FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

„Sjálfstætt fjöðrunarsvið“

by Björn Þorri Viktorsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“

This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson Hlynur Snæland Lárusson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.10.2003 at 09:52 #193055
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant

    Sælir félgar.

    Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…

    Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).

    Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.

    Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.

    Ferðakveðja,

    BÞV

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 141 through 160 (of 259 total)
← 1 … 7 8 9 … 13 →
  • Author
    Replies
  • 07.01.2004 at 22:06 #478718
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það getur teygst annsi mikið á rörunum!

    [img:3kwtg76x]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=1745&albumid=295&collectionid=318&offset=0[/img:3kwtg76x]





    07.01.2004 at 22:23 #478720
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir, já mér sýnist það nú. En við köllum þetta strik. 2 rauð strik sem fara í kross og er hægt að segja að eitthvað tognar úr þeim með réttu græjunum.

    Sjálfstæðkveðja
    Jónas





    07.01.2004 at 22:26 #478722
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Svona á þetta víst að vera:

    [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=1745&albumid=295&collectionid=318&offset=0:2wb198lr]teygja[/url:2wb198lr]

    Jónas





    07.01.2004 at 23:03 #478724
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    linkið var á leiðinni,en ég náði ekki að afrita myndina
    en þetta var nákvæmlega myndin!
    þakka þér Jónas





    07.01.2004 at 23:31 #478726
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Iss´etterekkineitt!!

    Þið ættuð að sjá Dömulegar hreyfingar án ballance…

    Tek mynd næst er hún teygir þokkalega úr sér…

    Spa kveðja,

    BÞV





    07.01.2004 at 23:38 #478728
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Björn Þorri!
    Hvernig er það, þar sem þú ert hæstánægður með bílinn og ert farinn að smita aðra og er maður alveg orðinn grænn. Finnst þér nauðsynlegt að hafa læsingu að framan í pæjuni??
    Og hvernig er enginn milligír á leiðinni. Maður er alveg með annan fótinn á svona bíl.

    Jónas





    08.01.2004 at 01:01 #478730
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Já, ég er svo nægjusamur (og lítillátur) að ég er alltaf ánægður með það sem ég hef… :)

    Grínlaust, þá er þetta í fyrsta skipti sem ég kem mér upp 100% læsingu í framhásingu. Það er vissulega mikill munur við verstu aðstæður og maður sleppur klárlega oftar við að grípa til skóflunnar eða að þiggja drátt með þessum búnaði. Það er morgunljóst.

    Hins vegar hefur mér líka gengið bara vel að ferðast láslaus að framan á mínum Togogýtum hingað til, enda sé maður meðvitaður um þann "veikleika" sinn og hagi akstrinum í samræmi við það. T.d. er klárlega erfiðara að fást við mikla misfjöðrun láslaus og þá er mikilvægt að gæta þess að framhjólin hafi sem jafnast grip. Þú ferð þannig sem mest beinn á skarir og beint upp brekkur (forðast hliðarhalla). Í Toyotuna kostaði hins vegar lásinn frá umboðinu á milli 2 og 300 þúsund í kominn og það var eitthvað sem ég lét aldrei eftir mér (veit ekki hvað þeir kosta í 120 bílinn).

    Íslensku "Algrip" lásarnir frá Kára eru á allt öðru leveli hvað verð áhrærir og þar að auki skilst mér að þeir hafi bara reynst mjög vel. Svoleiðis loftstýrður lás er að framan í Dömunni.

    Annars finnst mér almennt séð, að menn verði að þekkja "veikleika" bíla sinna ekki síður en styrk til að vel gangi að ferðast á fjöllum. Allir bílar, sama hvernig þeir eru útbúnir, hafa nefnilega sína veikleika, hvort sem það er þyngd, dekkjastærð, öxlar, drif, fjöðrun eða hvað annað sem er.

    Jú, það er milligír á leiðinni og svo er ég líka búinn að ákeða að "setja bílinn upp" fyrir veturinn, þ.e. hækka hann um ca tommu eða rúmlega það – svo lækka ég hann aftur í vor. Slík aðgerð er smámál á svona eðalvagni. Annars líst mér vel á að þú látir það eftir þér að fá þér svona vagn, ég trúi a.m.k. að þú sjáir ekki eftir því.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    08.01.2004 at 17:16 #478732
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Auðvitað svoleiðis á það að vera, ánægður með dótið sitt. haha 😉

    Það er rétt að lásinn var og er sennilega alltof dýr í 90 bílinn. Var svoldið dýr pakki bara fyrir framlás. En prófaði maður það aldrei.

    Mikið rétt að maður verði að haga akstrinum eftir því sem maður hefur. Ég hef sjaldan haft framlás í mínum bílum. Aðallega þegar ég hef verið á stórum og þungum bíl á 44".

    Að þekkja bílinn sinn er galdurinn eins og þú segir. Maður sem kann ekki á bílinn sinn kemst oft stutt. Þó hann sé með allar græjur.

    Ég hugsa nú samt að ég sleppi framlásnum ef maður fer í þetta þó það væri freistandi að skella svoleiðis með.

    En hvað meinarðu með að lifta bílnum upp´fyrir veturinn. Bara að fá meira pláss fyrir dekk og lengri fjöðrun??
    Hafa hann svo lágan og þægilegan á sumrin þegar maður ekki að pjakkast upp á ískarir og framvegis. Er það lítið mál að lifta honum svona og lækka?? Allavega er maður veikur fyrir svona dömu og efast um að maður geti séð eftir svoleiðis.

    Jónas





    21.01.2004 at 02:08 #478734
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Jæja, þá er búið að lyfta Dömunni upp í "vinter position", en það er tommu hækkun frá því sem verið hefur. Það tók okkur Benna Ólafs ca. 1-1,5 klukkutíma að smella nýjum klossum undir gormana (með smókpásu). Svo reikna ég með að lækka bílinn aftur eftir veturinn, enda er þetta ótrúlega einföld aðgerð á bíl með þróaðri fjöðrun :)

    Það sem vinnst með þessu er að miðja bílsins hækkar sem þessu nemur, sem aftur leiðir af sér aukna drifgetu í þungum snjó og við mjög erfiðar aðstæður.

    Með mont-fjöðrunarkveðju,

    BÞV





    22.01.2004 at 14:45 #478736
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Hér sannast það að hásing er mjög góð.

    [img:ef0rpcb6]http://www.hugi.is/jeppar/image.php?mynd_id=18293[/img:ef0rpcb6]=





    10.02.2004 at 22:25 #478738
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Nú er ég búinn að taka jafnvægisstöngina úr að aftan og það er talsverður munur á því hvað hann teygir hjólin betur niður eftir það.

    Kemur mér samt mikið á óvart að það finnst samt ekki mikill munur í innanbæjarakstri (í beygjum) þó hún sé ekki til staðar. Reyndar er sú að framan líka mjög öflug og ég mun síðar prófa að taka hana úr líka. Reyndar er/verður flottast að smíða á þetta eitthvað "patent", þó það sé að vísu ekki nema 10 mínútna vinna að skrúfa þetta úr.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    10.02.2004 at 22:35 #478740
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll,
    já þú finnur mun, og segir þetta ekki taka nema 10 mínútur að skrúfa í og úr. Væri langflottast að geta bara ýtt á taka og vera búinn að aftengja jafnvægistöng að framan/aftan.

    En hvað er að frétta af milligírnum. Er búið að hanna svoleiðis í pæjuna?? Ef svo er hvað kostar slíku gripur??

    Kveðja
    Jónas





    10.02.2004 at 23:16 #478742
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    "Iss´etterekkineitt!!

    Þið ættuð að sjá Dömulegar hreyfingar án ballance…

    Tek mynd næst er hún teygir þokkalega úr sér…

    Spa kveðja,

    BÞV"

    drífðu þá í því að senda þessar teygju myndir inn!! ég hef eingan veginn trú á þessu klafa dóti. maður hefur séð ótal jeppamyndir af hælúxum með klafa að framan, og þeir teygjast ekkert… er þetta eitthvað mikið öðruvísi í sambandi við Pajero???





    10.02.2004 at 23:49 #478744
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Já Jónas, það er búið að smíða milligír í einn af þessum nýju bílum og svo er Páll með milligír í sínum bíl líka og hann er einnig nýsmíðaður. Svo var líka milligír í gamla Eirík Páls… Hlutfallið í þeim gírum er ca. 1:2 ef ég man rétt.

    Núna er Kári að smíða milligír með hlutfallinu 1:2,7 og vonandi klárast það sem fyrst. Sá gír var sýndur liðlega hálfsmíðaður hjá Heklu á sýningunni fyrir rúmri viku. Verðið er ca. 300.000 í kominn – fullt verð með vinnu og öllum frágangi. Gírboxið sjálft er al-íslenskt.

    cj001, myndirnar koma þegar þær verða til slakaðu á… Þó þú hafir ekki trú á sjálfstæðu fjöðruninni, þá breytir það engu um ágæti hennar og frábæra virkni, eins og dæmin sanna. Vertu velkominn í hóp rétttrúaðra… :)

    Ferðakveðja,

    BÞV





    11.02.2004 at 00:19 #478746
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Það er miklu minni þörf fyrir jafnvægisstangir í klafabílum heldur en hásingabílum. BÞV, rífðu þetta jafnvægisdrasl úr bæði að framan og aftan ef þú ætlar að drífa eitthvað, það er grndvallaratriði.

    Varðandi milligír, þá er ég með 1:3,8 í milligírnum hjá mér og það svínvirkar, mætti jafnvel vera lægra. Að mínu viti er 1:2 bara hálfkák en vissulega helmingi betra en enginn milligír.

    Það virðist vera fyrst nú, loksins, 15-20 árum eftir að þeir fyrstu byrjuðu að drífa af alvöru með milligírum að mikilvægi þeirra sé almennt viðurkennt.

    Patrolkveðjur
    Snorri Ingimarsson





    11.02.2004 at 09:45 #478748
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Sing

    Ég er nú búin að vera pæla soldið í því að fá mér milligír í Pattann.
    Ég var að spá í hvaða "gír" ert þú með?

    Kv
    Steini
    "Power is nothing without control"





    11.02.2004 at 12:32 #478750
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Já Snorri, það kemur mér verulega á óvart hvað þetta virðist skipta litlu máli (nánast engu) í almennum borgarakstri. Ég hélt að ég fengi svolítið "fyllibyttulegar" hreyfingar í hann, en það er alls ekki. Ég var að ýminda mér að það væri vegna þess að framstöngin héldi svona vel við, en kannski er það alls ekki. En nógu djöfull er hún sver…

    Rétt ég svipti henni úr líka og sjái hvað gerist…

    Af hverju er það annars sem þetta skiptir svona miklu minna máli í klafabíl en hásingabíl? Nú veit ég að þú þekkir þetta bæði sem fagmaður og einnig af eigin reynslu.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    18.02.2004 at 23:51 #478752
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir
    Talandi um jafnvægi, þá var ég að rífa stöngina úr Cherokeenum hjá mér fyrir stuttu. Það er bara ein að framan og er hún nokkuð sver.
    Bíllinn er að mínu mati mikið skemmtilegri eftir þetta. Hann er orðinn aðeins "jeppalegri" í akstri og teygir MIKIÐ betur úr sér í torfærum.
    Samt er hann alls ekki leiðinlegur við þjóðvegaakstur. Svona verður hann áfram…

    Kveðja
    Izeman





    04.03.2004 at 11:07 #478754
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Toyota + hásing = betra en Pajero.

    [img:2a9t3y6p]http://www.4wheelingplus.com/images/Jtwistrutrear.jpg[/img:2a9t3y6p]

    [img:2a9t3y6p]http://www.4wheelingplus.com/images/Jbigrockback.jpg[/img:2a9t3y6p]

    Mér þætti gaman að sjá Pajero gera þetta 😉

    Toyota kveðjur, Haukur





    04.03.2004 at 13:16 #478756
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    skyldi BÞV vera að reyna að koma þessum þræði í 200 pósta?





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 141 through 160 (of 259 total)
← 1 … 7 8 9 … 13 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.