Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.03.2004 at 14:10 #478758
Það væri gaman að ná því. Væri það ekki met á spjallinu?
[img:3roqqacu]http://www.tennessee4x4.com/toyota/images/quary01.jpg[/img:3roqqacu]
Toyota tákn um meiri gæði en Datsun!!!
04.03.2004 at 15:52 #478760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig væri ef BÞV færi með dömuna niður á hafnarbakka og fengi einhvern á lyftara til að lyfta undir annað framhjólið þanngað til að afturdekkið er alveg við það að hætta að snerta jörðu og mæla síðan undir dekkið.
Og segja okkur síðan hvað bíllinn getur fjaðrað mikið í sundur.Bíð spenntur eftir niðurstöðum…
Kv. Baldur
04.03.2004 at 17:20 #478762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tja, held að metið sé löngu komið, held það hafi enginn þráður náð svona mörgum póstum eins og þessi. Það væri samt gaman að ná 200…..
Jónas
04.03.2004 at 21:23 #478764Ekkert Datsun diss hérna vinurinn.
Sá gamli getur nú alveg teygt úr sér þrátt fyrir að vera orðinn stirður og lúinn[img:1430hjfw]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=10093&albumid=496&collectionid=643&offset=0[/img:1430hjfw]
Datsunkveðja
AB
04.03.2004 at 21:24 #478766……eins og sést berlega á myndinni hérna að ofan.
(hvernig setur maður inn mynd eiginlega?????)
AB
04.03.2004 at 21:26 #478768[img:f0y8ffy2]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/496-643-10093.jpg[/img:f0y8ffy2]
11.03.2004 at 14:11 #478770[img:tjs4l66w]http://fuerapiche.eresmas.com/marcas/samurai%2063.JPG[/img:tjs4l66w]
öll hjól með jarðsamband …
11.03.2004 at 14:37 #478772… Þarf maður á þessu að halda ?
En það sem að uppúr stendur er að Pajeróinn er með mýkstu bílum á fjöllum og kemst jafnmikið eða meira en aðrir jafnbreyttir bílar…… Hvort sem hann getur teigt hjólin á milli hæða í bílastæðahúsi eða ekki….
BM
11.03.2004 at 17:14 #478774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég efast einhvern vegin um að þessi Súkka sé skemmtileg í keyrslu í góðu færi á fjöllum, hlýtur að djöflast eins andsk.. við hverja mishæð ef verið er að krúsa. Hins vegar er oft sem getur komið sér vel að hafa fjöðrun sem teygjir sig vel og heldur gripi á hjólum.
En þetta er nánast 45° munur á fram og afturhásingu.
11.03.2004 at 17:41 #478776Hvernig er það,er til einhver fjöðrunarrampur hér á okkar áskæra íslandi,veit vel að willysin minn fjaðra vel það er ekki það:)
kveðja Heiðar U119
05.04.2004 at 20:21 #478778
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Núna er maður farinn að bíða óþreyjufullur eftir niðurstöðum úr prófinu hjá BÞV, en hann er greinilega eitthvað ragur við að framkvæma hið alræmda lyftarapróf á þessari ofurfjöðrun sem er undir pæjunni.
En hvað sem öðru líður þá heyrði ég líka að hinn nautsterki hjólabúnaður á pæjunni hefði eitthvað klikkað á svona pæjeró eftir að hann hoppaði aðeins og hjólinn hefðu öll verið á leið í sitthvora áttina eftir það…
Er eitthvað til í þessu eð er þetta allt saman bull ????Með von um skýr og góð svör.
Kv. Baldur
15.04.2004 at 22:10 #478780Sæll Baldur.
Því miður hefur farið fram hjá mér þessi "uppvakningur" á þessum þræði, en þetta eru skemmtilegar og ótrúlegar myndir sem menn hafa sett hér inn. Ég hef ekki farið í þetta "lyftarapróf" sem þú talar um, en ég hef mælt slaglengdina í fjöðruninni eins og ég gat um í upphafi þráðarins. Ég hef ekki ennþá nennt að rífa úr bílnum stöngina að framan, kannski sérstaklega vegna þess að þetta misfjöðrunarmál er ekki að há bílnum neitt í almennri ferðamennsku. Það má til gamans geta þess að á dögunum varð bíllinn minn ársgamall (í mars) og þó ég hafi stundum ferðast meira en sl. ár, þá ók ég tæpa 30.000 km. þannig að bíllinn er talsvert notaður.
Ég tók það einnig saman um daginn vegna spurningarinnar á aðalsíðunni að ég er búinn að fara 6 ferðir á fjöll í vetur og á vonandi nokkrar fyrir höndum áður en sumrar…
Annars held ég að það sé búið að sýna kyrfilega fram á það að þessi búnaður er meira en nógu sterkur til að þola svona breytingar og mér sýnist að nú séu menn að horfa meira á hvernig "44 bíll Arons Árnasonar reynist, en hann er með þessum sama búnaði óbreyttum. Hann hefur staðið sig 100%.
Ferðakveðja,
BÞV
17.04.2004 at 00:54 #478782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála síðasta ræðumanni.
Þessi búnaður og þessir bílar hafa verið að standa sig ótrúlega vel. Gaman að sjá hvernig þetta er búið að ganga frábærlega.
Skil ekki hvað menn eru alltaf að keppast. Það er nú ekki hægt að dæma bíla útfrá slaglengd. Fjöðrun skiptir miklu máli í þessu sporti, en mér finnst menn alltaf vera reyna koma óorði á þessa bíla sem ég heldað sé bara öfund. Þetta eru fínir bílar og ótrúlega seigir hvað sem öðru líður.
Svo veit ég að Björn Þorri þarf ekki að skrifa eitthvað um hve mikla slaglengd bíllinn hans hefur þegar hann veit hvað bíllinn getur. Ekki vera að öfundsjúkast þetta, farið bara í ferð með honum eða öðrum sambærilegum. Eða þorið þið kannski ekki. Þá sjáið þið ljósið þó aldrei slái neitt Toyotuni við hahahah
Jónas
17.04.2004 at 01:50 #478784Þessi þráður ætlar að lifa lengi, enda heit málefni á ferð: Er IFS nothæft í jeppa?
Ég átti ’88 Hilux með IFS að framan og drölsaðist á þessu yfir 100.000 km. Fyrst á 36" RadialMudder svo á 39" Mickey Thompson og loks á 44". Þessi búnaður er meira en nógu sterkur til að höndla stór hjól. Krítískast er með drifið, það var heldur lítið að framan í Hiluxinum.
Annað er að þetta er frábær fjöðrun í almennum akstri og svona bílar eru rásafastir í stýri, líka á 44" !
Misfjöðrun er þó takmörkuð og til að ná alvöru traveli þarf að lengja klafana talsvert. Sem er ekki einfalt mál. Öxlar eru með gúmmísokkum sem endast illa, sérstaklega ef dótið er "trekkt upp". Nauðsynlegt er að fjarlæga varanlega allt sem heitir jafnvægisstangir.
Helstu mistök er að spenna svona fjöðrun upp og minnka sundurslátt sem því nemur, sú heimska var stunduð í ótrúlega miklum mæli.
EN………………………………, lítið mátti bera útaf til að hjólastilling færi úr skorðum, nóg var að reka þetta einu sinni niður í stein og þá gekk allt til. Stundum dugði að þjösnast aðins á þessu þegar mikil lá við í smá metnaði.
Ég fílaði aksturseiginleika í tætlur og gat oft komið mun kraftmeiri græjum afturfyrir þegar óslétt var. Gat hreinlega staðið V6una í botni með snúningsmælinn jaðrandi við rautt þegar aðrir urðu að slá af þegar allt var í loftköstum hjá þeim. Þá var oft gaman. En ég get svosem viðurkennt nú 12 árum síðar að yfirleitt þurfti að vinna talsvert í lagfæringum á dótinu, svona í kyrrþey, eftir frekar "heavy" helgar.
Skyldi þetta vera eins nú ????????? : ?????????????
Snorri Ingimarsson
19.04.2004 at 11:55 #478786Prófaði misfjöðrunareiginleika afturhásingarinnar hjá mér í gær.
Jafnfjöðrunin eru einhverjir rétt rúmir 25 cm, sem er svo sem ekkert merkilegt, en misfjöðrunin reyndist heilir 50 cm(frá dekki upp í body, dekk hinumegin alveg upp í bodyi) Ástæðan fyrir þessum mikla mun er væntanlega að gormarnir eru innan grindar hjá mér, sem og dempararnir. Stoppararnir eru undir grindarbitunum.Með IFS væri misfjöðrunin víst bara 25cm….
Ekki það að þetta skipti neinu máli, en mér fannst þetta bara doltið forvitnilegt.
Kv
Rúnar.
20.04.2004 at 22:51 #478788Sæll Snorri.
Nei, það hefur ekkert verið viðgert í kyrrþey í mínum bíl, enda hafa margir haft mikinn áhuga á að fylgjast með því hvernig þetta stendur sig. Sjálfur átti ég í upphafi von á að það þyrfti að endurhanna/styrkja einhverja hluta þessa búnaðar, en það hefur ekki ennþá komið til þess. Félagarnir í klúbbnum myndu heldur ekki líða manni að "laumast" neitt með "faldar" bilanir, svo vel er fylgst með… Auðvitað hlýtur þó einhverntíma eitthvað að gefa sig í þessu áður en yfir lýkur, þetta er jú forgengilegt eins og önnur mannanna verk.
Rúnar, þú ert nú svo ýktur… Þarftu ekki að klippa betur úr Grána fyrir þessu öllu… Helvíti hefur þetta annars heppnast vel, ef þetta eru tölurnar! Er þetta sama útfærsla á fjöðrun og í Jöklagrána Freysa? Þar er nú einhver mesta slaglengd í Hilux sem ég hef séð!
Ferðakveðja,
BÞV
21.04.2004 at 00:53 #478790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er kanski vitlaus en mér fynnst yfirleitt að þeir sem eru mest að setja útá "Pajero" fjöðrunina eins og "BÞV" er með viti ekki alveg hvað þeir eru að tala um og hafi ekki haft fyrir því að beygja sig niður til að sjá að þetta er ekki gamla klafafjöðrunin heldur sjálfstæð gorma fjöðrun.
En mer sýnist samt að 38" sé hæfilegt, sá bílinn hans Arons um daginn á stæði og varð að skoða undir hann.
Plássið virðist vera heldur lítið fyrir 44" (allt pólerað eftir gumíið að innanverðu)bara svona smá innskot
En hvað sem öðru líður fynnst mer þetta vera með glæsilegri bílum í útliti á 38"
02.06.2004 at 17:20 #478792Eftir að hafa keypt nýjan MMC, og átt í 6 ár, þá kemur [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1087471:20bllall]þetta[/url:20bllall] mér ekki á óvart.
-Einar
06.02.2005 at 05:53 #478794Á sýningunni í gær gafst mönnum kostur á að prófa bíla á [url=http://www.offroaders.com/info/tech-corner/rti.htm:2m1s7wx3]skábretti[/url:2m1s7wx3]
Allmargir jeppamenn nýttu þetta tækifæri og prófuðu bílana sína. Ég mældi ekki hallann á rampinum sjálfur en að sögn Emils var hann brattari en "staðal rampur" sem er með 20 gráðu halla. Það var mjög breytilegt hversu langt bílarnir fóru. Allmargir patrol bílar voru prófaðir, þeir fóru allir a.m.k 130 sm, og tveir þeirra, sem voru með aftengjanlegri jafnvægisstöng að aftan, fóru talsvert lengra. Einn rúnkari með þróaða fjöðrun allann hringinn og 38" hjól reyndi við rampinn. Hann komst 70 sm.Það væri mjög gott ef hægt væri að hafa þetta tæki aðgengilegt, t.d. á bílastæðinu við Mörkina, svo fleiri geti prófað bílana sína, t.d. fyrir og eftir breytingar. Þetta er mjög nytsamlegt tól til þess að komast að því hvort eitthvað rekst í, þegar verið er að breyta bílum eða setja stærri hjól undir.
Það væri líka gaman að sjá Björn Þorra aka upp rampinn á sínum MMC.
-Einar
06.02.2005 at 12:10 #478796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Klúbburinn á rampinn þannig að það ætti að vera hægt að hann aðgengilegan öðru hvoru. T.d. stilla honum upp reglulega á fyrirfram ákveðnum stað og mæla og reikna út stig. Það er ákveðin formúla til að reikna stigin þar sem tekið er tillit til hjólabils því eðlilega eiga langir bílar auðveldara með að komast lengra upp. Hugsanlegt að gera þetta tiltekin fimmtudagskvöld á opnu húsi.
Þetta er náttúrulega eðal tæki til að skera úr um kosti mismunandi tegundar fjöðrunar. Annars legg ég til af því titillinn á þessum þræði er ?sjálfstætt fjöðrunarsvið? að þá tölum við um að rörabílar hafi ?samhæft fjöðrnarsvið?. Samhæfingin er þegar annað hjólið þrýstist upp þá þrýstist hitt niður og það hjálpar til á rampinum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.