This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Heilir og sælir félagar!
Ég fór eins og fleiri á fjöll um síðastliðna helgi að reyna að komast á þorrablótið mikla í Setrinu. Í ferðinni hrundi undan hjá mér drifskaftið fyrir afturdrifið og var bíllinn (Cherokee Limited ’90 á 36″) skilinn eftir þar sem þetta gerðist og svo pikkaður upp í bakaleiðinni þar sem að ég var ekki með krossa og svoleiðis til að setja skaftið aftur á. Hvað um það. Svo keyrði ég í part time á framdrifinu einu saman og var samtímis í eftirdragi hjá félaga mínum svona meðan við vorum að komast í gegnum versta kaflann. Eftir að komið var niður á góðan veg ætlaði ég að keyra bara óstuddur áfram en komst þá fljótt að því að skiptingin skipi ekki um gír (þ.e. ég var fastur í fyrsta gír) og það breytti engu að reyna að setja handvirkt í annan eða þriðja gír, en ég komst líka í bakkgírinn. Ég keyrði því á 40 km hraða í bæinn við mikinn fögnuð.
Spurningar mínar eru því eftirfarandi: Getur verið að það að drifskaftið hafa farið undan hafi haft einhver áhrif á skiptinguna? Eða hefur skiptingin kannski ekki þolað það þegar ég var dreginn og var sjálfur að keyra með í framdrifinu einu saman? Hvernig veit ég hvort að skiptingin er farin alveg eða ef til vill bara einhver elektróník í henni? …og að lokum á einhver skiptingu í Cherokee sem hann þarf endilega að losna við?
Kveðja, „Skafti“
You must be logged in to reply to this topic.