This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2005 at 23:18 #195410
Hvernig er þetta með upplýsinga flæðið hér? Hefur enginn heyrt í þeim félögum Lúdda og Skara, hvernig þeim miðar og hvort þeir séu hreinlega bara í pottinum í Hrauneyjum.
Endilega sendið línu ef þið hafið heyrt eitthvað.
Þorrablótskveðjur Bjarki. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2005 at 15:37 #515848
Talaði við Lellu og Þorgeir á Mussó sem eru á leiðinni í Setrið um hálf þrjúleitið og það gengur allt fínt hjá þeim.
Einn og einn smá skafl á stangli,en þau voru á Kvírslarveituvegi.
Að sögn Lellu eru þau á fullri ferð á eftir Benna(hmm)og eiga fullt í fangi að halda í hann þar sem 44" dekkin á Pajero snúast nokkuð hratt.Kv
Jóhannes
05.02.2005 at 17:30 #515850Ég frétti að Reynir og Gísli hefðu bara drifið sig í Setrið til að kynda upp.
Enda vitað að þar sem Lúter fer, fer atvinnumaður í "uppákomum" sem telur ekki sólarhringana.
Þar að auki var liðsmunurinn orðinn sláandi í keppni, Patrol versus Paejero.
Þannig að það sem virtist "Rottulegt" hjá Reyni, var eftir á að hyggja, vel ígrundað!P.S. Hvað eru menn svo líka að þvælast til fjalla í svona færi.
Bið að heilsa, er farinn á þorrablót alla leið uppí Lindahverfi og bíst við þokkalegu færi.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
06.02.2005 at 02:38 #515852Ég var að koma í bæinn eftir að hafa skroppið upp í Setur með varahluti í Toyotu – Smakkaði aðeins á Þorramatnum sem var skemmdur að vanda og ákvað svo að drífa mig í bæinn aftur. Reyndar var slappleiki að hrjá mig (óháð þorramatnum þó) og því var túrinn styttur frá því sem áður var áætlað.
Færið frá Kvíslarveituvegi að Setri var nokkru betra en innanbæjar í Reykjavík á sumardegi – en víða mátti þó sjá ummerki eftir Jarðýtu – nei ég meina TogÝtu og Patrerpillar vinnuvélar sem höfðu rutt mikla skurði og gert gryfjur hér og þar á leiðinni.
En þrátt fyrir að færið hafi verið gott í kvöld þá er ekki öll von um vesen úti enn – Það var nebblega orðið frostlaust í Hrauneyjum og kyngdi niður snjó – sem síðan var orðinn að rigningu þegar nær strondinni var komið – þannig að þau gætu fengið að sulla á heimleiðinni.
Ég heyrði síðast í fólkinu um miðnættið og þá var mikið stuð og gleði í Setrinu….
Benni
06.02.2005 at 12:52 #515854Ég var að tala við Óskar.
Setursfarar voru komnir á Kvíslarveituveg og allt gekk eins og í sögu – tveir bílar pompuðu niður í krapa á leið niður á veg en annars var allt frosið enþá.
Kveðja
Benni
06.02.2005 at 12:58 #515856Helena og Þorgeir er voru að hafa samband og eru þau rétt ólent í Hrauneyjum,Ferðin er búin að ganga fínt hjá þeim.
Kveðja
Jóhannes
06.02.2005 at 16:39 #515858Ég, Fastur og AtliE erum nýlega komnir í bæinn eftir einn af betri dögum á fjöllum í gær.
Við gistum í góðu yfirlæti hjá AtlaE og Lindu í Gnúpverjasveitum á föstudagskvöldið og lögðum snemma á Laugardaginn af stað í átt að Sóleyjarhöfðanum.Rúmlega 3 tímum síðar vorum við komin í Setrið, þ.e. um hádegi. Það er langt síðan við höfum fengið annað eins færi á fjöllum, það voru helst einn og einn skipaskurður sem truflaði einbeitinguna þegar við silgdum framhjá á næstum því 3 stafa tölu hraða.
Við ákváðum svo að taka forskot á Hofsjökulsrallið og komumst upp á mettíma. Tókum hring uppi á topp, fram á brún bæði norðan og vestan megin – en útsýnið var ótrúlega mikið þó einvher háský væru farin að láta sjá sig. Meðal annars sást austur á Herðurbreið, Kverkfjöll og Snæfell!
Á leiðinni niður tókum við krók meðfram jökulröndinni og þræddum okkur eftir hólunum í jökuljaðrinum austur að Setri og vorum þar um 5 til 6-leytið, en um leið kom ský yfir og smá þoka.
Eftir frábæran mat, skruppum við norður fyrir Nautöldu í pottinn en það toppaði algjörlega frábæran dag.Kærar þakkir Lúddi og co. fyrir matinn – hann var frábær.
Arnór
06.02.2005 at 19:52 #515860Ég tek undir með Arnóri ferðafélaga mínum, þetta var með allra bestu dögum á fjöllu, þvílík dýrð
Ég vil þakka þeim sem að þessu stóðu, Lúther og co. fyrir frábært blót, snildar matur og góð stemning.
Kv.Atli og Linda
06.02.2005 at 19:53 #515862Lúther, við vorum að tala um í gærkveldi að ég mundi láta þig vita áður en að við færum af stað, því við vorum að spá í að taka Hveravelli-Langjökul á leiðinni heim, en svo leist okkur ekkert á spánna og drifum okkur bara beina leið heim snemma í morgun, svo að ég var ekkert að vekja þig….
kv. Atli E.
06.02.2005 at 22:54 #515864Takk fyrir góða helgi!
Myndirnar okkar eru komnar á [url=http://www.austurgata.net/gallery/view_album.php?set_albumName=album93:36heeiku]vefinn[/url:36heeiku]
súrmatskveðja, Siggi og Kolli
06.02.2005 at 22:58 #515866Ég vil fyrir hönd okkur hjónin þakka kærlega fyrir okkur, þessi ferð var vel heppnuð, flott veður, fyrsta skiptið á Hofsjökul, gamli maturinn frábær eins og alltaf og fínn félagasskapur.
En alveg er víst að lygasögur sem Benedikt og Ofsi koma með hér á spjallið um gengi Pajeroana eru ekki komnar frá Lúther. Ef ekki væri fyrir Pajeroana og Bjarna á Patrol, sem var með spil, væru Lúther og Óskar eflaust ennþá í mýrinni því allar hinar Pattróllurnar höfðu yfirgefið þá. Ég festi mig aldrei og Halli (Ditto) bara þegar hann var að draga Patta upp úr krapasvelg. Ég er viss um það að Lúther og Óskar staðfesti það sem sannara er.
Á laugardeginum silgdi Halli á fullri ferð á leið í brekku sem átti að taka með trukki en áttaði sig ekki á að fyrir framann brekkuna var tjörn og fleitti hann kerlingar næstum þvi yfir hana. Þennan dag átti hann metið í skipaskurðagerð og ég komst að því að ég verð að kaupa mér nýjan spotta.
Takk fyrir frábæra helgi vals og frú.
07.02.2005 at 00:22 #515868Ætlar þú virkilega að halda því hér að við Ofsi séum eitthvað að hliðra til sannleikanum hér á netinu í þeim tilgangi einum að búa til krassandi sögur? Ó, nei, allar uppl. er hér koma fram eru fengnar annarstaðar, hvort sannar eða ósannar er ekki okkar að fullyrða um þar sem við erum ekki á staðnum.
Að Lúther hafi verið að festa sig í krapa, þá kjaftasögu kaupi ég ekki heldur undir neinum kringumstæðum. Lúther er nefnilega mjög gætinn ökumaður og venjulega spáir hann mjög vel í svæðið sem framundan er áður hann rýkur á stað eða hvort þetta var öfugt þ.e. rýkur af stað og spáir svo, breytir kanski ekki öllu…
Kv.
Benni
07.02.2005 at 01:01 #515870Sæll Benni
Þegar ég fór frá Hveravöllum upp úr kl. 13:00 á laugardaginn, á leiðinni Húsafell-Hveravellir-Setur-Sóleyjarhöfði, var enginn norðanmaður mættur ef frá eru taldir þeir sem komu rétt á eftir okkur yfir Langjökul.
Þeir fóru svo frá Hveravöllum um svipað leyti og við til að aðstoða þá sem voru að koma að norðan, sögðu að einhverjar Toyotur væru á kafi í krapa á leiðinni, búið að brjóta stýrismaskínur og eitthvað fleira í þeim dúr. Hefur þú eitthvað heyrt af þessu, var þessi nokkuð á 39,5" Irok?
kv.
Eiríkur
07.02.2005 at 02:32 #515872Sælir
Okkar hóp gekk mjög vel þ.e engar festur og engin vandamál.
Við vorum hinsvegar rúma 3 tíma ef ég man rétt að þræða leið upp á Hveravelli sem við ökum oftast á ca 10-20 mínútum.
Toyotan sem þú ert að spá í er HD80 44" gerðar og ég held að hann sé ættaður frá Hólmavík eða einhverju sambærilegu.
Þessum hóp var reindar bjargað af norðanmönnum og húsvíkingum."Þeir fóru svo frá Hveravöllum um svipað leyti og við til að aðstoða þá sem voru að koma að norðan"
þeir reindar fóru ekki langt og komust að því að mikill krapi var í kringum Hveravelli og urðu frá að víkja með brotinn bíl (Toy DC hrútshorn), við keirðum fram á kappana og tókum þá í fóstur.
Kv.
Benni
07.02.2005 at 10:28 #515874Í nótt kyngdi niður snjó við Setrið og er snjódypdin orðin sviðuð og hún var mest fyrir hlákuna. Hitastigið komst aldri upp að frostmarki þannig að þessi lægð skilaði bara snjó en engri bleytu við Setrið. Væntanlega eru skipaskurðirnir flestir komnir á bólakaf í snjó.
-Einar
07.02.2005 at 11:41 #515876Ég var að með Arnóri og Atla ,,E´´ og vill þakka kærlega fyrir mig.
Takk Lúther fyrir skipulagninguna og matinn hann var frábær.
Að taka smá pott eftir svona yndislegann mat var alveg til að kóróna daginn.
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.