This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Eyþór Guðnason 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar er að spá svolítið í sjálfskiptingunni minni mér finnst hún snuða svo mikið í þungu færi þegar maður er að reyna að læðast 4-88 hluttföll. Ég þarf að gefa svo mikið inn til að hjólin fari að snúast og þá snúast hjólin svo hratt að hann spólar sig alltaf fastan eða svo til. Dæmi ég var á langjökli síðustu helgi ásamt Bjarka félaga mínum við erum á alveg eins bílum nema hans er beinskiptur og minn sjálfskiptur færið var þungt og Bjarki skildi mig gjörsamlega eftir (ekki það að hann kunni að keyra ) svo fór maður að spá í ástæðuni þá getur hann læðst mikið meira á beinskiptum bílnum en ég.
Ég næ ekki að láta skiptinguna taka svo mjúklega á að hjólin rétt snúist. Ég hitti mann á fimmtudagskvöldið í mörkinni og hann sagði mér að hann gæti læðst eins og honum sýndist og var ánægður með sjálfskiptinguna.
Mín spurning er sú eru menn eitthvað að gera við skiptingarnar setja trans pack(getur verið vitlaust skrifað) eða einhverjar aðrar kúnstir.Einn pirraður að drífa ekkert.
Kveðja Eyþór.
You must be logged in to reply to this topic.