This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég var uppi á langjökli á laugardag þegar ég lennti í veseni með sjálfskiptinguna mína. Þetta er C6 skipting í econoline.
Bilunin lýsti sér þannig að ég gat keyrt alveg eðlilega og ekkert vesen, hitastig alveg eðlilegt, jafnvel of lágt ef eitthvað þangað til að ég þurfti að stoppa. Þá yfirleitt setti ég í bakk og þá byrjaði hann að slúðra. Svo eftir að hann byrjar að slúðra er alveg sama hvaða gír þú setur í hann slúðrar bara áfram þangað til ég bæti á kerfið c.a. 1/2 l á kerfið. Þá virkar allt fínt.
Eftir að þetta kom upp nokkrum sinnum keyrði ég niður með pedalan límdan í gólfið svo ég þyrfti ekki að stoppa og þá var aldrei neitt vesen.
Þegar ég kom niður þá var ekkert aðfinnanlegt að bílnum. Virkaði í öllum gírum og ekkert vesen. Keyrði bílinn eftir þetta upp í sumarbústað og svo aftur heim (200km). Svo aftur aðeins í gær og aftur í morgunn og ekkert skeður. Kerfið lekur ekki og ég veit ekki meir.Mér grunaði að eitthvað væri misfarið í converternum eða jafnvel að hún næði ekki upp þrýsting sökum einhvers.
Skiptingin á að vera ný upptekinn en þó eru tveir gallar á henn að mér finnst. Mér hefur alltaf fundist hún þurfa mikinn snúning til að byrja að vinna. (eins og slúður, en samt ekki) og svo finnst mér hún hevlíti fljót að skipta sér niður (þ.e. að vélin fær nánast aldrei að erfiða).
Ef það hefur síðan einhver áhrif að þá deginum fyrir jöklaferð fór hjá mér hosa á sjálfskiptikælinum og lak útaf henni dágóður slatti. Hinsvegar bætti ég það upp með 8L af olíu og mældi oft og síðast í hyrnunni og olíumagn alveg eðlilegt.
Hugmyndir???
ívar
You must be logged in to reply to this topic.