This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Árni Gíslason 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið.
Ég er með 44″ Landcruiser 80 sem er sjálfskiptur.
Það er aukahitamælir fyrir sjálfskiptinguna.
Þannig er mál með vexti að í síðustu viku var ég í veiði og var að aka bílnum í lágadrifinu á fólksbílafærum malavegi.
Þegar við vorum að aka á þessum slóða byrjaði sjálfskiptihitamælirinn að stíga og fór hægt og rólega upp í gullt. Ég athugaði strax með olíumagn á sjálfskitpingunni og var það allt í topp lagi.
Síðan ókum við bílnum að norðan til Reykjavíkur og á 90 km hraða hitnaði þetta ekkert nema undir álagi.
Síðan aftur þegar við vorum komnir til RVK og vorum að snattast heim í umferð byrjaði hún að hitna aftur og í þetta skiptið nánast í rautt á aukamælinum.
Bílinn skiptir sér með öllu eðlilega.
Þess ber að geta automatic oil temp ljósið í mælaborðinu kviknaði aldrei á þessari keyrslu.
Er eitthver hér sem hefur lent í sviðuðu ?
Mótstaðan fyrir hitamælinn er á slöngunni að sjálfskiptikælinum.
Eitt sem okkur datt í hug var mótstaðan væri biluð eða jafnvel aukahitamælirinn.
Ég athugaði aftur með olíuna þegar ég kom í bæinn og var hún alveg eðlileg (rauð og falleg)
Er eitthvað sem ykkur dettur í hug að geti verið að ?
Núna er tækifæri fyrir alla Toyota snillinga að láta ljós sitt skína…..
Kv Gísli
You must be logged in to reply to this topic.