Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Shell samningur
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2006 at 17:43 #199115
Langar til að óska klúbbnum til hamingju með nýja samninginn við Skeljung. En hvernig hafa menn hugsað sér notkun á samningnum þegar verslað er í sjálfsölum eins og t.d. hjá ORKUNNI og hjá SHELL eftir lokun. Verður félagskortið notað sem viðskiptakort og greitt eftirá eða fyrirfram???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2006 at 19:36 #570656
Sæll
Takk fyrir þessar hamingjuóskir – það var okkar markmið þegar viðlögðum í þessa samninga að þeir myndu bæði skila klúbbnum og félagsmönnum ávinningi.
En varðandi sjálfsalana þá mun þetta ekki virka í þeim nema menn séu með viðskiptakort. En þetta stendur þó til bóta hjá shell og fljótlega munu sjálfsalarnir geta tekið við félagsskírteininu fyrst og síðan debit/kredit korti.
Annar er held ég einfaldast fyrir þá sem geta slíkt – að fá sér viðskiptakort sem verður þá um leið félagsskírteini í 4×4 og er tengt við kreditkortið. Minnsta vesenið allavega.
En vonandi kemur þessi búbót félagsmönnum til góða og við vorum einnig að ljúka samningi við Landsbankann sem mun skila klúbbnum um 600 Þ.kr stuðningi og síðar mun verða reynt að bjóða þeim sem vilja sérstakan lánaflokk til breytinga á hagstæðum kjörum og einnig reyna að fá meira tillit tekið til verðgildis eldri breyttra jeppa við útreikning á bílaláni…
Benni
07.12.2006 at 19:54 #570658er eitthvað hægt að fá betri upplýsingar um þennan samning ? þaraðsegja hvernig hann gagnast klúbbnum of félagsmönnum
07.12.2006 at 20:51 #570660Já þessi samningur virðist vera mjög góður og ekki annað hægt en að hrósa Benna og hinum í stjórninni fyrir
vel unninn störf að vandakveðja Sæmi og Hrönn
07.12.2006 at 23:37 #570662Tek undir þetta, það má alveg óska stjórninni til hamingju með þennan samning og félagsmönnum sömuleiðis. Vel að verki staðið að ná svona hagstæðum samningi og ljóst að þetta hefur í för með sér breytingar á mínum venjum við eldsneytiskaup.
Upplýsingar um samninginn eru í nýjasta Setrinu og auk þess var hann kynntur á félagsfundi í gærkvöldi.
Þessi Landsbankasamningur hljómar líka vel, það er greinilegt að stjórnin er verulega að taka til hendinni.
Kv – Skúli
07.12.2006 at 23:40 #570664Til hamingju stjórn með góða samninga
04.01.2007 at 21:30 #570666Nú er ég búinn að taka í fyrsta sinn olíu hjá Shell eftir að afsláttarsamningurinn tók gildi og kominn með raunverulegt dæmi um afsláttinn. Tók á Skeljungsstöð, dældi sjálfur og borgaði á kassa. Verðið á dælunni var 113,5 líterinn sem gerir 7.850 fyrir rúma 69 lítra sem fóru á tankinn, afslátturinn er 346 krónur sem gerir þá rétt um 108,5 krónur fyrir líterinn. Hjá Atlantsolíu er líterinn núna sléttar 112 krónur þannig að miðað við það er ég að fá líterinn 3,5 krónum ódýrari en hefði annars verið (hjá Orkunni er líterinn á 111,9 og hjá ÓB 112, semsagt ekki teljandi munur). Miðað við að ég keyri 20 þús kílómetra á ári og eyðslu 13 lítrar gæfi þetta árssparnað upp á rétt um 9 þúsund eða tvöfalt félagsgjaldið. Svosem engar stórupphæðir en samt flott að fá félagsgjaldið til baka og það dobblað. Svo auðvitað eykst sparnaðurinn með því að ferðast meira eða þannig ;o) Við þetta bætist svo sparnaður sem næst á hinum bílnum á heimilinu þar sem konan er með aukafélagaskírteini.
Eitt atriði sem væri ágætt að fá nánari útskýringar frá stjórn á. Á kynningarblaðinu sem kom í kjölfar greiðslu félagsgjaldsins er umsóknarblað um Viðskiptakort Skeljungs. Hvernig virkar það og hver er ávinningurinn? Nú segir í bréfinu að félagsskírteinið gefi ekki afslátt í kortasjálfsölum eins og er en unnið sé á breytingum þar á? Eftir að það verður komið í gegn, er þá einhver tilgangur í því að vera með Viðskiptakortið?
Kv – Skúli
05.01.2007 at 00:14 #570668Ávinningurinn af því að vera með viðskiptakortið er
– Þú færð afsláttinn í sjálfsölum og hjá orkunni
– Þú færð yfirlit yfir olíunotkun (ekki víst að allir vilji það)
– Þú getur notað kortið sem greiðslukort hjá verslunum Shell þegar aðrar vörur eru verslaðar.
– Eitt kort í stað tveggja nú.
– kortið er tengt við kredit kort og færist úttektin á það mánaðarlega.
Þetta er svona ca það sem munar. Fyrst og fremst eru það sjálfsalarnir og að þú þarft ekki að muna eftir að framvísa félagsskírteininu með greiðsukortinu
Benni
05.01.2007 at 00:27 #570670Snilld með þennan samning. Svona mál greinilega í góðum farvegi!
Eitt sem ég hef áhyggjur af! Það er það að ég er í Suðurnesjadeild og ég greiddi árgjaldið mitt 6. Nóvember síðastliðin og ég hef ekki en fengið neitt skírteini né Setrið í langann tíma!
Hvað er í gangi?
Þetta er búið að vera eilífðar vesen hjá mér því síðustu tvö ár hef ég fengið Setrið en svo hætti það allt í einu. Þar að auki hef ég aðeins fengið eitt félagsskírteini síðustu 4 ár?
Ég er orðinn frekar þreyttur á þessu og farinn að halda að það sé ekki sama hvort að um jón eða séra jón sé að ræða.
Kv.
Otti S.
Ö-1423
05.01.2007 at 00:29 #570672Fær maður líka yfirlit yfir bensínnotkun eða er þeim svona annt um geðheilsu viðskiptavinanna?
05.01.2007 at 00:34 #570674Sæll Otti,
Svona vandamál heyra vonandi sögunni til fljótlega þar sem við erum að vinna í því að færa alla innheimtu og félagatal landsbyggðadeilda inn til móðurfélags og þá mun skrifstofan sjá alfarið um að halda utanum öll þessi mál sem ætti að minnka líkurnar á mistökum, þó svo að sjálfsagt verði alltaf einhver slík í stórum klúbbi.
Þessi mál hafa fram til þessa verið á ábyrgð stjórna deilda og stundum hefur því miður gengið illa að koma réttum upplýsingum til skrifstofunnar. En vonandi tekst okkur að koma breyttu fyrirkomulagi á að fullu á þessu ári.
En auðveldast er ef þú sendir póst á skrifstofuna f4x4@f4x4.is og þá ætti að vera hægt að koma upplýsingum um þig í rétt horf og þú fengið póstsendingar til þín.
Benni
05.01.2007 at 00:35 #570676Æi – ætli það sé ekki yfirlit yfir öll eldsneytiskaup sem kemur til manns… Ég er bara svo fastur í olíunni þar sem ég nota ekki hinn vökvann á mína bíla.
Benni
05.01.2007 at 00:38 #570678Og ef þú ert með viðskiptakortið getur þú látið opna fyrir aðgang að dælu sem er við Búrfellsvirkjun – en þar er sjálfsali sem ekki er hægt að komast í nema maður sé með viðskiptakortið.
Það eru víst fleiri slíkir um landið, einn á Klaustri held ég og kannski á fleiri stöðum – en þeir hjá Shell ættu að geta svarað þessu þegar menn sækja um.
Benni
05.01.2007 at 01:32 #570680Velunnin störf hjá stjórn og til hamingju með samningana. Ég tók olíu 02.01.´07 og fékk rúmar fjögurhundruð krónur í afslátt. Sjaldan sem maður hefur farið kampakátur út af bensínstöð. Nú fer ég með bílinn í smurningu í fyrramálið og verður gaman að bera verðið saman við síðustu smurningu sem var hjá Bíla-Áttunni og kostaði rúm 17.000.
Svo eru allir hinir afslættirnir sem félagsskírteinið veitir eftir og telja þeir sko ekkert smá yfir árið. Já það margborgar sig að vera félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4.Ánægjukveðjur
Magnús G.
05.01.2007 at 01:53 #570682Ég hef látið smyrja á Esso Engihjalla og verið að greiða um kr 8000þ að jafnaði,17000þ hvað eru þessir menn að hugsa????????
En flottir samnigar hjá stjórn og sanna enn og aftur að það er bara flott að vera í 4×4 með Trúða sem stjórnendur.
Klakinn
05.01.2007 at 02:07 #570684Já það er ekki nema von að þú Klaki spyrjir, því ég missti andlitið og veskið fékk svakalegann sting. Þetta var að vísu heildarsmurning og skift um á drifum, kössum, vél og nýjar síur fyrir utan hráolíusíuna. Ég fer ekki til þeirra aftur.
Magnús G.
05.01.2007 at 02:38 #570686Ég hef heyrt að bíll formannsins sé eftir daginn i dag rúmlega 650 hestöfl, þannig að það er ekkert skrítið að kallinn hafi lagt sig allan framm um að ná díselverðinu niður;)
Vonandi sjáum við svo varahlutaverð hjá Brimborg fara lækkandi á næstu dögum.
LG
05.01.2007 at 06:48 #570688Get óhikað mælt með smurstöðinni í Skógarhlíð. Fín þjónusta og sanngjarnt verð.
Sem fyrverandi starfsmaður Shell og viðskiptakortshafi til margra fékk ég á sínum tíma mesta mögulegan afslátt. Mér sýnist í fljótu bragði að samningur stjórnar 4×4 sé betri ef eitthvað er. Gott starf hjá stjórn það.
Kveðja,
JKK.
05.01.2007 at 09:20 #570690Ágætis samningur.. en eins og einn ræðumaður nefnir þá er hann búin að reikna út raunverulegan afslátt sem er ekki nema 3.5króna. og hvernig er það þegar þessi afsláttur er notaður hjá Orkunni? fæ ég þá 3.5 í lækkun af því verði eða 10kr?
05.01.2007 at 11:55 #570692Án þess að ég ætli mér að svara fyrir Shell eða stjórn þá var þetta þannig að afsláttur reiknaðist ávallt af fullu verði.
Ef umsamin afsláttur er kr.10 þá lítur dæmið svona út:
Verðlistaverð 5.1.2006 = 118,60 – 10 = 108,60
05.01.2007 at 12:08 #570694Get ekki sagt að ég sé nu full komlega ánægður með þennann meinta samning þar sem að hann virðist ekki vera að gera sig miðað við það sem mer var sagt og er sagt,visvísandi tölur og ja leyfist mer að segja bara rugl tölur.Samhvæmt því sem þjónustu aðili Skeljungs hér í bæ segir þa´eru þessar tölur í þessum samningi tómt rugl.Það sem í Setrinu kom taflan góða með verðum stenst ekki segir Hann rang verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu og líka röng upphæð á afslættinum dæmið í setrinu segir að afsláttur í sjálfsafgreiðslu sé 10 kr per líter,þetta er rangt segir Skeljungur hér í bæ réttur afsláttur í sjálfsafgreiðslu eigi að vera 6 krónur en ekki 10 kr,"listaverð" á bensínlítranum hér í bæ er 114 kr,
Vona nu svona að Stjórninn svari nu alveg endilega hvað sé satt og rétt í þessu,
Kv Víðir Lundi Hjartarson
Þ412Gambri4x4
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.