This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2005 at 23:18 #195410
Hvernig er þetta með upplýsinga flæðið hér? Hefur enginn heyrt í þeim félögum Lúdda og Skara, hvernig þeim miðar og hvort þeir séu hreinlega bara í pottinum í Hrauneyjum.
Endilega sendið línu ef þið hafið heyrt eitthvað.
Þorrablótskveðjur Bjarki. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2005 at 23:23 #515768
Sælir.
var að heyra í Lúther núna rétt áðan og voru þeir enn á Kvíslaveituveginum og Lúther búinn að keyra útaf…
Fréttir verða næst ritaðar kl.23:55.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 00:01 #515770Þeir ættla að beyja út af Kvíslaveituvegi eftir 5 mínútur.
Enginn snjó enþá en eitthvað af krapapollum á leiðinni.
næst fréttir kl.01. ættu að koma að vaðinu þá og verður "bein lýsing"
04.02.2005 at 00:02 #515772Ég var að tala við Óskar – þeir áttu 8 km í beygjuna út af Kvíslarveituvegi – ferðin sóttist mjög hægt og hann talaði um krapa upp að öxlum, og það á veginum.
Lúther var hins vegar í essinu sínu og ruddi hvern skipaskurðinn á fætur öðrum.
Benni
04.02.2005 at 00:03 #515774Helvíti erum við samtaka nafni….
BM
04.02.2005 at 00:27 #515776Ný búinn að sleppa Lúther úr símanum en í þessum skrifuðum orðum er hann; a) að togast á við stýrið í Patrolinum, þurfti báðar hendur; b) að beygja út af Kvíslaveituvegi. Þoka og slydda að hrjá þá en vel liggur á þeim. Sagði hann mikla krapapolla vera á veginum en eins og við vitum verður Lúther búinn að grafa skipaskurði í gegnum þá þegar við mætum annað kvöld.
Höldum þessum þræði lifandi.
Bkv.
Magnus G.
04.02.2005 at 00:52 #515778Þeir eru núna 3 km frá vaði, erfitt færi (2pund)skari kominn í skriðgír og alless ohohohoo allt að gerast
04.02.2005 at 01:19 #515780Enn eiga þeir smá spotta eftir í vaðið og Lúther er kominn á bólakaf í krapa, allt pikkfast. Þeir eru búnir að prófa að kippa og draga og spottast og ekkert gengur. Eru núna þessa stundina að moka eins og óðir menn og reyna allt hvað þeir geta til að losa Pattann. Ekkert bendir til þess í augnablikinu að það takist…
Næstu fréttir eftir 15-30 mín.
04.02.2005 at 01:21 #515782Var að tala við Óskar – þeir eru ekki enþá farnir að sjá vaðið… Síðasta setningin sem ég heyrði áður en að slitnaði var "Djöfull er hann fastur"
Benni
04.02.2005 at 03:49 #515784Jæja helv… netið fraus enn eina ferðina.
Núna kl 03:50 eru þeir ennnnn 1 km frá vaði og bara bras og vesen og MEIRA BRAS! allt löðrandi í krapa og meiri krapa.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 05:06 #515786Jæja núna kl.05 eiga þeir enn talsvert í vaðið og ekkert bendir til þess að það eigi eftir að breytast í bráð.
það er ekkert nema krapi upp fyrir haus og tómt vesen ýmist er annar fastur eða þá báðir samtímis oftast eru það baðir samtímis.
Síustu 4 tímana hafa þeir lagt af baki hvorki meir né minna en 7 metra afturabak…
Ég legg eindregið til að þeir sunnanmenn og konur sem ætla að fara af stað á morgun. föstudag eða laugardag fari kjalveg, það er mun styttra þá fyrir okkur norðanmenn að koma og bjarga ykkur. Ákveðið hefur verið að norðanmenn verði með sérstaka björgunarvakt ykkur til stuðnings alla helgina og munum við notast við alveg nýja gerð af 26,07" krapa spólu dekkjum á sérstökum 32" breiðum spól felgubotnum.
Kv.
BenniSíðasta staðsetníng hjá þeim Lúther og Skara kl.05.10
[img:2ufjqkie]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/44-3095-20482.jpg[/img:2ufjqkie]
04.02.2005 at 07:28 #515788Var að tala við Óskar.
Þeir eru núna 11 km frá Setrinu og fastir hlið við hlið í krapa.
Voru að næra sig og safna kröftum fyrir það að moka sig lausa og stefna á að verða komnir í Setrið um hádegi.
Vaðið var það gott að þeir tóku ekki eftir því þegar þeir fóru yfir.
Benni
04.02.2005 at 08:33 #515790Nú er það spurningin um hvora leið á að velja Kvíslarveita eða Kjölur ??. Ef það tekur þá um 20 tíma að fara Kvíslarveituv. væri fýsilegt að athuga með Kjöl en þá er spurningin um hvernig er Kjalvegur/Kerlingafjöll ??. Það er líka spurningin um hvort þeim séu búnir að að rýðja slóða sem auðveldar okkur hinum ferðalagið ??
Fullt af spurningum. Benni og Benni getið þið fengið viðbrögð við slíkum spurningum frá ferðalöngunum !
kv. vals.
04.02.2005 at 09:15 #515792Þetta gengur bara vel hjá þeim félögum Lúdda og Óskari. Núna þegar fer að birta og þeir að sjá aðeins frá sér, gengur þetta trúlega mikið hraðar. Það má ekki gleima að færið skánar með hverjum klukkutíma, enda töluverður gaddur í spánum. Það er mikið skárri kostur að fara Sóleyjarhöfðavað frekar en Kerlingafjöll í þessu færi. Aldrei að sleppa góðu brasi…..
Góðar stundir
04.02.2005 at 09:34 #515794Þeir eru enþá á sama stað og þeir voru kl 7 í morgun. Eru báðir pikkfastir og eru bara búnir að taka smá pásu.
Voru að byrja að reyna að losa bílana núna og settu nú stefnuna á að vera komnir í pottinn í Kerlingafjöllum um tvöleitið. Enda áttu þeir von á Mussó komandi úr þeirri átt og töldu fullvíst að hann þyrfti aðstoð.
Núna er -8 °C hjá þeim og farið að skafa svolítið.
Þeir höfðu engar áhyggjur af þeim sem fara þessa leið í björtu – vandamálin voru flest tilkomin vegna þess að þeir sáu illa.
Benni
04.02.2005 at 11:02 #515796ætlar þú ekki að skella þér á blótið með okkur?
Kveðja Fastur
04.02.2005 at 12:14 #515798Ég og Halli munum fara Sóleyjarhöfðavaðið og gott að vita að aðrir koma á eftir ef mikið bras verður á okkur, við eru spillausir en björgum okkur samt. Ég vona spá um færið standist en hætta verður á að ísskarir hafi myndast á vögum eftir þá félaga en það kemur bara í ljós. Við munum alla vega reyna að nota dagsbyrtuna eins og hægt er.
Sjáumst uppfrá. kv. vals. og Ditto
04.02.2005 at 12:23 #515800Ég vona að sem flestir séu með góða spotta, ef ekki vil ég minna menn á það sem kom fyrir Lúdda krapaskelfir í síðustu ferð, allt er á tjá og tundri, bæði inní og undir.
( sönglist að hætti Lúddverjans ) Það er hægt að forðast svoleiðis leiðindi með því að tala við þá í Tor net í hafnarfirði, betri spotta er ekki hægt að fá á landinu.
04.02.2005 at 12:27 #515802Hvernig gengur hjá þeim félögum ??? Eru þeir komnir í skála eða pottinn í Kerlingafjöllum???
04.02.2005 at 12:47 #515804Hver er með Lúther? Er það Skari eða Óskar Erlings
kv
SIGGI
04.02.2005 at 13:15 #515806Langaði að la´ta vita að ég er búinn að hafa samband við starfsfólkið á Hótel Geysir og mér skilst að það verður opið eitthvað frameftir í sjoppunni svo menn geti tankað á geysi ef menn vilja í hvöld.
TJB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.