Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sjálfsábyrgð í tjóni
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórarinn Þórarinsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.03.2007 at 14:29 #199934
Sælir félagar.
Vitið þið hver sjálfsábyrgðin ykkar er í utanvega kaskó?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.03.2007 at 15:08 #584770
Ég er ekki með kaskó, en fékk nýlega tilboð í slíkt frá VÍS. Þar var sama sjálfsábyrgð untan vega og annarsstaðar. Tilboðið sem ég fékk var upp á 21.000 krónur á ári fyrir alkaskó með utanvega og sjálfsábyrgð um það bil 88 þúsund. Það var líka hægt að fá um það bil helmingi lægri sjálfsábyrgð, en ég veit ekki hvað sú trygging hefði kostað.
-Einar
16.03.2007 at 15:50 #584772Þeir hjá vís sögðu mér þetta sama
49 þúsund í sjálfsábyrgð og 89 þúsund í sjálfsábyrgð vegna utanvega kaskó.
En þegar reyndi á það reyndist það vera 277 þúsund í sjálfsábyrgð vegna utanvega kaskó.
Mér finnst þetta magnað að þeir segji manni svona tölur og svo sé það grafið djúpt hvert utanvega kaskó sjálfsábyrgðin sé.
16.03.2007 at 20:23 #584774Það er sama hér, ég taldi að sjálfsábyrgð væri um 80 þús.
Ég hringdi í dag og gekk á þetta lið hjá vís hver sjálfsábyrgðin á mínum bíl væri og er hún nærri 300 þús.
Fyrir þann pening get ég keypt nýjan 4runner og vipað bara draslinu á milli sem er einhvers virði, s.s. dekkjum, drifum, læsingu og öðru dótti.Vissulega getur kaskó komið sé vel á nýja bíla, en ég er ekki viss um að menn geri sig greinfyrir því að þegar bílar eru farnir að eldast (10+) að þá er þetta kaskó ekki að virk neitt að ráði ef menn lenda í tjóni utan vega.
Þannig að nú er bara að taka bílinn úr kaskó.
Kv. Atli E.
16.03.2007 at 20:45 #584776tryggingarfelögin hafa komið því þannig fyrir að við erum vel tryggðir þangað til eithvað kemur fyrir og þá erum við teknir í r%&##$"
17.03.2007 at 17:25 #584778Sælir
En gátu þeir hjá tryggingunum sýnt þér þetta í skilmálunum eða sögðu þeir þetta bara?
Því þessi svör fékk ég líka hjá VÍS á föstudaginn en finn ekkert um þetta í skilmálunum hjá þeim né er minnst á þetta í tryggingaskírteininu hjá mér.
Það eina sem finnst á netinu hjá VÍS um utanvegakaskó er þetta
[url=http://vis.is/index.aspx?GroupId=179:1ejpli23][b:1ejpli23]Sjá hér[/b:1ejpli23][/url:1ejpli23]
Og eina sem þessi lesning segir er að þetta ákvæði felli úr gildi, 3 gr. g lið í skilmálunum um alkaskó.Kveðja Þórður
17.03.2007 at 21:20 #584780AF því fólk er farið að tala um starfsaðferðir tryggingafélaga hér á þessari slóð, þá dettur mér eitt í hug sem snertir nagladekkja- og svifryks umræðuna í tengslum við ökutækjatryggingar. Nú skulum við setja dæmið upp þannig, að þau heiðurshjónin Gunna og Jón hafi tekið boðskap umhverfissinna og gatnamálastjóri alvarlega og ákveðið að nota ekki nagladekk undir bílinn sinn í vetur. Ansi marga daga er heldur ekkert með nagladekk að gera, en svo koma nokkrir morgnar, sem það er glerhált á morgnana í íbúðagötunni þar sem þau búa uppi í Norðlingaholti, og þarna liggja botnlangagötur til beggja handa og hægri reglan sem gildir. Einn slíkan morgun kemur illa vaknaður ökumaður akandi á Golfinum sínum,orðinn of
seinn í vinnuna en á negldum vetrardekkjum. Hann gleymir hægri reglunni og ekur beint á bílinn hjá henni Gunnu, sem er að fara með krakkana í leikskólann og er grandalaus fyrir þessu en ætti að vera í fullum rétti. Rétti? segir tryggingafélagið, ekki nú aldeilis, þú ert sko ekki í neinum rétti, bíllinn þinn er ekki rétt búinn til vetraraksturs, þú ert sko í órétti frú mín góð og verður sjálf að standa undir þínu tjóni!
Gleymdi ekki einhver einhverju?
18.03.2007 at 23:09 #584782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ertu alveg viss um að þetta sé rétt hjá þér? Það er ekkert sem kveður í lögum um að ég verði að vera með nagladekk undir bílnum mínum og gæti ég því illa trúað því að tryggingarfélögin geti sótt á mig vegna þessa. Það er að segja á meðan ég er allaveagna með vetrardekk aka. heilsársdekk á þeim tíma sem er skylda.
Er reyndar ekki að staðhæfa að neitt sé rétt í þessu sem ég skrifa, bara makes sens to me.
Kv. Rykið
10.04.2007 at 16:04 #584784sælir
Til upplýsingar þá var að kaupa utanvegakaskó hjá VÍS og fékk ég bréf frá þeim í framhaldinu þar sem stóð svart á hvítu að sjálfsábyrgðin er 281 þús. Mér var einnig sagt þetta munnlega þegar ég keypti hana.
Í mínum huga er þetta aðeins sniðugar tryggingar fyrir dýrari bíla og aðeins til að tryggja mann fyrir altjóni en ekki beygluðum stuðurum og brotnum kösturum
kv
Agnar
10.04.2007 at 16:29 #584786Var sagt þetta sama. Þ.e.a.s. að sjálfsábyrgðin í utanvegakaskóinu er hærri en í öðru kaskói.
Það ásamt því að þeir munu aldrei meta bílinn minn að verðleikum, gerði það að verkum að ég tók hann úr kaskó. Bíllinn er 13 ára gamall. Myndi aldrei fá nema örfáa hundraðþúsundkalla fyrir hann úr tryggingunum. Flakið væri alltaf meira virði í lausasölu…!
kv
Rúnar.
10.04.2007 at 17:56 #584788Trygginga félgög hafa dæmt menn i órétti fyrir að vera ekki á nagadekjum. Ég veti um eitt dæmi sem bíll lenti í tjóni á vetri til þessi bíl var á nýjum vetradekjum óneldum. Þetta varð manaslys, Bílstjórinn var dæmdur fyrir manndráp að gáleisi fyrir að vera ekki á neldum dekkjum. Þetta á ekki að vera svona en þeir nota sér allt til a þurfa ekki að bæta tjón.
10.04.2007 at 18:10 #584790ef hann hefur hlustað á það þá er eitthvað að tryggingafélöginn eru búinn að gefa það út að ef að dekkin standist mynstursdýpt er ekkert hægt að gera hvort sem eru sumar eða vetrar dekk
10.04.2007 at 18:28 #584792Það var allt í fínu lagi bæði með bíl og dekk. Ég vill ekki segja hér hvaða slys þatta var en þetta vakti mikla reiði hjá okkur sem fyldumst með þegar dómur var kveðinn upp í þessu máli. En þetta var niðusrstað trygginafélagsins.
10.04.2007 at 18:38 #584794..ef satt er. Þetta væri eins og að neita manni um sjúkrabætur sem rynni til í hálku af því að hann væri ekki á mannbroddum !
Þetta á sér ekki nokkra stoð í lögunum þannig að það hlýtur að vera að hægt að hnekkja þessu fyrir dómstólum ?
kv
Agnar
10.04.2007 at 20:09 #584796ég er hjá íslandsrtyggingu og er með bílinn í kaskó, allar kaskótryggingar hjá þeim eru sjálfkrafa líka í utanvegakaskó þótt ég sé á frúarbílnum þessar uppl. fékk ég þegar ég var að spyrja um utanvegakaskó er með 45.000 í sjálfsábyrgð og greiði fyrir það 78.000.- kr ef svo er allir í íslandstryggingu,allavega að spyrjast fyrir
10.04.2007 at 20:13 #584798Sælir.
Varðandi trygginguna þá er það þannig að ef að tjón í fjallaferðum, hvort sem er að vetri eða sumri verður á slóða. Þá skiptir ekki neinu máli hvort hann er á kafi í snjó eða ekki en það getur verið að það þurfi að færa sönnur á það hvar nákvæmlega tjónið var með vitnum eða ef til vill útprentun af trakki.
Svo ef að menn hafa ekki fengið sent bréf frá tryggingarfélaginu eftir að þeir tóku utanvegakaskó, þar sem fram kemur að sjálfsábyrgð á ökutæki xx-xxx sé xxx.xxxkr í utanvegartjóni. Þá mundi ég láta virkilega á það reyna, jafnvel fyrir dómstólum ef þarf.
Það borgaði sig fyrir mig.Kveðja Þórður.
10.04.2007 at 20:17 #584800Ég tek undir með Þórði hér að ofan, að ég hef fregnað af fleiri en einu tilviki, þar sem svona staða hefur komið upp. Ég er líka sammála Agnari Ben að það þarf að fá þetta alveg á hreint, svo ekki sé verið að níðast á fólki með þessum hætti. Það gengur ekki að vera með stöðugan áróður um að hætta notkun nagladekkja af umhverfisástæðum, ef það getur svo leitt til þess að tryggingafélög bæti ekki tjón vegna þess að þau séu ekki notuð. – Það var nú síðasta vetur, sem heyra mátti á einhverri útvarpsstöð að Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu var einmitt spurður út í þetta, en ég skildi hann þannig að hann væri í fyrsta lagi þeirrar skoðunar að mannslíf væru meira virði en malbik, sem og að þetta hefði áhrif á stöðu bifreiðaeigenda og ökumanna gagnvart tryggingum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu.
10.04.2007 at 20:35 #584802hvernig er það nú eru nagladekk mun verri á þurru malbiki,geta tryggingarnar´þá ekki dæmt mann í órétt þegar ekki er hálka þetta stenst ekki það þarf ekki að vera á nagladekkjum,engir strætisvagnar eru á þeim og ekki eru þeir í órétti fyrir það þegar þeir lenda í tjónum
11.04.2007 at 08:22 #584804gamli sauðkræklingurinn og þórður hafa alveg hárrétt fyrir sér.
ég lenti í tjóni fyrir 16 árum síðan, þar sem að í blindhríð við skullum beint framan á hvorum öðrum, ég og annar ökumaður, þetta var að mínu mati alveg púra 50/50 tjón og var dæmt þannig í byrjun. en hinn ökumaðurinn kærði úrskurðinn og reyndi allt til að fá dæmt sér í hag, laug því meira að segja að hann hefði verið kyrrstæður en öll gögn bentu til að svo hefði ekki verið. einnig vildi hann meina að ég hefði farið yfir á hanns vegarhelming en aftur bentu öll gögn til að svo hefði ekki verið. í þriðju tilraun tókst honum að fá sér dæmt í hag útá það að ég var á ónegldum dekkjum, þó svo að engin hálka hafi verið á vettvangi, bara afþví að það var miður febrúar.
þannig að ég tala af egin raun.
11.04.2007 at 12:50 #584806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nú er bara komið að því að við íslendingar hættum að láta taka okkur ósmurt þangað sem sólin ekki skín.
skv. umferðarlögum MÁ og ég endurtek MÁ vera á nagladekkjum frá og með 1. nóvember til og með 15 apríl, annars er það bannað, NEMA aðstæður gætu verið svo að nagladekk væru betri. í umferðarlögum stendur nefnilega hvergi að nagladekk séu skilda og má til gamans geta að nagladekk virka ALDREI nema á BLAUTUM ÍS og mögulega í ísingu, í snjó, slabbi og þurrum ís gera naglarnir ekki neitt (og má færa rök fyrir því að þau séu verri á þurrum ís á sama grundvelli og þau eru verri á auðu malbiki).
hinsvegar er það bara þannig, og ég efa að ég sé að segja einhverjum fréttir hér, að það er ekki hægt að keyra eins í snjó og hálku og í auðu, jafnvel þó maður sé á nýjum nagladekkjum.
einhverntíman heyrði ég að ökumenn nagladekkja yllu sjaldnar umferðaróhöppum en þeir sem eru á ónelgdum dekkjum, en ef að menn eru dæmdir í órétti fyrir það eitt að vera ekki á nöglum þá finnst mér það nú ekki skrítið að tölurnar séu þannig.
sjálfur vil ég meina það að þeir sem aka um á nöglum telji sig ósjálfrátt geta ekið hraðar en aðrir og hef ég sjálfur staðið sjálfan mig að verki þar þó ég viti mun betur, en það er einhvernvegin þannig að maður gleymir sér stundum og hættir að hugsa rökrétt.
11.04.2007 at 16:27 #584808var að vinna fyrir dekkjaverkstæði í fyrra og kynnti mér þetta og fékk allstaðar þau svör frá tryggingafélugum að þó þeir væru ósáttir við það gætu þeir ekkert gert í því ef mynstursdýptin væru innan þeirra marka sem gefinn eru upp hvort þau eru sumar vetrar eða nagladekk.Hef samt ekki hugmynd um það hvernig þetta var fyrir 16 árum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.