #575074Ég ætlaði að sega frá því áðan enn Ofsi er búinn að koma því þannig fyrir að maður getur ekki breytt eða bætt inní þræðina sína.
Enn aðal sportið hjá manni þegar maður var með svona fjarstýringu sem gekk á mörg sjónvörp að labba út á svalir, halla sér makindalega á grindverkið með fjarstýringuna undir handakrikanum og hækka vel í sjónvarpinu í íbúðinni við hliðina, skipta um rás og sá þá nágrannin oft bara snjókomu á volume 12.
Já það var stundum gaman þegar maður bjó í blokk.
LG
12.01.2007 at 08:52 #575076Sæll Atli
Lausnin á vandamálinu er eftirfarandi.
1) Hentu þessum fjarstýringarlausa garmi.
2) Farðu inn á http://www.barnaland.is
3) Finndu eftirfarandi þráð undir auglýsingar-annaðBella B | 11. janúar ’07, kl: 18:15:56 | Alls sótt: 117
3 sjónvörp til sölu og heimabíó
2 united sjónvörp til sölu. 28 tommu og 1 14 tommu, rosa fínt í barnaherbergið 2000 kall
Annað er 2ja ára, selst á 10 þús, hitt 3ja ára (það er dýrara) selst á 15 þús.
Einnig með heimabíó JDV, hátalarastandar fylgja með. eitthvað smá bilaður dvd spilarinn, held að það þurfi bara að hreinsa hann. selst á 7000 kall.
Kostakjör, endilega sendið mér skiló :):)
Fyrstur kemur fyrstur fær4) Vertu hamingjusamur með sjónvarp í hverju horni stofunnar. Hvað gæti þetta verið auðveldara.
Kv
Peve, sem ekki gæti án fjarstýringarinnar verið.
12.01.2007 at 09:26 #575078í Rúmfatalagernum sá ég svona júníversal stýringu á 500 kall – ekki stór fórn…..
S.
12.01.2007 at 09:34 #575080Ég hef því miður ekki lausn á þínu vandamáli en þessi þráður sem þú startaðir er með þeim skemmtilegri sem ég hef lesið lengi. En að vísu á ég gamlann Sony og ef fjarstýringin týnist af því þá næ ég mér í fjarstýringu sem fylgdi gamalli Apple tölvu sem ég á og hún virkar en ég hef samt aldrei lent í því að konan hendi fjarstýringunni eins og Lúddi lenti greinilega í. Þessar elskur þó þær séu duglegar að taka til, þá vita þær sjaldan hvar þær setja hlutina. Eru ekki takkar á helv… tækinu til að fikta í? Annars er Hitachi með betri sjónvörpum sem til eru.
kv,
HG
12.01.2007 at 10:08 #575082Þar sem þú ert algjörlega einangraður frá fréttum umheimsins þá er rétt að segja þér frá nýjustu fréttum sem voru lesnar núna í tíu fréttunum:
10 sjúní múslimar voru drepnir í Írak og einhver kippa af talibönum til að hefna hins.(þarf þetta fólk aldrei að mæta í vinnuna)
Áfram svona strákar!!!
Kv.
15.01.2007 at 23:16 #575084Ég hef svolitlar áhyggjur af honum Atla – er hann farinn að sjá fréttir aftur ?
Mér finnst voðalegt til þess að vita ef hann er einangraður þarna úti í sveit og fær engar fréttir…
BM
16.01.2007 at 01:16 #575086Ég vona að hann sjái allavega Golden Globe sem eru í sjónvarpinu núna því ég tel Atla ekki vilja missa af svo stórum atburði.
Allavega er það að gerast í Golden Globe að einhver maður var að segja brandara sem var sniðugur. Ef áhugi er til staðar skal ég koma með úrdrátt á morgun.
16.01.2007 at 08:16 #575088Færð þér vídéó eða digital island lykil scart tengir sjónvarpið með fullu scarttengi og valla notar svo bara fjarstýringuna af því tæki sem þú tengir við (digital island lykilinn gefur þér möguleika á að hækka og lækka ég nota t.d. ekki lengur fjarstýringuna af sjónvarpinu hjá mér)
Kv, Óli
17.01.2007 at 22:57 #575090Við hjónin viljum þakka öllum sem veitu okkur stuðning, hvort sem var með hlýjum kveðjum, fréttalýsingum, stuðnings yfirlýsingum, ráðleggingum, á þessum erfiðu tímum sem að baki eru.
Já, að baki segi ég, því við höfum eignast splunkkunýja farstýringu á sjónvarpið okkar, eftir að hafa þegið góð ráð af þessum þráð.
Nú getum við horft á fréttir á ný og konan horfði á síðastu bráðavaktina, í þessari seríu, nú rétt áðan.
Lífið er að komast í samt horf og við óðum að ná gleði á ný, þökk sé nýju fjarstýringunni.
Kærar kveðjur,
A&L
17.01.2007 at 23:57 #575092Ég vil óska ykkur hjónum innilega til hamingju með nýja gripinn.
Gaman væri að fá að vita hvaða tegund nýja græjan er og hverju hún býr yfir, hversu hár er dótastuðullinn?Endilega Atli settu inn mynd og leyfðu okkur félögunum að sjá.
Kveðja LG
17.01.2007 at 23:57 #575094er þetta einhver alda sem er að brjótast út hjá þessum konum því nú er mín búin að láta fjarstýringuna af sjónvarpinu mínu hverfa!!!!! ég á ekki til orð en sem betur fer þá get ég skipt um stöðvar og hækkað og lækkað á sjónvarpinu sjálfu svo auðvitað hefur maður netið til að kíkja á fréttir og annað nauðsynlegt
kv dabbi sem er að leita að fjarstýringunni:D
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.