Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2003 at 12:21 #478518
Jæja, nú fékk systursonur Dagga á Mælifellsá heldur betur á gúmorinn frá Ólsaranum. Sem betur fer beitti Ólsarinn bara lyklaborðinu, en það gæti nú breyst ef Þorri nálgast hann of mikið. Stundum gott að vera lengst úti á Seltjarnarnesi í öruggu skjóli og skjóta föstum skotum norður í Skagafjörð. :-).
Sjálfur fær maður smá yfirreið, kallaður rörakall, eins og maður sé einhver pípari eða eitthvað, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu mönnum.
Í sakleysi sínu ætlaði maður að benda mönnum á að umræðan er svolítið öðruvísi annarsstaðar og fær líka þessa yfirreið. Málið er bara með blessuðu Ameríkana að þegar þeir fara á fjöll á klafadótinu sínu, og koma heim ýmist innskeifir, eða útskeifir eða eitthvað þaðan af verra, þá bara henda þeir draslinu og setja eitthvað undir sem virkar. Aðrir, t.d. sumir hér, fara heim og smíða klafadraslið upp á nýtt, aðallega til þess að aksturseiginleikar á Miklubrautinni tapist ekki.
Ég er nú samt ekki alveg sammála Ólsaranum um að þetta sé allt peningaspursmál, þetta kostar allt sitt. Fyrir mig er þetta spurning um að vera á jeppa en ekki bíl sem er smíðaður með það fyrir augum að drífa upp á gangstétt.
Bestu kveðjur af gamla og góða Skaganum.
Eiki
05.11.2003 at 13:08 #478520Jú, mikið rétt eiki, þetta kostar allt sitt, en það er líka spurning um hvað maður vill ganga langt í breytingunum og hvað hráefnið er í byrjun. Þessir nýju, fínu forstjórajeppar eru bara með þeim ósköpum að það kostar meira að breyta þeim en kaupa 2ja – 3ja ára gamlan Hi-Lux, óbreyttan en þokkalegan að öðru leyti. En þú færð þá ekki brúkanlega á fjöllum nema bæta við ca. 2,5 grand. Nú, kaupi maður annað hvort Hi-Lux, Nissan eða Isuzu nýjan til að breyta, þá kosta þeir eftir breytingu, sbr. auglýsinguna frá Toyota um síðustu helgi, lítið meira en hálfur LC 120 óbreyttur. Og það sem meira er, þeir svínvirka. Svo þarf maður ekki heldur að vera alltaf á nálum um að skemma þá, þetta eru nú ekkert sérstaklega viðkvæmir bílar. Held ég hafi þá skýrt út þessa sýn mína á peningamálin.
05.11.2003 at 14:49 #478522LC120 er þyngri en Hilux, Wrangler og Land Rover og þar af leiðandi þarf meira vélar afl og sterkari (DÝRARI) drif til að koma honum upp brekku. Það tel ég vera algeran óþarfa og skil ekki hvað menn eru að gera á 8-10 milljón kr jeppum sem svo er ekki hægt að steypa í krapa pytt eða inn í skafl af ótta við skemmdir á rándýru, straumlínulöguðu boddíunum.
Ég held svei mér þá að gömlu hrísgrjónin (Hilux) séu mun betri í fjallaferðir, bæði eru þeir léttari en LC120 og mun ódýrara að finna sér nýtt boddý ef það er klettur inni í skaflinum sem maður er að dýfa sér í.
Svo eru það nú Land Rover bílarnir, öxlarnir kosta ekki nema 7.000 kall en öxlar í Land Cruiser kosta 70.000. Það munar um eitt núll.
Ég er ekki á móti Land Cruiser en þessir nýju eru alveg út í hött, of þungir, of dýrir og of dýrt að breyta þeim. Hvernig verður það ef allir jeppar verða svona, ég held að það myndu engir nema ríku kallarnir með verðbréfin sín sem myndu fara á fjöll og allir "fátæku" jeppakarlarnir myndu bara sætta sig við einhverja fólksbíla.
Haukur
05.11.2003 at 16:19 #478524
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langaði bara að benda eik á að breyttur rubicon væri ekki 1500kg, sennilega nær 1900-2000kg end væri fráleitt að halda að svona bíll mundi vigta það sama og bronco grind með willy’s boddýi og blæju á 38".
Rubicon bíllinn vigtar 1,686kg (3,717lbs) óbreyttur en þá á eftir að stækka bretti hækka upp og setja stærri dekk undir.
Kveðja Baldur
05.11.2003 at 17:28 #478526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, get nú ekki verið sammála Hauk um þetta. Það eru engir ríku kallar eða fátæku kallar. Það er misjafnt hvað menn geta og vilja hleypa sér langt með að kaupa jeppa. Það er enginn að segja að menn þurfi að kaupa nýja bíla til að vera á fjöllum. Það er alveg undir þér komið.
Hvorki ég né annarr sem ég þekki eru hræddir við að nota bílanna sína í hvað sem er. Þeir eru keyptir með því hugarfari að nota þá í allt. Ekki að spara þá fyrir einhvern sem á ekki jeppa.
Svo þarf maður ekkert að finna annað boddý. Maður bara kaskótryggir dolluna og punktur. Svo reynir maður að halda sig frá klettunum.
Einhvern veginn er enginn betri en annarr af þessum bílum þó misgóðir séu. Einnig undir þér komið hvað þú ert fær um og hve vel búinn.
Þessi póstur byrjaði á sjálfstæðu fjöðrunarsvið og finnst mér þetta vera komið út í eitthvað annað. Ekki illa meint. Gaman þegar umræður skapast.
En þetta endar voðalega oft á fátæku köllunum og svo ríku verðbréfa guttonum.
Sjáumst á fjöllum,
Ferðakveðja Jónas
05.11.2003 at 18:02 #478528
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er náttúrulega ekkert sjálfgefið að ríkir kallar fari í dýru bílana og fátækir í ódýra. Sú mynd brenglast bæði af völdum fjármögnunarfyrirtækja og fleiri þátta. Það ganga allavega sögur af því að "fínu" jepparnir séu margir í eigu Glitnis sem endi svo á því að innkalla þá af því menn eru að spenna bogann of hátt. En kannski eru þetta bara þjóðsögur. Það er ekki heldur víst að þeir sem hafi efni á dýru bílunum velji endilega að ferðast á slíkum, ég hef heyrt dæmi um að menn hafi farið á nýja dýra jeppa en hætt og skipt aftur yfir í gamlan Hilux eða eitthvað álíka, einfaldlega af því að þeim finnst það skemmtilegra. Eg allavega tek mið af verðmætunum sem ég er með í höndunum og var aldrei neitt hræddur við að leggja gamla Runner í hvað sem er en myndi ekki gera það með nýjan Cruiser í höndunum. Þannig að við skulum ekkert alhæfa í þessum efnum. Það er tvennt ólíkt að missa gamlan Hilux (eða Runner!) niður í gegnum ís eða nýlegan Trooper svo dæmi sé tekið. Og ég vill síður rúlla Land Rovernum en Runnernum áður og er þó með Roverinn í kaskó. Ekki bara spurning um hvort þú fáir tapið bætt, þetta snýst líka um ábyrgð á verðmætum (þó helv. tryggingarnar borgi!)
Það er með þetta eins og svo margt, hvað ætlar þú að nota tækið í, hvað viltu fá útúr því og hvað finnst þér skynsamlegt að leggja mikinn pening í það.
05.11.2003 at 20:48 #478530Sko, það vill svo til, að sá ágæti maður Valdi rakari, sem er meira segja reyndari en sjálfur Björn Þorri – rengi hver sem vill þessa fullyrðingu – hann hætti á þessum fínu græjum og fékk sér Hi-Lux, meira að segja held ég 1995 árgerð – þann síðasta á röri að framan. Þarf lengri ræðu?
05.11.2003 at 22:38 #478532Sælir kæru vinir.
Það fór eins og mig grunaði, enginn vitringanna hefur enn lýst því að hafa sjálfur átt/notað breyttan bíl á fjöllum og/eða í snjóakstri, með þróaðri (sjálfstæðri) fjöðrun. Samt blása menn og dæsa og lýsa í löngu máli ókostum þess sem þeir þekkja ekki. Þetta fer að minna mig á því þegar ég stóð vin minn og fræðimanninn eik að þessu sama í umræðunni um VHF-ið.
Þvert á móti fara menn mikla Fjallabaksleið að því að túlka skrif mín á þann hátt m.a. að "einungis ríkisbubbar megi aka um hálendið" og það sé þar með hirt af "alþýðu landsins". Í guðsalmáttugsbænum þetta snýst alls ekkert um það. Ef það væri í raun skoðun mín, þá myndi ég orða hana umbúðalaust. Það á ekki að vera nein þörf á því að "túlka" eða "leggja út af" skrifum mínum á þennan hátt.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að flóran í þessum jeppamálum á að vera sem allra fjölbreyttust. Það er einmitt það sem m.a. gerir þetta sport jafn heillandi og raun ber vitni, að það geta allir verið með, sniðið sér stakk eftir vexti. Það er lítið mál að komast yfir þokkalegan "38 bíl í dag sem vel er leggjandi í að gera út fyrir 400-600 þúsund kall svo dæmi sé tekið. Var ekki Páll Halldór að selja "38 bíl í fínu lagi með milligír og öllu á 450 þúsund og Lúther sinn á 4 eða 500 þúsund held ég. Fínustu bílar sem hafa báðir dugað ágætlega í þungar og erfiðar ferðir. Umræða mín í fyrri pistli snérist bara alls ekkert um þetta.
Reyndar kom það mér á óvart að það skyldi vekja svo kröftug viðbrögð hjá ólsaranum að ég skyldi kalla hann framsóknarmann. Það skal tekið fram að mér var fullkunnugt um að þeim flokki tilheyrði hann ekki og einnig að ekki var meiningin að særa neinn. Ég sé að kappinn er farinn að hanga á spjallinu fram á kvöld til að bíða eftir svarinu, en það er fátítt. Ég tek svo við kjaftshögginu þegar við hittumst næst
Aðeins vegna fullyrðinga um verð á Pajero, þá er rétt að taka fram að ég leyfði mér nú ekki að kaupa GLS týpuna (held reyndar ekki að hún kosti nema tæpar 5,4 millj) GLX týpan kostar í dag 4790 þúsund og hefur hækkað nokkuð síðan í vetur er ég fékk minn.
Varðandi kostnaðinn við breytingarnar á bílum með þróaða fjöðrun, þá sýnist mér allar upphrópanirnar hér algerlega miða við kostnaðinn við að breyta 120 Toyotunni (ég held milli 1700 og 1800 þúsund) á "38 hjól. Samskonar "38 breyting á Pajero kostar um 1350 þúsund (þrátt fyrir að vera með sjálfstæða fjöðrun bæði að framan og aftan sem 120 bíllinn hefur bara að framan. Til gamans má geta þess að "38 breyting á rörabíl eins og Patrol kostar 1130 þúsund (held jafnvel að það sé án hlutfalla án þess þó að þora að fullyrða um það), þannig að "ég sé nú ekki allan muninn á kúk og skít" í þessu efni eins og kerlingin sagði. Nú svo kostar rörabíll eins og t.d. Patrol ekki minna er bílar með þróaða fjöðrun (grunnverð).
Tek undir með því sem áður kom fram að það er alls ekki sama=sem merki á milli þess að hafa til afnota nýlegan dýran bíl og eiga mikla peninga. Þetta er miklu frekar spurning um áherslur hvers og eins. Einhverra hluta vegna virðist mönnum þetta þó hugleikið í mínu tilfelli og umræðan vill gjarnan leita á þessa braut þegar menn verða rökþrota í einstökum málum. Þá er eins og menn fari í einhvern "lilla leik" og fullyrði að ég tali niður til allra sem aka á ódýrum bílum og eigi ekki mikla peninga. Það er einfaldlega alls ekki svo. Aldrei hef ég þó áður verið sakaður um að vilja banna "alþýðunni" aðgang að hálendinu og það eigi einungis að vera fyrir "hina ríku", enda hugmyndin algerlega fráleit!
Að lokum vil ég einnig taka það fram að ég var alls ekki að efast neitt um að menn hefðu ferðast mikið og mér dettur ekki í hug að efast eina sekúndu um að ólsarinn er örugglega búinn að aka alls um 2 millj. km. Ég var aðeins að spyrja um reynsluna af sjálfstæðri fjöðrun í fjallaferðum/snjóakstri. Þá finnst mér óþarfi að blanda heiðursmanninum Ástvaldi rakara í umræðuna, en það vill hins vegar svo til að ég veit hvers vegna hann fór af barbí á Hilux (reyndar fór hann á glæsilegan "44 80 Cruiser í millitíðinni) og ég er ekki viss um að sjálfstæða fjöðrunin hafi ráðið þar því sem ólsarinn vill vera láta.
Hvar er annars eik… ég bíð enn eftir gusunni frá honum??
Ferðakveðja,
BÞV
05.11.2003 at 23:37 #478534Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig IFSið á eftir að standa sig hjá Palla á 44" dekkjum, svo er líka gaman að geta sagt við hann "minn er kraftmeiri" og ekki verið að ljúga. Ég hef ekki trú á IFS fyrir 44" bíla en fyrir hálfbreytta slyddu og sportjeppa virðist þetta ganga með réttu viðhaldi.
Mér líst vel á þær hugmyndir að jeppar verði flokkaðir eftir verði og mætti setja upp nokkra flokka.
1 flokkur. 4 millur+ meiga fara um allt hálendið og alla jökla landsins enda dýrastir og bestir.
2 flokkur. 2 til 4 millur. Meiga elta í förum þessa dýru og flottu en bannað að fara framúr.
3 flokkur. 0 til 2 millur. Meiga bara fara um hálendið að sumri til en verða að passa sig að vikja vel fyrir dýrari jeppum.
4 flokkur. Nokkuð sérstakur flokkur sem helst telur framsóknarmenn, vinstri græna, skagfirðinga og fólk sem ekur um á bílum með IFS. Þessi flokkur má ekki undir nokkrum kringumstæðum yfirgefa hringvegin og það er mikið atriði að IFS bílar hafi verkstæði með viðurkendan hjólastillingarbúnað í 25km radíus.
Annars skrapp ég upp í Brimborg og var að kinna mér verðið á Ford Excursion og það var litlar 6,4 millur fyrir utan breytingu svo pakkinn væri trúlega 10 millur með öllu. Ég gat ekki ákveðið hvaða lit ég vildi svo ég pantaði 3stk í mismunandi litum, en gleymdi víst veskinu heima svo ég verð koma seinna til að borga.
Svo er bara að vinna í lottó og koma á einræði í landinu.
Bullkveðja Hlynur
06.11.2003 at 00:30 #478536Björn Þorri hefur verið að lýsa eftir mínu innleggi, var hann þó búinn (að vanda) að eigna mér ýmsar skoðanir sem ég á ekkert í. Ég held ég komist nefnilega ekki hjá því í þetta skipti að valda honum vonbrigðum, því við erum að mestu leyti samála um þau tæknilegu atriði sem hér eru til umræðu.
Ég hef átt þrjá jeppa sem ég hef notað til að ferðast um fjöll og jökla. Tveir voru með IFS, einn með röri, tveir grindarlausir og einn með sjálfstæðri grind. Satt að segja finn ég sáralítinn mun á rörinu eða sjálfstæðu fjöðruninni. Þegar ég skipti síðast um jeppa (úr Isuzu í Jeep XJ) var það fyrst og fremst til þess að fá dísel í stað bensínvélar en einnig til þess að eiga meira val um drifhlutföll og læsingar. Samsetningarland bílsins skipti ekki máli og heldur ekki hvort hann væri á sjálfstæðri grind eða rörum. En ég legg mjög mikið upp úr því að bíllinn sé léttur.
Ég dáist alltaf að mönnum sem hafa kjark til þess að fara ótroðnar slóðir, og ganga gegn viðteknum skoðunum. Þetta gerði Björn svo sannarlega þegar hann lét breyta grindarlausum MMC með sjálfstæða fjöðrun framan og aftan.
Mér fannst þetta skrítið fyrst, en við nánari skoðun sannfærðist ég um að þetta væri síst fráleytara en t.d. barbíbreytingar.Helst ókosturinn sem ég sé við þetta dæmi, er að samkvæmt minni reynslu eru MMC bílar mun bilanagjarnari en þeir amerísku (ég hef reynslu af því að eiga tvo af hvoru tagi). Þó má vel vera að MMC hafi tekið sig á í þessum efnum.
-Einar
06.11.2003 at 00:58 #478538
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góður Hlynur!
Annars er ég sammála BÞV að við megum ekki láta umræðuna taka eitthvað sving yfir í að skipta jeppamönnum upp í flokka eftir veskisþykkt. Þá væri miklu sniðugra að kljúfa þann hóp eftir því hvort þeir séu virkjanasinnar eða virkjanaandstæðingar eins og BÞV sakaði okkur í umhverfisnefndinni um að reyna í öðrum þræði. Ekki út frá svona ómerkilegum hlutum eins og pjéningum.
Og nú þegar ég er búinn að taka undir með Birni og Björn búinn að taka undir síðasta pistil minn er rétt að finna eitthvað sem við getum verið ósammála um. Það var reyndar af svo mörgu að taka í fyrsta pistlinum að sumu bullinu varð bara að láta ósvarað í fyrstu atrennu.
Þá kemur upp í hugann þetta með Ameríkufordómana hjá Birni. BÞV sakar okkur svokallaða rörakarla um að útgangspunkturinn sé ?amerískt er gott?. Þetta er aðeins misskilningur, en hins vegar göngum við ekki út frá því fyrirfram að amerískt sé ómögulegt eins og hann gerir og þannig held ég að umræddur vefritari Grant hafi nokkuð til síns mál, jafnvel þó amerískur sé. Ég held að það sé líka mikil rangtúlkun að jeppamennskan í ameríku sé ómöguleg og illa þróuð, jafnvel þó þeir notist við blaðfjaðrir. Blaðfjaðrir henta ekki vel í okkar jeppamennsku, en í þeirra rock crawling gilda allt önnur lögmál og mér hefur sýnst þeir vera ná ótrúlegri slaglengd með þessum flatjárnabúnaði sínum. Auk þess er stór hluti af því sem við notum til að breyta hraðbrautadrossíunum í jeppa upprunið í henni Ameríku. M.ö.o. þessir grjónapottar verða fyrst alvöru jeppar þegar hæfilega mikið af amerísku dóti er komið í þá, enda sést það á þróuninni í jeppaframleiðslu Japana að þó þeir geti framleitt þokkalega endingargóða hluti og geri margt vel hafa þeir engan skilning á jeppamennsku. Enda hvernig ættu þeir að skilja hana.
Og þetta með þessa klassísku spurningu þína um reynslu sem er orðinn fastur liður. Nei ég hef ekki átt klafabíl en það þýðir samt ekki að ég viti ekki hvernig þeir virka. Ég á marga góða ferðafélaga á klafabílum, ég hef farið margan túrinn sem kóari í klafabíl, ég hef séð framdekk fara þversum á klafabíl eftir samskonar flug og gamli Runner var búinn að taka nokkrum mínútum áður án þess kenna sér neins meins, ég hef séð skaflana sem myndast framan við klafabílana í þungu færi og ég ætla áfram að vera án þeirrar reynslu að eiga og reka klafabíl.
Björn, það er alveg nóg að sjá ykkur klafakallana basla!
Kv – Skúli
06.11.2003 at 01:07 #478540
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gaman að sjá að menn geta enn rifist um ágæti hinna ýmsu hluta.
Ef ég ætti pening mundi ég örugglega kaupa mér pæju og setja hana á 44" og átta mig síðan á því að dísel útgáfan af galant ber ekki þessi dekk.
Þá kýs ég frekar gamla ameríska draumin með japönsku ívafi, sem mér er óhætt að nota sem leiktæki sama hvort er á langjökli eða í næsta húsgrunni.
Annars er bara gott ef menn eru ánægðir með sitt..
P.s. Vacum á ekki að vera í soggrein á bílum, það á að vera í mjaltartækjum.
Baldur
06.11.2003 at 06:34 #478542Bara þetta með klafabíl. Ég var búinn að marglýsa því yfir að ég er á klafabíl, að vísu bara 33" dekk undir honum, en maður keyrir nú stundum í snjó og kannski stundum í meiri snjó en 2300 kg bíll á 33" ætti að vera að þvælast í. Samt sem áður þykist ég þess fullviss, að þetta system hentar mér allavega ekki jafnvel og rörið gerði. Annars fannst mér nú Lada Niva garmarnir sem ég átti einhverntíma á blankheitatímabili í mínu lífi að mörgu leyti standa sig betur en Pajero í snjó. Af þeim bílum sem ég hef átt frá því um 1970 man ég eftir Scout II, Uaz 452, Bronco og Hi-Lux og Hi-Luxinn bar af þeim öllum. Sætin í honum voru hinsvegar að ganga frá konunni minni og ég vil helst hafa hana eins óskemmda og hægt er eftir að hafa búið með mér í fjörutíu ár! Því var greyið seldur. En þetta með bilanatíðni í Pajero átta ég mig ekki á. Ég er búinn að aka á þessum grjónabrennurum síðan í janúar 1996, nánar tiltekið þremur stykkjum, og þeir hafa andskotann ekkert bilað. Hafa þó allir verið beinskiptir. Eina sem hefur farið í þeim eru glóðarkerti og fáeinar perur, en það er víst eðlilegt slit. Svo hefur maður bara skipt um olíur og síur eins og gengur, annað ekki. Hvað varðar bilanir, þá er nú líklega staðreynd að enginn bíll bilar meira en AMG Hummer, ameríski draumurinn sjálfur, uppáhaldsbíll Arnolds Schwarzeneggers!
06.11.2003 at 12:32 #478544Það skiptir kannski ekki svo miklu máli að eiga ónýtan bíl ef maður á þó nokkrar milljónir til að senda hann á verkstæði. Hann Ahhhnold þarf náttúrulega að eiga svona bíl til að líta vel út í augum kananna.
Haukur
06.11.2003 at 13:27 #478546Kvað er eiginlega að mönnum ? Það er allt rifið undan fákunum flexitorar fjaðrir og allt helvítis draslið. Rör og púðar sett í staðin. En mönnum dettur ekki í hug að skifta um stóla svo frúin geti haft það notalegt
06.11.2003 at 14:54 #478548Já, ljósið mitt! Það er nú bara svona með þennan góða bíl Toy Hi-Lux, að það er svo lágt undir loft í honum, að maður getur sáralítið hækkað sætið til þæginda, en það er einmitt algengasta umkvörtunarefnið að fólki finnist það sitja um of flötum beinum. En mér skilst að nýja body-ið sé skárra að þessu leytinu. Kannski ætti maður bara að stökkva á einn tilboðsbíl hjá þeim Freysa og Lúther!
kv.
06.11.2003 at 15:18 #478550
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú færð hann að vísu ekki með röri að framan, en ef frúin hlær í betri bíl er nú ýmislegt sem hægt er að sætta sig við!
06.11.2003 at 16:22 #478552Já, það er nú það. Kannski er Landroverinn skárstur! Einu sinni átti ég einn slíkan, bara með bensínvél. Ekki voru nú sætin til fyrirmyndar í honum. Þau hafa reyndar batnað mikið. En mér sýndist að hurðirnar á Defendernum væru ansi óþéttar og lélegar ennþá, líkt og var á gamla mínum. En hann yrði talsvert dýrari en Hi-Lux eftir breytingu.
06.11.2003 at 16:59 #478554
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Ólsari, framsætin í Defender eru fín og það sem er óvanalegt í bílum í dag er að maður situr uppréttur í honum en liggur ekki. Aftursætin eru hinsvegar engir hægindastólar, en hægt að fá mun betri sæti þar sem auðvelt er að koma fyrir.
En það er rétt að hurðarnar mættu vera þéttari eins og kemur fram í "játningum Land Rover eiganda" sem eru að finna á [url=http://www.mountainfriends.com:1d7g7kyv]Kárasíðunni[/url:1d7g7kyv]. Svo er það reiknidæmið hversu dýrari hann sé þegar upp er staðið og þá kemur inn í þetta með breytingakostnaðinn sem við erum búnir að vera að tala um. 35" dekkin fara undir án þess að gera neitt nema klippa og tiltölulega einföld aðgerð að gera hann kláran fyrir 38".
Kv – Skúli
06.11.2003 at 17:22 #478556Annar galli við LandRover er pláss fyrir ökumann. Ég er í hærra lagi og prufaði um daginn að setjast inn í nýlegan Defender og var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að keyra bílinn. Sem betur fer var plássið svo lítið að ekki var hægt að skipta skoðun og er ég því ennþá aðdáandi LandRover eftir þessa "lífsreynslu"
kv
AB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.