This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Heiðar Steinn Broddason 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég er að fást við vandamál sem mér skilst að flestir kannist við sem eru með orginal rafmagnslæsingu i Toyota. Ég er með 91 Toyota D/C og er búinn að taka mótorinn við læsinguna í frumeindir, hreinsa hann og smyrja. Síðan prófaði ég að mæla snerturnar sem gefa til kynna í hvaða stöðu hann er og það virkaði eins og á að gera. Svo prófaði ég mótorinn sjálfan og hann virkaði fínt í báðar áttir. Að því loknu setti ég mótorinn í og tengdi – en þá virkaði ekkert! Ég er búinn að mæla alla víra í kaplinum sem liggur að mótor frá samtengi upp við grind. Það eina sem ég sé að er að rofinn í hásingunni er ónýtur, en mér er sagt að hann geri ekkert annað en að láta ljósið hætta að blikka. Nú spyr ég mér reyndari menn: Getur verið að tölvan sé að klikka? Hvað get ég prófað næst?
Með nýarskveðju
Þórhallur
R-2992
You must be logged in to reply to this topic.