Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Shell afsláttur
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.07.2008 at 10:06 #202701
Og þið haldið að Shell sé að gera góða hluti fyrir okkur.
Ég var að heyra staðfestingu á því að 30 manna hópur fær 13kr afslátt af bensíni hjá Shell. Og við fáum 12kr.Þessi 30 manna hópur eru einhverjir félagar sem hittast í hádeginu reglulega.
Kveðja
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.08.2008 at 17:51 #626350
Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í seinasta mánuði hver endanlegur afsláttur væri.
Maður sér ekki fullan afslátt fyrr en á yfirlitinu / reikningnum frá þeim. Er með rauða Skeljungs láns-viðskiptakortið sem ég fékk í gegnum klúbbinn. Reiknaði þetta mjög nákvæmlega út fyrir júní reikning og afslátturinn þá var þá að meðaltali 5,2 kr af fullu verði Orkunnar á sama tímabili. S.s. 5,2 krónur lægra heldur en þar sem hægt er yfirleitt að kaupa eldsneytið ódýrast hverju sinni. Svo er þetta auðvitað lánsviðskipti og maður fær peningana lánaða í allt að mánuð ef einhver vill reikna sér það til tekna. Það munar amk. um þennan afslátt til lengri tíma litið hvað svo sem segja má um aukna álagningu olíufélaganna á þessum síðustu og verstu.
02.08.2008 at 22:55 #626352Linkurinn réttur með verðum hjá Skeljungi: [url=http://skeljungur.is/Pages/370:uoihxe21][b:uoihxe21]http://skeljungur.is/Pages/370[/b:uoihxe21][/url:uoihxe21]
04.08.2008 at 22:10 #626354Endanlegur afsláttur er 12 kr af þjónustuverði (verð með fullri þjónustu en aðeins eitt þjónustuverð er fyrir allt landið).
Vanalega þá þýðir þetta að þú ert með 7 kr afslátt frá stgrverði við dælu (standard stgrverð er yfirleitt 5 kr lægra en verð með fullri þjónustu) en þetta er þó ekki óbrigðult þar sem iðulega eru til lægri stgrverð á einstaka stöðvum hér og þar. Það er því óvarlegt að miða þessa útreikninga við stgrverð, frekar að miða við þjónustuverð.
Reyndar getur þetta væntanlega orðið flókinn útreikningur þar sem það er stanslaust verið að breyta verðinu yfir mánuðinn …..
Mér dettur ekki í hug að vera með viðskiptakort, vil stgr þetta og sjá afsláttinn strax við dæluna ….kveðja
Agnar
10.08.2008 at 22:46 #626356
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit fyrir víst að afslættir 4×4 hjá shell gæti verið mun meiri. Þar fyrir utan, þá var ég að koma úr 10 daga hringferð um landið, og ók ég yfir 2000 km. Ekki í eitt einasta skipti tók ég olíu hjá Shell, þarsem þeir virðast eingöngu vera á svæðum þars sem búa 30 þús eða fleiri. En N1 er gjörsamlega útum allt. Kaldhæðnislegt að FERÐAFÉLAG skuli hengja sig á smávægilegann aumingjaaflsátt frá fyritæki sem sinnir ekki einu sinni ferðafólki.
Eina skiptið sem Shell vildarkortið mitt hefur verið notað er þegar ég lánaði það öðrum, kom í ljós að eftir að fyllt hafði verið á þann bílinn að afsl. var ekki nema rétt rúmar 100 kr… Sem þýðir að ég þarf að fylla þann bíl 100 sinnum til að spara mér skitinn 10 þús. kall.
Ef afslátturinn hækkar ekki innann skamms mun ég henda kortinu, því orka mín sem fer í að bera veskið með þessum auka 5 gr. er meira virði en afslátturinn.
10.08.2008 at 23:10 #6263587 kr afsláttur umfram algengt sjálsfafgreiðsluverð er nú alveg ágætt eða hvað ! Getur þú aðeins útskýrt betur hvaða kjör félaginu gæti staðið til boða annars staðar (eða hjá Shell) ?
Hérna er [url=http://www.shell.is/pages/453:2o4wck24][b:2o4wck24]kort[/b:2o4wck24][/url:2o4wck24] yfir Shell stöðvar á landinu, það er nú helst skortur á stöðvum á Vestfjörðum en aðrir landshlutar eru sæmilega coveraðir ef þú veist hvar þær eru á annað borð 😉
11.08.2008 at 01:05 #626360ég fylli minn bíl hjá Shell spara ég mér um 1400 krónur á tank sem mér finnst alveg þokkalegt. En þó er það kannski ekki neitt miðað við upphæðina sem ég tek. Hægt væri að minka muninn með því að vera með dælulykil hjá ÓB sem dæmi sem eru oft nokkuð ódýrir. Þá væri þessi krónutala ekki alveg svona há. Þetta verð sem við fáum er þó lægsta verð sem þú getur fengið þó þú notir öll trixin í bókini, sama hvort það er dælulykill, viðskiptakort, fyrirframgreitt kort eða hvað það heitir hjá öðrum félögum. Stundum kannski munar ekki miklu en tilviljunakennt þó hvar þú ert staddur þá stundina og tíma. Þar sem félögin eru missdýr. En þetta er þó alltaf lægsta verð sem við getum fengið hvar sem við droppum inn sem er kostur. Og þetta er ekkert vesen, ferð á kassann, réttir kortinn og bingó, þarft ekki standa úti að berjast við einhvern sjálfsala með pinnúmer og kvittun eða hvað það er.
Einhver hér að ofan fannst sniðugt að afsláttatalan sé af sjálfsafgreiðsluverði en ekki þjónustuverði sem er alltaf það sama, það finnst mér ekki sniðugt. Þá er þetta orðið eins og hin olíufélögin. Mismunandi verð á mismunandi stöðum á mismunandi tímum. Stundum ertu heppinn og stundum óheppinn. Getur verið að fá meiri afslátt en getur líka verið að borga meira heldur en hinum megin við götuna hjá AO eða hverjum sem er. Það meikar ekki sens. Kannski fyrir þá sem telja sig heppna en ekki hina 😉
En þetta veltur allt á stað og stund, maður fer ekki að keyra á ákveðinn stað til að taka bensín ef þú átt ekki leið framhjá. Þá er ódýrara að rúlla bara við á næstu sjálfsagreiðslu stöð og dæla, það borgar sig engann veginn að fara keyra eftir bensíni, þó það séu hugsanlega einhverjar örfáar krónur sem hugsanlega sparist. Sem þó nokkuð margir gera sér ekki grein fyrir… En auðvitað ætti afslátturinn að vera þannig að það myndi hvetja fólk til að koma versla við félagið, þó það þyrfti að keyra smá spotta, að þó væri það virkilega að spara.
EF það borgar sig ekki, eða er mjög naumt að sækja afsláttarkjör þá eru þau ekki að virka. Þá er afslátturinn ekki nægur……
En þrátt fyrir þetta mætti afslátturinn vera miklu meiri. Bæði útaf magni og fjölda. Kannski eru svona fáir sem nýta sér þessi kjör að þeir sjái sér ekki fært að gera betur við okkur….
Þessi afsláttur ætti miklu nær að vera 20-25 krónur.
Kv, Kristján
18.08.2008 at 11:39 #626362
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Samkvæmt því sem ég best veit, erum við með meiri afsl. en starfsmenn shell. Samkv. því sem ég heyrði frá starfsmanni er afsl þeirra ekki nema 7-8 kr. af fullu verði.
Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.
18.08.2008 at 12:55 #626364Ragnar Reykás… ert þetta þú?
–
Bjarni G.
18.08.2008 at 13:07 #626366Hjálmar …. þú ert með eindæmum rökfastur maður, þú slærð öll vopn úr höndunum á manni með svona commentum 😉
Ég reiknaði að gamni fyrir helgi hvað bensíndropinn ætti að kosta ef við miðuðum við verðið eins og það var í byrjun maí ef tekið er tillit til gengis og heimsmarkaðsverðs á hráolíu og ég fékk út að það væri aðeins einni krónu of hátt fyrir dísel.
Skv þessu hafa olíufélögin ekkert verið að svína á okkur núna í þessum lækkunum í sumar eða hafa einfaldlega verið að gera það í allan vetur …… hver veit !
kv
AB
18.08.2008 at 14:45 #626368Félagi minn reiknaði þetta einmitt líka um daginn og fékk út allt aðrar tölur. Samkvæmt öllu ætti líterinn að vera í kringum 130kr.
En það þýðir lítið að spyrja mig hvernig hann reiknaði þetta því ég hef ekki hugmynd um það. 😉En eins og ég sagði hér efst þá fær 30 manna hópur meiri afslátt en við.
En auðvitað fær klúbburinn eitthvað líka.
En mér finnst leiðinlegast að fá ekki afslátt af almennum bílavörum.Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.