This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 18 years ago.
-
Topic
-
Ég verð nú eiginlega að fá að deila með ykkur því sem ég gekk í gegnum í dag. Svona svo að maður fái nú líka aðeins að stæra sér af þessum fína samning sem stjórnin gerði fyrir okkur öll við Shell.
Ég fór sem sagt að gera mig og bílinn kláran í Fjallaferð Stjónrar sem er um helgina. Þá fór ég m.a. og lét smyrja bílinn og það gerði ég hjá Shell á Laugavegi 180. S’iðan fór ég og tók olíu fyrir túrinn ca 330 l
Fyrir þetta borgaði ég alveg ógeðslega mikið af peningum – enda á stórum bíl. En í bæði skiptin sem ég reiddi fram debet kortið þá rétti ég líka félagsskírteinið mitt. Og viti menn – á smurstöðinni fékk ég 3692 kr í afslátt og við bensíndæluna fékk ég 1634 kr í afslátt. Samtals 5326 kr bara í dag út á þennan samning. Og félagsgjöldin eru 4200 !!!
Við þetta má svo bæta ca 3000 kr sem ég er búinn að fá í afslátt af olíu frá áramótum og um 3000 kr í bílanaust af Ýmsum vörum.
Ég er semsagt búinn að fá andvirði félagsgjaldsins u.þ.b. þrisvar til baka á fyrstu 18 dögum janúar……
Það er alveg ljóst í mínum huga að hver sem er á jeppa, ja sem bara gerir út bíl, á að vera í klúbbnum og stórgræða á því.
Hitt er líka annað mál að þetta segir mér að mér er óhætt að leggja til töluverða hækkun á félagsgjöldum á næsta aðalfundi án þess að skammast mín – enda veitir víst ekki af því að fá meira í kassann ef klúbburinn á að fara að borga allan talstöðvarskatt félagsmanna….
Benni
You must be logged in to reply to this topic.