This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Nú er trúlega kominn ferðahugur í mannskapinn því fréttst hefur af þessu hvita á fjöllum. Mér skilst líka að um síðustu helgi hafi verið fjölmennt í Setrinu.
Ég vil benda þeim sem hafa hugsað sér að bruna þangað uppeftir, að þar verður ca. 40 manna hópur sem hefur bókað húsið fyrir löngu síðan.
Auðvitað eru aðrir velkomnir á meðan húsrúm leifir, en ég vil nefna þetta til að fólk lendi ekki í því að koma að fullu húsi.
En á meðan ég er að skrifa þetta dettur mér eitt í hug. Væri ekki snjallt að hafa stað hér á vefnum þar sem sjá mætti bókanir i Setrinu? Það væri þægilegt að geta séð það hér á auðveldan hátt. Þ.e. ef einhverntima verður eitthvað unnið hér við vefinn.
Kv.
Emil
You must be logged in to reply to this topic.