This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Ingason 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir.
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem voru í Setursferðinni fyrir helgina. Það er vart hægt að ætlaðst til að að fjallaferðir séu betri en þessi. Veðrið frábært sem og félagsskapurinn.
það er í raun lítið um þessa ferð að segja annað en FRÁÆBÆR FERÐ. Þvílík blíða er sjaldgæf á fjöllum. Reyndar blés lítillega á leiðinni heim í gær, og stöku bíll þurfti smávægilegan stuðning á heimleiðinni, en það var ekkert til að tala um. Allir komumst við til baka.
Á laugardagskvöld kom hópur til okkar og gisti. Í honum var Fjalli og menn með honum. Þeir fóru Klakkinn í gær, og mér skilst þeir séu þar enn. þar er víst allt á floti og þeir munu ætla að snúa við og fara í hjólför okkar hinna sem eru búnir að riðja þeim slóð yfir Sóleyjarhöfðann.
Fjallakveðja
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.