This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 12 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Til að ná settu marki skálanefndar leitum við til ykkar félagsmenn, okkur til aðstoðar helgarnar 14-16 og 21-23 sept.Fyrri helgina er fyrirhugað að undirbúa fluttning á gámnum inn í grunn ljósarvélar og neyðarskýlis.Koma þarf efni inn í grunninn , þjappa og ganga frá undirstöðum fyrir gáminn.Ef veður leyfir verður farið í að skifta um þéttingar í gluggum og hefla til opnanleg fög sem eru orðin föst vegna þenslu.Seinni helgina kemur olíutankurinn og honum komið fyrir inní gámnum. Síðan verður gámurinn hífður inní grunninn og gengið frá tengingum inní skálann.Einnig þarf að ganga frá brunastigum.Í þeim tveim almennu vinnuferðum sem voru í sumar komu fáir en aftur á móti mjög vinnusamir félagsmenn sem gerðu gæfumuninn í starfi nefndarinnar.Þess vegna skorar skálanefndin á félagsmenn að taka þátt í þessum vinnuferðum.Þeir sem sjá sér fært að koma skrái sig hér á spjallinu.
Kv Rúnar skálanefnd.
You must be logged in to reply to this topic.