Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.11.2003 at 09:58 #478638
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Já ég held ég fari örugglega rétt með að það eru sömu kassar og drif. Gírkassinn heitir R380 og millikassinn LT230. Eg held þó að öxlar séu eitthvað öðruvísi útfærðir á 90 bílnum, þó ekki viss í þeim efnum, en sami drifköggull.Og talandi um öxla í þá hefur verið talað um að þar sé ákveðinn veikleik. Það liggur í því að þetta eru fljótandi öxlar og ESB gerði einhverjar athugasemdir við Rover um mengun frá þeim því olían vildi drippa út um náið. Þá tóku þessir snillingar sig til og settu pakkdós innst í legustútinn sem þýddi að olían leikur ekki lengur um öxulendann, en yfir honum er einfaldlega gúmmíhetta. Þarna þarf að passa verulega vel að smyrja í þetta og halda óhreinindum í burtu því annars er fljótt að koma slag þar sem öxullinn gengur inn í flansinn og margir öxlar farið af þeim sökum. Fyrir 1997 var þetta ekki vandamál, en kannski leiðinda olíusmit við nafið í staðin. Hins vegar hafa ástralir leyst þetta og framleiða öxla sem eru full floating og með gáfulegri frágangi og þá er hægt að rífa þessa pakkdós burtu. Mjög margir bílar eru komnir með þessa áströlsku öxla, en þeir þekkjast af því að það er kominn annar flans með skrúfaðri hettu yfir öxulendann í stað gúmmíhettunnar.
Frá 1994 kemur 300 Tdi diesel vélin, 4 cyl 2,5 lítra vél sem hefur verið að koma mjög vel út sem jeppavél með gott tog á lágsnúningi. 1999 skipta þeir henni svo út fyrir Td5 sem með sama rúmtak en 5 cyl. Sjálfsagt ágætis vél en þykir ekki toga jafn vel og 4 cyl vélin. Eg hef ekki keyrt slíkan bíl en skilst að hún sé þýðgengi og lipur, en ekki sama sleggjan og sú gamla. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk hjá snillingunum í BSA (sem selja varahluti og ýmislegt dót í Land Rover, m.a. áströlsku öxlana, hreint frábærir kappar og veita góða þjónustu) þá stendur núna til að framleiða hann með 4 cyl vélinni.
Ævinlega velkominn í hóp okkar sérvitringanna, enda eins og Ebbi segir, við erum bestir!
Kv – Skúli
11.11.2003 at 10:19 #478640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Af því að verið er að bera saman hina ýmsu vagna hvað varðar drifhlutföll o.þ.u.l. langar mig setja inn þessi:
1. gír 3.97, lága drif 2.48, drifhlutfall 4.55 = 44.79.
Sýnist ekki sem verst. Og hvaða vagn skyldi þetta nú vera?
V
11.11.2003 at 10:50 #478642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gæti ekki verið að þetta sé Musso? Þarna kemur einmitt millikassi með góða niðurgírun sem skilar sér í lágu lokahlutfalli án þess að það þurfi að fara í of veik hlutföll. Ef ég man rétt var Mussoinn einmitt kynntur í upphafi þannig að drifbúnaður væri hannaður með það í huga að þetta sé jeppi og Dana og Warner-Borg náttúrulega klassísk hönnun. Eg hef líka alltaf verið aðeins "hot" fyrir þeim, en kannski látið einhverjar þjóðsögur hafa áhrif á mig, sem er náttúrulega ekki til sóma né eftirbreytni.
Kv – Skúli
11.11.2003 at 11:14 #478644Jæja, maður getur nú ekki látið 100+ pósta þráð framhjá sér fara…
Eins og Skúli hefur bent á þá er Rover með MJÖG lága gírun original, ég keyrði á sínum tíma bíl sem pabbi átti sem var 1985 árgerð af Defender County 90. Þessi bíll hafði það varla yfir 110 í 5. gír, slíkur var snúningshraði mótorsins orðinn, en 1. gírinn var meira notaður af vana og skyldurækni heldur en nauðsyn. Þessi bíll var mest á 16" felgum með frekar háum og mjóum dekkjum, en fór svo á 31" seinna (á 15") sem voru ekki teljandi hærri dekk.
Mín trú er sú að sá bíll hefði verið með nokkuð passlega gírun á 36 – 38" dekkjum (en alveg ókeyrandi af því hvað hann er stuttur)
Varðandi upphaflegt efni þráðarins þá langar mig að koma því að að þó að (fram)hásingabílar hafi virkað mjög vel í gegn um tíðina þá er ástæða fyrir því að bílaframleiðendur (og þeir sem smíða keppnisbíla í shinum aðskiljanlegustu akstursíþróttum) hafa haft tilhneigingu til að hengja drifbúnaðinn við burðarvirki bílsins,
það er nefninlega til að minnka ófjaðrandi þyngd.
Svo tók Ford eitt hliðarspor og fór hálfa leið með umtalaðri (geð)klofahásingu. Ég hef hins vegar aldrei fengið fullkomlega gilda skýringu á því af hverju þessi hásing er svona slæm…hvað klikkaði?með von um áframhaldandi líflegan þráð
Grímur R-3167
11.11.2003 at 12:47 #478646
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hverjar eru helstu þjóðsögurnar um Musso? Ég hef áhuga fyrir að heyra eins eina eða tvær.
Kveðja, V
11.11.2003 at 12:48 #478648Landbúnaðartækið hefur óneitanlega marga skemtilega kosti.
Þetta er einfaldlega trukkur og vinnutæki. Ekki hlaðinn endalausu magni af ónauðsinlegu drasli sem bara bilar og er þungt, og kostar helvítis formúu.
Það eru bara örfá smáatriði sem þyrfti að laga í honum til að maður geti talið hann með sem alvöru kost.Uppfæra "ergonimics" í honum fyrir Homo Sapiens í staðin fyrir týnda hlekkinn í mannkynssögunni.
Gera húsið í honum vatns og vindþétt.
Setja í hann miðstöð (sennilega hefur týndi hlekkurinn verið loðnari en við
Styrkja öxlana í honum, koma þeim upp úr suzuki sverleika upp í eitthvað alvöru.
Þétta eitthvað af öllum þessum olíulekum.
þ.e.a.s. þróa hann pínulítið.Ef þeir myndu laga þessi smáatriði myndu þeir örugglega seljast verulega mikið meira, þar sem það vantar orðið alvöru utility bíla í Sport Utility Veichles grúppuna.
Niðurgíranir.
Burraði slatta um hálendið á land krús sem var með með niðurgírun upp á ca 1:50 í fyrsta lága (farinn að þenja hann á 50kph). Þetta var eiginlega of lágt fyrir venjulegan snjóakstur á þeim bíl, og ekki nógu lágt til að virka sem lóló. Það er nefnilega líka hægt að vera með of mikla (eða óhentuga) niðurgírun. Þetta myndi líklega hrjá Rubiconinn. Hann hefur hátt drif og svona semi-lóló, en ekkert eiginlegt lágt drif…!Kv
Rúnar.
11.11.2003 at 16:05 #478650
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vigfús, af því þú spyrð um þjóðsögurnar af Musso, þá hefur eitthvað verið talað um bilanatíðni og að menn hafi verið í vandræðum með eitthvað rafeindadót sem illa hafi gengið að fá lagfært. Mikið vindhljóð og skrölt í boddýi er líka eitthvað sem hefur heyrst. Einnig var talað um að á fyrstu bílana hafi verið sett túrbína, en vélin ekki þolað það og því hafi þær verið að fara í stórum stíl. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það og sjálfsagt hægt að finna svona sögum stað um flesta bíla. Væri kannski efni í nýjan þráð, satt og logið um Musso.
Margt til í þessari greiningu Rúnars á Land Rover. Miðstöðin mætti alveg vera öflugri og húsið þéttara. Hann lekur að vísu ekki hjá mér, en eitthvað sem ég hef heyrt eða séð á einhverjum vef er að eitthvað af þeim er framleitt í Suður Afríku og þeir leki allir. Einnig að topplúgurnar vilji leka (þó ég viti um allavega undantekningar frá þeirri reglu. Og varðandi olíulekann, þá eins og kemur fram á Káravefnum eru þeir bara að merkja sér svæði. En sjálfsagt mætti komast fyrir þetta með smá vinnu. En þetta með öxlana held ég að stafi af því sem ég sagði að ofan varðandi vandamálin við flansana og öxulendann, ekki að öxlarnir séu ekki nógu sterkir sem slíkir. Þetta eru alveg þokkalegustu drjólar og skv. því sem kunnugir segja mér, ekki til vandræða að öðru leiti.
Kv – Skúli
12.11.2003 at 00:15 #478652Sælir.
Einhverju sinni sagði Land Rover eigandi sem kominn var í þrot vegna samanburðar um það hvað aðrir jeppar hefðu sem Robbinn hefið ekki… "…nú ef það er ekki, þá bilar það ekki…"
Það er vissulega kostur!
Ferðakveðja,
BÞV
12.11.2003 at 03:00 #478654Af því að spurt var um og SkúliH var óskýr þá er D90 með sömu eða svipaða hásingu og Diskovery, kann þó að vera breytt nú allra síðustu 1-2 árin. D110 og D130 (pallbíllinn) eru með sk. Salisbury hásingu fram til síðasta árs, þá kemur D110 a.m.k. með eitthvað léttari hásingu en sambærilega öxla og köggul. Salisbury er í raun gamla Dana 60 með nokkrum vel völdum breskum skemmdarverkum sem felast í veigaminni öxlum, skertu olíuflæði o.þ.h. Reyndar hefur hásingin (þ.m.t. öxlar) dugað nokkuð vel þegar maður hefur farið um hana höndum.
Búnaðurinn út við flangsa sem Skúli minnist á er hins vegar göróttur þó "þessir áströlsku" (Maxi-Drive) og eðlilegt olíuflæði veiti vissulega gálgafrest er það ekki endanleg lausn. Um það geta vitnað 2 rilluhreinsaðir ástralskir flangsar í mínu pússi. Kosturinn er hins vegar að áströlsku öxlarnir eru úr mun hertara efni og standa heilir eftir skemmdan flangsinn, sem er tiltölulega ódýr. Orginaldótið er líklegra til að skemmast allt saman.
Að öðru leiti er driflínan sambærileg í D90-D130, sömu kassar en kunna að vera önnur hlutföll í millikassanum. Ef ég man rétt fæst LT230 LR millikassinn með 4 mismunandi hlutföllum út, sem er annars dæmi um þá fjölmörgu möguleika sem þessir bílar bjóða uppá í uppsetningu.
Svona til að halda sig við efnið, auðvitað er rörabúnaðurinn heppilegri og sterkari að öllu jöfnu í íslenskri jeppamensku. Ýmsar ástæður geta legið að baki sk. þróun sjálfstæðrar fjöðrunar, m.a. verð á stáli, höfundaréttur, misvitrir hönnuðir og svo er alþekkt að arkitektar eru endalaust að leita eftir að smíða "minnisvarðann" sinn. Þetta síðasttalda element er reyndar einnig ríkt í íslenskum jeppaköllum almennt :).
Þegar öllu er á botninn hvolft bendir ekkert til að sjálfstæð fjöðrun geri neitt sem hásing getur ekki gert hvorki í fjöðrun eða aksturseiginleikum, nema síður sé. Heldur er bætt við óvissuþáttum, tengingum og brotpunktum sem almennt er óheppilegt a.m.k. fyrir mína parta. Hafi ég rangt fyrir mér varðandi aksturseiginleikana má nefna að jeppamenskan er meira en að líða yfir snæviþakta jöklana sem er nú oft eiginlega bara eins og malbik. Oftar en ekki byrjar fjörið ekki fyrr en í einhverju dásamlegu andsk…. bulli, ísbroti, krapa eða stórgrýti og þá er betra að hafa eitthvað undir sér….!!!!
Kv. U-162
12.11.2003 at 04:08 #478656Bílar hafa ýmist notað sjálfstæða eða tengda fjöðrun, næstum frá upphafi. Líklega var tengd fjöðrun þó algengari til að byrja með. T.d. var Volksvagen bjallan, sem hönnuð var fyrir seinni heimstyrjöld, með sjálfstæða fjöðrun framan og aftan. Sjálfstæð fjöðrun hefur yfirleitt verið notuð í þýskum og tékkneskum fólksbílum og þegar drifhjólin eru á sama enda og vélin.
[list:1km32fob]Kostir sjálfstæðu fjöðrunuarinnar eru:[*:1km32fob]Minni ófjöðruð þyngd.[/*:m:1km32fob][*:1km32fob]Betri nýting á plássi.[/*:m:1km32fob][*:1km32fob]Gefur kost á meiri veghæð.[/*:m:1km32fob][/list:u:1km32fob]
[list:1km32fob]Kostir tengdrar fjöðrunar:[*:1km32fob]Hjól eru hornrétt á vegyfirborð.[/*:m:1km32fob][*:1km32fob]Einfaldari hönnun með færri liðum.[/*:m:1km32fob][*:1km32fob]Meiri svegjanleiki varðandi breytingar.[/*:m:1km32fob][/list:u:1km32fob]
Ófjöðruð þyngd hefur mikið að segja í kappakstursbílum þar sem hraði fer langt yfir 100 km/klst, sama á væntanlega við um þýsku hraðbrautirnar. Vegna plássnýtingarinnar er sjálfstæða fjöðrunin yfirleitt notuð í smábílum og veghæðin er líklega ástæða þess að sjálfstæð fjöðrun hefur verið notðu í mörgum herjeppum, þar er Hummer þekktasta dæmið.
Í snjóakstri, þar sem búið er að setja mun stærri og þyngri hjól og hraði verulega minni en á þýskum hraðbrautum, þá skiptir ófjaðraða þyngdin litlu máli. Raunar getur verið villandi að tala um ófjaðraða þyngd því dekkin fjaðra verulega þegar búið er að hleypa úr.
-Einar
12.11.2003 at 08:50 #478658Samkvæmt ARB bæklingum eru öxlar í Rover 1.1" af sverleika. Heilir japanskir öxlar eru flestir í kringum 1.3" (Toyota, Nissan, Mitsu). Bílar með "Þróaða fjöðrun" eru aftur oft með minni öxla, svipaða og Rover (t.d. Hilux IFS). Dana 44 og dana 60 léttari eru með 1.3", og dana 60 alvöru með 1.5" eins og vörubílahásinginn sem er undir sumum Pöttum.
Reyndar eru þessi mál þvermálið yfir rílurnar, en sumir öxlar eru sverari í miðjunni.
1.1" er að mínu mati aðal ástæðan fyrir því að rover öxlarnir brotna. Eru einfaldlega ekki nógu sverir.
Kveðja
Rúnar.
12.11.2003 at 10:02 #478660
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skal ekki þræta fyrir þetta, ekki síst úr því félagi U-162 á tvo ónýta ástralska flansa í fórum sínum. Mína þekkingu á þessum öxlum hef ég frá Snorra í S.S. Gíslason og köppunum í BSA, en báðir fullyrtu að þetta með olíuflæðið væri vandamálið en annars væru þessir öxlar til friðs. En maður þrætir ekki við hardcore sönnunargögn og nú verð ég bara að sjá hvað ég get boðið mínum öxlum á komandi árum.
Þetta er örugglega rétt hjá þér að LT230 kassinn er til með eitthvað mismunandi hlutföllum í lága drifinu. Það hlutfall sem við höfum verið að tala um hér er 3.32 og er allavega í D110 hér, en ég hef líka séð gefið upp 3.297 í þessum kassa. Svo er hægt að kaupa í þá 4.32, en held að þeir komi ekki orginal með því hlutfalli. Sjálfsagt til eitthvað fleira, en ég þori ekki að fullyrða um hvað er í D90. Hugsanlega er svo eitthvað annað látið fylgja V8 vélinni.
Kv – Skúli
12.11.2003 at 10:18 #478662Ég skil ekki hvað olíuflæði hefur með styrk öxla að gera. Olíflæðið er vissulega betra fyrir legur en þetta með styrkinn er mér hulin ráðgáta.
12.11.2003 at 11:05 #478664Ætli þeir vilji ekki meina að skortur á smurningu á rílunum á öxlaendunum eyðileggi rílurnar á einvherjum x tíma.
Eins hlýtur smá slag í legum að rústa þessum rílum, eða meikar það ekki sens?Annars er óneitanlega pínu sniðugt að hafa svona rílur á þessum enda öxulsins. Gerir það að verkur að auðvelt er að gera flangsinn veikari en öxulinn og verja þannig drifkeðjuna fyrir öxulbrotum og öðrum brotum. Lítið mál að hafa nokkra ódýra auka flangsa með í för. Hef reyndar séð auglýst í útlenskum blöðum svona tregðukúplingar á növin á þessum bílum, sem gefa eftir við mikið álag, til að verja öxlana!
Annars hafa reyndar allir framleiðendur hætt að útfæra fljótandi öxla svona. Virkar víst ekki alveg nógu vel..;)
Kv
Rúnar.
12.11.2003 at 12:02 #478666
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enn hef ég alla mína visku frá Snorra. Þegar ég fjárfesti í Breska heimsveldinu var slag þarna í flansinum, þ.e. slit í rílunum (að mér sýndist bæði flansinum og öxulendanum, allavega mat ég það þannig að best væri að skipta um hvorutveggja). Snorri tjáði mér að hann hafi smurt í þetta á þessum bíl eitthvað áður en það líklega verið of seint og skortur á smurningu ásamt skít og raka orsaki þetta. Og jú þetta með legurnar hef ég líka heyrt, þ.e. að þegar þær eru orðnar lélegar séu rílurnar fljótar að skemmast ef ekki er brugðist við.
Kv – Skúli
12.11.2003 at 12:44 #478668Sælir
Ég átti langan Land-Rover 109. Á þessum fjórum árum sem ég var með hann spólaði ég þrisvarsinnum rillunum innan úr flangs að aftan. Þannig að auka flangs var alltaf með í þeim bíl. (ásamt miklu fleiru)
Þessi bíll var árg. 1981 4CYL. bensin þannig að það bar lítið á afli í þeim mótor. En flangsarnir voru ódýrir og fljótlegt að skipta um.Kveðja O.Ö.
18.11.2003 at 23:07 #478670Sælir félagar.
Aðeins meira um þróaða (sjálfstæða) fjöðrun. Eins og áður hefur komið fram, þá eru kostir og gallar við öll mannanna verk. Helstu gallar við þróaða fjöðrun í mikið breyttum fjallabílum (bæði jeppum og jepplingum er sú staðreynd að þegar bíllinn t.d. hleður á sig klaka eða krapa, nú eða þegar spil er sett t.d. fremst á slíkan bíl, þá lækkar undir lægsta punkt.
Nú er fulltrúi "þróaðra" að hanna búnað sem leysir þetta vandamál og vonandi sjáum við það virka í snjónum í vetur. Vinnuheiti búnaðarins er "aldrei fastur!" eða "never stuck" eins og búnaðurinn verður markaðssettur í engilsaxneskum löndum…
Nánar um þetta síðar, því eiginlega er þetta eitt hrikalegt leyndarmál, en mér finnst samt sanngirnismál að rörakallarnir fái að vita að þróun er í gangi… Það þýðir ekkert að sofa á verðinum…
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 01:54 #478672Sæll BÞV.
Hvað er að frétta af breytingum hjá Palla… hver ands… er eiginlega í gangi á að drepa mann gersamlega úr forvitni því eru ekki komnar myndir á netið?
Kv.
Benni
19.11.2003 at 08:53 #478674Ég frétti af svona pælingum fyrir hálfum mánuði síðan, ætli þetta komi í veg fyrir svona festur?[img:3dphfeif]http://klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_221230.jpg[/img:3dphfeif]
-Einar
19.11.2003 at 13:07 #478676Sæll Einar.
Nei, það er fátt sem kemur í veg fyrir FESTU ef menn komast í svona aðstöðu – jafnvel ekki rör…
Hins vegar finnst mér þetta spark neðan við beltisstað í ferðafélagann, þ.e. að smella svona mynd á netið…
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.