FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Setrið vinnuferðir

by Rúnar Sigurjónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Setrið vinnuferðir

This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Logi Már Einarsson Logi Már Einarsson 12 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.09.2012 at 23:21 #224286
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant

    Sælir félagar

    Til að ná settu marki skálanefndar leitum við til ykkar félagsmenn, okkur til aðstoðar helgarnar 14-16 og 21-23 sept.Fyrri helgina er fyrirhugað að undirbúa fluttning á gámnum inn í grunn ljósarvélar og neyðarskýlis.Koma þarf efni inn í grunninn , þjappa og ganga frá undirstöðum fyrir gáminn.Ef veður leyfir verður farið í að skifta um þéttingar í gluggum og hefla til opnanleg fög sem eru orðin föst vegna þenslu.Seinni helgina kemur olíutankurinn og honum komið fyrir inní gámnum. Síðan verður gámurinn hífður inní grunninn og gengið frá tengingum inní skálann.Einnig þarf að ganga frá brunastigum.Í þeim tveim almennu vinnuferðum sem voru í sumar komu fáir en aftur á móti mjög vinnusamir félagsmenn sem gerðu gæfumuninn í starfi nefndarinnar.Þess vegna skorar skálanefndin á félagsmenn að taka þátt í þessum vinnuferðum.Þeir sem sjá sér fært að koma skrái sig hér á spjallinu.

    Kv Rúnar skálanefnd.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 29 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 06.09.2012 at 22:00 #757459
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Jæja, nú fer að sjást í þetta hvíta á leiðinni inn í Setur. Vonandi fær Seturs-vinnuflokkur forskot á sæluna. Ég spái snjóþungum og góðum vetri. Ég hef hugsað mér að fara í aðra hvora ferðina en tek ákvörðun um það síðar.
    Kv. SBS.





    08.09.2012 at 17:36 #757461
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    upp með þetta
    Get hugsað mér að fara með aðra hvora helgina.
    Læt vita þegar nær dregur.
    Er með öll vekfæri fyrir trésmíðar.





    08.09.2012 at 19:49 #757463
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sælir hef áhuga að koma næstu helgi, en hvenær er síðasti séns að láta vita?
    Kv Bjarki





    08.09.2012 at 23:15 #757465
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    Bjarki, best er að vita það sem fyrst en fimmtudagurin er í síðasta lagi vegna matarinnkaupa fyrir laugardagkvöldið.

    Kv Rúnar skálanefnd





    11.09.2012 at 16:59 #757467
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    hvaða leið ætla menn upp eftir





    11.09.2012 at 21:00 #757469
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    Sælir
    Á ekki von á öðru en við förum Kjöl- Kerlingarfjöll.Okkur vantar enn vinnufúsar hendur næstu helgi.Þeir sem hafa hug á að koma látið vita sem fyrst.

    Kv Rúnar skálanefnd





    11.09.2012 at 21:09 #757471
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir, Er kominn einhver snjór sem gæti orðið til trafala fyrir 31" Jeep Grand Cherokee? Við feðgar höfum hug á að skella okkur með og væri kannski best ef við fengjum far ef færðin hefur eitthvað spillst. :)





    11.09.2012 at 21:31 #757473
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    Neyðarkall frá skálanefnd

    Skálanefnd sárvantar rafvirkja til að ganga frá tengingum þegar gámurinn verður færður helgina 21-23 sept.Þær tengingar sem um ræðir er stofnlögn í töflu og rofi sem slekkur og ræsir ljósavélina inní skálanum.Ef eingin fæst í verkið verður gámurinn ekki færður og nýji olíutankurin fer ekki upp í Setur fyrir veturin.
    Ef einhver er tilbúin að taka verkið að sér vinsamlega hafið samband við Rúnar í síma: 8967078.

    Kv Rúnar skálanefnd.





    11.09.2012 at 21:46 #757475
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    Sæll Magnús

    Eigum við ekki að vera í sambandi á fimmtudaginn þá sjáum við betur hver staðan verður.Það má reikna með að það hafi snjóað eitthvað en það á að rigna á morgun miðvikudag og það spáir ágætlega fyrir helgina.

    Kv Rúnar skálanefnd.





    12.09.2012 at 20:41 #757477
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég hef hug á því að koma uppeftir aðra helgi (21-23) en kemst ekki þá næstu..





    12.09.2012 at 21:33 #757479
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    Sæll Samúel
    Það kæmi sér vel ef þú kæmir þar sem við þurfum að gera númerabreytingu í símagáttinni.Ef mig minnir rétt kannt þú það.Logi er með forritið í tölvuni sinni.

    Kv Rúnar skálanefnd.





    12.09.2012 at 22:53 #757481
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sælir félagar
    Ætla hér með að bóka mig með í vinnuferðina þessa helgina, ég og væntanlega einn 11ára gutti.
    Maggi þér er velkomið að fljóta með mér ef þér liggur ekki mikið á? Fer væntanlega ekki af stað fyrr en milli kl:19 og 20.

    Kv Bjarki R-2405





    13.09.2012 at 13:08 #757483
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir, Ég verð bara einn, guttinn er eitthvað latur.
    Bjarki þakka kærlega fyrir það og ég þigg það. :) Það liggur ekkert á að leggja af stað, því ég veit að þú verður kominn á undan hinum uppeftir, vegna allrar kennslunnar hjá Eyþóri kóngi Guðnas. og ferðahraða ykkar Heimsgra. haha. Gsm síminn hjá mér er 896-8564 og verð ég bara klár fyrir þennann tíma. :)

    Kv. MG





    13.09.2012 at 14:42 #757485
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    Sælir drengir.

    Eg og Hansi komum uppeftir á föstudagskvöldið en ekki til að vinna.

    Komum til að veita andlegan stuðning og við komum með okkar eigin mat. :)

    Förum svo snemma af stað á Laugardeginum inn á hveravelli og eiðum drginum þar …..

    kkv
    Friðrik





    13.09.2012 at 16:30 #757487
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Hvernig er það er eitthvað sérstakt sem ég þyrfti að hafa með mér, af verkfærum eða svoleiðis?

    Kv Bjarki





    13.09.2012 at 21:43 #757489
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Held að allt sem við þurfum að nota sé annaðhvort á staðnum eða þá að við komum með það sem þarf. Vinnuvettlingar og góður fatnaður er að ėg held svona að megninu til það sem helst þarf. Spáin gerir allavega ráð fyrir rigningu á laugardeginum. L.





    15.09.2012 at 19:55 #757491
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Sæl öll. Meðlimir skálanefndar og þeir fylgifiskar sem skálanefndarmönnum tókst að veiða í net sín fyrir helgina til að létta sér störfin eru nú að ljúka góðum kvöldverði eftir annasaman dag. Tekist hefur í dag að gera klárt "planið" inni í sökklinum sem gámurinn á að hvíla á og er nú allt klárt fyrir færslu gámsins um næstu helgi. Aukinheldur tókst að endurnýja lista í einum glugga og þurrka og kítta upp á nýtt. Þeir Árni Ómars, Bjarki Loga og Maggi "Magnum" eiga heiður skilið fyrir aðstoðina í dag og hefur allt gengið mun betur en við áttum von á. Þessa stundina erum við að fara yfir hluti sem við þurfum að hafa klára fyrir landsfundinn í október og er þar af nógu að taka. Næstu helgi verður svo gámurinn færður og allt tengt upp á nýtt. Snjóað hefur á svæðinu og dregið á nokkrum stöðum í skafla en mikið af snjófölinu sem var í gær hefur tekið upp í dag.
    Kv. Logi Már.





    16.09.2012 at 20:31 #757493
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sælir félagar og takk mikið fyrir helgina.
    Við þetta má bæta hjá Loga Má að annar gluggi var tekinn í gegn, og þurftum við að skreppa í björgunarleiðangur um hádegisbil á sunnudeginum, til þess að bjarga 44" trukk :-) Leiddist það ekkert.
    Góð helgi að baki, þangað til næst.

    Kv Bjarki





    19.09.2012 at 16:52 #757495
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Hæ hæ
    Takk fyrir síðast, hvernig er það er búið að ákveða vinnuferðina núna næstu helgi eða verður kannski ekki?
    Einn forvitinn

    Kv Bjarki





    19.09.2012 at 18:06 #757497
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Miðad við veðurspá eru allar líkur á því að það verði farið um helgina já og gámurinn færður inn í sökkulinn. Að öllum líkindum verður farin Gljúfurleitarleið með vörubílana vegna þess að skaflar eru komnir í Illahraunsleið. Það mun allavega einn jeppi fylgja hvorum vörubíl og sennilega fylgjum við Rúnar bílnum sem fer með olíutankinn. Tímasetning er óljós ennþá, sennilega komumst við ekki af stað fyrr en fimm eða fimm plús.

    Kv. Logi Már.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 29 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.