FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

„Sjálfstætt fjöðrunarsvið“

by Björn Þorri Viktorsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“

This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson Hlynur Snæland Lárusson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.10.2003 at 09:52 #193055
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant

    Sælir félgar.

    Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…

    Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).

    Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.

    Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.

    Ferðakveðja,

    BÞV

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 121 through 140 (of 259 total)
← 1 … 6 7 8 … 13 →
  • Author
    Replies
  • 19.11.2003 at 13:27 #478678
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þessi mynd er búin að vera [url=http://eik.klaki.net/gutti/vj03b.html:2vdv0nm5]á netinu[/url:2vdv0nm5] síðan í vor, ásamt t.d. þessari:
    [img:2vdv0nm5]http://eik.klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_204453.jpg[/img:2vdv0nm5]

    -Einar





    19.11.2003 at 14:27 #478680
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Sem Land-Rover eigandi og áhugamaður, hafa menn fundið leið til að tryggja betra smur í Land-Rover rörunum eða er þetta bara spurning um að fylgjast rækilega með legunum?
    Kveðja, Hjölli.





    19.11.2003 at 15:58 #478682
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Maxi-Drive (MDE) í Ástralalíu framleiðir flansa og öxla sem leysa þetta vandamál. Þá þarf að taka pakkdós sem er innst í legustútunum og setja þessa flansa sem eru með skrúfuðu loki í stað gúmmíhettunar. Þá getur olían flætt um þetta allt saman. Ágætt að setja MDE öxla líka, þeir eru með lengri rílur og eiga að vera sterkari. Færð þetta allt hjá BSA.





    19.11.2003 at 17:30 #478684
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Já það gat nú verið að klafakallarnir þyrftu að láta útbúa eitthvert hernaðarleyndarmál til að geta verið til friðs á fjöllum.

    Hvað skyldi svo svona "ALWAYS SUCK" búnaður kosta, örugglega allan peninginn.

    kv.Lúther





    21.11.2003 at 00:48 #478686
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Lúther.

    "Go suck" svekkibúnaðurinn fyrir gamaldags rörakalla eins og þig kostar lítið. Er í raun includeraður í Patrol "standard pakkanum" eins og hann kemur frá verksmiðju. Endilega hafðu ekki áhyggjur af frekari kostnaði, þú átt þetta nú þegar…

    Þróðuð fjöðrunar ferðakveðja,

    BÞV





    02.12.2003 at 09:50 #478688
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    jæja núna getum við spjallað aðeins meira um rör og ekki rör

    í [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=7288&albumid=807&collectionid=1170&offset=0:2l2b6sld]þessu[/url:2l2b6sld] dæmi, ætli að það hefði verið betra að vera með rör heldur en þróuðu fjöðrunina sem nær ekki að láta framdekkið snerta jörðina því að hún er svo þróuð?????

    Kv Litríkur





    02.12.2003 at 18:34 #478690
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Svona myndbirtingu myndi líklega einhver telja spark fyrir neðan beltisstað. En gerir þetta nokkuð til? Eru ekki svona bílar læstir aftan og framan og drifin nánast óbrjótandi?
    v





    02.12.2003 at 22:32 #478692
    Profile photo of Karl Ingólfsson
    Karl Ingólfsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 16

    Umfjöllun um sjálfstæða fjöðrun minnti mig á græju sem ég hafði lesið umm í Polar record fyrir margt löngu og að sjálfsögðu er þetta nú komið á netið….

    Fyrir margt löngu, -áður en fyrsti Willysinn var smíðaður voru menn "vestur í hreppum" búnir að smíða bíl til jöklaferða og var meiningin að burra honum þvers og kruss um Suðurskautslandið 1939 -1940.

    Þessi græja átti að hafa 8000 Km drægni, geta borið menn og vistir í ár, vaða yfir 4,5 m breiðar sprungur og að auki verið með netta flugvél á toppgrindinni!

    Þessi græja var ekki einungis með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli heldur var hægt að stýra hverju hjóli fyrir sig og sér mótor var fyrir hvert hjól!
    Þetta var hannað og smíðað af besta fánlega mannskap þess tíma en það er samt helvíti hart að kallarnir sem voru í næstu skemmu að grodda saman fyrsta wilmundinum á afdönkuðum hásingum, voru í raun að setja saman e-h sem hentaði mun betur til snjóaksturs… -þó það kæmi ekki í ljós fyrr en 40 árum seinna og mun norðar á jarðkúlunni…..

    Trukkasmiðirnir gerðu að mig minnir ráð fyrir því að snjórinn hefði 30 PSI burðargetu og krúsa mætti hvert sem er á 15 PSI.

    http://www.joeld.net/snowcruiser/snowcruiser.html

    http://www.google.com/search?hl=is&ie=U … e+Leit&lr=





    02.12.2003 at 22:43 #478694
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Litríkur.

    Mér finnst nú langsótt að ætla venjulegum bíl, hvort heldur er á röri eða þróaður að ná til jarðar við þessar aðstæður, enda er það svo sem sama að jafnvel þó svo væri, þá þyrfti viðkomandi aðstoð…

    Hins vegar er það alveg rétt að misfjöðrun í bílum með sjálfstæða fjöðrun virðist í sumum tilfellum að einhverju leyti minni og í því efni held ég að ballansstangirnar skipti mestu máli. Einmitt þess vegna eru menn að skoða og útfæra leið til að aftengja þær. Eins og fram kom í upphafi þessa þráðar, þá er original slaglengd sjálfstæðrar fjöðrunar í Pajero t.d. meiri en original gormafjöðrunar í Land Cruiser 80.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    02.12.2003 at 23:07 #478696
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    En slaglengdin í nýja pajero sem er á MCpherson fjöðrun framan og aftan, er ekkert líkjandi saman við gamla flexitoradótið. Eða hvað?





    03.12.2003 at 08:47 #478698
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll.

    Fjöðrunin í nýja Pajero er gormafjöðrun en ekki vindufjöðrun eins og var að framan í eldri flexitoraútfærslunni.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    03.12.2003 at 20:54 #478700
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll BÞV

    Ekki ætla ég að segja að bíllin hefði keyrt þarna uppúr
    ef að hann hefði verið með rör að framan, en ef bílinn
    hefði verið með röri og þokkalega útbúinn fjöðrunarlega
    (gormar, eða loftpúðar) þá hefði hann náð með dekkið þarna
    niður, miða við myndina hinu megin frá.

    En það sem ég er að benda á er að það eru töluvert meiri
    líkur á að bíllin komist upp með 3 dekk sem snerta jörðu(m.v. að bíllin sé læstur) og hafa grip heldur en að það séu bara 2 dekk, 1 á lofti og annað á bólakafi.





    04.12.2003 at 00:49 #478702
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Þetta er kórrétt, þ.e. auðvitað drífur bíll frekar upp úr erfiðum festum með sem flest hjól við jörðu… Það skilja allir. Bílar sem hafa sjálfstætt fjöðrunarsvið og slaglanga fjörðun eiga hins vegar að svara þessum kröfum betur en "rörabílar", a.m.k. ef ballansstangir eru ekki til trafala…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    04.12.2003 at 09:35 #478704
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er auðsætt að slaglengd fjörðunar skiptir þarna mestu máli, en hins vegar held ég það sé ekki rétt Björn að sjálfstætt fjöðrunarsvið hjálpi til þarna. Einn af kostum "ósjálfstæðisins" er að þegar annað hjólið þrýstist upp þvingar það hjólið hinum megin niður. Hann semsagt spyrnir í.





    05.12.2003 at 21:07 #478706
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Það kann að vera að við mikla misfjöðrun, þá spyrni hjólið sem þrýstist í jörðina, hinu sem er á lofti betur niður. Það er rétt að þarna skiptir slaglengdin öllu máli. Það var jú einmitt upphaflegt tilefni þessa langa þráðar að leiðrétta þann almenna misskilning að slaglengd sjálfstæðrar fjöðrunar væri minni en í hinum ósjálfstæðu…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    30.12.2003 at 22:35 #478708
    Profile photo of Markús B. Jósefsson
    Markús B. Jósefsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 78

    Sælir félagar,
    datt bara í hug að setja þetta inn, spjallandi um slaglengd, gæti þetta verið eitthvað sem væri vit í?

    [img:2qxh0cq5]http://www.poff.org/nyheter/2003/chainlink_17.jpg[/img:2qxh0cq5]

    Þetta er mjög sniðugt á sinn máta en að ég held komi aldrei til að virka í jöklaferðum, kanski frekar í torfærunni. Eða hvað haldiði?

    [img:2qxh0cq5]http://www.poff.org/nyheter/2003/chainlink_16.jpg[/img:2qxh0cq5]

    Hvað ætli sé slaglengdin hjá þessum?
    Nýárskveðja
    Markús





    31.12.2003 at 00:52 #478710
    Profile photo of Stefán Dal
    Stefán Dal
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 425

    öfgar og öfgar… held að þetta sé helvíti þungt..





    31.12.2003 at 01:03 #478712
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    þetta er einn sá besti brandari sem ég hef séð lengi ha hann er nú næstum því kominn í heilann hring með þessa fjöðrun sína…..
    Ætli það sé ekki bara best að fá sér svifnnökkva þá fyrst erum við að dansa 😮

    Kveðja, Glanni





    02.01.2004 at 15:16 #478714
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar og gleðilegt árið.

    Já, það er rétt að byrja árið á því að skoða alvöru þróun, bæði hér heima og erlendis. Ég er sammála því, að þessi græja hlýtur að vigta talsvert, enda virðist stálið hvergi sparað í þetta "monster". Takið líka eftir því að þetta virðist vera drifið áfram af glussadælu og glussamótorum, sem ekki er nú beinlínis léttasta stöffið til slíkra hluta.

    Nú er Aron Árnason búinn að breyta fyrsta "44 Pajero með nýja boddýinu og verður gaman að sjá hvernig það kemur til með að koma út. Assgoti glæsilegur bíll með jafnbreiðum köntum og "38 bílarnir, en innvíðar felgur í staðinn. Afturöxull færður aftur um 16,5 cm. Eins og hugur manns að aka honum! Ég reyni að ná mynd af honum fyrst og setja í albúmið mitt.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    02.01.2004 at 19:36 #478716
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir, já þetta er nú ekki tæki sem mig langaði að eiga. Frændi hans er sennilega skriðdrekinn sem margir þekkja frá hinum ýmsu löndum. Þó aðallega í Amerískum bíómyndum.

    Já endilega skelltu myndum af þessu tæki inn. Þetta hlýtur að vera gripur. Pæja á 44"!!!!! Maður fær hristing í lappirnar.

    Jónas





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 121 through 140 (of 259 total)
← 1 … 6 7 8 … 13 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.