Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Shell afsláttur
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.07.2008 at 10:06 #202701
Og þið haldið að Shell sé að gera góða hluti fyrir okkur.
Ég var að heyra staðfestingu á því að 30 manna hópur fær 13kr afslátt af bensíni hjá Shell. Og við fáum 12kr.Þessi 30 manna hópur eru einhverjir félagar sem hittast í hádeginu reglulega.
Kveðja
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.07.2008 at 10:16 #626310
Samningurinn er jú meira en bara 12 kr afsláttur til félagsmanna.
23.07.2008 at 10:17 #626312Eins og t.d greiðir niður húsaleiguna á félagsaðstöðuni.
Greiddi sumarhátíð 4×4 á vík 2007 þannig að allir félagsmenn fengu frítt.
Splæsti á þá sem komu í miðjuferð pylsur og gos.
Nokkur skipti hefur verið splæst kol í ferði.
Og síðan stóri peningasamningurinn við klúbbinn til næstu 5 ára.
Þannig að það má ekki alltaf einblína á 12 krónurnar.
Ferðaklúbburinn 4×4
23.07.2008 at 11:50 #626314Sælir,
Ef þið hlustuðuð á fréttirnar um daginn þá sagði þar að olíufélögin hefðu aukið meðal álagninguna á bensín úr eitthvað um 22 kr í 38 krónur á því tímabili sem að bensínið fór úr 120 í 175.
Ef mig minnir rétt gerði 4×4 þennan samning þegar bensínið var í 120 krónum.
Samkvæmt því ættum við að fá um 19 krónur miðað við hækkunina bæði á bensíni og síðan í álagningu.
Mig minnir að formaður FíB hafi verið með þessa útreikninga. (með fyrirvara um villur og gleymsku hjá mér)
Þannig að þessar 12 krónur eru frekar gamlar í dag.
Ég held það sé kominn nýr tími á samninga.
Án efa erum við stærsti eyðsluflokkur manna sem eru þá ekki í fyrirtækjarekstri. Við ættum að geta fengið bestu kjör sem fáanleg eru hvort sem það eru 13 kr eða meira.
Ég hugsa að öll olíufélögin langi í viðskiptin okkar.
kv
Gunnar bensínhákur.
23.07.2008 at 23:55 #626316Hægt að skoða hér á vefnum kjörin hjá shell??
Ég finn þetta ekki undir aflsáttum hér fyrir ofan.
24.07.2008 at 08:28 #626318Mér finnst skrýtið að við skulum ekki fá neinn afslátt af olíum og þessháttar. Ég man þegar ég var að vinna hjá Olís heildverslun þá fengu f4x4 meðlimir afslátt af öllum andsk… . Þar með talið olíum og öllum bílavörum. En mér sýnist það ekki eiga við Shell.
Kveðja
Þengill
24.07.2008 at 10:39 #626320Það er ekkert smáræði sem Shell er að fá í aukinni veltu með því að hafa okkur öll í viðskiptum, ég er að fara að meðaltali með 50.000.- í olíu á mánuði og ef það er reyndin með alla hina í klúbbnum og við margföldum það, þá er þetta alveg rosaleg upphæð. Bara þessi velta er góð ástæða til að hafa okkur í viðskiptum.
24.07.2008 at 11:11 #626322Ég man ekki betur en við séum að fá afslátt af olíum og gasi og einhverju fleiru hjá Shell.
Það eru tilboð til okkar frá Shell í hverjum mánuði.
Ég er að halda upp Shell-stöðinni minni með kaffikaupum og það er 50% afsláttur af kaffinu.
En ég er nokkuð viss um að við höfum verslað töluvert mikið minna eldsneyti þetta árið en síðustu svo kannski förum við að verða baggi á Shell…..
Kveðja Lella
24.07.2008 at 12:41 #626324Þar eð þráðurinn fjallar um samninga klúbbsins við annað félag, hefur hann verið fluttur inn á innanfélagsmálin.
24.07.2008 at 15:54 #626326Ingi: Verðlistarnir eru hérna: [url=http://http://skeljungur.is/Pages/370:1vmz4es4][b:1vmz4es4]http://skeljungur.is/Pages/370[/b:1vmz4es4][/url:1vmz4es4]. Þú mínusar svo 12 krónur af fullu verði
24.07.2008 at 18:11 #626328Ég var að kaupa rekstravörur í bílinn hjá Shell við Vesturlandsveg og spurði um afsláttinn og var svarað að væri enginn afsláttur á þeim vörum,mér fyndist að ætti að hætta með krónutölu af hæðstaverði heldur af verði á söludælu sem er í gangi áhverri stöð fyrir sig (þeir græða nóg hvort sem er.)
25.07.2008 at 10:13 #626330Linkurinn virkar ekki hjá þér Baldvin. En það var einhverstaðar á F4x4.is svona útskýringar blað. Hvað fáum við mikinn afslátt á orkunni?
25.07.2008 at 12:02 #626332Það er ljóst að vægi 12 krónanna verður minna og minna eftir sem eldsneytisverð hækkar.
Þrátt fyrir þessar lækkanir undanfarna daga. Þá á eldsneytisverð eftir að hækka fljótlega aftur. Enda fara möguleikar á olíuframleiðslu minnkandi í heiminum á sama tíma og eftirspurn eykst stöðugt í þriðjaheiminum. T,d kom það fram í fréttum að olíulindir rússa duga einungis til þess að framfleyta heiminum í 3 ár, ekki mikið það, þannig að það er ljóst að það minkar sem af er tekið.
En aftur að samningnum, þá var aldrei lokað á þann möguleika að um breytingar gæti orðið á krónutölu afsláttar til félagsmanna.
25.07.2008 at 15:27 #626334Það er best að skoða nýjasta verðlistann hjá Shell hverju sinni og draga 12 krónur frá fullu verði með þjónustu.
Eins og staðan er í dag væri það 176,7 -12 = 164,7kr ekki satt.
Það eru þá 5,4kr í afslátt á Orkunni miðað við algengasta verð.Verðlistana má finna [url=http://www.shell.is/Einstaklingar/Eldsneytisverd/Verdlistar:2mooaujr]hér[/url:2mooaujr].
25.07.2008 at 21:35 #626336Ég tók bensín í dag og fékk 300 króna afslátt af 8.100 kr úttekt svo mér finnst varla taka því að nota afsláttinn, geri það sammt því safnast þegar saman kemur.
Hinnsvegar veitir Shell góðan afslátt af smurþjónustu ef maður framvísar 4×4 kortinu.
En að mínu mati mætti alveg fara að þrýsta á meiri afslátt, minna þá á að það eru til önnur olíufélög á þessu landi
29.07.2008 at 09:02 #626338Ég hef aldrei fengið afslátt af olíu hjá Shell þó kortinu sé rennt í raufina eða stimplað inn.
Kveðja
Þengill
29.07.2008 at 09:20 #626340mér skillst að sumt af afslættinum komi ekki fram nema þegar maður fær yfirlitið yfir viðskipti mánaðarins og þar sé endanlegur afsláttur gefinn upp
er það ekki rétt? ég hef allavega alltaf fengið afslátt af olíum ofl. sem ég hef keypt hjá Shell.
30.07.2008 at 20:11 #626342þetta er ekkert nema SAMRÁÐ
Hilsen Kalli
31.07.2008 at 08:17 #626344Ég var að kaupa tjöru og olíuhreinsi í gær á Shell og fékk ekki krónu í afslátt. Og konan í sjoppunni sagði að ég fengi bara afslátt af eldsneyti og kaffi.
Það getur ekki verið að það eigi að breyta nokkru hvort við staðgreiðum eða setjum í reikning. Ég vil t.d ekki vera með reikning, ég vil bara staðgreiða.Kveðja
Þengill
31.07.2008 at 13:35 #626346Hvernig er þessi afsláttur að virka hjá Shell, þrf maður að vera í reikning?
31.07.2008 at 13:51 #626348Ef þú ert með viðskiptakort er hægt að fá sendan reikning eða tengja það við visa-euro.
Grá félagskortið er staðgreiðsla.
kv
Agnes karen Sig
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.