Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › sjálfskiting
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2005 at 23:20 #195360
Heilir snillingar
Ég er að tappa vökvanum af sjálfskiptingunni hjá mér í annað skiptið í vikunni, og mér finnst olían nánast eins og brúnt drullopollsvatn. En ég hef ekki orðið var við neitt óeðlilegt í skiptingunni. að öðru leiti en A/T ljósið
kveiknaði á þriðjudag. skipti um olíu á miðvikudaginn rúma 4 lítra.
og er að tappa henni af núna og þetta er sama drullan aftur.
ætli það séu ekki 10-11 lítrar á skiptingunni í einu.ætli það hafi soðið á henni einhv tíma ?
eða getur verið önnur orsök fyrir þessu.á maður ekki bara að skella hitamæli á þetta.
er óhætt að setja bílinn í gang augnablik án þess að hafa tapan í til að
reyna að tæma kerfið betur ?
kv
bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.02.2005 at 00:36 #514964
Eins furðulega og það kann að hljóma þá þýðir þetta Gross Vehicle Weight, ætli það sé ekki bara heildarþungi (í pundum).
http://www.flex-a-lite.com/auto/html/tr … olers.html
-haffi
01.02.2005 at 01:41 #514966Sælir
Ég er að byrja minn fyrsta vetur á sjálfskiptum bíl, hef alltaf verið á beinskiptum.
Þegar ég var að breyta bílnum reyndi ég að verða mér um upplýsingar hvernig væri best að ganga frá þannig að ekki yrðu hitavandamál. Allir sögðu vertu bara með nógu stórann kæli. Síðan heyri ég af fræknum fjallajeppa, sjálfskiptum sem fer á verkstæði sem er frægt fyrir að þjónusta skiptingar og þeir segja að það sé of stór kælir fyrir skiptinguna, að hún nái aldrei að hitna nóg til að vera á réttu vinnsluhitastigi! Mér fannst þetta rökrétt, þó ég hafi ekkert vit á skiptingum því setti ég skiptiloka, nota kælirinn í vatnskassanum þegar ég er í venjulegum akstri og aukakælirinn þegar ég er í ferðum. Reynslan sýnir nú að ef ég er í venjulegum akstri og er á aukakælinum hitnar skiptingin ekkert, ef ég nota orginal kælirinn í vatnskassanum er hitinn á normal. Ég veit ekki hvort það kemur niður á endingu skiptingarinnar ef hún er alltaf of köld, en hún öll mýkri og skiptir sér betur ef hitinn er normal.kv
01.02.2005 at 08:24 #514968já þetta líklega málið. vatnskassinn er gallaður
frá ónefndu fyrirtæki í bænum. pakningin að ofanverðu
er farin. svo mjög líklegt er að pakninginn að neðanverðu sé farinn líka.er búin að tala við ónefnt fyrirtæki og ætla þeir að
bjarga þessu frítt. þeas Vatnskassanumvonandi hefur skiptinginn ekki skemmst á þessu.
Bjarki
01.02.2005 at 10:50 #514970Sæll E. Harðar
Kælirinn er ca 18 tommur horn í horn og þikktin ca 1-1,5 tomma.
Festingar og slöngur fylgja með og er gert ráð fyrir að hann festist utaná vatnkassann með sérstökum prastfestingum og er sett gúmmí á milli.Einn fróður maður mælti með að útbúa brakket til að festa kælinn á hliðunum og færa hann aðeins frá vatnskassanum til að hann tæki ekki hita frá vatnskassa.
Varðandi kælinguna þá vísa ég á H Jónsson til að svara því.
Síminn hjá þeim er 564 6200
Ég fer í að koma mínum í fyrir helgi (fyrir þorrablótsferðina) ef ég get
Kveðja
Atli
01.02.2005 at 22:58 #514972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er ég að fara að leggja kælilagnir frá skiptingu í kassa. hvað eru menn að nota? Eru þið að nota rör eða slöngur eða bæði? öll ráð og umræða velkomin.
02.02.2005 at 11:09 #514974Rör eru alltaf best. Ég er með rör frá skiptingu í vatnskassann, en slöngur til aukakælis. Stefni að því að leggja rör alla leið.
02.02.2005 at 17:06 #514976Ég er með mælinn þar sem vökvinn kemur út af skiptingunni. Ég tel mig græða tvennt á því:
1. Sjálfskiptivökvinn þolir visst hitastig og samkvæmt mínum upplýsingum þá brotnar vökvinn niður ef hann fer yfir þetta hitastig og getur mynda salla sem gæti í slæmum tilfellum virkað eins og massi (eða sandpappír). Ég hef ekki neinar vísindaleg gögn undir höndum sem staðfesta þetta en bara að hugsa um þennan möguleika fær mig til að skipta oftar um vökva. Með mælinn staðsettan þarna get ég séð nákvæmlega hvaða hitastig vökvinn fer í. Ég var að tala við sérfræðing hjá Skeljungi (í miðjum skrifum) og tjáði hann mér að ef hitinn á sjálfskiptivökvanum fyrir upp í eða yfir þolmörk brennur hann og verður grár og ljótur. Einnig að beint samband á milli hita sem vökvinn verður fyrir og endingu hans. Þetta hafði maður svo sem í huga en staðfestir að best sé að fá upplýsingar hæsta hitastig sem vökvinn fer í.
2. Annað sem ég spáði ekkert í þegar ég setti mælinn í bílinn var að með honum get ég fylgst með því álagi sem ég er að bjóða öllu kraminu í bílnum, því það er beint samband á milli hitamyndunar og aflsins sem fer í gegnum sjálfskiptinguna. Ég veit svosem ekki hvort það skipti máli þar sem kramið í Pajero þolir nú ýmislegt, en mér finnst bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með þessu.Hinir staðirnir, pannan eða eftir kæli eru eflaust ágætir en vegna hitatakmarka sjálfskiptivökvans tel ég best að staðsetja hitaskynjarann á heitasta staðnum.
En eins og Bjarki segir þá á samkvæmt viðhaldsbók Pajero að skipta á 45.000km. fresti og er þá miðað við venjulegan akstur, hvernig svo sem hann er. Í okkar tilfelli þar sem við erum að bjóða bílunum miklu meira en framleiðandinn gerir ráð fyrir þarf að meta vökvann með t.d. að lykta af honum smakka hann og svo er gott að setja hann á milli tánna ganga með hann þar í einn dag og ef maður roðnar á milli tánna, þá þarf að skipta vökvanum út fyrir nýjan.
JHG, ég vona fyrir þína hönd að rörin séu ekki beintengd milli sjálfskiptingar og vatnskassa, því venjulega er vatnskassinn festur í boddy-ið en skiptingin á púðum. Titringur mundi því slátra vatnskassanum mjög fljótlega. Ég keypti hitaþolnar slöngur hjá þeim sem þær selja og koma þær mjög vel út.
kv. vals.
02.02.2005 at 17:53 #514978Þar sem þú ert með mæli Vals. Hvað er "normal hiti"
í akstri hjá þér annars vegar á fjöllum, og svo í bæjarsnattinu?MMC rules
kv
Bjarki
02.02.2005 at 19:01 #514980Í bæjarakstri er hann á milli 70-85°C, upp Kambana fer hann í ca. 110°C, síðast liði vor sprautaði ég upp Skálfellsjökul og náði honum í 157°C við þann hita kveiknaði ljósið ekki enda kominn með auka kæli. Áður en aukakælirinn var kominn í kveiknaði ljósið nokkrum sinnum hjá mér en ég veit ekki við hvaða hitastig það kveiknar.
Ég ætla að bið ykkur, að hvorki drekka- né maka sjálfskiptivökvanum á ykkur, þetta var bara fíflaskrif enda Þorrablótið að nálgast. Það er liturinn sem er aðal atriði
kv. vals.
02.02.2005 at 19:09 #514982Vals skrifaði:
"…JHG, ég vona fyrir þína hönd að rörin séu ekki beintengd milli sjálfskiptingar og vatnskassa, því venjulega er vatnskassinn festur í boddy-ið en skiptingin á púðum. Titringur mundi því slátra vatnskassanum mjög fljótlega. Ég keypti hitaþolnar slöngur hjá þeim sem þær selja og koma þær mjög vel út."
Þetta eru sem betur fer ekki stórar og sterkar járnstangir 😉
Ég er með orginalrörin (ætli GM viti af þessu?) sem liggja frá skiptingu í vatnskassa. Þau hafa ekki eyðilagt vatnskassa ennþá svo ég viti til og ég get ekki ímyndað mér að það væri nokkur möguleiki
Ef ég væri hinsvegar með rör eins og bensínleiðslurnar sem ég lagði hér um árið þá væri kannski einhver hætta. En orginal rörin hafa ekki skemmt vatnskassa í þessum bíl í 24 ár og fara varla að taka uppá því núna (eru ekki flest orginal rör fyrir sjálfskiptingar lagðar með rörum?).
En hvað hitan varðar þá er það rétt, endingin minnkar eftir því sem vökvinn hitnar meira. Ég er með mynd í albúminu hjá mér sem sínir endingu miðað við hita.
JHG
16.02.2006 at 20:16 #514984Sælir
Ég var að grafa þennan skemmtilega þráð upp.
Ég var að spá í þetta sem talað er um að vökvinn gæti kólnað of mikið ef maður er með stórann aukakælir á skiptinguna.
Það var sölumaður hjá Bílabúð Benna sem benti mér á að ég gæti tengt þetta þannig að vökvinn fari fyrst í gegnum aukakælirinn og svo í gegnum kælirinn í vatnskassanum. Með því móti hitnar hann aftur aðeins þar og getur haldið eðlilegum vinnsluhita.
Hvað segja menn um þetta?Eða er kanski best að hafa þetta þannig að maður noti bara vatnskassan dagsdaglega og bæti svo hinum við þegar færið þyngist?
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 20:56 #514986Að þessi spurning hafi komið upp. Ætlaði einmitt að starta svona þræði. Ég er að fara að tengja aukakæli hjá mér um helgina og var að velta fyrir mér hvort hann ætti að vera fyrir eða eftir orginal kælinn.
.
Ég er að vona að það sleppi að tengja hann eftir orginal kælinn því hitt er meira vesen, en ef skiptingin nær aldrei réttum hita og er þá bara hundleiðinleg þá gengur það ekki.Freyr
16.02.2006 at 21:11 #514988Sæll Freyr
Ég er einmitt að fara að kaupa kælir á næstu dögum. Hvernig kælir fékkstu þér?
Ég var að spá í hvaða stærð og gerð ég ætti að fá mér. Datt í hug að setja 28 x 28 cm (11 x 11 tommur) en ég á enn eftir að mæla hvernig svoleiðis passar.
Svo átti ég alveg eftir að athuga með mismunandi tegundir. Kallarnir sem ég talaði við, töluðu bara um eina universal útfærslu í mismunandi stærðum.
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 21:23 #514990Sælir
Það ætti ekki að vera svo flókið að setja rafmagnsloka á aukakælinn og láta hitanema stjórna honum. Þannig ætti hitinn að haldast á réttu róli s.s. ekki of kaldur og ekki of heitur.
Kv Izan
16.02.2006 at 21:24 #514992Það var eitt sem mig langaði að spyrja þig, Freyr (eða einhvern sem veit) að. Svona fyrst þú ert með svipaða (kanski eins) skiptingu.
Kannastu við að skiptingin byrji að haga sér skringilega eftir mjög mikið álag?
Þetta hefur gerst tvisvar eða þrisvar hjá mér og lýsir sér þannig að skiptingin neitar að skipta sér niður úr ábyggilega þriðja þrepi.
Hún byrjar ekki að haga sér eðlilega aftur fyrr en ég er búin að drepa á og starta aftur (læt hana fyrst kólna til öryggis). Eftir það er hún eins og ný aftur og allt í fínu lagi með vökvann.Mér datt í hug eitthvað tölvuvandamál en þetta hefur ekki komið nema í þungu færi í snjó. Því datt mér hiti í hug…
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 22:13 #514994IZAN:
Hvar fær maður helst rafmagnsloka sem þolir þetta og eitthvað hitanemaúrval?Kv.
Kristján
17.02.2006 at 01:55 #514996Izeman: Þetta er bara ef þú ofhitar olíuna þá missir hún smureiginleika og hann snuðar skiptinguna, svo er allt í lagi þegar olían kælist aftur, þetta þýðir að þér veitir ekkert af auka kæli.
kv, Ásgeir
17.02.2006 at 11:52 #514998Kælirinn sem ég æltla að mixa í er mótorolíukælir úr einhverjum Pajero. Set svo líka hitamæli og veit þá hvort kælirinn virkar eitthvað.
Freyr
17.02.2006 at 20:16 #515000Sælir
Jú þetta er örugglega rétt hjá þér Ásgeir. Það skrítna við þetta var samt að sama hvað ég kældi hann þá lagaðist skiptingin ekki aftur fyrr en ég var búin að drepa á í nokkrar sek og svo starta aftur…
Eitthvað furðulegt.En ég er búin að komast að niðurstöðu með tengingarnar á þessu. Ég ætla að tengja þannig að vökvinn fari fyrst í gegnum aukakælirinn og svo í gegnum vatnskassan. Ég ætti með þessu móti að halda nokkuð eðlilegum vinnsluhita við margar aðstæður.
Kveðja
Arnór
17.02.2006 at 23:25 #515002Það að þú þurftir að drepa á gæti verið vegna þess að vegna hás hita kemur villa inn í tölvuna, ekki beint vegna hitans heldur rangri virkni á ssk sem er afleiðing hitans. Með því síðan að svissa af bílnum eyðir þú villunni og getur haldið áfram.
Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.