Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › sjálfskiting
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2005 at 23:20 #195360
Heilir snillingar
Ég er að tappa vökvanum af sjálfskiptingunni hjá mér í annað skiptið í vikunni, og mér finnst olían nánast eins og brúnt drullopollsvatn. En ég hef ekki orðið var við neitt óeðlilegt í skiptingunni. að öðru leiti en A/T ljósið
kveiknaði á þriðjudag. skipti um olíu á miðvikudaginn rúma 4 lítra.
og er að tappa henni af núna og þetta er sama drullan aftur.
ætli það séu ekki 10-11 lítrar á skiptingunni í einu.ætli það hafi soðið á henni einhv tíma ?
eða getur verið önnur orsök fyrir þessu.á maður ekki bara að skella hitamæli á þetta.
er óhætt að setja bílinn í gang augnablik án þess að hafa tapan í til að
reyna að tæma kerfið betur ?
kv
bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2005 at 10:56 #514924
Blessaður Bjarki, án aukakælis eru um 8,5 lítrar af vökva á sjálfskipingunni. Sú aðferð sem ég notaði var svona, fyrst tappaði ég undan pönnunni, ca. 2,5 lítra og svo ég tók slönguna sem kemur frá skiptingunni að kælir úr sambandi og leiddi í brúsa, setti í gang og hafði í lausagangi og þá komu ca. 2 lítrar í brúsann. Þegar hætti að koma drap ég á, bætti við jafn mikið og koma af honum og endurtók leikinn þar til ég var ánægður með litin á vökvanum. það fóru um 10,5 lítrar í verkefnið. Ég get ekki séð að önnur aðferð dugi þar sem vökvinn er um alla skiptinguna eins og sést á að aðeins 2,5 lítir kom úr pönnunni.
Það eru til nokkrar tegundir af sjálfskiptivökva sem þola mis vel hita og sem dæmi eru frá Mobil, sem ESSO verslar með, tvær tegundir:
Mobil ATF D 3 sem þolir 177°C
og
Mobil ATF SHC sem þolir 210°C
Eflaust eru allir hinir söluaðilarnir með svipað en ég ath. bara hjá ESSO
Ég skipti um vökva síðast liði vor og setti D 3 vökvann á en ætla núna um helgina að skipta yfir í SHC vegna þess að ég er viss um að í þessum átökum í komandi ferðum fer sá nýi betur með skiptinguna.
Kv. vals.
Es. Gundur, þráðurinn um loftpúðana getur þú fundið í þessum þræði, ég gleymdi e-mail-inu þínu.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3683
28.01.2005 at 13:19 #514926Sælir drengir, þið talið um að skipta um olíu á skiptinguni, hvað eruð þið að skipta oft? Hvernig er olían sem kemur út, finnið þið einhverja "bruna" lykt? Annað atriði, er æskilegt að hafa hitamæli á skiptingunni og þá hvar? Ég er auðvitað að tala um Patrol 2001 módel.
Kveðja E.Harðar
28.01.2005 at 14:41 #514928Bídu nú við ertu ekki að ruglast á þræði .)
Benni "hmm" er að selja gömlu pæjuna sína
Losaðu þig við patrol og komdu í klúbbinn.Uppgefið frá framleiðendum er oft ca 45.00km fresti
en ef þú hefur verið í erfiðum ferðum þar sem þig grunnar
að skiptinginn hafi getað hitnað, myndi ég skipta
um leið og komið er í bæinn. Ég hef heyrt af patrolum á
fjöllum með brunna olíu og allt stopp. Mæli ekki með því
að mínu mati er ekki spurning að skella mæli
á þetta.Ef olían er orðin mjög dökk og svört hefur hún "brunnið"
kv
bc
28.01.2005 at 14:57 #514930Nei nei, ekki að ruglast. Lít bara svo á að ef menn eru að ræða málið þá sé umsýsla skiptinga eins í flestum bílum, svona í megin atriðum. Það er alltaf gott að fá upplýsingar. Er að hugsa um að setja hitamæli á skiptinguna og e.t.v. auka kæli. Þá er spurningin hvar mælirinn á að vera? Set ég hann aftan við kælinn, framan við hann eða í pönnuna?
Pajero… það er nóg að hafa átt einn slíkann! Annars sjálfsagt ágætis bílar.Kveðja E.Harðar
28.01.2005 at 15:12 #514932Við ræddum þetta á öðrum þræði fyrir nokkrum dögum.
Það eru aðallega þrír staðir sem koma til grein:
Lögn frá skiptingu (fyrir kæli)
Lögn til skiptingar (frá kæli)
Panna í skiptingu.B&M mæla með að setja skynjarann á lögnina frá kæli. Rökin eru að sú olía smyrji skiptinguna og skipti mestu máli. Galli -> Ef þú ert með stórann kæli þá færðu alltaf frekar kalda mælingu (þrátt fyrir að vökvinn sem færi frá skiptingu væri sjóðandi heitur).
Líklegast færðu heitustu mælingu á lögnina frá skiptingu. Þá er vökvinn að koma frá túrbínunni. Margir vilja meina að þessi mæling sé ekki nógu góð, og geti verið false alarm.
Ég held að það að hafa skynjarann í pönnunni sé hvað nákvæmast.
Sjálfur tengdi ég skynjarann eins og B&M mælti fyrir. Ég er að hugsa um að fá mér annan skynjara til að setja í pönnuna og rofa til að svissa á milli mælinga.
En mælir og góður kælir er nauðsyn í sjálfskiptan jeppa.
JHG
28.01.2005 at 16:24 #514934Þakka góð svör, já ég var eitthvað búinn að sjá þessa umræðu en hafði ekki "áhuga" á henni þá. Mælarnir sem verið er að setja í, eru þeir stafrænir, er ekki hægt að fá svoleiðins mæli? Hvar fæ ég auka kæli og hvað halda menn að slíkt kosti. Ég er í góðri aðstöðu til að setja svoleiðins í núna þar sem bíllinn minn stendur skiptingarlaus!!! (Á auðvitað ekki að segja frá þessu en svona er þetta samt.)
Kveðja E.Harðar
…aftur að horfa á leikinn!!!
28.01.2005 at 18:08 #514936Ég keypti mæli og kæli hjá Benna. Keyptu stærsta kæli sem þú finnur og þá þarftu aldrei að hafa áhyggjur af þessu
Stacked plate kælar eru dýrari en betri en gamla gerðin. Mig minnir að ég hafi borgað eitthvað um 16-17 þús. krónur fyrir kælinn, en þá var dollarinn í hámarki.
Mælarnir eru flestir ekki stafrænir en þú hlýtur að geta fengið svoleiðis dót.
Þegar þú setur auka kælinn í þá er mikilvægt að sleppa ekki kælinum í vatnskassanum. Olían fer þá frá skiptingu í kælinn í vatnskassanum, frá honum í nýja kælinn, og þaðan til skiptingar.
JHG
P.s. í myndaalbúminu hjá mér er hitakort vegna sjálfskiptinga, ættir að kíkja á það
28.01.2005 at 18:12 #514938Sæll!
Að sönnu er að mörgu leyti gott að hafa stafræna mæla. Þeim fylgir þó verulegur galli þegar um er að ræða aðvörunartól; það þarf nefnilega að túlka upplýsingarnar í huganum. Mælirinn lítur nánast eins út þegar hann sýnir 151 gráðu og þegar hann sýnir 197. Sé maður hinsvegar með hefðbundinn mæli sér maður og skynjar strax þegar nálin er komin upp undir rauða strikið. Það er engin tilviljun, eða skortur á framsækni, að olíuþrýstingsmælar, snúningshraðamælar eða bara hraðamælar og armbandsúr eru gamaldags með vísi, heldur hitt að þá skynjar maður hættuna fyrr. Hinsvegar hef ég ekki hundsvit á sjálfskiptingum, en myndi aldrei viðurkenna það. Og úr því að þú fórst að horfa á leikinn aftur er það sennilega þér að kenna að Rússar unnu. Vertu svo vænn að fara á fjöll á morgun (eða er ekki leikur þá?)
Góða ferð
Þ
28.01.2005 at 19:37 #514940Var að fletta á netinu og fann hér ágætan kæli sem er [url=http://www.tciauto.com/cooling.htm:19lfn29q]hér[/url:19lfn29q]. Valdi þarna stærsta kælinn, festingarkit og mæli sem kemur út á 107 dollara, þetta er:
820500 Universal Fit Transmission Cooler $48.00
801000 Transmission Temperature Gauge $52.58
821500 Cooler ‘Quick-Mount’ Kit $ 6.83
Samtals 107.41$Ef ég reikna með 50$ í fluttning verða þetta um 160$ og dollarinn á 62.29 (samkvæmt shopusa) þá er þetta um 10.000,- Er þetta nokkur spurning?
Regards E.Harðar
28.01.2005 at 19:39 #514942…kaupa gám af þessu???
Kveðja E.Harðar
28.01.2005 at 21:03 #514944Þessir kælar eru ekki Stacked Plate, en ættu að duga (stacked plate kæla betur, en eru líka dýrari). Ég er með að ég held fyrir 26000 GVW, en ætli 18000 (eins og þessi er) dugi ekki.
En mælirinn skiptir eiginlega mestu, þú getur þá alltaf stoppað og kælt skiptinguna ef hún fer að hitna eitthvað að ráði (ekki drepa á, stoppa og setja í Park og láta bílinn ganga).
JHG
28.01.2005 at 22:47 #514946Hvað bilaði í skiptinguni hjá þér ehardar ??? Ég skipti venjulega á 40þús km fresti á skiptinguni hjá mér, og þrátt fyrir að hafa dregið Toyotur og Pæjur meira en góðu hófi gegnir, hefur aldrei komið ljót olía af skiptinguni. Í fyrravetur dró ég Toyotu frá Hveravöllum til Reykjavíkur, sem reyndi töluvert á bílinn. Þegar komið var í bæinn var skipti um á skiptinguni, enda komir 40þús frá seinustu skiptingu, en mér til mikillar undrunar var olían eins og ný sem kom af. Ég nota bara gerfi olíu frá Shell og hún virðist vera peningan virði, miðað við mína reynslu. Patrol er með skynjarar sem vernda skiptinguna ef þær verða fyrir of miklu álagi, en þá er vélin sett á nokkurskonar safe mode og vinslan verður mjög döpur. Best er að stoppa í smá stund og láta hann ganga með "heat" takan á og hafa skitinguna í Neutral. Það er hitaljós fyrir skiptinguna, en ég hef aldrei getað kveikt það, þrátt fyrir mikil átök. Þótt þetta sé Pæjuþráður lét ég þetta gossa.
Góðar stundir
28.01.2005 at 23:06 #514948Já ég lét þetta líka flakka á Pæjurnar en hvað um það, allir viljum við komast á fjöll.
Það sem bilaði, það er nú það. Ég er nýlega búinn að kaupa þennan bíl, þegar ég fékk hann var hann ekinn um 58.500km og ég taldi rétt að fara með hann í 60þús skoðunina þó ég teldi auðvitað ekkert að, en "nýr" bíll… Stuttu eftir þetta fór ég í smá ferð í Réttartorfu og fann þá smá lykt af skiptingunni, ekkert alvarlegt hugsaði ég og lét sem ekkert væri. Svo bara (og þa var þannig) fór hún að snuða í O/D og svo í þriðja gír!!! Þá fór ég með bílinn í skoðun hjá umboðsmanni IH á Akureyri (sem framkvæmdi 60þús skoðunina), þeir tengdu töldu við bílinn og sáu að þrýstingurinn var 0, hreint núll!!! Sýni var tekið af vökvanum (sem ég á enn) og mikið þefað og svo var mælt aftur með tölvunni og með einhverjum ráðum tókst þeim að opna "Line pressure valve" sem stýrir flæðinu inn á skiptinguna og töldu hann bilaðan. Til að stytta mál mitt þá er brunalykt af vökvanum og er hún nú á leiðinni til þeirra bræðra á (að ég held) Ljónsstöðum. Mín sannfæring er að ekki hafi verið settur réttur vökvi á skiptinguna í 60þús eða jafnvel fyrr. Skipting í Patrol fer EKKI. Engin ljós hafa kveiknað enda ekket álag. Svo ég spyrji, hvað haldið þið?Kveðja E.Harðar
29.01.2005 at 01:24 #514950Já….
það má segja með sanni að það sé brunalikt af þessu máli ha…Kv.
BenniPS.
Elli þú kemur bara með mér ef það tefst eitthvað að fá skiptinguna til baka.
29.01.2005 at 11:43 #514952Þetta er bara orðin hinn skemmtilegasti þráðir. Alltaf gaman að’
pælingum sama hvað druslurnar heita. bara gaman að fá
patrol á þráðinn líka….aftur að pæjutíkum. Er einhver sía eða filter í skiptingunni
sem hægt er að skipta um, finnst vera eitthvað af flæðinu hjá mérkv
bc
29.01.2005 at 12:41 #514954Ég hef aldrei rifið svona Pæju skiptingu í sundur en hún er örugglega með síu. Í þeim skiptingum sem ég hef komið nálægt þá nægir að rífa pönnuna undan til að komast að henni.
JHG
29.01.2005 at 14:09 #514956Það sem ég hef séð nýlega er Patrol og þar er stálsía sem auðvelt er að hreinsa.
E.Harðar
31.01.2005 at 09:28 #514958Sælir
Ég var að kaupa kæli Hjá Bílabúð H. Jónsson og kostaði hún innan við 10þ. og á að duga fyrir trukkana ykkar.Kveðja
Atli
31.01.2005 at 16:08 #514960Sæll Atli, hvað segirðu um þennan kæli, hvað er hann stór þ.e.a.s. í ummáli. Veistu hvað hann er í GVW (veit reyndar ekkert hvað það er en samt viðmið). Er eitthvert festingasett með?
Kveðja E.Harðar
01.02.2005 at 00:29 #514962Sælir félagar
Þessa lýsingu hef ég heyrt áður á olíunni á sjálfskiptingu. Þar var reyndar LC 90 á ferð og olían á skiptingunni var eins og leðja og var drullu brún á litinn þegar henni var tappað af. Orsökin í þessu til felli var sú að kælirinn sem var innbyggður í vatnskassa fór að leka (eða öfugt) vatnskassinn fór að leka vatni inn á sjálfskipti vökvann og þar með varð hann svona á litinn og var þar af leiðandi ónýtur. Þetta eyðilagði svo skiptinguna og allan pakkann….. dýrt dæmi þar. Fáðu einhvern kunnáttu mann til að kíkja á olíun og jafnvel geturðu látið greina olíuna, hvað er í henni osfrv. Það er hinsvegar greinilegur munur á lyktinni á nýjum sjálfskiptivökva og brunnum vökva. Vona að þetta komi að notum
Kveðja
Einsi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.