This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég er mjög nýlega búin að kaupa mér Suzuki Sidekick (Vitara) á 33″ dekkjum sem er mín frumraun í jeppum.
Getur einhver hér veitt mér einhverjar upplýsingar varðandi breytingar á þessum bílum? Minn aðalvandi er kraftleysi. Ég er með óbreytt hlutföll, 1600 vél og bíl sem er 1320 kg…Er hægt að fá lægri hlutföll í þessa bíla?
Eða er einhver möguleiki að koma fyrir öðrum millikassa (skriðgír)?
Er hægt að auka níðurgírun í lágadrifinnu með því að fiffa við einhver tannhjól?
Eða borgar sig jafnvel að íhuga að fá mér nýja vél, t.d 2000 vél úr Baleno?
Eru fáanlegar læsingar að framan eða að aftan (eða bæði)?Það er ábyggilega HÆGT að gera þetta flest allt, en hvað er ódýrast til að auka utanvegar getu?
Ég finn það strax í þeim fáu snjósköflum sem ég hef fundið að hann flýtur mjög vel en ég á það líka til að drepa oft á honum ef ég lendi í miklum snjó eða auðum bröttum brekkum…Varðandi drifhlutföll þá nota ég aldrei 5. gír og fjórði gír mætti vera lægri…
Kveðja
Ize
You must be logged in to reply to this topic.