Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2003 at 20:16 #478558
Ósköp er skemmtilegt að eftir fræðilegar umræður um drossíur og dósir, rör og klafa, millumenn og krónumenn,
öfund eða nægjusemi, skuli umræðan enda á Defender, eða misskildi ég eitthvað ?
Alltaf best í sveitinni.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
06.11.2003 at 21:36 #478560
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er þessi þráður kominn útí vitleysu.
en ég hef mjög gaman af að lesa svona skemmtilega umræðu og mismunandi skoðanir manna á hinu og þessu.
=> mjög gott
06.11.2003 at 22:29 #478562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg rétt Jón Ebbi. Í upphafi var Land Rover og þegar allar hraðbrautadrossíurnar verða orðnar úreldar stendur Land Roverinn ennþá fyrir sínu. Upphafið og endirinn.
06.11.2003 at 23:42 #478564Sælir allir
þessi umræða er kominn vel á veg að vera gott efni í áramótaskaupið,og held ég meira að segja að það yrði bara helv,,, gott,
Mjög góð skemmtun
KV,JÞJ.
06.11.2003 at 23:44 #478566Sælir félagar.
Já, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ólsarinn farinn að dásama klafana á Pæjunni sinni (þótt hann reyndar taki það líka fram að rörið henti betur) og það sem mér bregður meira við, að við eik skulum allt í einu vera sammála um eitthvað. Mér finnst þetta bara hálf vandræðalegt…
Reyndar gekk það eftir sem mig grunaði, að þeir sem þekkja þetta af eigin raun, eru mun jákvæðari en þeir sem gera það ekki! M.ö.o., við erum að glíma við fordóma sem virðast hafa grafið gríðarlega djúpt um sig í upphafi þegar þróuð fjöðrun fór að sjást hér á landi. Ég vísa einnig til þess sem Snorri Ingimarsson sagði um klafa og "44 hjól hér framar á þræðinum, og hann talar þar af reynslu.
Staðreyndin er sú, að það er fullt af mönnum að ferðast mikið á klöfum og gengur bara skrambi vel. Ég þekki barbíkrúser sem er kominn er í ca. 200.000 km og eina viðhaldið á framhjólabúnaðinum (fyrir utan drif) er hjólalegur í 160.000 km. Þetta er "38 bíll sem breytt var þannig í upphafi! Auðvitað getur þetta samt bilað eins og önnur dauðleg fyrirbæri og þar tala ég sjálfur af reynslu! En það gera nú rörin svo sem líka á ögurstundu og það er sjaldnast ódýr viðgerð!
Svo vil ég aðeins vekja athygli á að SkuliH er að bjóða okkur upp á villandi verðsamanburð þegar talað er um breytingakostnað einstakra tegunda. Að tala t.d. um að það kosti ekkert að breyta Land Rover á "35 og ekki nema 200 þúsund á "38 er auðvitað villandi, þegar alltaf er talað um heildarbreytingakostnað á öðrum tegundum (með kostnaði við dekk og felgur). Hvernig í ósköpunum getur kostnaðurinn verið svona lítill, þegar t.d. "38 dekk á felgum kosta nú varla undir 200-250 þúsund eftir því hvaða felgur þú tekur?
Annars fannst mér linkurinn hjá Skúla á Káravefinn, þar sem eru játningar Landrover eigandans hreinasta snilld! Hún staðfestir líka að þar eru ekki "venjulegir" menn á ferð (þ.e. Land Rover menn…) :=)
Ferðakveðja,
BÞV
07.11.2003 at 00:30 #478568Góðan daginn,
eins og ég hef áður sagt þá er ég að kaupa Siverado og 49" dekk. Ég ætlaði að setja hásingu undir hann að framan en eftir svona umræður fer maður að efast um réttmæti þess !!
Eða hvað haldið þið nú snillingar og aðrir um það ??
Reyndar er meining með að kaupa Tölvukubb sem eykur aflið um 158 hp.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
07.11.2003 at 09:48 #478570Ég held að það þurfi að skoða það í hverju tilfelli hvort IFS hentar fyrir stór dekk eða ekki. Stundum er hægt að nota innvíðari felgur með IFS en með röri. Ef svo er, þá þýðir það mun minna álag á legur, stýrisgang og fjöðrunarbúnað. Þegar farið er í svona stór dekk skiptir þetta miklu máli, sérstaklega á bíl með stóra og þunga díselvél.
Ef rör er notað, má velja lengra rör, eða lengja það og þar með fá pláss til þess dekk á innvíðum felgum rekist ekki í boddíið eða grindina.
-Einar
07.11.2003 at 11:09 #478572Sælir
Mér finnst svolítið merkilegt að lesa um skoðanir manna á klöfum og hásingum. Einhvernveginn finnst mér að menn geti ekki séð fyrir sér klafa öðruvísi en í samhengi við tveggjatonna japanskan jeppa. Það ætti ekki að vera nokkurt mál að hafa klafabúnað næginlega sterkan fyrir hvaða dekk og aðstæður sem er enda er klafabúnaður til undir miklu þyngri bílum,vörubílum.
Þetta snýst um hönnunarforsendur, ef klafar væru hannaðir til að bera 44" dekk í 200.000km myndu þeir gera það, einnig ef hásing væri hönnuð til að bera 44" dekk í 200.000km myndi hún gera það.
Mér hefur nú sýnst að menn setji sverari hásingar undir jeppa hiklaust til að bera stærri dekk og af hverju er það gert..jú orginal hásingin var ekki nógi sterk. Þetta þykir ekki tiltöku mál og varla minnst á það enda ekki erfið aðgerð. Ef aðgangur að öflugri klafabúnaði væri jafn fjölbreyttur og aðgangur að hásingum hvað myndu menn gera þá ?
Ef hægt væri að fá sverari spyrnur með stærri spindilkúlum og svo framvegis.
En svo er það spursmál með þyngdina, ef hlutirnir eru orðnir nógu sterkir til að endast er líklegt að þeir væru orðnir það þungir að þeir virkuðu ekki í jeppa, hvort sem er klafar eða hásingar.Kveðja O.Ö.
Sem ekur á hásingum..fordómalaus í garð klafa.
07.11.2003 at 12:04 #478574
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einfari segir hér "ef klafar væru hannaðir til að bera 44" dekk í 200.000km myndu þeir gera það". Örugglega alveg rétt, en þarna liggur hundurinn grafinn, hönnuðir þessara bíla vita ekki hvað 38" dekk er, hvað þá 44", hvað þá að þeir miði hönnunina við það, hvorki á klafanum né öðru. Þvert á móti miðast hönnunin við að aksturseiginleikar líkist sem mest eiginleikum fólksbíla af betri gerðinni.
Björn, ég held ég hafi hvergi fullyrt neinar tölur um breytingakostnað á jeppum með "þróaða fjöðrun", aðeins fullyrt að hann sé hár. En miðað við þær tölur sem ég hef séð breytir engu þó þú dragir dekkin og felgurnar frá, það er samt margfaldur kostnaðurinn við að breyta Defender. Sem stafar jú af því að Defender er hannaður sem jeppi og er því orginal nær því sem okkar þarfir krefjast. Um það snýst mín röksemd.
Hins vegar geri ég ekki ágreining um það að í höndum góðra bílstjóra getur vel breyttur klafabíll gert ágæta hluti, það hef ég margoft séð. Þeir væru bara ennþá betri á rörabíl.
Kv – Skúli
07.11.2003 at 15:34 #478576Hummerinn er dæmi um bíl með sjálfstæðri fjöðrun, bæði framan og aftan, sem gerð er fyrir stór dekk. Orginal dekkin eru 37 tommur, þannig að það þarf ekki að breyta þeim fyrir 38". Fyrir nokkrum árum komu tveir Hummer bílar á 44" með okkur í allmargar ferðir. Þeir virkuðu mjög vel þótt bílstjórarnir væru ekki mjög reyndir í snjóakstri, ég heyrði aldrei um nein vandamál tengd fjöðrunar eða hjólabúnaði.
-Einar
07.11.2003 at 16:14 #478578
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg rétt Einar, enda er Hummer hannaður sem torfærutæki fyrir herinn en ekki sem drossía.
Menn geta svo deilt um hversu góð hönnun þetta er. Skoðanir manna á Hummer er sjálfsagt betra dæmi um að menn dæmi eftir sögusögnum en eigin reynslu, heldur en það sem BÞV var að reyna að draga fram. Allavega skal ég viðurkenna að ég þekki Hummer ekki af neinu nema afspurn þó ég þykist þekkja þessa venjulegu klafabíla án þess að hafa átt slíkan.
Kv – Skúli
07.11.2003 at 16:30 #478580Undarlegur málflutningur þetta SkuliH, Einfari talar um hönnunarforsendur í bæði klafa- og hásingabílum en þú tekur eingöngu klafabílinn þér til framdráttar og grefur hundinn þinn ? áttu ekki annan hund til að grafa með hásingunni !!
kv. vals
07.11.2003 at 17:14 #478582
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað sem þessum hund viðkemur, þá var Einfari að benda á að ef klafar væru hannaðir fyrir það myndu þeir bera 44" dekk eins og ekkert væri sjálfsagðara og eik nefnir Hummer sem dæmi um bíl með klafa sem er allavega ætlaður til að standast álag af stórum dekkjum. Um það snérist umræðan en ekki hundinn minn. Á alveg sama hátt eru margar hásingarnar ekki heldur hannaðar til að bera þessi dekk eða standast þetta álag, en mín skoðun er að þær séu þó nær því. En ef menn halda að "framfarir" í hönnun jeppa á síðustu árum miði að því að gera þá hæfari í þessum skilningi, eru þeir að misskilja markaðsstefnu framleiðendanna. "Framfarirnar" eða þróunin hefur vissulega bætt almenna aksturseiginleika á malbikinu, en snýst ekkert um jeppaeiginleika né gerir þessa bíla hæfari til að standast það álag sem við erum að bjóða þeim upp á. Ef menn hafa gaman af því að krúsa eftir malbikinu hafa þeir því gott úrval af hentugum fákum, en 4×4 sportið snýst ekki um það, ekki að mínu mati allavega.
Kv – Skúli og hundurinn hans (sem enn er ofar moldu)
08.11.2003 at 00:06 #478584Sælir félagar.
Já, ég segi eins og margir fleiri, þessi umræða er ekki alvitlaus. Samt sýnist mér ennþá eima eftir af pínu þráhyggju hjá SkúlaH í þessu efni. Hann gerir lítið úr því að ég sé að kalla eftir reynslusögum og frásögnum frá þeim sem sjálfir hafa prófað og upplifað. Það er hins vegar einfaldlega forsenda þess að menn eigi skynsamleg skoðanaskipti sem byggjast á upplýstum staðreyndum en ekki sögusögnum og for- eða sleggjudómum. Reyndar er hann þó einnig búinn að staðfesta það að mörgum gengur bara býsna vel á þessum búnaði.
Mér finnst athyglisverður punkturinn sem fram kom hér áður, að menn tala lítið um original rörin sem eru allt of veik, þannig að það þarf að koma nýju slíku fyrir, en alhæfa svo endalaust um klafana sem "sagan segir" að séu ónýtir.
Þá vil ég einnig benda á að kostnaður við breytingar á jeppum virðist mér lítið/ekkert hafa með þróaða fjöðrun að gera. Ég hef þegar bent á að kostnaður við að breyta Patrol (rörabíll) á "38 hjól er 1130 þúsund. Ég hef síðan sannfrétt að í því verði er hvorki að finna drifhlutföll né hásingafærslu. Til samanburðar er verð á "38 Pajero breytingu 1379 þúsund með drifhlutföllum og færslu á afturöxli um 12 cm. (sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum). Ég leyfi mér að halda því fram að drifhlutföllin og færsla afturröxulsins geri meira en að skýra þennan verðmun og þar með er fullyrðingin um "dýrari breytingu" á bíl með þróaðri fjöðrun kolfallin.
Í þessu efni grunar mig að menn hafi í upphafi verið með LC 120 í huga og þá gríðarlega dýru breytingu sem þar er á ferð, en staðreyndin er hins vegar sú að þar eru allt aðrir hlutir en hin þróaða fjöðrun sem skýra þann mun s.s. óheyrilega dýrir brettakantar, bremsubreytingar og annað slíkt sem í raun hefur ekkert með útfærslu fjöðrunarinnar að gera. Ég skrapp að gamni á vefsíðu B&L til að kanna með verð á "38 breytingu á Defender Land Rover, en fann það ekki fyrir nokkurn pening… Er umboðið ekki að bjóða upp á slíkar breytingar? Ath. þessi verð sem ég hef nefnt að framan eru listaverð frá umboðsaðilum, ekki frá Pétri eða Páli sem keppast við að bjóða ofurlág verð og skila svo vinnu og útfærslum í samræmi við það.
Í raun var ég búinn að gleyma því sem eik benti réttilega á, aða Hummerinn er með þessari hönnun (þ.e. sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum) og ég segi eins og hann að mér er ekki kunnugt um að þar hafi verið teljandi vandamál á ferð, án þess þó að ég hafi af því persónulega reynslu Garðar Vilhjálmsson ók slíkum "44 bíl um árið og sá a.m.k. ekki ástæðu til að hlífa honum neitt…
Lifi Þróunin!
Ferðakveðja,
BÞV
08.11.2003 at 00:21 #478586
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skemmtileg og fróðleg umræða verð ég að segja. En það er eitt sem mig langar til að bæta við með Hummerinn og það er það að ég hef séð tvö tilvik um Hömmer á 44" þar sem hjólabúnaðurinn að framan var illa brotinn, einhver hvíslaði því að mér að þetta væri algengt vandamál með þessa bíl þegar þeir væru komnir á þessa stærð af dekkjum. Ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
08.11.2003 at 00:23 #478588Munum að ekki er allt sem sýnist í hönnun bíla. Mín skoðun er sú (að fenginni reynsu af íslenskum jeppabreytingum) að hönnunarnákvæmni, ætlaðar "þaulprófanir" , öryggi og hönnunargæði bílaframleiðenda séu stórlega ofmetin í daglegu tali.
Hafið þið velt fyrir ykkur hvers vegna framhjólalegur eru miklu stærri í bílum með framdrif heldur en bílum án framdrifs?
Skoðum bara "full size" ameríska pickupa sem fengust og fást með og án framdrifs og nákvæmlega sami bílinn að öðru leyti.
Bíll án framdrifs er með pínulitlum framhjólaegum, miklu minni heldur en bíla með framdrifi.
Ég ætla að sjá hvað klafafóbíumenn og heilagra-framleiðenda-hönnunar-ábendingarmenn halda um þetta áður en ég held áfram…………
Snorri.
08.11.2003 at 00:34 #478590Ég þekki aðeins til tveggja Hummera sem var reynt að gera út á 44" dekkjum og það gekk vægast sagt mjög ílla. Það var aðallega stýrisgangur sem var ekki að gera sig og eins var bremsubúnaður ekki mjög öxla vænn. (bremsur eru við drifkúlu)
Ég þekki einn bíl vel sem er með IFS að framan og það er Iveco 4×4. Stýrisbúnaður í honum orginal er svo handónýtur að það er bara fyndið að skoða hann, en fyrverandi umboð (ístraktor) hannaði mjög góða styrkingu fyrir stýrisgang sem er alveg að gera sig. Helsti gallinn við þennan búnað er að hann er mjög hastur að framan (vindufjöðrun), en hann leggur betur á en Fíat Uno sem er nokkuð gott fyrir 13 farþega bíl. Þessi búnaður gengur á 38" en er vonnlaus fyrir 44" dekk.
Hlynur
08.11.2003 at 00:42 #478592Væri ekki áhugaverðara að velta því fyrir sér af hverju framhjólalegur í 4×4 bila mun oftar en bílum sem eru bara á afturdrifi, þrátt fyrir mikin stærðarmun. Ég læt ástæðu fyrir stærðamuninn á legum 4×4 og 4×2 liggja á milli hluta en mun lesa spjallið spentur um þetta mál.
Hlynur
08.11.2003 at 12:28 #478594Sælir spekingar. Það er varla að maður þori að blanda sér í þessa umræðu jafn lítill tæknigúró og ég nú er, en þekkingin og ritsnilldin er slík að í fyrsta sinn í langan tíma nenni ég að lesa pistil með hvílíkt nafn og skemmti mér með eindæmum vel, auk þess að vera svo miklu fróðari og veit ég að svo er um fleiri.
En svo við komum nú aftur að umræðunni um hvort er betra rör eða klavar þá held ég að punktarnir séu tveir til þrír.
1. Hvor búnaðurinn er sterkari.
2. Hvor búnaðurinn er mýkri í akstri.
3. Síðast en ekki síst á hvorum ferðu lengra í snjó.Nú ætla ég að reyna að nálgast málið út frá þessum punktum.
1. Fer eflaust mikið eftir upphaflegri hönnun bílsins, því mjög er mismunandi hver hönnun bílanna er með tilliti til styrkleika. Þó segir lógíkin að klafabúnaður hafi fleiri veika punkta en rör. Til dæmis hvað varðar öxla er kominn viðbótar hjöruliður miðað við rör. mín reynsla, af hvorutveggja, er einnig sú að oftar þurfi að hjólastilla, án þess þó að um stórtjón sé að ræða.
2. Rökhyggjan segir tvímælalaust að sjálfstæð fjöðrun sé lanktum betri, sérstaklega ef ekið er greitt á ójöfnum.
Þó held ég að gleymist svolítið hvað gormar og demparar spila stórt hlutverk í fjöðrun bíls, það hefur maður oft séð og reynt, ekki síst í akstursíþróttum þar sem fjöðrun skiptir öllu máli. Sjálfur ek ég um á Land Rover með rörum út um allt og virðist fjöðrunin ekki vera neitt síðri en hjá öðrum, þannig að fleira hlítur að koma til.3. Þá er það stóra spurningin hvor drífur meira. Ég hef aldrei skilið til fulls af hverju klavabíll á að drífa minna en rörabíllinn. Almennt er hærra undir lægsta punkt á klafabíl en hásingu, auk þess sem botninn er miklu sléttar og þar af leiðandi minni mótstaða. Hvort um trúarbrögð er að ræða eingöngu veit ég ekki en veit þó hitt að margir klavakallar telja bílinn ekki fullbreyttann fyrr en þeir hafa komist yfir hásingar til að setja undir.
Rétt í lokin, verið var að koma með hinar ýmsu tölur um kostnað við breytingar á bílum, meðal annars á Land Rover Það vill svo til að ég var nýlega að kanna lítillega hjá Snorra Gísla "Roversérfræðing" Hvað breyting eins og er búið að framkvæma á mínum bíl kostaði Þ,E.A.S. Hækkun, dekk og felgur, hlutföll, loftlæsingar og alvöru loftdæla, er ekki á Bónus verðunum sem voru nefnd hér að framan
megi alli drífa sem lengst. Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
08.11.2003 at 16:43 #478596Rétt Hlynur, þín spurning er áhugaverð en aðeins meira um legustærðir fyrst:
Til þess að koma framöxlinum út að hjóli þarf nafið að vera stærra (sverara) og þar af leiðandi eru framhjólalegurnar í yfirstærð. Þær eru því mun sterkari en þær þyrftu annars að vera, nokkuð sem er mikið happ fyrir okkur stórhjólamenn.
Hlynur: Varðandi endingu á jeppalegum að framan almennt, þá tel ég að drulla, meira vatn og þess háttar valdi því að legurnar skemmast fyrr, þetta sé ekki bara slit af völdum meira álags.
Og þá komum við að því að stærri dekk færa legurnar hærra upp svo að þær fara sjaldnar á kaf í vatn og drullu. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli en er skemmtilegt innlegg í það hvers vegna stóru dekkin eru ekki þeir ógnvaldar sem ætla mætti við fyrstu sýn.
Við reiknuðum út í árdaga hvernig "statiskir" kraftar á legur breytast þegar dekkin eru stækkuð. Þá er bíllinn skoðaður í kyrrstöðu og skoðað hvernig þyngd bílsins leggst á legurnar fyrir og eftir felgubreikkun.
Þessir kraftar á ytri leguna aukast mikið við felgubreikkun en á móti kemur að við erum svo heppin að legan er í yfirstærð, sbr að framan.
Svo er annað, skoðum þetta svo á ferð: Eftir því sem dekkið er stærra og þyngra, þá verður hverfiþungi þess meiri þegar það er á snúning. Um leið valda ójöfnur á vegi minni púlsum upp í legurnar. Þetta vegur á móti álgasaukningunni af völdum stærri dekkja.
Prófið að keyra á yfir kanstein á mikilli ferð, annars vegar á litlum hjólum og hins vegar á stórum hjólum. Í hvoru tilvikinu haldið þið að meiri kraftpúls komi upp í legur og sýrisliði?
Sjáiði pointið?
Snorri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.