This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Bogi Sigurðsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.06.2005 at 00:22 #196048
ég verð nú aðeins að létta á mér hérna og kannski
spurja aðeins, þessi síða er nú ekki að gera sig,ok þið vissuð það,gefinni séns,myndaalbúmið það eru miklu færri nýjar myndir þar en voru á gömlu síðunni á t.d. mánuði (fynnst mér) það er nánast ekkert að gerast í auglýsingum hér fáir að selja skipta eða bulla hlynur hættur að selja klaufhamra
af fínustu sort ,hvert hafa menn snúið sér ?
og ef mig misminnir ekki þá var nú miklu meir um umræður og menn þurftu nú ekki að endurvekja gamla þræði til að skapa þær
er nú ekkert að tapa mér en þetta er mín skoðunkv Heiðar U 119
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.06.2005 at 10:51 #524284
Fyrir ári síðan eða svo var alltaf eitthvað að gerast. Ef maður setti inn auglýsingu var hún horfinn af Topp 10 eftir 1-2 tíma. Núna lítur maður inn á síðuna eftir sólarhring og ekkert hefur gerst, kannski 1 ný auglýsing og örfá svör á spjallinu.
Viðmótið á myndaalbúminu er þannig að ég nenni ekki að finna út hvernig á að setja inn nýjar myndir, nógu flókið var að finna út hvernig ætti að setja inn auglýsingu og nýjan þráð.
Þetta er alveg steindautt. Kveðja Lella
20.06.2005 at 10:52 #524286Síðan hefur nú reyndar alltaf dottið töluvert niður yfir hásumarið. Þannig að það er nú kannski ekki alveg að marka samanburðinn þessa dagana.
Tek nú reyndar alveg undir þetta með að það sé erfitt að setja inn mynd. Var örugglega í 15 mínutur að finna linkinn til þess hérna um daginn, og þurfti svo þrjár tilraunir til að koma myndinni inn!
kv
Runar.
20.06.2005 at 11:03 #524288Það er búið að vera sumar á þessum vef síðan hann fór í loftið. Ég ætla rétt að vona að það fari að vetra þannig að ég ásamt öllum hinum getum farið í jákvæðu förin, þetta er orðið svolítið þreytt.
kv. vals.
20.06.2005 at 11:25 #524290Þetta er alveg rétt sem Lella segir – það er allt steindautt hérna og það var miklu meira líf á gamla vefnum, jafnvel þó það væri komið fram á mitt sumar.
En ég held að það sé bara mikklu meira að heldur en bara vefurinn – allavega get ég sem áhorfandi ekki betur séð en að klúbburinn sé allur að drabbast niður.
– Það er léleg mæting á fimmtudagsfundi – sérstaklega eftir að tekið var upp á myndasýningum.
– Það er léleg mæting á mánudagsfund ef miðað er við það sem var fyrir nokkrum árum (þekki þó ekki af eigin raun, bara afspurn)
– Það er ekkert að gerast á heimasíðunni
– það er ekkert sérstök mæting í ferðir / uppákomur á vegum klúbbsins.
– Setrið kemur ekki út eins og til er ætlastOg svo til að bæta gráu ofan á svart er reynt að valta yfir jeppamenn á nánast öllum sviðum er tengjast ferðum um hálendi – og þrátt fyrir að stjórnarmenn reyni að spyrna við fótum þá virðist manni að það skili ekki mikilli viðhorfsbreytingu til okkar á jeppunum.
Þetta er kannski vond upptalning en ég held að hún sé þörf og í mínum huga er alveg nauðsynlegt að stjórnin og aðrir sem eru að stýra klúbbnum skoði þessa hluti alvarlega og jafnvel fari í að endurskipuleggja og hugsa hlutina upp á nýtt… Allavega virðist manni þetta ekki vera að virka rétt núna.
Benni
20.06.2005 at 12:54 #524292Það er verulega þreytandi þegar maður er að leita af gamalli auglýsingu, að þurfa að fletta síðu eftir síðu í stað þess að hafa allar síður númeraðar neðst í hverjum flokki og geta valið beint þá síðu sem maður heldur að innihaldi þá auglýsingu sem leitað er af.
Kv. Júnni
20.06.2005 at 14:36 #524294Ágætur punktur fyrir vefnefndina Júníus, held að þau ættu að setja þetta á verkefnalista. En með punktana hjá Benna, þá er sumt rétt í þessu og annað ekki.
– Frá því ég kom fyrst á fimmtudagsfund hefur mæting verið frekar takmörkuð. Góður kjarni sem mætti reglulega en lítið umfram það. Myndasýningarnar voru tilraun til að koma með nýbreytni inn í þau og stuðla að því að menn hefðu eitthvað að sækja. Þetta lofaði ágætu í byrjun, fyrstu kvöldin voru fleiri en ég hef nokkurn tíman séð áður á opnu húsi, en svo fækkaði aftur niður í venjulegra ástand. Ef mönnum finnst þetta ekki vera að gera sig og trufla opnu húsin er svosem í góðu lagi að slátra þessu, en ég er efins um að það verði til þess að það auki mætingu.
– Lélegri mæting á mánudagsfundi. Það eru líklega engar tölur til um mætingu en eiginlega hefur mér fundist hún svipuð. Þetta hefur verið á að giska 100-150 manns lauslega áætlað. Það má hins vegar alveg gera þessa fundi skemmtilegri. Á Loftleiðum reyndum við að vera helst sem oftast með fyrirtækjakynningar, einskonar auglýsingadagskrá, til að fá upp í kostnað. Ef við flytjum okkur í salinn í Mörkinni værum við ekki eins háð því. Spruning hvaða efni mönnum finnst mest spennandi þarna. Annað með fundarstaðinn. Mér finnst salurinn á Loftleiðum frekar leiðinlega mjór og langur, sem gerir það að verkum að sitjandi úti í sal er maður hrikalega langt frá pontunni og lítil tengsl ræðumanns við áheyrendur.
– Heimasíðan daufleg. Alveg rétt og maður þarf helst að ljúga upp einhverri vitleysu til að fá umræðu í gang. Hvað er að, eru allir komnir með ritstýflu? Ekki kenna vefnum um, þetta er spurning um ræðara en ekki árarnar. Nema reyndar ef menn eru í vandræðum með að komast inn, en þá er bara að senda póst á vefnefnd@f4x4.is og bera sig aumt.
– Hvað meinarðu Benni! Við stóðum fyrir einni af fjölmennustu ferðum í sögu klúbbsins í vetur, nýliðaferðir hafa verið stútfullar, landgræðsluferðin kannski eitthvað fámennari í ár en áður sem gæti skýrst af breyttri tímasetningu, vetrarslúttin eiga sér ekki sögu sem hægt er að miða við, síðasta árshátíð var ágætlega sótt, stikuferðir hafa verið fámennar og góðmennar allavega undanfarin ár, bjórkvöld ágætlega sótt (enda ókeypis áfengi í boði). Eða hvað hafðir þú í huga?
– Já það klikkaði núna sem er sennilega nokkuð sérstakt. Ég held þó að sú ákvörðun ritnefndar byggi á ágætum rökum, en þau hefðu mátt auglýsa hana hér á vefnum. Þarna er raunar útgáfufríið fært til en ekki felld niður útgáfa.
– Og lokapunkturinn með að það sé valtað yfir okkur. Líklega nokkuð til í því. Við náðum þó fram mjög mikilvægri breytingu á utanvegareglugerðinni, þó við næðum ekki öllu fram sem við vildum. Eiginlega gildir sama um reglugerðina um Skaftafellsþjóðgarð. Þarna er vissulega varnarbarátta í gangi en samt mikilvægir varnarsigrar. Hluti af skýringunni er að það hefur fjölgað gríðarlega í þessu sporti og það verður bara að játast að það sýna ekki allir í þeim hóp ábyrga ferðamennsku, þó ég vilji meina að flestir innan okkar klúbbs geri það. Það var athyglisvert að sjá sviðstjóra náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun (Árna Bragason) tala með jákvæðum hætti í okkar garð í blaðaumfjöllun nýlega. Ég held ég geti fullyrt að þau ummæli eru ávöxtur af starfi og stefnu klúbbsins í náttúruverndarmálum.
Kv – Skúli
20.06.2005 at 14:42 #524296Ég vill samt þakka Benna fyrir ádrepuna, nauðsynlegt að staldra öðru hvoru við og kíkja til veðurs. Fín umræða.
Kv – Skúli
20.06.2005 at 15:29 #524298Ég er ekki með þessu að segja að stjórn eða aðrir sem eru að vinna fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu á mjög óeigingjarnan hátt séu ekki að standa sig sem skyldi – heldur er alltaf hætta í félagasamtökum á að menn staðni í því að gera alltaf það sama og gert hefur verið undanfarið. Í slíkum tilfellum er oft gott að setjast niður og reyna að endurmeta stöðuna og finna upp á nýjum áherslum.
En bara til að árétta þá var það sem ég átti við með ferðirnar að þá var ég að hugsa um Landgræðsuferð og Nýliðaferð á Hveravelli – en báðar ferðirnar eru partur af þessari föstu dagskrá klúbbsins – Hofsjökulsferðin var að sjálfsögðu frábærlega heppnuð – það eina sem vantaði var að ég kæmist með……
Varðandi mætingu – mér var tjáð þegar við unnum að húsnæðisskýrslu að 150 manna salur væri allt of lítill – allavega ef menn ætluðu að gera ráð fyrir því að mætingin yrði eins og hún var fyrir nokkurm árum þegar algengt var að yfir 200 manns mættu á mánudagsfundi – en enn og aftur þetta þekki ég ekki af eigin raun.
Nú og að það sé valtað yfir okkur… Þar stend ég við hvert orð og nægir þar að nefna Reglugerð um Snæfellsjökul, Reglugerð um Skaftafellsþjóðgar, Akstursbann við Hvannadalshnjúk og svo nú reglugerð um akstur utan vega – það er vissulega rétt að það náðist fram mikilvæg breyting og tókst með því rétt svo að forða því fyrir horn að vetrarferðir á hálendi legðust af. En það breytir ekki því að okkur er nú bannað að aka árfarvegi, foksanda, fjörur og fleiri staði sem áður var heimilt að aka. Á sama hátt er væntanlega óheimilt að aka að jöklum um jökulruðninga og árfarvegi – Ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir að með þessu er í raun óheimilt að aka að t.d. Tungnárjökli nema þegar snjór er – það er óheimilt að aka niður af Brúarjökli og niður árfarveg Kreppu líkt og menn gera þegar farið er niðurfyrir í Hvergil … O.s.frv. Ég fór þá leið núna um daginn – nokkrum dögum áður en umrædd reglugerð var sett og því erum við félagarnir sem þar vorum á ferð líklega seinustu mennirnir sem förum þar um án þess að eiga á hættu að vera dæmdir í tveggja ára fangelsi.
Því segi ég og stend við það að það er valtað yfir okkur hvar sem við komum….. !
Benni
20.06.2005 at 18:26 #524300Hvar í fjáranum endar þessi boð og bönn,verður þetta kannski þannig eftir nokkur ár-að menn og konur komi saman í nýja húsnæðinu á fimmtudagskvöldum og keyri um hálendið í svokölluðum jeppahermi.
Það ætti kannski þá að lífga aðeins uppá opnu kvöldin.
kveðja
Jóhannes
20.06.2005 at 20:08 #524302Gæti ekki skýringin á dauflegri vefsíðu verið sú að það er búið að takmarka aðgang að síðunni við félaga í F4x4?
20.06.2005 at 20:14 #524304Þarna hittirðu naglann á höfuðið, BTF. Þetta er bara fáránlegt og ekkert annað.
20.06.2005 at 20:40 #524306Það er eitt sem ekki má gleymast þegar talað er um að 4×4 sé á niðurleið. Það er bullandi þensla í gangi um þessar mundir, og fólk hefur ekki eins mikin tíma í áhugamálin eins og áður. Þetta er að hrjá flest samtök og félög í dag, en ekki bara 4×4. Eins er orðið full mikið af uppákomum í boði, (fyrir minn smekk) og væri jafnvel huggsandi að fækka þeim og gera þær veglegri. Svo er rétt ítreka það, að 4×4 er ferðaklúbbur en ekki ferðafélag.
Góðar stundir
21.06.2005 at 12:19 #524308Það er nú líka augljóst mál að það hefur minkað
traffik á vefnum að loka á utanfélagsmenn.
Sem ég er algjörlega ósammála.Mér finnst td fínt ef einhv utanfélgasgæi setti inn auglýsingu með akkurat draslinu sem ég er búin að vera að leita að í
ár og aldir.Lokaðir klúbbar fjara út þeas þegar við fáum leið á röflinu í hvor öðrum. eða ca þeim 3-4 sem spjalla greinlega mest á spjallinuþ. það opnar klúbbinn betur að bjóða alla velkomna
hér. Og lífgar upp á vefinn.Að mínu mati er þessi vefur búin að loka sig inn í kassa.
svo er bara að bíða eftir að innihaldið byrji að mygla.Hei eigum við ekki bara að taka okkur saman og stofna eigin síðu td FF4x4.is Félagar ferðaklúbsins4x4 ?
Það mætti lífga mikið upp á svona síðu td
vera með skemmtilegar myndir eða síðumeð tenglum
sem tengjast jeppum þá sérstaklega það sem er sniðugt
eða fyndið. það er alveg glatað þegar menn eru að reyna að
setja brilljant myndir eða linka á spjallið það er týnt eftir örfá a daga og ömurlegt að reyna að finna það aftur. Sjáið http://www.b2.is algjörlega hönnunarlaus forljót síða en með tenglum í sniðugt efni. þúsundir heimsókna á dag.Viðurkennið það bara það er td gaman að sjá ameríkuvitleysingana keyra jeppa upp á stein og velta.
Sjá ömmu gömlu bakka niður umferðarskilti.Svona drasl dregur athygli að vefnum og eykur verulega
umferð.
Hinsvegar má deila um markmið vefsins.
Eins og Skúli segir þá er þetta Ferðaklúbbur ekki afþreyingarvefur. en engu að síður er það miður þegar
félgar eru að setja inn skemmtilegt efni að það bara týnist.ég mæli með því að sett yrði linkur á sér síðu sem héti td
frá félagsmönnum ´linkar og myndir´
bjarki
21.06.2005 at 12:20 #524310Það er nú líka augljóst mál að það hefur minkað traffik á vefnum að loka á utanfélagsmenn. Sem ég er algjörlega ósammála.
Mér finnst td fínt ef einhv utanfélgasgæi setti inn auglýsingu með akkurat draslinu sem ég er búin að vera að leita að í
ár og aldir.Lokaðir klúbbar fjara út þeas þegar við fáum leið á röflinu í hvor öðrum. eða ca þeim 3-4 sem spjalla greinlega mest á spjallinu. það opnar klúbbinn betur að bjóða alla velkomna
hér. Og lífgar upp á vefinn.Að mínu mati er þessi vefur búin að loka sig inn í kassa.
svo er bara að bíða eftir að innihaldið byrji að mygla.Það mætti lífga mikið upp á svona síðu td
vera með skemmtilegar myndir eða síðumeð tenglum
sem tengjast jeppum þá sérstaklega það sem er sniðugt
eða fyndið. það er alveg glatað þegar menn eru að reyna að
setja brilljant myndir eða linka á spjallið það er týnt eftir örfá a daga og ömurlegt að reyna að finna það aftur. Sjáið http://www.b2.is algjörlega hönnunarlaus forljót síða en með tenglum í sniðugt efni. þúsundir heimsókna á dag.Viðurkennið það bara það er td gaman að sjá ameríkuvitleysingana keyra jeppa upp á stein og velta.
Sjá ömmu gömlu bakka niður umferðarskilti.Svona drasl dregur athygli að vefnum og eykur verulega
umferð.
Hinsvegar má deila um markmið vefsins.
Eins og Skúli segir þá er þetta Ferðaklúbbur ekki afþreyingarvefur. en engu að síður er það miður þegar
félgar eru að setja inn skemmtilegt efni að það bara týnist.ég mæli með því að sett yrði linkur á sér síðu sem héti td
frá félagsmönnum ´linkar og myndir´
bjarki
21.06.2005 at 12:35 #524312Í upphafi vefsmíðinnar var aldrei ætlunin að loka á utanfélagsmenn, auglýsingum og skoðunarkönnunum en það var engu að síður gert, og á að opna það aftur. Hvað varðar spjalli þá er ég samála þér að það á að gal opna það aftur, STRAX.
21.06.2005 at 13:59 #524314Kannski ekki alveg nákvæmt að segja að það hafi átt að hafa þetta galopið utanfélagsmönnum. Það var lagt upp með það í upphafi að utanfélagsmenn gætu fengið aðgang en þeir þyrftu að kalla eftir því og þyrftu þá að gefa upp fullt nafn og kennitölu. Sem er hægt, þeir geta sent vefnefnd póst og fengið sig skráða í grunninn. Við vildum ekki að pétur og páll geti skráð sig hér inn undir fölsku nafni og þess vegna svívirt menn hægri vinstri án þess að hægt sé að rekja það til þeirra. Þetta er ekki hægt að gera öðru vísi en með því að það sé smá fyrirhöfn að fá aðgang. Það má vera að það dragi úr lífinu hér á vefnum ef menn geta ekki siglt undir fölsku flaggi, en þá verður bara að hafa það.
Kv – Skúli
21.06.2005 at 14:59 #524316Bertur en að menn séu að skrá sig í stórum stíl nafnlausir á vefinn hvernig sem það gerðist, Ætlunin var í upphafi að menn gætu ekki skrifað nafnlaus bréf. En auglýsingar og skoðunarkönnun væri opinn öllum.
21.06.2005 at 15:13 #524318En af því þú nefnir skoðanakönnunina þá held ég einmitt að það sé mjög sniðugt að ekki sé hægt að greiða atkvæði nema vera skráður inn og þá helst bara félagsmenn. Það kemur t.d. í veg fyrir að hægt sé að greiða atkvæði oftar en einu sinni, en núna t.d. dauðlangar mig að greiða mörg atkvæði en get það ekki. Svo er spurning hvort það segi okkur nokkuð ef þetta væri opið öllum sem villast hérna inn og hafa kannski lítinn áhuga á ferðalögum eða jeppum. Kannski einmitt bara skoðanir félagsmanna sem við viljum fá, okkur getur verið skítsama um álit þeirra sem ekki borga félagsgjald í klúbbinn.
Kv – Skúli
21.06.2005 at 15:13 #524320Varðandi skoðanakönnun þá finnst mér í lagi að hafa hana lokaða. annars er auðvelt að svindla á henni og kjósa margoft með smá tölvufikti.
Þó upp komi tilfelli að misnotkun á spjallinu
má nú auðveldlega laga það. eða þurka út.Nú varðandi þennan Gestaaðgang að síðunni þá þarf
að vekja athygli á að hann sé í boði.bc
21.06.2005 at 15:36 #524322Með gestaaðganginn þá er nóg af öðrum verkefnum hjá vefnefndinni. Ég myndi segja að það sé fyrst að tryggja að allt sé að virka vel fyrir "greiðandi" kúnna, þ.e. félagsmenn og svo þegar tími gefst til er hægt að setja effort í þá sem ekki borga fyrir þjónustuna. Almennt séð finnst mér aðgangur utanfélagsmanna eigi að vera sem minnstur og aðeins ef það gagnast félagsmönnum að þeir hafi þann aðgang.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.