Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sjálskifting í beinskiftan lc 60
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2009 at 12:46 #209140
Er með beinskiftan lc 60 87 model orginal turbo beinskiptur. Mig langar í sjálfsk. komu þessir bílar sjálfsk disel ég held að þeir hafi örugglega komið þannig bensín, er þá mikið mál að setja sjálfskiftingu úr bensín bíl í disel.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.12.2009 at 13:40 #671706
60 krúser kom líka með ssk og dísel
15.12.2009 at 14:25 #671708Gengur sú sjálfkifting í beinskiptan án mikilla breytinga?
16.12.2009 at 01:10 #671710Er það sjálfskipting sem er vandamálalaus eða lítið? Einhver?
17.12.2009 at 20:37 #671712er engin sem hefur framkvæmt þetta eða heyrt að þetta hafi verið gert?
17.12.2009 at 20:44 #671714Ég veit ekkert meira en svo að það var ssk í lc60 sem föðurbróðir minn átti, sennilega var hann 86 model og mig minnir að númerið á honum hafi verið SP-345 Hann var keyrður alveg haug og helling. Veit ekkert hvort hann var með óopnaða skiptingu eða ekki.
17.12.2009 at 21:38 #671716Ég man eftir að hafa einhvertíma séð sjálfskiptan turbolausan 60 Krús.
Hann hefur væntanlega verið frekar máttlaus sá.
17.12.2009 at 22:15 #671718Mig minnir að ég hafi heyrt að sama sjálfskipting hafi verið í dísel 60 krúserunum og fyrstu 80 krúserunum. Treysti mér þó ekki til að leggja neitt að veði um þetta.
Samkvæmt wikipedia var skipting sem heitir A440F í boði í krúsernum frá 1988-1992.
Áhugasamir geta eflast gúgglað þetta allt saman.
17.12.2009 at 22:58 #671720já það virðist vera til sjsk enn spurninginn er hversu mikið er til af henni í 87 bíl, hversu mikið mál er að skipta henni út fyrir beinsk. og hver er reynslan í 38 til 44 tommu breyttum bíl? Kveðja
17.12.2009 at 23:30 #671722
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hey…Kiddi….í guðanna bænum gleymdu þessu með sjálfbíttarann !!!!!
Dísill á að hafa togið til að drífa í hægagangi, eitthvað sem er erfitt með bensínvél. Sjálfbíttari er snilld í snjó ef afl+dekk+kunnátta fer saman. það er bara pínu ves að ná þessu saman á sama tíma á sama stað og alles, en færni til að drífa í snjó lærist best á kúplaranum.
Ég ólst upp á traktorum í allskyns aðstæðum, landróver 90 og grasmótorum á Kjalvegi sunnanverðum. Ég lærði afturámóti að keyra breyttan jeppa þegar ég var búinn að koma mér upp Range Rover á gauðslitnum 38.5" dekkjum og setti mig í eina af mestu krapaferðum sem sögur fara af á Suðurlandinu.
Þetta þýðir að flestir geta lært að keyra við virkilega erfiðar aðstæður.Grímur
18.12.2009 at 16:54 #671724Þetta er ekki að snúast um færni eða getu mína, heldur þægindi (leti), ef það er hægt að setja sjk. með litlum tilfæringum, þá væri gaman að skoða það alvarlega…. svo er ég ekta karlmaður get bara gert eitt í einu þess vegan er fínt ef einhver nennir að skipta um gír fyrir mig!
Kveðja lati kallinn!
18.12.2009 at 17:24 #671726Engin spurning um að þessar asini (toy) ssk. eru málið í jeppum,og sjálfskiptingar málið í bílum almennt.
Ef það er "lock-up" í skiptingunum, þá eru þær ekki að tapa svo miklu afli út með varmamyndun í vökva.
Á móti kemur að þú færð aukið vægi á lágum snúning sem getur komið á móts við "lo-lo".
Ég er nokkuð viss um að þessar nútíma ssk. (1986-) séu áræðanlegri en heðfbundin gírbox.
Enda ef þú skoðar inn í svona græju, þá er uppbyggingin "rökréttari" enn í gírboxi.Gírkassar voru góðir til síns brúgs þegar annað var ekki ekki í boði.
Ford T-model og Farmal hefðu örugglega verið ssk., ef það hefði verið í búið að finna hana upp á þeim tíma.Kv. Atli E.
18.12.2009 at 23:03 #671728Ég fann svona þægilega straum hríslast um mig þegar ég las það sem Atli skrifaði hér á undan. Er búinn að eiga sjálfskiptan Toyota fisksalabíl með 3.0 l vél í tæp tvö ár en hef æfinlega verið á beinskiptum. Það sem ég veit um sjálfskiptingar er; það er rauð þunn olía á þeim, það þarf að mæla hana þegar vélin er í gangi og uuuuhhhhh. That’s it. Hef aldrei séð innyfli skjálfskiptingar. Ég lærði það reyndar nýlega að það er ekkert að því að skipta niður og láta skiptinguna halda við niður langar brekkur fremur en að steikja bremsurnar. Í þungu snjófæri er þetta bara dásamlegt og ég hef ekki orðið var við að skiptingin hafi hitnað nema maður hafi verið að jagast á bílnum í háa drifinu. Maður setur bara í D og veit ekki meir. 😀
19.12.2009 at 02:07 #671730Ég man eftir nokkrum Hj 60 með sjálfskiftingu. Þeir voru allir turbo lausir ´86 og ´87 model hi roof.Hj 62 ´88 og´89 bíllinn með fjórum ferkönntuðum framljósum var að mér skilst ekki til hér á landi sjálfskiptur hvað svo sem var löndum útlendngana. Eftir að hafa prufað bæði sjálfskipt og beinskipt í snjóakstri þá finnst mér sjálfskiptingin hafa mikla yfirburði og mér fannst gírkassinn fínn áður. En eftir að hafa prufað hitt þá vill ég helst ekki annað. Sjálfskipting á líka vel heima við vél eins og þína sem vinnur á lágum snúning þetta er frábær blanda í þungu færi ef þú þarft mjúkt átak og í brekkum þar sem þarf að halda ferð. Hinsvegar þýðir ekkert að vera með sjálfskiptingu við máttlausa vél enda eru máttlausir bílar leiðinlegir og máttlaus sjálfskiptur jeppi ennþá leiðinlegri.
19.12.2009 at 19:43 #671732Enn pælinginn mín er ekki sjálfskipt vs. beinskipt, heldur hversu mikið mál er að setja skiptinguna í minn bíl sem er orginal disel turbo með beinsk 87 model, er þetta kassar sem er hægt að skifta út með litlum eða engum tilfærslum eða er þetta stórmál?
19.12.2009 at 22:46 #671734Þetta er örugglega alveg jafn mikið vandamál og að setja sjálfskiptingu í hvern annan beinskiptan bíl.
– Þú þarft annan startkrans eða flexplötu eins og það er kallað.
– vatnskassa fyrir sjálfskiptan,
– lagnir á milli vatnskassa og skiptingar,
– sjálfskiptingu og convertor (auðvitað),
– eitthvað drasl til að koma honum úr parki í D eins og skiptistöng og tilheyrandi úr eins eða samskonar bíl
– Gætir lennt í því að þurfa að breyta sköptum ef skiptingin er lengri eða styttri
– Í sumum bílum er annar millikassi fyrir sjálfskiptu bílana með stöngina öfugu megin miðað við beinskipt.Það erfiðasta er semsagt að koma sér að verki, ef að Toyota gamli getur sett saman svona lagað þá getur þú það.
21.12.2009 at 18:06 #671736Það er sama skipting í fyrstu 80 bílunum og í 60 Cruiser, heita A440F og er svoleiðis skipting í jeppanum hjá mér,
mér líkar mjög vel við hana, og er hún mjög endingargóð, mín virðist hafa verið óopnuð þegar hún fór í 315þ. km
hún er ekki rafmagnstýrð eins og A442F sem kemur í seinni bílunum og eitthvað af 100 bílunum.
Þessi skipting passar beint aftan á 4L vélina ef þú færð flexplötuna með og auðvitað converter skilst mér, en millikassin af 60 bílnum er ekki eins og eru úttökin af skiptingunni og beinskipta 60 kassanum ekki eins þannig að ef þetta á að fara í 60 bíl þarf að nota 80 millikassa eða fá einhvað breytistykki á þetta. og svo auðvitað pedalasett og
mixa pikkbarkan við olíugjöfina og skiptinn inn í bíl.
21.12.2009 at 18:51 #671738Millikassinn er sá sami nema á sjálfskiptingunni er millistykki, á bsk bílnum kemur hann beint á kassann, bý meirasegja svo vel að eiga þetta stykki held ég ef þig vantar (setti kassa af ssk bíl á minn, sem er bsk).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.