Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.11.2003 at 01:31 #478598
Skúli hefur nefnt það nokkrum sinnum að hann hafi tekið eftir því að það þurfi oftar að hjálpa þeim sem eru á klafabílum en þeim sem eru með rör að framan. Ég hef hins vegar tekið eftir því að það þarf oftar að hjálpa bílum sem eru sjálfskiptir. Nú ferðumst vð Skúli oft saman þannig að þetta eru reyndar að mestu sömu bílarnir.
Þangað til fyrir 2 árum átti ég jeppa með IFS. Ég hef ekki fundið að þeim sé hættara við að festast, en ég finn mun eftir gírhlutföllum og því hvernig læsingar er til staðar. Ég hef ekki komist upp lag með að losa sjálfskipta bíla úr festum án utan aðkomandi aðstoðar og hefur sýnst af því fylgjast með ferðafélögunum, að það þurfi mikla reynslu og æfingu til þess að verða fær í að aka sjálfskiptum bílum í þungu færi án þess að spóla undan hjólunum af og til.
Mér finnst sú staðhæfing Björns Þorra að sjálfstæð fjöðrun sé þróaðri en sú þar sem bæði hjólin er fest á sama stykkið (rör) fráleit. Báðar aðferðir hafa verið notaðar í marga áratugi. T.d var Austun Gipsy jeppinn með sjálfstæða fjöðrun að framan og aftan fyrir 40 árum. Og heilar hásingar hafa verið notaðar í mörgum vel heppnuðum lúxus jeppum, t.d. Ranger Rover, Land Crusier 80 og Jeep Grand Cherokee. Þegar MMC breytti pajero jeppanum og setti sjálfstæða fjöðrun að aftan, versnuðu aksturs eginleikar bílsíns samkvæmt prófunum [url=http://www.consumerreports.org/static/0107mit0.html:2pkh42r4]Bandarísku neytendasamtakanna.[/url:2pkh42r4]
-Einar
09.11.2003 at 14:46 #478600Sælir félagar.
Mér finnst Jón Ebbi koma með mjög sannfærandi greiningu á þessu með muninn á röri og klafa. Auðvitað hefur allt eitthvað til síns ágætis. Þetta með drifgetuna, þá hef ég oft velt því fyrir mér að þegar klafabíll er að stoppa í þungu færi, þá sjá menn snjóinn sem hann ryður á undan sér, en slíkt sést ekki eins vel á rörabíl, auk þess sem í sumu færi nær eitthvað að fara yfir rörið. Kannski er það þess vegna sem fordómarnir eru svona miklir í garð þessa búnaðar hjá sumum? Ég þekki líka menn sem eignuðust bíl með þróaðri fjöðrun og þóttust verða að byrja á því að setja hann á rör áður en þeir færu út af tjörunni, en svo keyra þeir bara og keyra og hætta að minnast á þetta.
Ég vil samt undirstrika að sjálfur hef ég reynslu af því að t.d. í krapa, þá er bíll á röri heppilegri til að smella út í óþverrann… Já og þetta með verðið á breytingunni gat aldrei staðist hjá SkúlaH og gott að fleiri en ég eru búnir að skoða það mál.
Þetta með legurnar var skemmtilegt innlegg hjá Snorra og sennilega er þetta stór (stærsti) þátturinn í endingartíma hjólalega (þ.e. að fá ekki skít og óhreinindi í þær). Þó veit ég dæmi þess að hjólalegur að aftan í Hilux hrundu á "44 hjólum áður en það náðist að skíta þær út eða eftir svo sem 1-2 þús. km. Þar er búnaðurinn einfaldlega ekki að þola svo stór hjól.
Einar bendir á muninn á sjálfskiptingum og beinskiptingum og get ég alveg fallist á það sem þar kemur fram, það er að mörgu leyti erfiðara að læra á sjálfskiptingu í þungu færi en beinskiptingu. Þetta þekki ég af eigin raun, þar sem Daman er fyrsti sjálfskipti jeppinn sem ég hef átt og satt að segja gekk nú ekkert sérstaklega í upphafi og þar var mitt reynsluleysi á sjálfskiptingu sennilega stærsti þátturinn (hreinn og klár klaufaskapur til að byrja með)
Hins vegar kem ég nú alveg til með að sofa rólegur áfram þótt þessi amerísku organisations séu að vara við hættueiginleikum Montero/Pajero.
Annars er þetta að verða pínu vindlaust og allir meira og minna sammála – sem er vont… Ég minni á að í upphafi þá var ég að segja frá fjöðrunarsviðinu (travel) í Pajero sem er nokkru meira en í original 80 Cruiser og kom það mér satt að segja mjög á óvart, þar sem umræðan hefur yfirleitt verið á þá leið að fjöðrunarsvið í sjálfstæðri fjöðrun væri almennt mun minna en í rörabílum. Það er eins og svo margt annað sem er í hinni almennu umræðu, sem er ekki endilega rétt þegar maður káfar á því sjálfur…
Ferðakveðja,
BÞV
10.11.2003 at 01:07 #478602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir enn og aftur
Það er rétt að það er nú sennilega u.þ.b. búið að segja hér flest sem segja þarf. En að vísu úr því menn draga svo mjög í efa þær kostnaðartölur sem ég set fram varðandi breytingar á Defender þá verð ég greinilega að rökstyðja það betur. Það væri reyndar fróðlegt að sjá hjá Ebba hvaða tölur hann fékk nákvæmlega hjá Snorra og ekki síður mikilvægt, hvað er innifalið í því. Það var nefnilega sá sami Snorri sem ég fékk mínar upplýsingar. Það var að vísu lauslegt skot í gegnum síma, 2-300.000 eftir því hvort eitthvað hafi verið hreyft við stífum við 35? breytinguna, sem var reyndar ekki í mínu tilfelli. Málið er að þetta er að mestu leiti tiltölulega einföld smíðavinna, gormasæti á grind færð niður (eða raunar snúið við þannig að þau koma neðst á grindina í staðin fyrir efst) og stífur síkkaðar. Svo hef ég séð að einum arm í stýrisgangnum er skipt út.Inn í þessu eru ekki hlutföll eins og nauðsynlegt er við breytingar á flestum bílum, en sennilega er það inn í tölunum hjá þér Ebbi þar sem þinn er með lækkuð hlutföll. Astæðan fyrir að mér mér finnst sjálfsagt mál að sleppa þeim í útreikningunum er að Defenderinn þarf þau ekki nauðsynlega og mjög margir sleppa þeim. Defender er nefnilega hannaður sem jeppi með lág hlutföll í millikassa, 3,32 meðan t.d. Runnerinn er með 2,28. Orginal drifhlutfall er svo 3,54 sem hljómar nokkuð hátt, en samt er endanlegt hlutfall í lægsta gír lítið eitt hærra en Runner með 5,29 eða 43,4. Má alveg vera lægra en dugar vel, ekki síst þar sem vélin torkar vel. Þess vegna láta margir það eiga sig að skipta um hlutföll og spara sér þannig stóran kostnað sem eigendur margra jeppa verða að leggja í ef þeir ætla á 38? dekk, auk þess að halda styrknum því lægri hlutföll eru eðli málsins samkvæmt hættari við að brotna og endast skemur. Af þeim sem ég þekki á Defender á 38? eru aðeins tveir með lækkuð hlutföll, Jón Ebbi og svo einn sem er breyttur fyrir 44?. Og þeir sem eru að nota óbreytt hlutföll allir á því að það sé í góðu lagi.
Annar stór kostnaðarliður þar sem Defender eigendur geta farið billega útúr er kantar. Þetta lyftir upphæðinni á breytingareikningnum verulega upp á mörgum glæsijeppanum, enda væri annað hrein skemmd á fallegum bíl. Defender er með klassískt röff útlit og eins og kemur fram á ?játningunum? á Kárasíðunni sem ég vísaði áður á, fallegastur hæfilega skítugur og með orginal dældir, þá er þetta ekki eins mikið mál. Persónulega finnst mér hvítu kantarnir á mínum alveg fullnægjandi, órdýrir og praktískir. En á ?fínni? bíl tæki ég ekki annað í mál en að fara þarna alla leið.
Eg fæ því ekki betur séð en Defender geti verið tilbúinn á fjöll fyrir 300.000 + dekk og felgur 250.000 eða 550.000 + kantar sem getur örugglega hlaupið á mjög stóru bili eftir því hvað menn vilja vera flottir (eða hvað þeim finnst flott). Eg hins vegar reikna ekki með að kaupa suðuvinnuna og föndrið við breytinguna þannig að það verður enn ódýrara, en það er auðvitað ekki sanngjarn samanburður og kemur þessu reiknidæmi ekki við. Að vísu gæti verið að ég myndi ekki taka sénsinn á öðru en láta fagmenn vinna breytinguna á bíl með ?þróaðri fjöðrun?, en það er kannski annað mál.
Svo er auðvitað endalaust hægt að setja pening í skemmtilegar viðbætur, s.s opið púst og ýmiskonar fifferí til að fá fleiri hesta, spil og hlutföll (sem eins og ég skýrði að oftan verður að teljast sem auka viðbætur á Defender). Eg velti því hins vegar fyrir mér hvort sé ekki skemmtilegra að fara frekar í skriðgír en skipta um hlutföll. En þá erum við komin langt út fyrir þennan venjulega breytigapakka. En gott að geta t.d. notað peninginn sem annars hefðu farið í hlutföllin upp í skriðgír.
I rest my case!
Kv ? Skúli
P.s. Eg er ekki viss um að ég geti verið sammála félaga mínum Einari og BÞV (skoðanabræðrunum!!) varðandi sjálfskiptingar. Að vísu hef ég ekki kynnst notkun þeirra á fjöllum af eigin raun, en verið kóari hjá ágætum félaga okkar á sjálfskiptum bíl. Það að sjá hvernig hann getur beitt sjálfskiptingunni í hjakki í þungu færi fékk mig ofan af öllum fordómum gagnvart sjálfskiptingum. En að vísu er virkni þeirra misjöfn, hvernig þær taka á og hvernig ?dauðaslagið? er. Þar hentar kannski ekki sama í venjulegum borgarakstri og á fjöllum.
10.11.2003 at 01:39 #478604Sæll Skúli.
Auðvitað er það hreinasta bull að halda því fram að breytingu á "38 bíl sé lokið ef ekki er búið að lækka drifhlutföllin á móti stærri hjólum. Með þessu ertu enn að leiða umræðuna á villigötur. Allt bla bla um að þetta þurfi ekki á þessum bílnum eða hinum bílnum er hjáróma þvæla sem allir komast að lokum að að stenst ekki.
Þessu reyndu allir Íshús kallarnir að halda fram á sínum tíma og líka Patrol kallarnir á meðan hlutföllin fengust ekki í þá. Svo steiktu þeir bara kúplingar og drifu ekki rassgat – enduðu svo allir á hlutföllum að lokum.
Ef Robbinn er svona fínn á original hlutföllunum á "38 og "44 hjólum, þá hlýtur hann að vera ókeyrandi á original hjólunum.
Þú ert að misskilja okkur eik varðandi sjálfskiptingarnar. Við erum í raun sammála þér um að þær er vel hægt að nota, en þær krafjast mikillar æfingar. Hlynur Datsun maður sagði einhverntíman að hann hefði verið á annað ár að læra á þetta. Lagnir menn eru mjög seigir á sjálfskiptingunni.
Ferðakveðja,
BÞV
10.11.2003 at 09:42 #478606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Björn
Það var kannski viðbúið að þú vissir betur í þessu með hlutföll og Land Rover, jafnvel þó leiddar séu fram nákvæmar tölur um niðurgírun. Staðreyndin er að fjöldi Land Rover eiganda á 38" (ég var ekki að tala um 44") láta það vera að skipta um hlutföll og láta vel af því, þrátt fyrir að töluvert úrval sé fáanlegt. Hvernig var þetta aftur með spurninguna um að dæma út frá eigin reynslu?Eg hef ekki keyrt óbreyttan Defender, en ég hugsa að það sé rétt að óbreyttir séu þeir frekar lágt gíraðir. Tæplega þó rétt að segja ókeyrandi enda er lykilinn að þessu (eins og kom fram hér að ofan) að niðurgírun í lága drifinu er mun lægri en á flestum öðrum jeppum og hefur því ekki áhrif á malbiksaksturinn. Er ekki niðurgírunin í lága drifinu í Pajero eitthvað nærri 1,9? Með slíkum millikassa væri endanleg niðurgírun á Defender 24,8 í stað 43,4 (að öðru óbreyttu) og þá þyrfti hlutföll ekki spurning. Eg ætla ekki að endurtaka tölurnar, enda eru þær hérna fyrir ofan og segja allt sem segja þarf.
Kv – Skúli
10.11.2003 at 10:49 #478608Nú er Björn Þorri kominn langt fram úr sjálfum sér. Mín reynsla segir að til að bíll sé góður í snjóakstri, þá þarf niðurgírun í lægsta gír að vera um það bil 1/40. Hugsanlega er hægt að komast af með eitthvað minna með díselvél.
Lægstu hlutföll sem ég hef heyrt um í MMC eru 1/5.285. Beinskiptur Pajero nær með þessum hlutföllum niðurgírun upp á 1/39.7. Sjálfskiptur er með 1/28.2 Land Roverinn hans skúla er sem sagt orginal með meiri niðurgírun en það lægsta sem hægt er að fá í pajero án auka millikassa.
Þó það hafi lítið með snjóakstur að gera, þá er æskilegt að breyta hlutföllum þannig að hraðamælir breytist ekki. Á mörgum bílum er þetta þó ekki hægt því framboð á hlutföllum er takmarkað. Þetta á t.d. við um MMC.
Pajero er yfirleitt frekar lágt gíraður frá verksmiðju, þannig að lækkun hlutfalla með 5.285 dugir rétt til að fá réttan hraðamæli á 31-33" dekkjum, dæmi: beinskiptur [url=http://hoffeldt.motadata.co.za/auto/newpajero.html:34zrvem1]Pajero[/url:34zrvem1] með 2.8 lítra díselvél kemur original á 4.9 hlutföllum og 30" dekkjum, lækkun hlutfalla í 5.285, passar fyrir 32" dekk.
10.11.2003 at 11:05 #478610Þetta er allt saman rétt hjá eik varðandi Pajero/Montero. Ég er að keyra á 33" dekkjum og núverandi barðar orðnir oggulítið slitnir. Þá sýnir hraðamælirinn svona 5 – 6% minna en GPS ef maður lætur cruise – controlið passa hraðann á einhverjum beinum leggjum sem ná 4 – 5 km á lengdina. Nóg um það. Þessi hlutföll á 33" eru hinsvegar að manni finnst ansi heppileg fyrir 33" dekk hvað varðar vinnslu og þess háttar á þessum tíkum. Þótt ég sé búinn að aka á þessum bílum í nokkur ár er ég ennþá þeirrar skoðunar, að þetta séu ekki heppilegir bílar til breytinga. En þetta eru ágætar tíkur ef maður ekur mest á vegunum, eins og ég þarf að gera. Nú, BÞV skilur greinilega ekki nema það sem hann vill skilja, sbr. svör hans við ágætum pistlum SkulaH, og það verður bara að vera hans verkur. En mig er farið að langa til að hitta hann SkulaH og kíkja á Roverinn hjá honum. Verst að maður er alltaf í þvílíku tímahraki þegar maður er í bænum, þótt maður sé þar á ferðinni flestar vikur ársins.
10.11.2003 at 11:17 #478612Sælir
Til samanburðar þá er mesta niðurgírun í 2,8 l Patrol á orginal hlutföllum og án milligírs 1:37,8.
kv
AB
10.11.2003 at 11:24 #478614….ef þetta er rétt hjá Eik að Pajero nái "aðeins" 1/39,7 niðurgírun (Patrol 1/37,8) þá er Daman skv BÞV ókeyrandi í snjó án auka millikassa!
kv
AB
10.11.2003 at 15:56 #478616Sælir vitringar.
Ég játa það Skúli minn að mér yfirsáust útreikningarnir og viðurkenni það í hvelli. Það er hins vegar rannsóknarefni hvernig í heiminum menn ferðast þá á þessum Róbertum á org. hjólum. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem það gæti hugsanlega meikað sens að "það þurfi ekki hlutföll". – En nóg um það, þetta er örugglega gríðarlega fínt miðað við þessar tölur og aftur játa ég að ég féll í eigin gryfju og talaði ekki af reynslu… Geturðu einhverntíman fyrirgefið mér þetta fláræði??
Annars finnst mér verst að ólsarinn skuli ekki enn sjá til sólar eftir að ég vogaði mér að kalla hann framsóknarmann. Hann hefur bara ekki verið með sjálfum sér síðan það gerðist og ég er farinn að efast um sálarheill þessa annars mikla höfðingja vegna þessa. Í öllum bænum…. ég skal lofa að kalla þig þessu aldrei aftur…
Já, kannski er Daman ókeyrandi án auka millikassa… Það skyldi þó ekki enda með því líka…
Ferðakveðja,
BÞV
10.11.2003 at 16:02 #478618æ, ég gleymdi að spyrja ólsarann í tilefni góðlátlegrar ábendingar eik á dögunum. Hversu oft hefurðu velt þessum tíkum þínum eins og þú vilt kalla þær? Manni skilst að þessar dósir séu barasta stórhættulegar!
Með velta-fyrirsér kveðju,
BÞV
10.11.2003 at 16:22 #478620Jæja þetta er nú orðinn alveg svakalega skemmtilegur þráður. Ég var farinn að hugsa mér að stofna kviðdóm í málinu "SkúliH vs. BÞV – Drifhlutföll í Robba" en lögfræðingur BÞV kallaði "withdrawn" svo þess reyndist ekki þörf :-).
Annars hef ég nú bara átt smá komment í formi linka inn á amerískar vefsíður, og var kallaður rörakall fyrir vikið, en það varð nú til þess að lífga upp á þráðinn. Svo er ég bara stoltur af nafngiftinni.
Ég ætla að halda uppteknum hætti og senda link á frétt sem birtist á CNN í dag. Hún virðist nú staðfesta að einhverju leyti áhyggjur aumingja kanans af þessu veseni í Chrysler að vera að breyta þessu gamla og góða!
Jeep recalls 438,000 Liberty SUVs
Chrysler to inspect, replace front-suspension parts that could cause control loss on 2002-03 models.
November 10, 2003: 10:27 AM ESTDETROIT (Reuters) – Chrysler is recalling about 438,000 Jeep Liberty sport/utility vehicles after receiving 47 complaints from customers, some of whom lost control and crashed or had a wheel come off the vehicle due to a problem with the front suspension, the company said Monday.
Fréttin er í heild sinni [url=http://money.cnn.com/2003/11/10/pf/autos/jeep_recall.reut/index.htm:oocf91lk]hér[/url:oocf91lk]
kv.
Eiki
10.11.2003 at 16:35 #478622Bara smá leiðrétting, bandarísku neytendasamtökunum tókst ekki að velta Pajero(montero), eldri en 2001, á sléttu malbiki. Samkvæmt því sem ólsarinn gefur upp, þá er hans bíll af 1999 árgerð og því ekki með [url]þróaðri fjöðrun[/url] að aftan.
-Einar
10.11.2003 at 18:21 #478624Æijá. Eiginlega nenni ég ekki að lengja þetta kjaftæði meira, þetta er að verða hálfgerð Spaugstofa. En svona varðandi akstureiginleika Pajero, þá hef ég notað þessa þrjá sem ég hef átt aðallega sem götubíla og þar með til að draga aðskiljanlegar kerrur, oft dálítið lestaðar, og í þetta eru þessar tíkur bara ágætar. Hafa góða aksturseiginleika á vegum, afbragðs hemlabúnað, einhver bestu sæti sem ég þekki (hefur reyndar farið aftur í Dömunum) að maður tali nú ekki um millikassann, þar sem maður getur valið um 2×4, 4×4 sídrif og venjulegt 4×4. Það er til amerískur millikassi frá New Process minnir mig, sem virkar eitthvað svipað, (er ekki viss) sem var a.m.k. einhverntíma í boði í Cherokee held ég, eða kannski síðustu gerðunum af Wagoneer. En mér hefur ekki dottið í hug að breyta þeim fyrir fjallaferðir, hef einhvernveginn ekki trú á því dæmi. Nei, mér hefur ekki tekist að velta þeim, hef reyndar ekkert sérstaklega verið að reyna það. Hef reyndar til þessa verið tiltölulega heppinn með að bílar hafa tollað nokkuð þokkalega á hjólunum hjá mér (7 – 9 – 13)veit náttúrulega ekki frekar en aðrir um hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ekki ólíklegt að með hækkandi aldri aukist líkurnar á því að maður lendi í svoleiðis málum.
10.11.2003 at 19:23 #478626Sæll Skúli þú spurðir um hvað væri inn í þeim breytingarpakka sem Snorri gaf comment á hjá mér.
mínar hugleiðingar voru hvað kostar að breyta nýjum bíl á svipaðan hátt og þeim sem ég ek á.
Þar sem ég var nú ekki að biðja um eitthvað tilboð heldur sirka tölur, sem hann reyndar byggði á bíl sem hann breytti nýlega, þá kann ég ekki við að birta þær nákvæmlega, en get þó sagt að talan er nær 2 en 1 millu.
Land-Roverinn minn er á 38" dekkjum með hlutföllum og loftlæsingum. Loftdælu, auka rafkerfi með öllu sem því fylgjir. Svo eru auðvitað ljós og fleira og fleira sem ég man ekki í svipinn.
Hvað mikið af þessu var nákvæmlega inn í kostnaðinum veit ég ekki en breytingarnar innandyra voru allaveg ekki með.
En annað sem ég verð að vera þér algjörleg ósammála um, það eru hlutföllin. Ég er nú afskaplega lítill fræðimaður hvað varðar vélbúnað en hef ágæta tilfinningu fyrir akstri þessara bíla held ég. Á undan Rovernum átti ég Susuki með lítilli vél á 33" og að því mér var sagt með orginal lágum drifum og engin þörf á hlutföllum, enda ekki til.
Það verð ég þó að segja að eins og sukkinn var nú skemmtilegur á margan hátt þá var þetta stóri gallinn.
Í þeim ferðum sem ég hef þegar farið á Rover þá er það alveg á tæru að hlutföllin eru það sem mestu skiptir.Það er sú breyting sem á að koma um leið og 38" dekkin og hygg ég að svo sé um alla bíla hvað sem hver segir.
Allavega er alveg öruggt að ég ek aldrei aftur um á breyttum bíl án hlutfalla.Bestu kveðjur
Jón Ebbi.
10.11.2003 at 20:05 #478628Miðað við þessar tölur hjá Ebba er álíka dýrt að breyta farmsóknar og landbúnaðarfaratækinu Rebba og Patrol. Þessar tölur hjá Skúla eru aðeins of lágar til að geta staðist, en ég hef heyrt að mönnum sem láta 35" breyta roverum og troða svo 38" undir.
Hlynur
10.11.2003 at 21:30 #478630
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Strákar, ætlum við að ná þessum þráð upp í 100 pósta!
Ólsari, þú ert ævinlega velkominn. Þú færð hiklaust prufuakstur á Breska heimsveldinu, væri jafnvel vel til fundið að sötra einn Guinness með okkur eik, en við erum í hópi sem hittist yfir þeim eðaldrykk hvern föstudag kl. 17:23.
Og BÞV, alltaf hægt að hlaupa á sig í hita leiksins, ekki hægt annað en fyrirgefa þeim sem játar yfirsjón sína. Verra þykir mér að Land Rover eigandinn Ebbi skuli ekki taka mark á tölunum og í guðana bænum Ebbi, EKKI BERA SAMAN SÚKKU OG LAND ROVER. Ekki það að ég hafi neitt á móti Súkkum, margt vitlausara en þær, en bara allt önnur kategoría. Hins vegar get ég alveg ímyndað mér að Defenderinn þinn virki býsna skemmtilega í snjónum með 4,88 hlutföllunum (er ekki rétt munað hjá mér að þinn sé með 4,88?). Þá ertu kominn með lægsta lokahlutfall 59,8 eða rétt tæpa 60. Það gerist örugglega ekki öllu lægra án skriðgírs. M.ö.o. orginal er Defenderinn með svipað lokahlutfall í lága drifinu og margir aðrir bílar með breyttum hlutföllum og svo býður hann að auki upp á þann möguleika að setja lægri hlutföll og þá er maður kominn með umtalsverða niðurgírun sem aðrir ná ekki nema með skriðgír. Ja ef allir jeppaframleiðendur myndu hugsa svona, þá væri nú fallegra í þessum heimi!!!
En þessi hlutföll sem þú ert með Ebbi gera það líka að verkum hæsta hlutfall (5 gír háa drifið) er 5,3 meðan t.d. Pajero með lægstu fáanleg hlutföll er 3,7 miðað við tölurnar á vefsíðunni sem eik vísaði á og þetta er meira að segja talsvert lægra en 4 gírinn á slíkum bíl. Enda sagðir þú mér inn í Þórsmörk í vor að í langkeyrslu er snúningshraðinn kominn yfir 3000 rpm.til að halda sæmilegum hraða. Þess vegna er ég á því að fara ekki útí þetta mikla lækkun á hlutföllum, færi þá frekar í 4,10 sem gæfi lægsta hlutfall um 50 og hæsta mögulega 4,5. Ef ég fer í annað borð í það að skipta, eins og ég segi erum við orginal með svipað lokahlutfall í lága drifinu og margir sem eru búnir að skipta um. Það þarf nefnilega að skoða hlutföllin alla leiðina, ekki bara í drifkúlunni.
Annars lék ég mér aðeins að því að bera saman tölurnar sem voru á síðunni sem eik vísaði á og bera saman við Defender og fannst það býsna fróðlegt. Svona lítur semsagt Pajero 2,8td beinskiptur út:
Fyrsti gír: 3,952
Lága drifið: 1,9
Drifhlutfall: 4,9
Endanleg niðurgírun: 36,79
Til að ná sömu niðurgírun og á Defender orginal þarf að fá hlutfall sem er nærri 5,78Trooper (beinskiptur) lítur svona út:
Fyrsti gír: 3,95
Lága drifið: 2,05
Drifhlutfall: 4,3
Endanleg niðurgírun: 34,8
Kemur ekki á óvart að menn hafi verið að steikja kúplinguna með því að fara á 38? án þess að skipta um hlutföll.
Til að ná sömu niðurgírun og á Defender orginal þarf Trooper að fá hlutfall sem er nærri 5,36Svo er spurning hvernig Defenderinn er að virka í almennum akstri miðað við aðra bíla og þá er rétt að skoða hvernig hann kemur út í háa drifinu. BÞV, það er örugglega rétt að miðað við hraðbrautadrossíujeppana fer hann ekki ýkja hratt á orginal dekkjum, en þó þarf að taka tillit til þess að þessi mikla niðurgírun í lága drifinu kemur fyrst og fremst til vegna þess að lága drifið er svo mikið niðurgírað. Hins vegar er háa drifið líka með niðurgírun, 1,41. Fimmti gír í háa drifinu er með lokahlutfallið 3,84 (3,54×0,77×1,41), en Pajeroinn óbreyttur með 3,73 (4,9×0,761×1). Munurinn semsagt 0,11. Þetta sýnist mér þýða að til þess að keyra á 90 km hraða á 29? dekkjum þarf Pajero að snúast 2400 rpm en Defender 2500 (ef menn vilja testa þessa útreikninga var hérna einhvern tíman snilldar Exel skjal að finna á vefnum, veit ekki hvort það er hér enn).
Kannski ekki nema alverstu nördar sem nenna að fara í gegnum þennan talnaleik, en af því ég veit að þeir fyrirfinnast þarna úti og jafnvel sumir þeirra sem hafa gaman af þessu, lét ég þetta flakka hérna inn. Einnig til að undirstrika að þráhyggja mín byggist á tölulegum rökum og svo auðvitað þeirri einföldu staðreynd að ég hef rétt fyrir mér >o) Allavega er alveg ljóst að það er vel hægt að setja Defenderinn á 38" án þess að opna drifkúluna. Og n.b. vegna talnanna sem Ebbi fékk uppgefið er ekki inn í mínum tölum kastarar, Aukarafkerfi, læsingar, VHF stöð, loftdæla, spiltengi, snorkel o.s.frv, enda vorum við að tala um breytingu fyrir 38" dekk sem slíka og það lá alltaf skýrt fyrir.
Megi snjórin vera með ykkur!
Kv – Skúli
10.11.2003 at 22:38 #478632Skúli þú mátt ekki misskilja mig auðvitað erum við langflottastir, vildi bara láta þig stafa það ofan í þessa kalla.
En ef, eða þegar þú færð þér hlutföll farðu bara alla leið.
Þú er á 90 í 3000 snúningum og hann þolir vel meiri snúning ef liggur á.
Eins megum við ekki gleyma okkur þótt liturinn sé góður, þetta er nú ekki alveg Ferrari ? þó óneitanlega sé hann á svipuðum stað í jeppaflórunni…meir en nóg bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
11.11.2003 at 00:28 #478634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru þið ekki að grínast 100 póstar
11.11.2003 at 08:42 #478636Sælir
Segið mér eitt, er sami drifbúnaður, hásingar og kassar í Land-Rover Defender 90, 110 og svo 130 ?
Kveðja O.Ö.
,,sem er farið að langa í Land-Rover"
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.