This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 16 years ago.
-
Topic
-
Getur einhver sagt mér hvaða vandamál getur verið að hrjá skiptingu í Ford Econoline E350 7,3 dísil sem lýsir sé í því að hann er djöflast á milli gíra og er verstur í lágadrifinu en ber líka á þessu í hádrifinu og þá sérstaklega eftir mikla keyrslu í lágadrifi. Sem dæmi þá ertu kannski í öðrum (fastagírnum) og í lágadrifinu og þá er hann stanslaust að skipta sér á upp og niður. Í háadrifinu getur þetta lýst sér þannig að þú ert kannski á lítilli ferð og lágum snúning og þá er hann kannski að kvelja sig áfram í hæsta gír og svo kannski í eðlilegri þjóðvegakeyrslu neglir hann niður í fyrsta gír og allt á yfirsnúning. Þetta virðist vera verst eftir mikinn akstur í lágadrifi en virðist svo jafna sig og er ég ekki frá því að hann sé verri eftir dálítið vatnssull. Þegar þetta gerist þá virðist skiptingin höggva en ekki skipta sér eðlilega. Það er rofi við skiptinguna sem fer á þegar hann er í lágadrifinu og er held ég til að leiðrétta skiptitölvuna þegar hann er í lágadrifinu (til að hraðamælir sé réttur ef ég fer rétt með) og það er búið að prufa að aftengja hann og breytti það engu. Það er milligír í þessum bíl líka ef það gæti skipt einhverju máli. Það er hitamælir á skiptingunni og ekki er hægt að sjá að hún sé hitna óeðlilega svo það getur varla verið málið. Vantar endilega að heyra í einhverjum sem gæti sagt mér eitthvað um hvað gæti verið að.
Kv. Björn Ingi H1995
You must be logged in to reply to this topic.