Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Sjálfstætt fjöðrunarsvið“
This topic contains 259 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2003 at 09:52 #193055
Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2003 at 11:50 #478438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gaman væri að sjá hvernig "Daman" kæmi út í "Ramp Travel Index" prófi miðað við aðra jeppa og þá helst jeppa með heila hásingu og gorma (hestakerrubúnað).
[img:1hw7zzc3]http://www.offroaders.com/images/misc/mikeontheramp.jpg[/img:1hw7zzc3]
Í Ramp Travel Index prófi er jeppanum er ekið með annað framdekkið upp 20 gráu halla braut (í aftrur drifi og ólæst) og vegalengdin sem framhjólið kemst upp hallabrautina mæld, deilt í þá tölu með lengdinni milli hjóla á viðkomandi jeppa og útkoman margfölduð með 1000. þá kemur út þriggja stafa RTI tala. Því hærri því betri, en nánar um þetta [url=http://www.landyonline.co.za/techtalk/rti.htm:1hw7zzc3]hér[/url:1hw7zzc3] eða [url=http://members.shaw.ca/snowjeep/rticalc.htm:1hw7zzc3]hér.[/url:1hw7zzc3]
ÓE
23.10.2003 at 12:45 #478440Daman kemur örugglega ekkert sérstaklega vel út úr þessu testi, frekar en aðrir klafabílar. Ástæðurnar eru tvær:
1. Klafabíll hefur "fasta" fjöðrunarvegalengd, getur mest fjaðrað X cm á hjóli alveg óháð því hvað fær bílinn til að fjaðra. Rörabíll hefur tvær fjöðrunarvegalengdir, annarsvegar vegalengd þegar bæði dekkin á sömu hásingu ganga í sömu áttina, og hinsvegar þegar annað dekkið gengur niður en hitt upp. Síðari vegalengdin er alltaf lengri. Hversu lengri fer eftir staðsetningu samsláttarpúða og dempara.
2. Þegar annað dekkið gengur upp á rörabíl en hitt niður, virkar rörið sem vogarstöng og ýtir hinu dekkinu niður. Á sumum rörabilum getur dekkið sem gengur niður því gengið aðeins lengra niður en sem nemur þyngdarlausri stöðu fjarðarinnar (vogarátakið dregur fjöðrina lengra í sundur, ef demparinn leyfir). Vogarátakið hjálpar rörabílnum til að halda betra gripi á öllum dekkjunum í svona aðstæðum.Hérna uppi á frónni skiptir þetta fyrirbæri sáralitlu máli, og myndu örugglega margir breyttir íslenskir fákar stórskemma á sér brettin við að reyna þetta með fullan loftþrýsting í blöðrunum.
Það sem skiptir okkur miklu meira máli er góð fjöðrun á "mikilli" ferð, á öldóttu undirlagi.
kveðja
Rúnsi jeppanörd.
23.10.2003 at 12:58 #478442Strákar,
vitið þið til þess að svona rampur sé til hér á klakanum?
Það væri nú gaman að prófa.Emil
23.10.2003 at 13:05 #478444Það ætti nú varla að vera mikið mál fyrir handlaginn mann að klambra upp einum svona rampa, t.d. upp við húsvegg og með nægar styrkingar undir….
Er RTI keppni Ferðaklúbbsins 4×4 í uppsiglingu? Klafar á móti hestakerrum
kv
Agnar
23.10.2003 at 13:17 #478446Það væri nú gaman að prófa bílinn á svona rampi. Er það ekki verðugt verkefni fyrir tækninefnd 4×4 að koma upp svona aðstöðu, ef hún er ekki þegar til staðar?
Ég er sammála Rúnari um að sveigjanleiki (articulation) fjöðrunarinnar skiptir ekki öllu máli, en á ólæstum bílum, eða bílum með diskalæsingar, getur það haft mikið að segja ef fjöðrunin er sveigjanleg. Driflæsingar jafna þennan mun talsvert.
-Einar
23.10.2003 at 14:11 #478448Sælir ég held að það sé alveg þess virði að halda RTI Keppni hér á landi hérna er útreikningur "For instance, if a vehicle with a wheelbase of 93 inches (Jeep YJ or TJ) travels 62 inches up the 20 degree ramp then the RTI would be calculated as: 62" divided by 94" x 1000 resulting in a score of 659." þetta tók ég af "http://members.shaw.ca/snowjeep/rticalc.htm" en þetta mundi kannski lækka ekóið í sumum:D
RTI Kveðja Davíð R-2856
23.10.2003 at 14:44 #478450Þá væri hægt að gera eitthvað annað á fimmtudagskvöldum en hlusta bullið í Slóðrík Aðalofsa
Held reyndar að þeir í útlandinu hafi verið farnir að gera rampinn brattari en þessar 20 gráður, þar sem sumir bílar voru ennþá með öll dekkinn á "jörðinni" þegar afturdekkin komu að rampnum (kláruðu rampinn þ.e.a.s.)
Kveðja
Rúnsi.
23.10.2003 at 16:31 #478452Þetta er einmitt eitt af því ég hlakka til að sjá og skoða í Dömunni hjá BÞV. Kannski hefur Mistúbishí (eða hvernig það er nú skrifað) stillt þessu eitthvað betur upp en aðrir. Slaglengdin lofar amk góðu eftir tölunum að dæma.
Þetta sem þið eruð að lýsa er oft kallað misfjöðrun og ég er sammála því sem hér kemur fram um eiginleika klafabíla að þessu leyti. BÞV er hlýtur að vera búinn að henda öllum balansstöngum úr dömunni til að bæta úr þessu að einhverju leyti. Ef þetta er gott nú, þá verður það betra án jafnvægisstanganna.
Ef Daman verður of svög, (sumir vilja hafa jeppa svaga, aðrir ekki), þá bendi ég BÞV á "hátæknibúnað" sem kemur orginal í Patrol, þessi búnaður aftengir balansstöngina að aftan með takka inni í bíl.
þegar ég átti Toyotu með kalfa að framan og fjaðrir að aftan, þá misfjaðraði hann miklu meira að aftan þannig að bíllinn elti alltaf misfellur að framan en afturhásingin skældist. Best er að þetta gerist jafnt að frama og aftan, þá fer best um farþegana. Ég henti balansstönginni úr af framan og þetta lagaðist fullt, en ekki nóg.
Annað sem ég hlakka til að sjá þegar ég kemst í návígi við BÞV á Dömunni verður að vera efni í annan pistil.
Þetta með prufurampann er góð hugmynd og ég vil varpa henni áfram á eitthvert jeppaverkstæðið eða aukahlutabúðina. Hvernig væri nú að Benni drifi í þessu og hefði Highs Score töflu upp á vegg í búðinni.
Sing
23.10.2003 at 20:07 #478454Sælir félagar.
Þetta með misfjöðrunina fann ég í fyrsta túrnum á Vatnajökul, þ.e. hún er minni en í hásingabíl. Að vísu voru ballansstangirnar í sambandi (og þær eru eins og í meðal vörubíl) þannig að ég mun klárlega prófa að aftengja þær (manualt Snorri, þar sem Mitsu hefur ekki þennan hátækni aftengingar-Patrolbúnað). Að vísu hef ég séð íslenska hönnun í gamla Patrol til að aftengja þetta og aðalundrið í þeim búnaði var rörhólkur og traktorssplitti…
Samt er ég sammála því sem fram kom hjá Rúnari og Einari o.fl., að oftast er það gott travel sem skiptir meira máli en misfjöðrun. Hún er hins vegar stórmál þegar verið er að príla um- og uppúr einhverju misjöfnu.
Nú svo er það draugasagan um að IFS búnaðurinn sé svo lélegur að það sé varla óhætt að fara einbíla í vinnuna… Nú er Páll Halldór að breyta Pajero með sjálfstæða framfjöðrun á "44 hjól og það verður gaman að sjá hvort hann kemst út úr bænum…
Ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 21:01 #478456Orginal búnaðurinn í patrol hlítur að vera töluvert flóknari og flottari en rörhólkur og traktorssplittí, því hann kostar álíka mikið og ný vélartölva í Pajero, og er, ef eitthvað, eitthvað bilanafrekari…
Kveðja
Rúnar.
Platrollur eru mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.
23.10.2003 at 21:33 #478458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi þennan póst um um "fjöðrunarsvið" hinna ýmsu jeppa og lýsingu manna á því, hversu nauðsynlegt sé, að hjólin grípi svo og svo langt niður meðan hin eru, að því er mér skilst, öll á lofti, eða næstum því. Þá er mér spurn: Er verið að tala um bíla á slóðum, þ.e. ekki utan vega, eins og 4×4 telur sig aldrei vera, eða aðeins í snjó eða á jöklum?
23.10.2003 at 22:18 #478460Sæll Vigfús.
Að mínu viti eru menn fyrst og fremst að tala um snjóakstur (þ.e. akstur utan slóða) eins og 4×4 félögum flestum þykir skemmtilegastur. Ég skil reyndar ekki spurninguna til fulls, enda veit ég ekki til að Ferðaklúbburinn 4×4 "telji sig aldrei vera utan vega" þótt hann hafi frá upphafi barist hart gegn utanvegaakstri og orðið býsna ágengt í þeirri baráttu.
Kíkir Þú ekki stundum út fyrir veg á þínum "38 musso með læsingar allt um kring
Jákvæð ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 22:26 #478462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er mjög gott að hafa langt fjöðrunarsvið, eða mikla misfjöðrun í jeppanum, þegar þarf að leggja að baki marga kílómetra af háum og hörðum rifsköflum á jöklum, svona svo eitthvað sé nefnt.
ÓE
23.10.2003 at 22:27 #478464Það er nú einmitt á jöklum sem einna mest reynir á misfjöðrun. Þetta þekkja þeir sem hafa skælst um á berum og sprungnum ís.
Þetta skot með að "4×4 félagar séu ekki utan vega" verðum við að flokka sem góðlátlegt grín. Sú umræða er reyndar slík alvara að með hana ætti ekki að grínast. Það eru bara tröll sem eru nógu heimsk til að kasta fjöregginu í milli sín.
Sing
23.10.2003 at 22:48 #478466Tilvitnun í BÞV: "Nú svo er það draugasagan um að IFS búnaðurinn sé svo lélegur að það sé varla óhætt að fara einbíla í vinnuna… Nú er Páll Halldór að breyta Pajero með sjálfstæða framfjöðrun á "44 hjól og það verður gaman að sjá hvort hann kemst út úr bænum…"
Sammála BÞV, og ég efast ekki um að þetta kemst úr bænum. Hér verð ég að bæta því við að ég fullyrði að það fer betur með klafafjöðrun að vera á 44" heldur en 38". Ég get skýrt það betur ef svo ólíklega vill til að einhver sér þetta ekki strax.
Ég átti IFS Togaogýta Extracb á 44". Helsti veikleikinn að framan var hveru lítið framdrifið var sem hefur lítið að gera með umræðuna um klafa vs rör. Þessi búnaður þurfti að þola ýmislegt en á eftir tel ég mig vita nokk hvað er gott og slæmt við þetta. Helsta vandamálið var þegar mað rak IFS búnaðinn niður í fast, til dæmis grjót. Þá gekk þetta aðeins til og hjólastillingar breyttu sér. En ef maður rak búnaðinn ekki niður í fast, þá bara virkaði þetta án vandamála þrátt fyrir mikil átök oft á tíðum.
Sing
23.10.2003 at 22:54 #478468Ykkur til upplýsingar þá er hátæknibúnaðurinn í Patrolnum útfærður eins og manualdæminu er lýst hér að framan, með rörbút og splitti, en þannig að splittið er flutt til með rafmagnsmótor. Mér skilst að þessum búnaði líki illa við vatn til lengdar og kosti já eitthvað í innkaupum ef hann bilar.
Sing
27.10.2003 at 10:47 #478470Sæll Snorri.
Ég hafði ekki séð póstinn þinn fyrr en núna. Það eru strax í gangi hugmyndir með útfærslur til að tengja/aftangja ballansstangirnar í Pajero. Vonandi verður íslenska leiðin endingarbetri en traktorssplittin í Patrol… Annars verður að segja það Patrolmanninum til hróss (þ.e. sá sem hannaði kvikindið) að þessi hugmynd um original aðferð til að aftengja þetta er hreinasta snilld.
Ferðakveðja,
BÞV
30.10.2003 at 21:10 #478472hér er svona RTI skali..
Vehicle RTI
’96 Jeep Wrangler: 357
’93 Isuzu Trooper RS 2-dr.:529
´95 GMC Jimmy 4-dr. 371
’97 Jeep Wrangler: 532
’92 Suzuki Vitara 4-dr. 379
’94 Dodge Ram 1500: 556
’93 AM General Hummer: 385
’94 Land Rover Defender 90: 580
’93 Isuzu Rodeo LS: 435
’95 Land Rover Discovery 588
’93 Jeep Grand Cherokee: 439
’93 Range Rover County LWB 588
’93 Toyota 4Runner: 441
’93 Toyota Land Cruiser: 593
’94 Ford Explorer Limited 443
’96 Range Rover 4.0SE: 600
96 Nissan Pathfinder: 466
’92 Range Rover Classic: 670
’96 Kia Sportage: 471
’80 Range Rover 2dr Classic 730en sú heppni fyrir mig að eiga 2dr Range Rover árg.´78 😉
03.11.2003 at 21:30 #478474[url=http://www.dirtroad.com/jeepwhat.htm:10dmyu9r]Þessi liggur ekki á skoðunum sínum varðandi IFS[/url:10dmyu9r]
03.11.2003 at 21:33 #478476Þetta fann ég í grein um Landcrusier 100 á netinu;
Even though a solid axle can still be had, this model and the 90 series Prado, makes it clear that the Land Cruiser has reached the end of it’s serious off road roots. With IFS and lower ground clearance, this generation just cannot complete with the older genertion Landcruisers when it comes to serious off road ability. However, Toyota does retain 4 wheel drive and low range as well as optional front and rear lockers. But, only the 70 series remains as a serious off road vehicle. Hopefully Toyota will continue 70 series production for many years to come.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.