Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.02.2005 at 14:47 #478838
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þó íslensk jeppamenning sé örugglega sú besta og merkilegasta í heimi og þó víðar væri leitað, þá er ég ekki sannfærður um að fjöldi bíla á fjöllum af tiltekinni tegund sé endilega mælikvarði á eiginleika við erfiðar aðstæður. Skýringin sést raunar við lestur á þessum þræði, þ.e. margir velja jeppa eftir einhverju allt öðru og óskyldum hlutum.
Kv – Skúli
09.02.2005 at 14:56 #478840Hvernig færðu það út að Rover fjöðrunin sé eftirlíking á Lödu fjöðruninni?
09.02.2005 at 15:26 #478842Ekki veit ég hvaðan Sigurður hefur sínar upplýsingar, ef mitt minni svíkur ekki, þá hafa Range Roverar verið a.m.k jafn algengir í snjónum eins og runkarar í gegnum tíðina. Þó bæði Lada sport og Range Rover hafi verð langt á undan kananum og japönum á bjóða jeppa sem fjöðruðu og voru með sídrifi, þá var að ég best veit ekki mikið líkt í útfærslunni. Ladan kom reyndar fram allmörum árum á eftir Rovernum. Range Roverinn erfði fjöðrun og sídrif frá [url=http://gipsy.flying-a.com/history.html:37cf5k7o]Austin Gipsy[/url:37cf5k7o], sem var langt á undan sínum tíma.
-Einar
09.02.2005 at 16:43 #478844Ég ætlaði nú ekki að röfla meira hérna, það hefur engan tilgang því menn eru svo fastir í sínu og virðast ekki þora að reyna nýjungar – og svo er ansi erfitt að rökræða þessi mál við menn sem vita ekkert um hvað þeir eru að tala því þeir hafa aldrei ferðast á bílum með sjálfstæða gormafjöðrun á öllum hjólum.
En tvennu ætla ég að svara:
Rangur: Ég þarf ekki að bera mig saman við Patrol til að finnast Pajeró mjúkur – hins vegar tók ég hann sem dæmi að því að það er eitthvað sem ég þekki vel og ég, ólíkt mörgum öðrum hér, nota ekki rök og fullyrðingar án þess að þekkja hlutina af eigin raun.
Skúli – Ég hef ferðast um marga jökla og þá mjög óslétta án nokkurra vandræða á mínum gamal Pajeró – sem var að vísu bara með klafa að framan og aldrei kom til þess að ég kæmist ekki áfram vegna þess að hann misfjaðraði ekki nógu vel – en djöfull var mikill munur að keyra hann á 100 eftir jöklum og líða um eins og á fljúgandi teppi.
Gæsavatnaleið fór ég líka á þessum sama bíl án nokkurra vandræða meira að segja þó ég hafi verið með Ford fjós dinglandi á eftir mér – oft í spotta – Helstu óþægindin í þeirri ferð voru af helvítis hásingunni að aftan sem var alltaf að rekast í grjót – það verður þvílíkur munur á þessum nýja að þurfa ekki að hafa áhyggjur af stórum steinum sem beygja eða brjóta þessi rör í umvörpum – Hlynur og nafni minn á Akureyri þekkja svoleiðis vandamál vel.
En svo er bara eitt fyrir ykkur að gera strákar – fá að ferðst í bíl með svona fjöðrun og reyna svo að segja með fullri sannfæringu að þetta sé ekki frábær fjöðrun…
með fjaðrandi kveðju…
Benni
09.02.2005 at 17:01 #478846Bara rétt að minna Benna á hvað misfjöðrun er góð í Pæjum. Eins gott að það var rör að aftan þarna. http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 0&offset=0
Þessi mynd hefur svosem komið áður fram, en þetta er allt í áttina hjá þér, kominn á 44" svo þá stittist í að þú fáir þér Patrol.:)
Fyrst verið er að tala um misfjöðrun, tókstu ekki mynd af Gísla í sprunguni í jökuljaðrinum ??? Þar er verið að tala um fjörun sem Pæjukalla dreymir um blauta drauma.
Góðar stundir
09.02.2005 at 17:03 #478848er nú reyndar óneitanlega á röri að framan einnig, það sést á hallanum á framdekkinu (nema klafadótið sé brotið…:)
Annars er fjöðrun bara fyrir kellingar og hananú…
kv
Rúnar.
09.02.2005 at 17:05 #478850Ef þú lendir í sprungu eða svelg, þá er nú reyndar betra að hafa sem minnsta misfjöðrun, því þá er auðveldara að draga þig upp. Frekar litlar líkur á því að misfjöðrunin sé það góð að dekkið nái til botns!
kv
Rúnar.
09.02.2005 at 17:26 #478852Sæll Hlynur,
Ekki kom nú blautur blettur í buxurnar við að sjá Gísla detta í sprunguna – en ég viðurkenni þó að þar er á ferðinni alvöru misfjöðrun, en það bjargaði honum ekki þarna og þurfti að spila hann upp alveg eins og hefði þurft að gera ef ég eða þú hefðum pompað þarna. Ég á mynd af þessu heima og skal reyna að setja hana inn í kvöld.
Benni
09.02.2005 at 17:32 #478854ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að lada sport hafi upphaflega farið í framleiðslu af volguverksmiðjunni árið 1967, með hásingu á 3 link gormafjöðrun að aftan og sídrifi með læstum millikassa, einsog rangur rover kom með 1972, lada sport var frá upphafi og er enn með sjálfstæða klafafjöðrun að framan með gormum en ekki vindustöng eins og kallast þróuð fjöðrun í dag undir japönskum bílum.
astin gipsi var með svokallaða flexitorafjöðrun með vindustöngum að framan, fjöðrun sem margir hafa nýtt seinna meir í sína framleiðslu, þarmeð mmc í eldri gerðir af pajero.
Einar, hefur þú lesið þessa grein um gipsi sem þú linkaðir á, þar stendur að gipsi hefði verið hannaður sérstaklega fyrir utanvegarakstur og akstur við erfiðar aðsæður, og hefði þessi fjöðrun veitt honum yfirburði yfir aðra bílategundir vegna sérstaklega vel hannaðrar fjöðrunar, kraftmikla og togmikla vél og sídrifin. 62 hp 2,2 litra bensinvél og flexitorafjöðrun að framann
09.02.2005 at 17:37 #478856Það er undarlegt, en BÞV og hmm virðast telja að það sé eitthver eðlismunur á sjálfstæðu fjöðruninni sem notuð hefur verið að framan í mörgum jeppum síðustu 25 árin, þar á meðal rúnkaranum og því sem er á nýjasta rúnkaranum. Þessar bílar eru með það sem kallast í útlandinu "double wishbone" eða "double A arm". Það skiptir engu máli upp á eiginleika hvort notaðir eru vinduöxlar eða gormar, hvort er notað fer mest eftir því hvernið það kemur út uppá pláss. Ég dreg það ekki í efa að nýji rúnkarinn sé með slaglengri fjöðrun en ýmsir aðrir bílar með klafa fjöðrun, ég efast þó um að hún sé slaglengri en í upphaflega Hummernum sem er líka með svona fjöðrun, bæði að framan og aftan.
-Einar
09.02.2005 at 18:01 #478858
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er komið ákveðið sameiginlegt einkenni á pæjukarlana þegar þegar þeir reyna að verja klafana. Það skiptir engu máli hvað beinar og klárar mælingar sýna eins og á fjöðrunarrampinum, engu máli hvað margar myndir eru dregnar fram af þeim með hjól á lofti í lítilsháttar misfellum, engu máli hvað maður sér þá hendast til í ójöfnum þar sem rörarbílar líða um, það kemur alltaf söngurinn um að það sé ekkert að marka menn sem ekki hafa prófað dásemdina. Og til vara er röksemdin að misfjöðrun skipti ekki máli á fjöllum !!! Hins vegar efa ég ekkert að eiginleikarnir á malbikinu séu góðir, malbikskeyrsla er bara ekki mitt áhugasvið og hún verður aldrei annað en leiðinleg hliðarverkun við það að fara á fjöll. Hentug fjöðrun í það er í mínum huga algjört aukaatriði.
Kv – Skúli
09.02.2005 at 18:11 #478860það skiptir miklu máli að bíll hafi búkollufjöðrunareiginleika, hann fer miklu lengra uppá rampinn, en fer hann meira í snjó, hef ekki séð það gerast ennþá nefnilega og það er það sem umræðan snýst um.
aldrei hef ég séð klafabíl hendast út og suður við akstur í snjó, einmitt þvert á móti liggur hann mun betur en rörabílar, hinnsvegar á hann það til að lifta hjóli við miklar misfellur og þá reynir aðeins á læsingu og drifbúnað, þessvegna er gott að hafa sterkt dót eins og í pajero
09.02.2005 at 18:45 #478862að keyra uppá ramp er bara ekki mitt áhugasvið, ég vil keyra sem mest uppá fjöllum og jöklum og þar virkar klafafjöðrunin bara alveg dúndur vel, fleitir mér áfram á ólöglegum hraða í snjóöldunum og ég nýt þess 100%.
09.02.2005 at 18:58 #478864Í snjóakstri þarf oft að fara um gil, skorninga og alskyns ójöfnur. Við sklíkar aðstæður getur skipt sköpum að bíllinn misfjaðri vel. Þetta má útskýra með dæmi.
Hugsum okkur bíl sem vegur 2000 kg og að þyngdardreyfing sé jöfn milli fram og afturhjóla. Ennfremur að dekkin séu af stærð sem gegur borið 500 km við 2 psi þrýsting. Þessi dekk geta þá borið 1000 kg við 4 psi þrýsting.
Ef ekið er á ská yfir eitthverja ójöfnu og bíllinn misfjaðrar illa, þá getur allur þungi bílsins lagst á tvö hjól. Þá er ekki hægt að fara niður fyrir 4 psi ef loftið í hjólinu á að geta borið þunga bílsins. Við þessar aðstæður gæti bíll sem misfjaðrar vel farið niður í 2 psi meðan hinn missir flotið ef farið er niður fyrir 4 psi. Þetta er meiri munur á floti en milli 38 og 32 tommu dekkja svo dæmi sé tekið. Ég held að flestir jeppamenn viðurkenni að bílar komist meira í snjó á 38" dekkjum heldur en 32"
Éf bíllinn er ekki fulllæstur þá bætast við áhrif þess að átakið á hjól á sama ás takmarkast við spyrnu þess hjól sem hefur minna grip. Ef þunginn liggur misjafnt á hjólunum minnkar átak beggja sem nemur þunganum sem hvílir á því hjóli sem léttara er.
-Einar
09.02.2005 at 22:23 #478866
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég væri alveg til í að sjá þennan ofurpajero í ralli við hvíta willy’s jeppan sem að var á sýningunni um helgina. Og sjá hvort að pajeroinn gæti farið á betri tíma en hann frá gjábakka og upp á skjaldbreið, fyrst að það er hægt að keyra hann svona svakalega hratt í snjó……
10.02.2005 at 16:17 #478868
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bara til að þráðurinn detti ekki út af lista
En ein spurning fyrir alla heittrúuðu röra kallanna
af hverju hefur engum ykkar dottið í hug að setja
hleðaslu jafnara í bílanna ég er að tala um sama
búðnað og var í gömlu range rover bílunum sem er alveg
bráð snjall búðnaður þar sem að öll þyngd sem er sett
inní bílinn fyrir ferðir leggst bara á miðja hásingu
í staðinn fyrir að minnka slaglengdinna í fjöðrunnini
þegar bíllin er lestaður spyr sá sem ekki veit
10.02.2005 at 16:42 #478870Ég, ásamt mörgum öðrum, er með búnað til þess að hleðsla dragi ekki úr föðrunarsviði. Þegar ég hleð bílinn fyrir ferðir bæti ég alltaf lofti í loftpúðana. Í ferðum hef ég bílinn heldur hærri en innanbæjar, þetta gefur meira fjöðrunarsvið og mýkri fjöðrun.
Annars tek ég það ekki til mín þegar verið er að tala um heittrúaða rörakalla, þegar ég valdi núverandi bíl réðist það mest af vél, þyngd og framboði af hlutföllum og læsingum.
Samanborið við klafafjöðrun þá hafa rörin þann kost að misfjöðrun er meiri en samfjöðrun og þann ókost að ófjaðraður massi er meiri. Allt annað er spurning um útfærslu.
-Einar
10.02.2005 at 17:19 #478872
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sko loftpúðar gefa nátúrulega alltaf sömu fjöðrun lestaður ólestaður en þessi spurning var nú mest ætluð þeim sem eru með bílanna á gormum því þar þegar að þú ert búinn að lesta bílinn ertu kannski búinn me 10 cm af af fjöðrunar getu en tjallinn var búinn að finna lausn á þessu hvimmleiða vandamáli árið 1973 þegar að range roverinn kom með þessum útbúðnaði sem er í raunninni sára einfaldur búðnaður en bara til að það komi fram að þá hef ég ekki neitt sérstakt á móti hásingum
10.02.2005 at 20:47 #478874ekki efast ég um það eitt augnablik að hvítur willis myndi hafa pajero í rallý, jafnvel líka þó hann væri grænn eða blár. en alveg er ég viss um að hann myndi ekki vinna útaf góðri misfjörun, heldur vegna þess að hann er ábyggilega með um 400 fleiri hesta á búgarðinum. og þá erum við farnir að tala um það sem skiptir máli um hversu mikið jeppar komast á fjöllum, nefnilega kraft.
hestamannakveðja
siggias74
10.02.2005 at 21:08 #478876Eflaust er hægt að sýna fram á gæði fjöðrunar með margskonar rökum og trúverðugum útreikningum.
Talsvert hefur verið rætt um hvað "sjálfstæða" fjöðrunin hljóti að vera mikið betri aksturslega svona yfirleitt.
Þannig er að ég ferðast þó nokkuð með jeppafólki á mismunandi tegundum bíla og með mismunandi fjöðrunarútbúnaði.
Tveir þeirra hafa fórnað sjálfstæðinu að framan fyrir rörið, margrædda.
Hvernig sem á því stendur, þvert ofan í fræðin, þá finnst þeim munurinn afskaplega mikill fjöðrunarlega séð á holóttum vegum og vegleysum, rörinu í hag.
Kann ekki skýringuna, en annar bíllinn er Terracan og hinn Four Runner.
Sjálfur er ég bara sáttur við fjöðrunina á mínum röravagni af Land-Rover gerð.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.