Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2005 at 13:02 #478798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Áhugavert framtak að smíða þennan ramp, en þyrfti ekki að setja hann í rétta gráðu til að auðvelda samanburð. Það þarf jafnvel að lengja hann líka því óbreyttir jeppar sem ná bestri niðurstöðu eru að keyra upp rampinn sem nemur um og yfir 60% af hjólabilinu, (lengdinni milli fram og aftur ás) og lengra ef jafnvægisstangir eru aftengdar. Það þýðir ef hjólhafið er 300cm. að þá er vegalendin upp rampinn 180cm. Breyttir bílar ættu að gera betur, svo rampurinn mætti alveg vera 3 metrar á lengd.
ÓE
06.02.2005 at 13:31 #478800Þetta er sniðugt að þessi þráður skuli poppa upp aftur einmitt núna – ég er nýbúinn að kaupa MMC með sjálftæðri fjöðrun allan hringinn og fór mína fyrstu ferð í gær þegar ég skrapp upp í Setur.
Ég veit svo sem ekkert um það hvort bíllin nær að teygja sig jafn langt og hásingabílar með breytta fjöðrun – reyndar efast ég stórlega um að hann geti það með sitt orginal fjöðrunarsvið.
En strákar mínir – þar til að þið prófið að ferðast á svona bíl þá eru þið ekki rökræðuhæfir um það hvernig þessi fjöðrun virkar – Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hversu vel þessir bílar fara með mann – ég ók Kvíslarveituveginn á 80 – 100 km hraða í gær án þess að svo mikið sem finna fyrir misfellum eða ójöfnum – Mér hefði þótt gaman að sjá hásingabíl gera þetta – ég hefði allavega ekki viljað sitja í honum. Ég hef nefnilega, illu heilli, þurft að ferðast langferð í Patrol á 44" og sá bíll fer allt annað en vel með farþegana.
Svo er það þetta með akstur í þrengslum og umferð – ja, það þarf eiginlega ekki að bera þessar tegundir fjöðrunar saman við slíkar aðstæður – Minn 44" Pajero er liprari innanbæjar en Óbreyttur Patrol, það þekki ég af eigin raun…
Í mínum huga snúast gæði fjöðrunar um það hversu vel hún virkar heilt yfir og þar hefur sjálfstæð fjöðrun, að mínu mati, gríðarlega yfirburði – ég nota minn bíl nefnilega 99,5 % við aðstæður þar sem hann þarf ekki að teygja hjólin marga metra upp eða niður – hvað með ykkur
Benni
06.02.2005 at 20:25 #478802hér er gott dæmi um teygju-eiginleika í klafabúnaði
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 1&offset=0
Stefán
06.02.2005 at 21:14 #478804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skrítið að menn eru endalaust að leggja að jöfnu klafafjöðrun(IFS) og sjálfstæða gormafjöðrun.
Myndin sem vísað er í hér á undan er af eldri gerð af Pajero með klöfum, sem er allt önnur fjöðrun en sú sjálfstæða sem er í nýjum Pajero.
Ég persónulega er nú hrifnastur af rörinu en trúi því nú samt að sjálfstæð fjöðrun hlítur að gefa bestu aksturseyginleikan á vegi, annars væru sennilega allir sportbílar á röri(ekki satt???)
06.02.2005 at 21:31 #478806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
07.02.2005 at 00:43 #478808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vei, loksins sannaðist það að þessi svokallaða þróaðafjöðrun á ekki séns í rörið þegar að er verið að tala um misföðrun eða krossfjöðrun.
Það sést best á myndinni af pajeronum sem er á linknum hérna fyrir ofan, ef að hann væri ekki með röri að aftan færi hann ekki að misfjaðra svona mikið.Og þar fyrir utan sást það allra best þegar að hvíti willy’s jeppinn hreint út sagt skaut þessum pæjero svo rækilega ref fyrir rass, eftir sýninguna um helgin þar sem að hann fór meter lengra upp rampinn. Og bþv það eru sennilega sverari balancestangir í honum heldur en pæjunni þannig að ekki nota það sem afsökun 😉
En ég er samt ekki að segja að hann sé betri í akrsti heldur en pajeroinn langt því frá. En eitt veit ég að ég nota minn jeppa í torfærum, ég setti hann ekki á 44" til að hann lúkkaði vel í innanbæjarakstrinum og ég gæti sagt að hann væri liprari en orginal patrol. Ég nota jeppan minn í það sem að hann var smíðaður í s.s. torfærur hvort sem er í snjó , drullu eða vatni.
Afhverju fá menn sér ekki bara Lancer EVO 8 og kaupa sér síðan ódýrari jeppa, frekar en að kaupa nýjan 44" pajero og vera að dást að því hvað hann er lipur innanbæjar ????
Það verður seint sem að það verður hægt að sameina eiginleika jeppa á stórum dekkjum og sportbíls í einum og sama bílnum.Þannig að mín niðurstaða er sú sjálfstæð fjörðrun á að vera í sportbílum en alvöru jeppar eru með hásingar.
07.02.2005 at 10:56 #478810Sælir
Gæti verið að það sjáist glitta í hásingu að framan líka á þessum pajero hér að ofan?
Nei bara að spá… 😉
Kveðja
Izeman
08.02.2005 at 00:45 #478812Jahérna hér. Er ekki nema þessi vonlausi langlokuþráður aftur kominn í loftið! Og það sem meira er, eik var orðinn svo hissa á að ég skyldi ekki blanda mér í umræðuna, að hann hafði samband og lét mig vita að þetta væri aftur farið af stað.
Ef Pajero með þróaða fjöðrun hefur ekki farið nema 70 cm. á þessum Willys rampi, þá hlýtur hann að hafa einfaldlega orðið olíulaus þegar hann fór að halla. Annað kemur ekki til mála!
Annars undrast ég alla þessa dásemd og hughrif hjá þessum röraköllum ættuðum úr afdölum Ameríku, yfir þessum "uppáakstursrömpum". Sjálfur ferðast ég ekkert á svona rampabúnaði og skil reyndar ekki þá sem velja sér að ferðast á þeim. Nú skil ég líka af hverju þessir rörakallar fara svona hægt yfir. Maður er yfirleitt búinn með a.m.k. tvo Hornafjarðarmanna og líka að kúka þegar þeir loksins koma í skála.
Ferðakveðja á unaðslegri ALVÖRU fjöðrun!
BÞV
08.02.2005 at 01:47 #478814Er þessi 44" pajero sem Benni er á nýr í flotanum eða er þetta gamli bíllins hanns Arons? Annars, gaman að lesa þetta spjall, fer að nálgast Njálu að lengd, ég hef nú ferðast nokkrum sinnum uppá fjall á mínum fjallabíl og ekki get ég sagt að ég hafi lent það oft í aðstæðum sem búkollufjöðrunarbúnaðar hefði notið við, að ég kysi að hafa þann búnað undir bílnum mínum alltaf. (búkollufjöðrunarbúnaður er liðstíring sem getur snúið uppásig endalaust). Nokkrar hef ég nú séð myndirnar af rauðum cherokee kendann við eik, þar sem hann er við aðstæður sem sýna hversu ógurlegt fjöðrunarsvið hann hefur, svo þegar búið er að taka montmyndirnar þá er halað framm spottanum og bíllinn dreginn uppúr annars sjaldgæfum aðstæðunum. Þá spyr ég hvert er gagnið af þessari fjöðrun þegar bíllinn sem stendur í öll fjögur hjól þegar hann er fallinn á einu hjóli niður um vök, þarf drátt uppúr vökinni alveg einsog bíllinn sem stóð bara í þrjú hjól við sömu aðstæður?
Nýt þess að aka um á pajero.
siggias74
08.02.2005 at 08:23 #478816Benni mun hafa keypt bílinn af Aroni.
Það er mikið tíl í því sem Sigurður segir. Næst síðasti jeppinn sem ég átti var með stífa fjöðrun, þróaða að framan. Hann hefði tæplega komist meira en 30-40 sm á skábrettinu. Þegar hann sat fastur þá var oftast hægt að losa hann með því að bregða drullutjakknum á felguna og moka snjó undir hjólið. Núverandi bíll festist sjaldan, en þegar það gerist þá er hjólið oftast komið svo langt niður að erfitt er að koma tjakknum að því. Annars gerist þetta svo sjaldan að þá eru oftast teknar myndir og settar á netið 😉
Kosturinn við fjöðrun sem fylgir vel ójöfnum er að þá er miklu minni þörf fyrir læsingar og þá þvingun sem þeim fylgir. Það er erfitt að beygja á bíl sem er með allt læst og ég hef veit þess dæmi að menn hafa brotið öxla og hrútshorn við það eitt að taka krappar beyjur með allt læst.
-Einar
08.02.2005 at 09:11 #478818
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
heir heir fyrir síðasta ræðumanni, já BÞV sannleikurinn getur verið sá og reyndar efast ég um að hann hafi farið 70 cm.
Myndinn er að vísu aðeins hreyfð en þetta er vegalengdinn sem að bíllinn náði upp á rampinn.Myndinn er að vísu aðeins hreyfð.
[url=http://www.internet.is/baldurh/093.jpg:1mwz5pkn]Mynd[/url:1mwz5pkn]
08.02.2005 at 11:36 #478820Eik mældi bílinn hjá mér 70cm þegar ég fór fyrst á rampinn,síðan fór ég aftur og þá aðeins lengra eða um 80 cm.
Þannig að ég trúi ekki öðru en að bíll eins og Björn þorri fari mun lengra heldur en 70cm.kv
JÞJ
08.02.2005 at 11:38 #478822.
08.02.2005 at 13:16 #478824Þessi Pæja sem fór á rampinn, fór 70cm og ekki millimeter í viðbót. Eigandin var á fundi í gær og var þá kominn í uppflettirit þeirra Pæjumanna, "501 ástæða fyrir því að ég dríf ekki neitt". Það voru vægast sagt léleg rök sem komu frá honum, nema það að þetta væri frábær sportbílafjöðrun. Ég fór 147cm á mínum Patrol með báðar stangir tengdar, en aðrir Patrol jeppar sem aftengdu afturstöngina fór lengra.
Það er gott að eiga jeppa.
08.02.2005 at 19:53 #478826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Halló getið þið ekki séð að á L200 bílnum er öll misfjöðruninn að aftan þar sem að rörið er!!!! þar er teyjgan (samt á fjöðrum).
Þessi sportbíll sem er í dulargervi jeppa getur því miður ekki misfjaðrað meira.
Ég skal setja inn vídeó af þessu um leið og ég get (nenni því) en þar sést einmitt ein af þessum 501 ástæðu fyrir því að pajero drífur ekki neitt.
Og ekki segja bara "Bíllinn á að fara lengra upp rampinn"
Því að hann gerir það EKKI!!!!!!!
09.02.2005 at 11:51 #478828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sá að þessi eilífðarþráður var að detta niður þannig að það þarf að gera eitthvað, enda umræða sem liggur nærri spurningunni um tilgang alheimsins að mikilvægi.
Hafi hin sjálfstæða fjöðrun aðeins komist 70 cm upp rampinn þýðir það 35 cm hæðina. Hann er s.s. farinn að missa grip þegar misfjöðrunin er 35 cm. Með fullri virðingu fyrir rúnkaranum, þá myndi ég ekki kjósa þessa fjöðrunareiginleika á ósléttum jökli eða grýttum slóðum eins og Gæsavatnaleið og Arnarvatnsheiði. En ég skal vera fyrstur manna til að viðurkenna það að Breska heimsveldið er ekki besti bæjarsnattari í heimi, en ykkur að segja er mér andsk. sama um það. Kýs frekar að hafa góðar hreyfingar og teygjanleika þar sem á það reynir.
Kv – Skúli
09.02.2005 at 12:49 #478830Loksins kom einhver með alvöru fjöðrun inn í umræðuna! Breska heimsveldið hvort sem er í vinnufötum, hversdagsfötum eða sparifötum (meira að segja gömlum og slitnum) þarf ekki hálfs annars metra háar blöðrur til að vera mjúkt. Og er þar að auki ágætt innanbæjar ef ekki er valin of löng útgáfa.
Annars er athyglisvert að hmm skuli þurfa að bera sig saman við Patrol til að finnast pæjan mjúk!
kv.
ÞÞ
09.02.2005 at 12:52 #478832Ástæður af hverju Hlynur fór ekki lengra upp rampinn fengum við að heyra á laugardaginn, trooperinn fór næstum því jafn langt og pattinn hans og er trooperinn ekki með þróaða fjörðrun að framan heldur handónýtt klafadrasl+ 38" en ekki 44" sem þarf að líma, sjóða, beddlocka og sparka í til að það virki.
09.02.2005 at 13:08 #478834Við erum komnir í 200 pósta. Þessi þráður verður vonandi notaður lengi í viðbót.
Haukur
09.02.2005 at 13:26 #478836það er ekkert útá fjöðrun í rangum rover að setja, enda þróaðasta fjöðrun síns tíma og langt á undan sinni framtíð enda um eftirlíkingu af fjöðrunarbúaði í lödu sport að ræða og rússinn var jú brautriðjandi í öllu. en hinns vegar er vert að skoða að þrátt fyrir öll þessi gæði og framúrskarandi búkollufjöðrunareiginleika þá eru þeir bílar af þessari gerð sem einhverntíman hafa snert utanvegarakstur á íslandi, teljandi á fingrum annararhandar, afhverju það? af hverju eru ekki bara rangur rover á jöklum og af hverju eru þeir fáu sem þangað fara ekki langt á undan öllum pajunum, pöttunum og taujunum, fyrst að þeir geta undið svona vel uppá sig?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.