This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn Arngrímsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Síminn hækkaði núna mánaðargjald á Iridium gerfihnattasíma úr 2.800 í 3.300 kr. á mánuði.
Þarna er verið að hækka mánaðargjald af öryggistæki sem margir nota í fjallaferðum vegna þess að önnur símakerfi eru svo ófullkomin á hálendinu. Ég hef til dæmis þurft að nota Iridium símann á fjölförnum ferðamannastað eins og Kerlingarfjöllum í vetur vegna þess að NMT kerfi Símans hefur dalað svo mikið þar.
Mánaðargjald á Iridium síma var kr. 1.930 í september 2005 og hafði hækkað langt umfram gengishækkanir í kr. 2.800 á mánuði fyrir þessa hækkun núna. Þegar leitað var skýringa báru þeir við verðhækkunum erlendis en neituðu að leggja fram gögn um það. Skoðanir mínar á netinu bentu einungis til óverulegrar hækkunar erlendis.
Það er ömurlegt að sjá að Síminn skuli nú rjúka til og hækka þetta gjald enn frekar um leið og gengið fer að hreyfast og stuðla þannig að aukinni verðbólgu með græðgiskenndri verðhækkun á öryggisbúnaði.
Réttara væri fyrir þá að sjá til hvort gengislækkunin gangi til baka áður en þeir hækkuðu, fjöldi Iridium notenda getur ekki verið slíkur að þetta skipti miklu fyrir þá.
Á sama tíma eyðir Síminn tugum milljóna í hallærislegar ímyndarauglýsingar sem eiga ekkert skylt við vörur sem þeir selja, sbr MercedesClub auglýsinguna.
Hækkunin var sett inn orðalaust án tilkynningar, sjá þó hér: Talsmaður neytenda
Var ekki einhver búinn að finna fyrirframgreidda Iridium áskrift á góðu verði erlendis ?
Snorri
R16
You must be logged in to reply to this topic.