Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2003 at 21:54 #478478
[url=http://www.4wheeloffroad.com/howto/19218/
]Í Ameríku henda þeir IFS og setja flatjárn undir![/url]
03.11.2003 at 21:57 #478480[url=http://www.4wheeloffroad.com/howto/19218:36av3ar0]Flatjárn í stað IFS[/url:36av3ar0]
04.11.2003 at 09:20 #478482
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nokkuð góður þessi sem er að skrifa um þróunina hjá Jeep. Er þetta ekki lýsandi fyrir þróunina í jeppaframleiðslunni. Á "blómatíma jeppanna" þegar jeppar voru jeppar (gamli willis, Land Cruiser FJ40, Land Rover) voru það styrkur og seigla í ófærum sem skiptu máli, en einhverjir lúxus fídusar einfaldlega fráleit hugmynd. Svo kom Broncoinn sem var kannski ekki eins hrár og gömlu jepparnir og var fyrstur til að setja undir gorma, en hélt að öðru leiti því sem skipti máli í jeppa. Svo verða jeppar tískufyrirbæri, framleiðendur finna nýjan markhóp sem vill jeppa útlitisins vegna eða fyrir eitthvað snobb en hefur ekkert með þessa jeppaeiginleika að gera. Þess vegna verða til jeppar sem eru hannaðir fyrst og fremst sem lúxusbílar (forstjórajepparnir svokölluðu) og svo þessir litlu eins og Rav4 og þessi Jeep Liberty. Þetta eru frekar sportbílar en jeppar, strandbílar kannski rétta nafnið. Pajeroinn er titilaður í auglýsingum konungur jeppanna, hann má vel vera það í hópi hinna fyrrnefndu, en bíll með klafa ekki bara að framan heldur líka að aftan getur ekki verið konunugur hinna sönnu jeppa! Ekki frekar en Yaris!
Þessi þróun væri í sjálfu sér saklaus og góðra gjalda verð ef hún leiddi ekki til þess að úrval "raunverulegra" jeppa verður alltaf minna og minna. Land Cruiser sem eitt sinn hét FJ40 og var sannur jálkur kemur núna aðeins með IFS og í þokkabót á 17" felgum. Og samkvæmt fréttum rennur hann út, 520 bílar seldir á þessu ári og mest seldi bílinn hér á landi. Enda fallegur og vel búinn lúxusbíll, ekki ætla ég að þræta fyrir það. Og þetta sem þessi ágæti Grant er að fjalla um þarna í greininni, að hinir sönnu Jeep jeppar séu að víkja fyrir einhverjum hálfjeppa eða strandbíl er náttúrulega bara guðlast.
Kv – Skúli H.
04.11.2003 at 10:55 #478484[url=http://www.off-road.com/tlc/body_styles/:1eblf9si]Land Cruiser[/url:1eblf9si] eru þrír ólíkar gerðir af bílum:
[list:1eblf9si]
[*:1eblf9si]
[b:1eblf9si]40-70[/b:1eblf9si] Alvöru jeppar. Hásingar framan og aftan.[/*:m:1eblf9si]
[*:1eblf9si]
[b:1eblf9si]50-60-80-100[/b:1eblf9si] Stórir þungir lúxusbílar, henta ekki í snjóinn þar sem þer eru með fáránlega þyngdardreifingu, og of þungir til að fljóta vel á 38" og of veikbyggðir fyrir 44".[/*:m:1eblf9si]
[*:1eblf9si]
[b:1eblf9si]90-120[/b:1eblf9si] Barbí, Prado, Lúxusbílar, henta illa til breytinga, þó mikið hafi verið reynt.[/*:m:1eblf9si][/list:u:1eblf9si]Hvernig ætli standi á því að svo lítið er flutt inn af 70 bílunum eins og raun ber vitni?
04.11.2003 at 12:27 #478486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er rétt, ég gleymdi þarna 70 bílnum. Góð spurning af hverju við sjáum ekki meira af honum hér. Hann fékkst bara í skamman tíma að ég held og fæst ekki lengur. Núna er vissulega þörf fyrir þennan bíl á markaðinn hér þegar alvöru jeppar (hásingajeppar) eru orðnir svona fáir.
Einhver kann að segja að þessar kenningar standist ekki því t.d. sé fullt af Barbí bílum á 38" að virka vel og sömuleiðis 120 bílinn. En verðmiðinn á breytingapakkanum segir raunar allt um það hvað þessir bílar eru langt frá því að vera jeppar í upphafi og hafa samt eftir þann pakka þann annmarka að vera hásingalausir að framan. Til samanburðar þá er Defenderinn hjá mér á 35" þó ekkert hafi verið gert nema klippa úr og breyting í 38" myndi kosta ca. 2-300.000 og mun minna með heimamíði.
04.11.2003 at 13:13 #478488Sælir félagar.70 bíllinn stenst ekki meingunnarkröfur EU og er þessvegna ekki fluttur hingað inn. Hiluxinn er LÁNG BESTI bíllin til breitinga. Þegar hann er komin á gorma hringinn og búið að færa hásingar þannig að leingd milli hásinga er ca 3 metrar þá stendur einginn honum snúning… Geta ekki allir verið sammála um það.
Ljosi
04.11.2003 at 13:28 #478490
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Langbesti er kannski ofsagt, en þeir voru mjög vinsælir og ekki að ástæðulausu. Það hins vegar þurfti töluverðar breytingar til að gera hann góðan, færa hásingu eins og þú nefnir og setja gorma með öllu því sem því fylgir. En núna er hann kominn með klafa að framan, þetta er bara ekki einleikið hvernig þetta tröllríður öllu og skemmir allt.
04.11.2003 at 13:46 #478492Sko, þetta með blessaðan Hi-Luxinn er nú eins og það er. Þegar búið er að breyta honum eins og hér er sagt að framan, þá er nú ansi lítið eftir af upphaflega bílnum og "tilboðið" á breytingum á bílunum, sem þeir á Nýbýlaveginum ætluðu að selja Impregilo en tókst ekki, hljóðar upp á nærri hálfa aðra milljón. Fyrir það má fá þokkalegan fólksbíl og það þykir venjulegum mönnum nokkuð hár reikningur. Vafalaust má nú fá þetta gert fyrir minna einhversstaðar annarsstaðar en hjá Arctic-Trucks, en þá landir maður í vandamálum með ábyrgðina. Ekki þar fyrir, Hi-Lux er samt ódýrari breyttur en margur slyddubíllinn kostar óbreyttur og seinastur manna hallmæli ég Hi-Lux sem slíkum. En þessar fjárans Brussell reglur eru nú alveg út úr kú og eru bersýnilega settar til þess eins að takmarka innflutning á bílum sem eru settir saman utan Evrópu. Þetta með 70 Cruiserinn er náttúrulega bölvað bull og sama með 4,3 lítra vélina í þeim ágætu bílum Nissan Patrol. 70 bíllinn frá Toyota er svo þess utan á nokkuð hagstæðara verði en fínu jepparnir og ég verð að viðurkenna, að ég er ansi veikur fyrir þessum bílum, ef þeir fengjust hér.
04.11.2003 at 13:47 #478494Hilux er ekki lengur fáanlegur með hásingu að framan. Ef það þarf að byrja á að smíða nýja fjöðrun undir allan bílinn, og setja hásingu að framan, þá skiptir ekki miklu máli hvað bíllinn hét áður en framkvæmdir hófust.
-Einar
04.11.2003 at 14:03 #478496Að breita hiluxinum með því að nota Rangerover dót tekur ekki nrma eina helgi fyrir tvo sæmilega laghennta menn. Það er að vísu orðið ervitt að fá dót úr Rangerover. Þeir eru flestir komnir á haugana. Það að skifta út gormum og dempurum á öðrum bílum er ekkert minni breiting. Villis breitt yfir á gorma eða Patról settur á gorma er þetta ekki allt sama dæmið?
04.11.2003 at 14:25 #478498Nissan patrol hefur verið á gormum og hásingum síðan 1989, Jeep Wrangler (arftaki Willys) hefur verið á gormum og hásingum síðan 1996. [url=http://www.daimlerchrysler.ca/CA/04/EN/JEEP/1,,CA-04-EN-JEEP-TJ-MODELS,.html:2bbkftfz]Jeep TJ Rubicon[/url:2bbkftfz] kemur frá verksmiðju með yfirstærð af hásingum, gormum og loftlæsingum bæði framan og aftan. Auk þess er hann með skriðgír (1/4) og lækkuðum drifum. Með því að lyfta boddí, skera úr brettum og setja kanta, er kominn fullbreyttur jeppi sem vegur um 1500 kg og er með 190 hestafla vél.
-Einar
04.11.2003 at 14:42 #478500
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi hljómar nefnilega hreint ekki illa. Fyrir mig persónulega er þarna of lítið pláss, hann hentar víst ekki minni fjölskyldustærð. En nú ættu hrísgrjónabændurnir þarna austur frá að leggja á sig ferð til Ameríku með litlu myndavélarnar sínar, kíkja á þennan Rubicon og rifja upp út á hvað hugtakið 4 Wheel Truck eða jeppi eins og við köllum það, gengur út á.
04.11.2003 at 15:45 #478502
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Annars má ekki skilja orð mín svo að ég hafi neitt á móti Toyota, síður en svo. Auðvitað Toyota maður í hjarta mér og gamli Runnerinn minn var eðalvagn og ágætur jeppi, Hiluxinn í gegnum árin reynst vel og jafnvel má vel vera að nýji Barbíinn geti virkað fínt eftir að búið er að bæta hann fyrir svosem andvirði meðal Corollu. Minn punktur er hins vegar að framleiðendur eru alltaf að aðlaga jeppana meira og meira að þörfum þeirra sem vilja ekki jeppa heldur eitthvað sem lítur út eins og jeppi. Aksturseiginleikar á hraðbrautum settir í forgang en off road látið víkja. Þessi þróun gerir það að verkum að jeppaeiginleikar þessara bíla óbreyttra verða stöðugt verri og að sama skapi dýrara að breyta þeim í jeppa. Nýji LandCruiserinn er einmitt gott dæmi um það, kominn á 17 tommu sportbílafelgur. I ofanálag er þetta auðvitað allt of dýrt og fínt til að nota í alvöru slark þó svo ég viti að menn geri það engu að síður. Það er ekkert skrítið að fólk eigi erfitt með að sjá heila brú í þessu sporti; taka dýra lúxusbíla, breyta þeim fyrir andvirði meðal fólksbíls og nota þá eins maður sé með gamlan traktor í höndunum. Eða það sem er enn skrýtnara, nota þá ekki sem slíka heldur sem samgöngutæki úr og í vinnu eins og sjálfsagt eru dæmi um.
Og eins og þessi ágæti Grant segir í greininni sem Eiki vísar á hér að ofan: "What the hell are you doing buying an off road vehicle if NVH (noise, vibration, harshness) is your primary concern?
04.11.2003 at 15:59 #478504SkuliH, mig er nú farið að langa til að hitta þig einhverntíma við gott tækifæri og ekki sakaði að það væri uppi á öræfum og kippa af ísköldum við hendina. En pistillinn þinn er nú eins og skrifaður út úr mínu hjarta og það er ekki í fyrsta skipti! Tek undir það sem einhver sagði hér að framan með Jeep Rubicon, mér leist strax vel á tækið þegar ég sá þetta kynnt í Four Wheeler fyrir rúmu ári minnir mig að hafi verið. Þetta er græja til að nota, svona eins og Defenderinn frá Land Rover – sem vel að merkja er í eigu Ford núna, ekki satt?
Já og eitt enn. þetta tölvustýrða dót allt saman, bæði í eldsneytiskerfum og fjöðrun og Guð einn veit hverju fleiru, getur sett mann í algjört strand ef maður er langt frá verkstæði. Og svo er ekki hægt að eiga við neitt nema resetta allt draslið með sérbyggðri tölvu, sem vel að merkja gengur fyrir 240 voltum inni á verkstæði!!!!!
04.11.2003 at 16:15 #478506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er gott að vita að maður eigi skoðanabróðir einhvers staðar, ekki síst með tilliti til þess að fyrir mörgum hljómar þetta sjálfsagt sem afdalakenningar aftan úr grárri forneskju. Að ræða málin í góðum skála við tækifæri hljómar ekki illa. Og ég er alveg nákvæmlega sammála þér með þetta tölvudót og sjálfvirknina, not my cup of tea og á ekki heima í fjallabílum. Að vísu var aksturstölva í gamla Runner og hún meira að segja staðsett undir mælaborðinu, beint yfir einu af mörgum ryðgötunum þannig að drullan gekk yfir hana. Það dugði að taka pólinn af geyminum til að endurstilla hana, en hún var náttúrulega gömul og frumstæð og því mun öruggari en þetta nútíma dót. Mér segir svo hugur að þegar þessir jeppar sem eru að koma á götuna í dag verða komnir á þann aldur sem Runnerinn var verði þetta allt saman hætt að virka og tóm vandræði. Ef breyttir jeppar verða á annað borð leyfðir að 18 árum liðnum.
Kv – Skúli
04.11.2003 at 17:04 #478508Rétt sem þú seijir Skúli það á einkver eftir að drepa sig á svona tölvustírðum malbiksjeppa. Hvað gerist ef menn fara á kaf í einkverri ánni allt orðið blautt ekki hægt að opna glugga né hurðir. Menn drukna bara í fínu tölvugræjunni. Má ég þá frekar byðja umm gamla manúal dódið
04.11.2003 at 23:52 #478510Sælir félagar.
Já, þetta er býsna fróðlegt. Kemur ekki nema hver "rörakallinn" á fætur öðrum og lætur móðan mása… Eiki, eik, SkuliH, ólsarinn og ljosi.
Þegar betur er að gáð er það ekki bara íhaldssemin og reynsluleysið sem ræður skrifunum, heldur einnig þeir skrítnu útgangspunktar að "amerískt er gott" og "gamalt er gott".
Eiki finnur sér einhvern kana á vefnum og gerir hann leiðtoga lífs síns. Sem betur fer hlýtur öllum að vera ljóst að vitleysan hjá þessum gæjum í Ameríkunni ríður nú ekki við einteyming, þar sem hin fræðilega kunnátta þeirra nær nú ekki lengra í þróunarferlinu en til blaðfjaðra… Eiki, hvenær sjáum við þig henda þessum "nýmóðins" gormum úr Pattanum og setja flatjárnin í staðinn??? Taktu líka eftir því ef þú skoðar Land Cruiser síðuna, þá er hún nú ekki í betri takt við raunveruleikann (í Ameríkunni) en svo að þeir vita ekki enn af 120 bílnum sem búið er að selja hér í heila eilífð…
eik þreytist seint á að segja okkur sögur af ofurjeppa í Ameríkunni, sem vel getur verið að standi undir nafni. Hvers vegna í heiminum er enginn vitringurinn hér heima búinn að ná sér í svona græju ef þetta er svona gríðarlega skynsamlegt??? Gæti það verið vegna þess að menn eru ekki búnir að gleyma bilanatíðninni í þessum amerísku bílum???
SkúliH segir okkur í löngu máli að heimurinn sé í raun að sökkva í sæ… Hann virðist hafa gleypt hráa speki hins ameríska vefritara og finnur nútíma bílum flest til foráttu, og þá aðallega vegna þess að þeir hafa þróast… Ekki skrítið að karlinn skyldi sjálfur enda á Robba, því þar hefur þróunin sannarlega ekki þvælst fyrir mönnum í gegnum áratugina…
Ólsarinn er gæðadrengur, samt pínu framsóknarmaður og því oftast sammála síðasta ræðumanni… svona eins og Sigga Beinteins í Ædólinu… Skín samt alltaf aðeins í gegn nostalgían fyrir hinu "gamla og góða". Reyndar svo ég rétti nún kúrsinn af, þá er kappinn sennilega einn sá "best lesnasti" í 4wheeler hér á spjallinu…
Ólsarinn og Skúli eru þó alveg sammála um það að bílar með tölvum og rafeindastýrðu þessu og hinu séu líklegri til að bila heldur en gamaldags einfalt dót. Það verður nú reynslan ein að skera úr um, en ég bendi þó á það sem Skúli sagði að tölvan í runnernum virkaði fínt í 18 ár jafnvel þótt "drullan gengi yfir hana" eftir að ryðgötin fóru að gera vart við sig. Í öllu falli hefur mér sýnst að flestir þeir biluðu bílar sem ég hef rekist á á fjöllum séu þar stopp vegna brotins öxuls, hjöruliðs, drifs eða einhverra slíkra hluta. Eina vélarbilunin sem ég hef orðið fyrir var í gamla Hilux með manual olíuverki. Og ljosi, það er oftar þannig að í vatnasulli fá menn vatn inná vélarnar. Þær gömlu þola það ekkert betur en nýrri týpur.
ljosa skil ég annars ekki, hann sér eitthvað lífshættulegt út úr nýjungum sem leiða muni til dauða eigenda og reynir að leggja SkulaH þau orð einnig í munn. Ég gat nú ekki lesið það út úr skrifum Skúla.
Þetta að lokum vitringar: Hafið þið átt/notað bíl með sjálfstæðri fjöðrun á fjöllum og/eða í snjóakstri? Af hverju er gengið út frá því að jeppi sem er þægilegur í almennum akstri og lipur í bæjarumferð geti ekki virkað í ófærð? M.ö.o. að bíll þurfi helst að vera hrár og "traktorslegur" til að geta talist góður jeppi. Hver er í raun sparnaðurinn við að breyta "traktorsjeppa" í stað þróaðs jeppa (jafnvel þótt breytingin sé örlítið dýrari), ef þú þarf svo hvort sem er að fjárfesta í fólksbíl til að geta keyrt innanbæjar…?
Með von um frískleg svör.
Ferðakveðja,
BÞV
05.11.2003 at 00:31 #478512Sæll BÞV
Mér var nú bara að detta í hug þar sem ég hef verið að fylgjast með þessari umræðu, hvort þessi skrif ýmissa aðila gætu ekki verið einhverskonar öfund í garð pajero manna þar sem margur hefur haft ýmsar skoðanir um hvernig konungur jeppanna getur yfir höfuð farið á fjöll.
Er það ekki svo að tækninni fer það fljótt fram (svipað tölvum)í bílum að þessar hásingar eru bara barns síns tíma
og bílar verða léttari og fara meira með þessum búnaði sem er undir pajero.Að lokum Til hamingju með Dömuna
kveðja
JÞJ.
05.11.2003 at 10:26 #478514Björn Þorri, þótt þú sért miklu stærri en ég og þar að auki systursonur Dagga á Mælifellsá held ég myndi lána þér einn á kjaftinn ef þú kallaðir mig framsóknarmann innan þess radiusar sem handleggirnir á mér ná. Það vita allir sem mig þekkja að þann sértrúarhóp fylli ég ekki og mun ekki gera meðan eitthvað er eftir af gráa efninu milli eyrnanna á mér.
En hvað um það. Ég öfunda engan af Pajero, er nefnilega Pajero-eigandi sjálfur og búinn að eiga eina þrjá í röð. Hef hinsvegar ekki breytt þeim til þessa, finnst ég þurfi að hafa grófari bíl í það. Já, og BÞV, það kann vel að vera að reynsluleysi hrjái mig í fjallaferðum.Ekki ætla ég að bera á móti því. Ég er ekki búinn að vera á þessum flækingi nema eitthvað rúm 35 ár og odometerinn í mér sjálfum er bara rétt kominn yfir 2.000.000 km undir stýri á bílum af flestum stærðum. – En þú horfir líka framhjá einni "breytu" í dæminu og það er kostnaðurinn. Við höfum ekki allir sömu fjárráðin og sumir okkar hafa hreinlega ekki ráð á að kaupa Pajero/Montero GLS á 6 milljónir og láta síðan breyta honum fyrir 2 milljónir til viðbótar. Kannski eiga þeir, sem eru þannig staddir fjárhagslega, ekkert að vera að fíflast í fjallaferðum. Þá getið sem aurana hafið setið einir að hálendinu. Líklega er það bara það sem debattið snýst um. Burt með helvítis alþýðuna, eða hvað? Svo til viðbótar. Toyota er ekki með 120 Cruiserinn á markaði í USA, heldur selur það body eingöngu sem Lexus, hvað sem líður ignorance of the God damned Yankees að öðru leyti.
05.11.2003 at 11:09 #478516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það var mikið að andstaðan vaknaði. Eg var farinn að grípa til örvæntingafullra ráða til að æsa menn upp svosem að líkja Pajero við Yaris á viðbragða. En kannski gleymdi ég bara að taka inn í dæmið að BÞV fer helst á stjá á vefnum kringum miðnætti. Og með enga smá analýseringu á umræðunni!
Þróun getur verið ágæt, en þróun er alltaf með einhver markmið í huga og getur þá verið til þess að fjarlægjast önnur markmið. Þannig hefur öll þessi þróun í jeppaframleiðslu á síðustu árum verið í þá átt að bæta aksturseiginleika í borgarakstri og hraðbrautum. Þetta er vegna þess að þar hafa framleiðendur séð markaðstækifæri, meðan þeir sem nota jeppa sem jeppa er lítill og lítt spennandi markhópur sem fáir hafa áhuga á. Þetta eru gjörsamlega andstæðar þarfir og það kemur akkúrat fram í því þessum breytingum sem eru alltaf að verða umfangsmeiri og dýrari og nýji 120 Cruiser bara talandi dæmi um það. Þetta eru bara einfaldar staðreyndir um hvert þróunin stefnir, henni er ekki stýrt með okkar þarfir í huga þó svo snillingar eins og Aron og þeir Arctic Trucks menn geti lagfært hlutina talsvert með ærnum tilkostnaði.
Það er hins vegar ekki tilviljun hvað breytingar á Land Rover eru einfaldar og lítið mál. Það er einfaldlega vegna þess að sú þróun sem hefur verið á honum er gerð með jeppaeiginleika í huga. Það er alls ekki rétt að hann hafi ekkert þróast. Eg kynntist nú í sveitinni í gamla daga gamla Series II Land Rovernum sem jafnan gekk undir nafninu fóstureyðingatækið vegna þess hvað hann var hastur. Auk þess grútmáttlaus og hundleiðinleg vél. Núna er vandfundinn betri fjöðrun orginal undir alvöru jeppa (kannski einhverjum klafabílum, efa það þó) og fín vél sem hentar í jeppa. Rover tók að vísu smá hliðarsport og skipti Tdi300 út fyrir Td5, sem er í sjálfu sér skemmtileg vél og fín á hraðbrautir en hentar ekki eins vel í jeppa. En þar sem þeir eru með forgangsröðina á hreinu, er stefnan núna skilst mér að fara aftur í Tdi300.
Svo við snúum okkur aftur að þessum "þróuðu bílum" þá er sérstök þróunar- og iðngrein á Íslandi sem gengur út á að taka þessa hraðbrautajeppa, rústa öllu sem fínu sérfræðingarnir í verksmiðjunum þróuðu og gera þá nothæfa á fjöllum. Og við litla hrifningu framleiðandanna að mér skilst. Við semsagt höfum hér atvinnugrein sem byggir á því að bjarga því sem bjargað verður. Kannski bara gott og blessað.
Og með klafana svo ég komi komi aðeins að þeim. Eg hef séð marga vel breytta klafabíla gera ágæta hluti á fjöllum, en vandamálið vill vera ef snjórinn er djúpur því þá ýta þeir snjónum á undan sér mun meira en bílar með rör. Þar að auki fer ég ekki ofan af því að rörið er sterkari búnaður. En klafarnir virka örugglega fjandi vel á hraðbrautum og á ströndinni!
Kv – Skúli H.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.